Færsluflokkur: Dægurmál

ÍSLENSKAR KONUR - ÍSLENSKT LANDSLAG

Mér finnst nú Íslenskar konur alltaf jafn fallegar. Þessi skemmtilega uppstilling varð á vegi mínum í myndatöku við Hveraröndina við Námaskarð í Mývatnssveit núna í sumar.

Hver er fegurst kvenna á landi hér? Eitthvað er hún nú kunnugleg þessi fegurðardís

Hver er konan sem verið er að mynda hér? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þeir sem yngri eru myndu líklega segja "drop dead falleg" :)

Íslenskt landslag - Íslenskar konur - Íslenskt ... er til eitthvað betra?

Íslensk náttúra í öllum sínum myndum er mikið notuð hér á landi eins og hér má sjá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan

WWW.PHOTO.IS

mbl.is Ungfrú Kanada fallegust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Húsvíkingar

Hún má vera ánægð þessi dama, sem er skipstjóri hjá Norður-Siglingu (North-Sailing), með verðlaunin frá SAF

Svei mér þá ef hún er ekki líka með rauðar freknur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hvalaskoðun er gríðarlega vinsæl meðal ferðamanna

Her kemur hvalur upp rétt fyrir framan bátinn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hvalaskoðun og sjóstangaveiði frá Húsavík - Þar er safn um hvali

Hér má sjá hvalina koma alveg upp að bátunum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Var á ferð með Ameríkana árið 2005. Tók þá þessar myndir í hvalaskoðun og var hvalaskoðunarbærinn fullur af ferðamönnum. Hér eru 3 hvalaskoðunarbátar samtímis úti á miðunum


Hér má sjá báta sem bera nafnið Bjössi Sör og Faldur en Knörrinn var minn bátur - Allt gamlir og góðir eykarbátar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Konur eru greinilega að taka yfir mörg hefðbundin karlastörf - sem er vel. En þessi Húsavíkurmær var skipstjórinn á hvalaskoðunarbátnum.

Einbeittur skipstjóri (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hvalasafnið á Húsavík er líklega eitt af þeim flottari sem fyrirfinnast þó víða væri leitað.

Hvalasafnið á Húsavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér hverfur hvalurinn í djúpið og segir bless við ferðamennina

Hvalurinn að undirbúa djúpköfun (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hvalurinn að undirbúa djúpköfun (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan

WWW.PHOTO.IS
mbl.is Hvalaskoðunarfyrirtæki fékk nýsköpunarverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÍSLANDSMET Í ATHUGASEMDUM - BITRUVIRKJUN

Svo er að sjá að barátta Petru gegn virkjunaráformum við Ölkelduháls á síðustu metrunum sé að skila sér.

Þessi grein birtist á visi.is í morgun:

ÍSLANDSMET Í ATHUGASEMDUM VEGNA BITRUVIRKJUN (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar er bent á að skoða heimasíðu þeirra aðila sem vilja láta skoða virkjanamál á þessu svæði betur hér:

WWW.HENGILL.NU



Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Verðmat Geysir Green var hækkað um 6,7 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slátrið STENDUR fyrir sínu :)

Það er ekki spurning að slátrið STENDUR fyrir sínu, enda ein af uppistöðum og máttarstólpum lífsins.

Ekki eru samt allir jafn ánægðir með það sem þeir hafa og reyna því ýmis ráð til að bæta um betur.

Hér er hópur Spánskra sveppasérfræðinga á ferð um landið og urðu þeir að vonum ánægðir þegar þeir fundu þessa sveppi hér á leið sinni frá Borgarfirði Eystri:

Sveppasérfræðingar frá Kanarí á ferð um Ísland (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekki kemur það á óvart að svona hús skuli RÍSA í ríki Gunnars I Birgissonar í Kópavogi

Smáralind séð úr lofti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Margir hafa verið að velta fyrir sér útlitinu á annars þessu velformaða húsi :)

Hér má sjá Loftmynd af Smáralind

Smáralind séð úr lofti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Spurningin er: Af hverju þurfa konur alltaf að brjóta karlmenn niður á þann máta sem Condoleezza Rice er að gera hér:

Condoleezza Rice, lítið tippi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ég get þó huggað mig við þá staðreynd að lítil .... stækka mest :)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Hilmir Snær nakinn í kvikmyndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auglýst eftir svartri vinnu - kemur ekki á óvart

Svona auglýsing þarf ekki að koma á óvart. Þegar skattpíning og aðrar kröfur kerfisins á ákveðnum þjóðfélagshópum er gengin svo langt að fólki er farið að ofbjóða. Á sama tíma er mikið af erlendu starfsfólki hér á vegum starfsmannaleiga þar sem fáránlega litlar kröfur eru gerðar til hæfni eða greiðslu á opinberum gjöldum.

Hér má sjá nánar frétt af visi.is um málið

Frétt af visir.is um auglýsingu á svartri atvinnustarfsemi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


Skattgreiðendur hafa nákvæmlega ekkert um það að segja hvernig stjórnmálamenn setja lög sjálfum sér til handa

Skattgreiðendur hafa nákvæmlega ekkert um það að segja hvernig stjórnmálamenn setja lög sjálfum sér til handa. Fyrir utan feitar eftirlaunastöður þá er stór spurning hvenær verið svo tekið á því að stytta 109 daga sumarfrí þessa sama hóps.

Svo er ekki verra þegar hægt er að fara í notalegt "sumarfríi" greitt í topp á kostnað ríkisins. Svo á embættismannakerfið að passa upp á herlegheitin og er nema von að lítið sé gert í málinu!


mbl.is Tvöföld forsetalaun í 100 daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er Fremra-Selvatn. Myndir og kort.

Fremra-Selvatn er Reykjarfjarðarhreppi í Norður-Ísafjarðarsýslu. Úr Fremra-Selvatni rennur Karlmannaá til Mjóafjarðar. Allmikill silungur er í vatninu, mest urriði og eitthvað af bleikju. Enginn akvegur er að vatninu og verður því að ganga nokkurn spöl.
Hér er horft til norðurs þar sem má sjá Fremra-Selvatn við Mjóafjörð

Fremra-Selvatn, Mjóifjörður, Vestfirðir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kort af Ísafjarðardjúpi, Mjóafirði og Fremra-Selvatni

Kort sem sýnir flug fisflugmanna um Vestfirðina (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Allir björguðust á Fremra-Selvatni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurning um að fara að blogga aftur?

Ég tók mér smá blogg hlé í 2-3 mánuði. Mig er farið að kitla í puttanna aftur, enda af nógu af taka til að blogga um.

Ég á mér mörg áhugamál og spurning hvort að það sem að ég er að vinna í þessa dagana getur orðið eitthvað stórt - hver veit. Ef svo verður, þá mun ég hafa lítið annað að gera næstu árin en að sinna því sem var upphaflega aðeins áhugamál.

Kem með nánari upplýsingar á næstu dögum.

Kjartan

p.s. þetta heitir að byggja upp spennu :)


mbl.is Áhugamálið orðið að aðalstarfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru draugar víða á Íslandi!

Ég varð fyrir þeirri stórkostlegu upplifun að komast á stað sem að mig er lengi búið að langa til að komast á. En staðurinn er einn sá aldraugalegasti sem að ég hef komið á í langan tíma.

Staðurinn er eyðibýli sem heitir Ljótsstaðir og er einn af efstu bæjum í Laxárdal fyrir norðan ekki langt frá Mývatni. Að bænum er seinfarin 4x4 jeppaslóði og er kjörið fyrir þá sem þora að fara og líta á staðinn.

Hér má sjá kort af Laxárdal þar sem sjá má illfæran 4x4 jeppaslóða sem liggur heim að bænum.

Ljótsstaðir í Laxárdal. Smellið á kort til að sjá fleiri myndir. Myndir sem teknar voru úr lofti á ferð um svæðið


Því miður hef ég ekki náð að kynna mér sögu þessa merkilega eyðibýlis nægjanlega.

En eftir því sem mér skilst, þá bjó þarna fjölskylda fram undir 1950 sem fór frá staðnum mjög skyndilega og skildi nánast allt eftir í því ástandi sem það nú er.

Þarna er komið að lokuðum dyrum þar sem útidyralykilinn er enn í skránni. Á miða í hurðinni má lesa eftirfarandi skilaboð:

“Verið svo væn að stappa af fótunum

Áður en þið gangið inn

Hér er ekki stungið út nema einu sinni á ári”

Miði á hurð (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þegar inn er komið, þá blasa við innanstokksmunir, fatnaður, dagblöð og fleira nákvæmlega eins og hlutirnir voru í kringum 1950.

Það vakti strax athygli okkar gömul dagblöð sem lágu á eldhúsborðinu. Þar mátti sjá Þjóðviljann dagsettan 30 júní 1953

Þjóðviljinn frá 1953 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þar var umfjöllun um kosningarúrslit þar sem lesa mátti eftirfarandi tölur:

Sálfstæðisflokkur 37.21% (28.779)
Framsóknaflokkur 21.86% (16.912)
Sósíalistaflokkur 16.03% (12.396)
Alþýðuflokkur 15.66% (1.109)
Þóðvarnarflokkur 5.98% (4.628)
Lýðveldisflokkur 3.26% (2.525)


En fyrirsögn blaðsins var: “Herbragðið tókst: Andstaðan gegn hernáminu sundraðist, þótt hernámsflokkarnir töpuðu fylgi”

Eldhúsið var hrörlegt að sjá og það var ekki laust við að manni væri viðbrugðið þegar hverjar dyrnar á hverri vistarverunni á fætur annarri voru opnaðar. Þarna mátti sjá fullbúið hjónaherbergi, og barnaherbergi með öllum leikföngum, fatnaði og bókum eins og hafði verið skilið við fyrir um 50 árum síðan.

Eldhúsið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Barnaherbergið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í húsinu eru um 15 herbergi. Þar má nefna, ýmsar geymslur, bílskúr, búr, saumaherbergi, rafstöð, vinnuherbergi með hefilbekk og öðrum verkfærum

Það var ekki fyrr en heim var komið og farið var að skoða myndir sem teknar voru í húsinu að það kom í ljós að ýmsir draugar voru á myndunum eins og sjá má ef vel er skoðað á þessari mynd:

Draugur í stólnum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ég var með þá hugmynd að gista í húsinu um nóttina en það var ekki laust við að það setti að manni ónotatilfinning við að fara um þessar vistaverur í rökkri, þokan var að leggjast yfir og vinkona mín sem var með mér í þessari för var orðin svo hrædd að það var ákveðið að flýta sér að skrifa í gestabókina og láta sig hverfa áður en það færi að rökkva meira.

Þessi staður er líklega einn af topp tíu stöðum sem að ég hef komið á á ferðum mínum um landið. Alveg kjörin fyrir gönguhópa sem “þora” ... en það má þá alltaf gista tjöldum.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Afmælisferð í draugahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá eru það Reykjaréttir á Skeiðum á morgun.

Var að spá í að líta í Reykjarétt á Skeiðum á morgun.

En Reykjaréttir eru ofarlega á Skeiðunum skammt fyrir sunnan bæinn Reyki.

Réttirnar voru byggðar árið 1881 fyrir Skeiða- og Flóamenn.

Um langan aldur hafa Skeiðaréttir verið einar fjárflestu réttir á Suðurlandi, en nú hefur fé heldur fækkað þótt fjöldi fólks sem sækir Reykjaréttir sé ennþá mikill og ekki síst ferðamenn.

Á aldarafmæli Reykjarétta voru þær að mestu leyti hlaðnar upp að nýju og færðar til hinnar upphaflegu gerðar. Veggir réttanna eru axlarháir (1.50 m), hlaðnir úr hraungrýti og tyrfðir ofan. Við hliðina er svo nátthagi, girtur hringlaga hraungrýtisgarði.

Hér má sjá víðmynd þar sem hestar, fé og fólk er samankomið.

Reykjarétt á Skeiðum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er búið að flokka fé niður og því hægt að fara að koma því á bíl eða reka heim á leið.

Reykjarétt á Skeiðum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eins og sjá má á eftirfarandi mynd, þá er Reykjarétt á Skeiðum sannkölluð listasmíði.

Reykjarétt á Skeiðum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Um 100 kindur drukknuðu í Kálfá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband