Myndir - Laxárgljúfur - Stóra Laxá í Hreppum

Hræðilegt að heyra með þetta slys.

Ég átti þess kost á að fljúga yfir Laxárgljúfur í september árið 2005 og tók þá þessa myndaseríu.

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Flogið er upp eftir gljúfrinu til norðurs

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Flogið er upp eftir gljúfrunum til norðurs

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


og eins og sjá má á eftirfarandi myndum, þá eru gljúfrin hrikaleg í alla staði

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á svæðinu er auðmótanlegt móberg eða sandsteinn sem vatn og vindur á auðvelt með að forma

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þetta er eitt hrikalegasta gljúfur sem finna má á Suðurlandi

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Margar kynjamyndir má sjá á leið sinni upp eftir gljúfrinu

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér kemur svo sjálf Laxáin úr austri inn í gljúfrið og það merkilega er að hún kemur einhvern spotta úr austri en þar rennur svo áin til norðurs á kafla og virðist vera uppsprettuvatn af heiði sem liggur austan megin við þessi hrikalegu gljúfur.

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef haldið er svo áfram upp með lítilli hliðará sem heitir Leirá sem kemur úr norðri, þá er komið að línuvegi þar sem auðvelt er að koma að gljúfrinu ofan frá. Gönguleið liggur með gljúfrinu að vestanverðu en það þarf að fara yfir nokkur gil og gljúfur að austanverðu.

Hliðará sem rennur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á sínum tíma útbjó ég ásamt Ingu Sigríði Ragnarsdóttur og Ásgerði Einarsdóttur verkefni í gönguleiðsögn í MK. Fyrir valinu var að ganga um þetta svæði þar sem fara átti frá Kaldbak meðfram gljúfrinu að austanverðu upp í Kerlingarfjöll.

Ætli Ásgeir Gestsson fyrrum bóndi frá Kaldbak og fjallkóngur þeirra Hrunamann til margra ára, sé ekki sá sem hefur eina mestu þekkingu á svæðinu. Þegar ég leitaði til hans út af verkefni mínu á sínum tíma, þá var að heyra að hann þekkti hvern þumlung svæðisins.

En hér má sjá smá brot úr verkefninu sem var aðeins um eitt af mörgum verkefnum sem nemendur leiðsöguskólans bjuggu til á meðan á námi stóð.

Gönguleið: (6 göngudagar)

Vegalengd: Akstur 250 km, Ganga 87,3 km auk gönguferðar í Kerlingarfjöllum, um 10 km
Hækkun/Lækkun : Kaldbakur 220 m – Geldingarfell 758 m – Svínárnes 400 m – Fosslækur 460 m – Kerling 940 m – Ásgarður í Kerlingafjöllum 680 m
Göngutími: Alls um 20 klst.
Gist í skálum: Hallarmúli, Helgaskáli, Svínárnes, Fosslækur og Kerlingarfjöll
Matur og útbúnaður borinn á bakinu í 5 daga, þó er matarburði skipt í tvennt, matur ferjaður um miðbik ferðar og matur fyrir lok ferðar ferjaður í Kerlingarfjöll og gengið þar með dagspoka
Erfiðleikastig: Meðalerfitt, með möguleikum á meira krefjandi köflum
Vöð: 4 stór og nokkur minni, í upphafi ferðar


Hér læt ég fylgja með myndir + teikningar úr umræddu verkefni sem sýnir aðeins 2 fyrstu daga ferðarinnar sem hefst frá bænum Kaldbak. En þar býr nú fyrrum ritstjóri Jónas Kristjánsson.

Kaldbakur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Fyrsta daginn er gengið frá Kaldbak, vaðið yfir Stóru-Laxá og gengið upp að fallegum fossi Skillandsárs og endað í skála í Hallarmúla.

Skillandsárfoss (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Næsta dag er svo gengið til baka að gljúfrunum að austanverðu

Jólgeirsstaðir, Klofkerling, Krossgil, Kambur, Kambshorn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo haldið áfram upp með gljúfrinu yfir Uppgöngugil í átt að Miðgili. Ef myndin er skoðuð nánar, þá má sjá pínulítinn mótordreka yfir gljúfrinu. Þetta sýnir vel stærðarhlutföllin.

Uppgöngugil, Miðgil, Illaver, Fremra-Rótargil (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Laxárgljúfur á leið frá Hallarmúla upp í Helgaskála.

Mynd tekin við Innra-Rótargil (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er krækt fyrir gilið þar sem Stóru-Laxá og Leirá koma saman og svo vaðið yfir Stóru-Laxá á móts við Helgaskála

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En eins og sjá má, þá er íslensk náttúra stórbrotin og varasöm. En benda má á að leiðin vestanmegin við gljúfrin henta mun betur til göngu. Þessi ferð var svo m.a. hugsuð með möguleika á að vera með fullkomin klifurbúnað meðferðis þar sem hægt væri að síga niður í gljúfrið á nokkrum stöðum. Á síðustu myndinni má sjá hvar bíl hefur verið lagt. En hægt er að aka eftir línuvegi frá Þjórsárdal og niður í hreppa í áttina að Gullfossi með viðkomu á þessum stað.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Mikið slasaður eftir að hafa fallið niður Laxárgljúfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru hreint út sagt magnaðar myndir hjá þér, hef komið að þessu "landleiðina" að ofanverðu og þetta er hrikalegt landslag.

 Kv, Þórir

Þórir Björnsson (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 08:14

2 Smámynd: Lilla Sver

Alveg frábærar myndir hjá þér.

Lilla Sver, 26.7.2007 kl. 08:24

3 identicon

Stórkostlegar myndir!!!

Hlynur S (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 10:23

4 Smámynd: Guðlaugur Kristmundsson

Ég er það heppinn að vera ættaður úr hreppunum, þannig að ég var alinn upp við það að ríða um Gljúfrin á vorin, sumrin og haustin. Þau eru alltaf jafn stórbrotin og falleg. Takk fyrir að deila þessum fallegu myndum. Núna er bara að vona að allir hlutaðkomandi þessu slysi jafni sig fljótt og vel.

Guðlaugur Kristmundsson, 26.7.2007 kl. 12:22

5 identicon

Flottar myndir hjá þér.  Ég sigldi gljúfrið núna í júní - rétt áður en veiðitímabilið hófst - á kajak -  ásamt fjórum öðrum.  Við settum útí við foss í Leirá rétt ofan við ármótin og tókum upp ca. 14km neðar - þar sem vegurinn endar að austanverðu. 

Sjónarhornið sem við höfðum er ekki síðra en þeirra sem vængjaðir eru - ótrúlega fallegt þarna niðri og róðurinn frekar auðveldur í þessu vatnsmagni.  Það þarf hins vegar ekki að hækka mikið í henni til að hasarinn aukist.  Það sem hækkar hvað mest erfiðleikagráðuna þarna er aðgengi - ef þú ert kominn af stað og framhjá ákveðnum punkti þá er ekki um annað að velja en að klára. 

 Björgunarfólk á þakkir skildar og vonandi fer þetta allt á besta veg.

Jóhann (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 13:37

6 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Sæll Kjartan.  Þetta eru glæsilegar myndir.  Mér finnst sérstaklega skemmtilegt að skoða þær því ég ólst upp þarna nálægt og smalaði stundum á þessu svæði.  Meðan sauðfé var margt þarna á Hrunaheiðunum kom fyrir að fé lenti í sjálfheldu á syllum í gljúfrinu.  Þá voru stundum gerðir út leiðangrar til að síga eftir kindum en ef það var ekki hægt þá var reynt að skjóta þær á færi.

Þorsteinn Sverrisson, 26.7.2007 kl. 19:32

7 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég vil byrja á því að þakka ykkur öllum fyrir að kvitta fyrir komu ykkar hér inn á bloggsíðuna mína og svo er ekki slæmt að fá svona flott lof myndirnar líka :)

Ég var í skóla á Flúðum og bjó niðri á Skeiðum og kannast því aðeins við mig á svæðinu. Sem áhugamaður á íslenskri náttúru, þá verð ég að segja að þessi gljúfur eru náttúruperla sem ekki margir vita af.

Þessar loftmyndir tókust vel eins og sjá má og Jóhann, ég væri alveg til í að prófa að fá að fara með í næstu ferð niður þessi gljúfur og að sjálfsögðu að mynda þau í leiðinni, neðan frá :)

Hef haft möguleika á að labba upp að þessum fallega fossi í Skillandsá í einni veiðiferðinni og verð að viðurkenna að náttúran var svo flott á svæðinu að veiðin fór nú öll eitthvað fyrir ofna garð og neðan og ekki neinn lax í það skiptið.

Ég gerði mér ekki grein fyrir því að fé hafði verið skotið niður á færi þarna í gljúfrunum. það sýnir bara hvað aðstæður geta verið hættulegar þarna.

Ef rétt yrði staðið að málum þarna, þá væri hægt að hafa flottar gönguleiðir fyrir ferðamenn undir leiðsögn um svæðið.

Kjartan

Kjartan Pétur Sigurðsson, 26.7.2007 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband