Færsluflokkur: Dægurmál

Hvaða furðufyrirbæri eru þetta? - Hver þekkir söguna?

Fyrir stuttu hafði samband við mig maður sem vildi fá upplýsingar um ljósmynd sem að ég tók vestan undir rótum Helgafells í Mosfellsdal.

Myndin lítur svona út. Ein og sjá má, þá er myndin öll á hreyfingu svo að ég fór aftur og tók þá nýja myndaseríu af fyrirbærinu

Loftmynd tekin vestan við rætur Helgafells í Mosfellsdal (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo betri mynd af svæðinu sem sýnir greinilega þrjá hringi sem eru nálægt hvor öðrum og það má jafnvel greina óljóst þann fjórða

Loftmynd tekin vestan við rætur Helgafells í Mosfellsdal (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þar rétt hjá má svo sjá þessi mannvirki

Loftmynd tekin vestan við rætur Helgafells í Mosfellsdal (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Til að gefa lesendum nokkur stikkorð, þá er ég búinn að leggja á mig smá vinnu viða að finna út úr þessum fyrirbærum.

Talað hefur verið um spítala, stríðsárin, skotbyrgi, loftvarnarbyrgi, þrír sprengjugígar, ásatrú, vatnstanka, hitaveitu, gull í Helgafelli, vegagerð, pensilín og fl.

Hef ekki tíma til að klára bloggið núna svo að ég læt lesendum eftir að finna út úr því hvað hér um ræðir :)

og svona í lokin, veit þá einhver hvaða mannvirki þetta er sem má finna sunnan við gamla flugbraut uppi á Mosfellsheiði. Takið eftir hringhleðslunni sem liggur svo enn utar!

Loftmynd tekin sunnan við gömlu flugbrautina uppi á Mosfellsheiði (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


Kollafjörður, þar er margt að sjá - myndir

Hver þekkir ekki þessar minjar þegar keyrt er út Kollafjörðinn Esju megin.

Veggur sem reistur er utan um námur við rætur Esju þar sem á er ritað „FLATUS LIFIR ENN“! (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svo virðist sem einhverjir hafi tekið sér bólfestu í yfirgefnu húsi við Kollafjörð

Hér má lesa áróður „HEIL HITLER“ á yfirgefnu eyðihúsi við Kollafjörð (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er gulur Porsche líklega á heimleið til Reykjavíkur ekki langt frá þar sem skriðan féll

Porsche á ferð við Kollafjörð (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo ein kvöldmynd í lokin af Kollafirði þar sem sjá má tunglið lýsa upp fjörðinn

Kollafjörður að kveldi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Þjóðvegurinn í Kollafirði ruddur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kröfluvirkjun - myndir og kort

Við Kröflu er gífurleg orka falin í jörðu og sem dæmi um slíkt, þá má sjá þennan risastóra sprengigíg.

En sprengigígurinn Víti liggur í hlíðum Kröflu og myndaðist í sprengigosi í upphafi Mývatnselda 1724-1729

Víti í hlíðum Kröflu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það mátti litlu muna að Kröfluvirkjun yrði ekki að neinu eftir að gos hófst í Leirhnjúk og við Kröflu í röð af 9 gosum frá 1975 til 1984

Leirhnjúkur við Kröflu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hver virkjun þarf fjölda borhola eins og þessi mynd sýnir og sem dæmi, þá er þegar búið að gefa leyfi fyrir um 40 borholum á svæðinu við Hellisheiði. En hver hola er að gefa um 5 megavött og er stefnt að því að tífalda þessa orku með því að bora núna enn dýpra. Eða í stað um 2000 metra djúpar holur þá er stefnt að 4-5.000 metra djúpum holum.

Borholur við Kröflu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá virkjunina sjálfa við Kröflu

Kröfluvirkjun (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kort af Kröflu, Kröfluvirkjun, Leirhnjúk og Víti

Krafla, Kröfluvirkjun, Leirhnjúkur, Víti (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Fyrsta djúpborunarholan boruð við Kröflu á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er hugmynd - Núna er möguleiki á stórkostlegum breytingum

Áhugavert að fylgjast með umræðunni um brunarústirnar niður í miðbæ. Ég átti leið þar framhjá á sínum tím rétt eftir að búið var að girða svæðið af.

Datt mér þá í huga að sniðugt væri að skreyta aðeins útlitið á veggnum sem verið var að reisa í kringum svæðið.

Hugmyndin hélt áfram að þróast og því ekki að byggja flott glerhús með baklýsingu sem væri einstakt í veröldinni upp á nokkrar hæðir og þekja útveggi 100% með slíkum myndum. En svona hús baklýst að kvöldi myndi eflaust vekja mikla athygli á dimmum vetrarmánuðum

Í dag eru til gluggafilmur sem sést vel út um og því óþarfi að hafa sýnilega glugga á slíku húsi.

Til að byrja með, þá þyrfti að hreinsa allt í burtu og flytja upp í Árbæjarsafn og endurbyggja.

Svo væri möguleiki á að byggja hús á 1 hæð og þá með opnu útisvæði ofan á toppnum með kaffihúsaaðstöðu m.m.
Hugmyndir Kjartans P. Sigurðssonar um hús á 1 hæð
Hús á einni hæð og þá með möguleika á kaffiaðstöðu og jafnvel sviði til hljómleikahalds fyrir miðbæinn

Stór mynd má skoða hér

eða …

byggja hús 2 hæðum
Hugmyndir Kjartans P. Sigurðssonar um hús á 2 hæðum
Hús á tveimur hæðum og þá með möguleika á kaffiaðstöðu og jafnvel sviði til hljómleikahalds fyrir miðbæinn

Stóra mynd má skoða hér

Húsið yrði klætt með baklýstum 360° ljósmyndum úr íslensku landslagi. Sem myndi að sjálfsögðu lýsa fallega upp skammdegið og vekja mikla athygli.

Starfsemi: Alhliða upplýsingar fyrir ferðamenn, kaffihús, samkomuaðstaða og bókunarmiðstöð.

Í Húsinu yrðu nokkur herbergi með 360°hringmyndum sem yrði líka baklýst og væri þá t.d. hægt að labba inn í mismunandi rými með mismunandi þema. T.d. Íshellir, hraunhellir, jökulsárlón, eldgos, hverasvæði, foss eða önnur flott svæði á íslandi.

Svo mætti fá upplýsingar á tölvuskjáum eða hlusta á hljóðupplýsingar á mismunandi tungumálum.

Þetta hús er það sérstakt að eftir því yrði tekið - enda annað eins ekki sést áður


Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. Þar sem reikna má með að um 3-500 þús. ferðamenn muni eiga leið um miðbæinn í sumar, þá er mikilvægt að ásýnd miðbæjarins sé smekkleg og ekki verra ef það er eitthvað fallegt sem gleður augað. En fljótlegt er að klæða núverandi svæði af með slíkri mynd.


Hægt er að skoða útfærslu á baklýstri risamynd 16m x 2.35m í nýja sýningarsalnum í Bílabúð Benna hér (3 myndir)
Skaftafell - Vatnajökull
Skaftafell - Vatnajökull


Hvað er eitt þekktasta miðbæjarhorn heimsins í dag?

"Times Square" á Manhattan í New York

Þar er ekki verið að eltast við arkitektúr, heldur er um einhverskonar sameiningarták - lítið annað en neonskilti og stór tölvuskjár!

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Niðurstaða hugmyndasamkeppni kynnt innan skamms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeistareykir - Myndir og kort

Loftmynd af Þeistarreykjarsvæðinu tekin í september 2005. Hér má sjá gufu stíga til himins víða á svæðinu.

Hér má sjá svæðið við Þeistareyki (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá kort af svæðinu þar sem verið er að bora og þar sem slysið átti sér stað

Kort af Þeistareykjum, Þeistareykjabungu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Vinnuslys á Þeistareykjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir og kort af Gjástykkissvæðinu

Hér má sjá hvar hraunið úr síðasta Kröflugosi hefur runnið yfir gríðarlega stórt svæði og eins og Ómar lýsti vel á sínum tíma, þá kom hraunið upp um eina sprunguna og féll svo niður um þá næstu. En allt svæðið er kolsprungið eins og þessi mynd sýnir og eru sumar sprungurnar mjög djúpar og aðeins færar fuglinum fljúgandi.

Hraun úr síðasta Kröflugosi rétt hjá Gjástykki þar sem er verið í gangi með tilraunaboranir. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá kort af svæðinu. Gjástykki er ofarlega fyrir miðri mynd. Neðst á kortinu má sjá leiðina inn að Kröflu við Mývatn

Kort af Gjástykki (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En ég verð annars að segja að ég er mjög ánægður með þor þeirra sem standa í þessum framkvæmdum. Kröfluævintýrið leit nú ekki vel út á tímabili :)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Rannsóknarleyfi gefið út á grundvelli laga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það mætti líka stefna að aukinni samvinnu innan stjórnsýslunnar í málefnum íslendinga!

Fyrst að öll þessi embætti eru að fara að leggja á sig alla þessa vinnu, þá er spurning hvort ekki ætti svona í leiðinni að auka samvinnu innan stjórnsýslunnar í málefnum íslendinga sjálfra. Enda oft ekki vanþörf á.


mbl.is Stefnt að aukinni samvinnu innan stjórnsýslunnar í málefnum útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loftmyndir - Aðstaða Morgunblaðsins og Landsprents.

Loftmynd af prentsmiðjuhúsi Landsprents og hús Morgunblaðsins í Hádegismóum í eigu Árvakurs hf.

Hús Morgunblaðsins (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Loftmynd af prentsmiðjuhúsi Landsprents og hús Morgunblaðsins í Hádegismóum

Hús Morgunblaðsins (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Prentsmiðja Morgunblaðsins gerð að sjálfstæðu félagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú eru það mávar og gæsir sem ráða ríkjum við Tjörnina - Myndir

Tjörnin í Reykjavík

Það er alltaf gaman að koma niður að tjörninni í Reykjavík. Óvanaleg birta við Tjörnina í Reykjavík og mikið af fugli sem baðar sig þar sem heita vatnið rennur út í tjörnina.

Hér er sólin að setjast í suðvestri í desembermánuði rétt fyrir jól (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ráðhúsið "í" Tjörninni. Ég efa að fuglalífið sé svona fallegt lengur eins og þessi mynd sýnir sem tekin var 2004. Nú sveima mávar um svæðið og gæsir ornar frekar svo að endurnar hafa orðið að láta undan í lífsbaráttunni um brauðið.

Ráðhúsið við Tjörnina (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svanirnir njóta sín vel í vetrarkyrrðinni ásamt öðrum fuglum

Svanir á Tjörninni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er sannkölluð vetrarmynd sem tekin er við forsetabústaðinn. Hér má sjá frægt hús í Hljómskálagarðinum

Hljómskálagarðurinn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er maður á gangi eftir tjörninni þegar gosbrunnurinn mátti muna fífil sinn fegri

Gengið meðfram Tjörninni í Reykjavík á sumardegi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Mikið er af dúfum við Tjörnina sem eru að sníkja sér brauð

Spök dúfa fær sér brauð úr hendi konunar (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Komu upp fáum ungum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kverkfjöll, Sigurðarskáli - Myndir og kort

Kverkfjöll er staður sem verður pínu útundan og er líklega ástæðan fyrir því að flestir láta sér nægja að fara upp í Öskju og Herðubreiðarlindir og þaðan jafnvel inn að Kárahnjúkum eða áfram suður yfir Gæsavatnaleið.

Ég hef átt þess kost að komast nokkrar ferðir inn í Kverkfjöll og þá bæði yfir Vatnajökul og svo landleiðina.

Hér er horft yfir annan af tveimur sigkötlum í Kverkfjöllum. Þar má líka sjá hóp af jeppamönnum sem voru með þeim fyrstu sem óku yfir frá Grímsfjalli yfir þar sem rann úr Grímsvötnum eftir Gjálpargosið. Skáli jarðvísindamanna í Kverkfjöllum uppi á öxlinni milli sigkatlanna.

Skáli jarðvísindamanna í Kverkfjöllum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Útsýnið getur verið gríðarlegt til norðurs á góðum degi. Má þá sjá Öskju og Herðubreið. Eins og sjá má á myndinni, þá er mikill jarðhiti á svæðinu og þarna er virk eldstöð undir.

Horft ofan úr Kverkfjöllum til norðurs og má sjá hluta af sigkatlinum sem er vestanmegin í eldstöðinni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Vinsælt er að ganga inn að íshellinum í Kverkjökli. En þar þarf að passa sig vel á hruni úr jöklinum.

Hér er hægt að ganga sunnan megin að íshellinum yfir brú (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Sigurðarskáli í Kverkfjöllum. hér er starfsmaður að draga fána að húni í hálfa stöng til að mótmæla virkjunarframkvæmdum við Kárahnjúka.

Sigurðarskáli í Kverkfjöllum. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá tvo kappa sem lögðu það á sig að aka á vélsleða um miðja nótt yfir Vatnajökul frá Jöklaseli til þess eins að líta við í kaffi hjá skálaverðinum í Sigurðarskála. Leiðin er um 80 km. Hér áður fyrr voru áætlunarferðir á vélsleðum á milli þessara staða en það lagðist af eftir að óhapp átti sér stað þegar tveir hópar voru að hafa skipti á jöklinum fyrir mörgum árum. En þá brast á vont veður og mátti þakka fyrir að ekki fór verr.

Vélsleðamenn frá Jöklaseli (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Teikning hjá skálaverði sem sýnir gönguleiðir um Kverkfjallasvæðið.

Gönguleiðir: Virkisfell 1-2 klst., Biskupsfell 4-5 klst., Íshellir 1-2 klst., Hveradalur 8-10 klst. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kort af Kverkfjöllum sem sýnir Sigurðarskála, skálann í Hvannalindum og fleiri skála á svæðinu og svo hvar konan var sem verið var að leita af. En hún fannst í Hveragili. Þar ku vera hægt að fara í bað.

Kverkfjöll, Sigurðarskáli, Hvannalindir, íshellirinn í Kverkfjöllum. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Fundin heil á húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband