Færsluflokkur: Dægurmál

LAUFÁS KIRKJUSTAÐUR - MYNDIR

Í Laufási í Grýtubakkahreppi hefur verið byggð upp flott aðstaða fyrir ferðamenn og er í dag rekið þar kaffihús, safn og falleg kirkja.

Hér má sjá flott samkomuhús sem býður upp á kaffi og heimabakað bakkelsi eins og það gerist best í sveitinni.

Kaffihús og samkomuaðstaða fyrir ferðamenn í Laufási (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í Laufási er uppgerður torfbær sem gerður hefur verið að myndarlegu safni

Móttaka og afgreiðsla fyrir ferðamenn í Laufási (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Auk kaffiaðstöðu, þá geta ferðamenn keypt ýmsan varning og íslenskt handverk í Laufási

Móttaka og afgreiðsla fyrir ferðamenn í Laufási (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þegar inn í bæinn er komið, þá má sjá húsgögn og annan búnað frá byrjun síðustu aldar

Húsgögn frá byrjun síðustu aldar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þarna má sjá uppgert hlóðaeldhús að íslenskum sið, en svona eldhús voru til í mismunandi útfærslum

Hlóðaeldhús að gömlum íslenskum sið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Allur matur var unnin á heimilinu og hér má sjá aðstöðuna þar sem ýmsar vörur voru unnar úr kúamjólkinni.
Hér var rjóminn skilin frá mjólkinni og eftir sat undarennan sem var notuð til drykkjar, skyrframleiðslu og til að geyma súrmat í.
Úr rjómanum var strokkað smjör og einnig var búinn til ostur ásamt öðru góðmeti.

Aðstaða til að vinna ost, smjör, skyr og fl. úr kúamjólk (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er ekki langt síðan svefnaðstaða flestra Íslendinga leit svona út. Svefnherbergi þess tíma var kallað baðstofa.

Baðstofa á safninu í Grýtubakkahreppi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Laufáskirkja björt að innan, snyrtileg og einföld að allri gerð.

Laufáskirkja í Grýtubakkahreppi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Handverk frá sveitungum er selt í byggingu sem er til hliðar við safnið

Handverk og hannyrðir eftir sveitunga í Grýtubakkahreppi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


og svo í lokin, þá má sjá hér loftmynd af svæðinu sem um ræðir í fréttinni sem deilurnar snúast um

Loftmynd af Laufási í Grýtubakkahreppi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við skulum vona að kirkjunnar menn láti fjölskylduna ekki út á guð og gaddinn og sýni sitt kristilega innræti í þessu máli.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Gert að flytja húsið frá Laufási
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞJÓÐARGRAFREITURINN FYRIR FISCHER - MYNDIR

Þessa dagana er verið að ræða hvar best sé að jarða einn fremsta skákmann sögunar og skáksnillinginn "okkar" Bobby Fischer. Virðist umræðan að mestu snúast um að hann verði jarðsettur í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum við hlið Jónasar Hallgrímssonar og Einars Benediktssonar.

Staðurinn er fyrir margt merkilegur og ófáir ferðamennirnir sem hafa virt fyrir sér þennan undarlega grafreit. Guðjón Samúelsson hannaði grafreitinn á sínum tíma og var Einar Benediktsson jarðaður þar árið 1940 og einhver bein sem talin væru af Jónasi Hallgrímssyni árið 1946.

Ég sé ekkert að því að leifa einum mesta skáksnillingi sögunar að fá að hvíla í friði á þessum stað - Um að gera að hafa smá fjölbreytni í þessu eins og öðru. Mikið var haft fyrir því að setja upp friðarsúlu í Viðey og sýnist mér allt stefna í að hún verði eitt helsta tákn borgarinnar.

Hér má svo sjá nokkrar myndir af reitnum sem um ræðir og er ég ekki frá því að þarna sé heiðið tákn á ferð. Ef af þessum gjörningi verður, þá munu blandast mörg ólík trúarbrögð þarna saman á einum stað - sem er hið besta mál :)

Bobby Fischer verður hugsanlega jarðsettur á þessum stað við hlið Jónasar Hallgrímssonar og Einars Benediktssonar á Þingvöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá loftmynd af svæðinu. En í heiðnum siðum voru hringir mikið notaðir við trúarlegar athafnir. Jónas og Einar hvíla við endan á krossinum sem næstur er kirkjunni.

Bobby Fischer verður hugsanlega jarðsettur á þessum stað við hlið Jónasar Hallgrímssonar og Einars Benediktssonar á Þingvöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þingvallakirkja og Þingvallabærinn sem er að hluta til sumarhús forsætisráðherra og aðstaða fyrir þjóðgarðsverði

Þingvallakirkja og Þingvallabærinn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Fischer grafinn á Þingvöllum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FALLEGAR MYNDIR ÚR MOSFELLSDALNUM

Hér koma nokkrar fallegar myndir úr Mosfellsdalnum. Ég vona svo að myndirnar slái aðeins á þann heimilisóróa sem er að stressa blessað fólkið svona rétt fyrir jólahátíðina.

Það er skiljanlegt að það ætli allt um koll að keyra, því það er að mörgu sem þarf að huga á síðustu dögunum. Kaupgleði Íslendinga hefur aldrei verið eins fjörug og þessa daganna.

Líklega er mesta vandamálið að finna upp á einhverju nýju til að kaupa :)

Hér má sjá fallega kirkju sem ég efa ekki að Mosfellingar muni sameinast í.

Mosfellskirkja í Mosfellsdal er í Mosfellsprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Mikið er um að farið sé á hestbak í dalnum og má þar finna margar skemmtilegar reiðleiðir

Fólk á hestum í Mosfellsdal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef tími gefst til yfir jólahátíðina, þá má fara og skoða safn Halldórs Kiljan Laxness sem er að bænum Gljúfrasteini.

Safn Halldórs Kiljan Laxness á bænum Gljúfrasteini (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


og svo í lokin fyrir þá sem vilja fara í smá gönguferð, þá er þessi fallegi foss ekki langt frá Gljúfrasteini.

Skíðasvæðið í Skálafelli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Fyrir utan hestamennsku, þá er fínn gólfvöllur í dalnum og svo er spurning hvort að að verði hægt að opna svæðið í Skálafelli vonandi aftur ef snjórinn kemur aftur.

Skíðasvæðið í Skálafelli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Umsátur í Mosfellsdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HÖFNIN Í VOGUM Á VATNSLEYSUSTRÖND - MYNDIR

Hér má sjá myndaseríu tekna úr lofti af höfninni í Vogum á Vatnsleysuströnd.

Spurning hvar þetta port er við höfnina sem brann?

Vogar á Vatnsleysuströnd (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Sveitarfélagið Vogar (áður Vatnsleysustrandarhreppur) er sveitarfélag á norðanverðum Reykjanesskaga. Flestir íbúar lifa af sjávarútvegi eða sækja vinnu annars staðar, t.d til Reykjavíkur eða Keflavíkur. Í hreppnum er þorpið Vogar, þar búa um 1.000 manns. Vogar hétu til forna Kvíguvogar og Vogastapi sunnan þorpsins hét Kvíguvogabjörg. Í Stakksfirði undan Vogastapa voru góð fiskimið, sem hétu Gullkistan.

Vogar á Vatnsleysuströnd

Vogar við Vatnsleysuströnd (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Vogar á Vatnsleysuströnd.

Vogar á Vatnsleysuströnd (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kort af Vogum á Vatnsleysuströnd

Kort af Vogar á Vatnsleysuströnd og nágreni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Grunur leikur á íkveikju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjanesbraut - Hvar skildi löggan fela sig :)

Það mætti halda að Reykjanesbrautin væri notuð til manndómsvígsluathafna ungra ökumanna. En reglulega berast fréttir um það að verið sé að setja hin eða þessi hraðamet á brautinni.

Hér er lögreglan staðin að verki við hraðamælingar :)

Ef betur er að gáð þá eru tveir lögregluþjónar steinsofandi í bílnum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eins og sjá má þá er lítið annað en hraun á Reykjanesinu

Reykjanesbraut, brú með hringtorgum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Reykjanesbraut, brú með hringtorgum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Tvöföldun Reykjanesbrautar gengur vel og má sjá mörg stórglæsileg mannvirki eins og þessi hér:

Reykjanesbraut, brú með hringtorgum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Greinilegt er að vegagerðin er framsýn í vegamálum, en búið er að reisa þessi mannvirki þó svo að ekki sé nein byggð í næsta nágreni!

Spurning hvað hefði orðið um þennan kafla á Reykjanesbraut ef stækka hefði þurft álverið?

Álverið í Straumsvík, Alcan (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Annars fer það að verða spurning um að setja upp öflugt hraðlestarkerfi fyrir þá sem eru að flýta sér svona mikið!

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Sautján ára á 212 kílómetra hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG ER LÍKA HRIKALEGA VONSVIKINN!

Er ekki orðið spurning hvort að ríkisstjórnin þurfi ekki að fara að huga betur að fjölskyldu- og barnvænna umhverfi hér á Íslandi?

Ef að ráðamenn nenna ekki að HLUSTA og taka ILLA EFTIR og setja sig á háan stall eins og hún Þorgerður okkar, þá er ekki von á góðu.

Hér er frétt af Menntamálaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, á íslenskum vefmiðli fyrir stuttu.

Eitthvað virðist dómarasætið vefjast fyrir henni Þorgerði þessa dagana!


Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í frétt á http://www.eyjan.is/ fyrir stuttu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Annars er maður í smá áfalli yfir því að það eigi að leggja niður kennslu í dönsku. Hvaða skjól hafa þá kúgaðir íslenskir flóttamenn í framtíðinni þegar búið er að taka af þeim dönskuna líka?

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Vonsvikin með PISA-könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bakdyrnar á Dominos í Spönginni - Myndir :)

Hér má svo sjá hinar umræddu bakdyr á Dominos Pizzu matsölustaðnum í Spönginni í Grafarvogi þar sem hinir óreyndu glæpamenn reyndu að stíga sín fyrstu spor á glæpabrautinni.

En þeir mættu harðri mótstöð starfsmanna staðarins og var nánast hent öfugum út aftur um sömu bakdyr og hlupu að lokum í burtu með skottið á milli lappana :)

Spöngin Grafarvogi

Verslunarmiðstöðin Spöngin Grafarvogi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Krua Mai - tælenski veitingastaðurinn í Spönginni er hiklaust hægt að mæla með fyrir góðan mat sem að þeir bjóða upp á

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Ránstilraun í Grafarvogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tanngarðurinn - Þetta hús verður rifið! Myndir

Í áætlunum um byggingu á hátæknisjúkrahúsinu, þá kemur þessi nýlega bygging til með að vera rifin!

Húsið gengur undir nafninu Tanngarður, en þar hefur meðal annars farið fram kennsla í tannlækningum (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á sínum tíma stóð til að útbúa tengibyggingu úr gleri sem myndi liggja yfir veginn fyrir ofan svo hægt væri að ganga á "þurum fótum" yfir í spítalabyggingarnar fyrir ofan.

Við skulum bara rétt vona að Ráðherra sjái af sér og verndi þetta hús. Á meðan ég var í námi í Iðnskólanum, þá vann ég við naglhreinsun og fl. hjá þeim aðilum sem voru að reisa þessa tilkomumiklu byggingu.

Hér má svo sjá loftmynd af núverandi byggingum Landspítalans Háskólasjúkrahús við Hringbraut.

Landspítalinn Háskólasjúkrahús við Hringbraut (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er að sjá að það sé nóg til af peningum í ríkiskassanum fyrst að menn sjá ekkert óeðlilegt við að rífa niður nýlegar sérhæfðar stórbyggingar!

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Farið yfir áætlanir um byggingu nýs sjúkrahúss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

109 daga sumarfrí má líka stytta!

Það er með ólíkindum að í nútíma samfélagi skuli vera enn við líði að þingmenn fari í 109 daga sumarfrí yfir hábjargræðistímann!

Hér eru greinilega leifar af því þegar stór hluti þjóðarinnar stundaði landbúnað og flestir sem að voru á þingi voru bændur sem þurftu að komast frá til að sinna bústörfum.

Nú er því miður staðreyndin sú að flestir á þingi eru orðnir jakkafataklæddir lögmenn, stjórnmálafræðingar og hagfræðingar. Er því ekki komin tími á endurskoðun á þessu eins og öðru?

Hér situr bóndi á traktor sínum með múgavél í eftirdragi

Bóndi á utanverðu Snæfellsnesi að snúa heyi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þar sem nú er búið að stytta sumarfrí skólakrakka, hvað með sumarfrí þingmanna?

Kjartan

WWW.PHOTO.IS

p.s. þetta með að fjölga starfsfólki er algjör óþarfi, fjöldi ríkisstofnanna þessu fólki til handar er þegar orðin nægur og svo er það annað að launagreiðslur til Íslenskra þingmanna eru víst orðnar með þeim hæstu í Evrópu og eru þá undanskilin eftirlaun og aðrar sporslur!

mbl.is Betra Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfði er frægt hús - Ýmsar myndir

Þar hafa margir stórviðburðir átt sér stað. Húsið er byggt 1909 af frönskum konsúl Brillouin að nafni. Húsið er innflutt "eininga hús" þess tíma frá Noregi eins og mörg hús í Reykjavík frá þessum árum.

Húsið hefur skipt oft um eigendur og líklega er athafnarmaðurinn og skáldið Einar Benidiktsson einn sá þekktasti.

Í dag er húsið í eigu Reykjavíkurborgar.

Mynd af Höfða

Höfði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Leiðtogafundur Ronald Reagan og Mikhail Gorbatsjov árið 1986 kom húsinu á heimskortið svo um munaði og fór þá ekki mikið fyrir húsinu í öllu mannhafinu af fréttamönnum og ljósmyndurum sem biðu í ofvæni eftir nýjustu fréttum!

Leiðtogafundur Ronald Reagan og Mikhail Gorbatsjov árið 1986 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Mynd af Höfða

Höfði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Mynd af Höfða

Höfði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan

WWW.PHOTO.IS

mbl.is Höfði blár í þágu sykursjúkra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband