Nú eru það mávar og gæsir sem ráða ríkjum við Tjörnina - Myndir

Tjörnin í Reykjavík

Það er alltaf gaman að koma niður að tjörninni í Reykjavík. Óvanaleg birta við Tjörnina í Reykjavík og mikið af fugli sem baðar sig þar sem heita vatnið rennur út í tjörnina.

Hér er sólin að setjast í suðvestri í desembermánuði rétt fyrir jól (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ráðhúsið "í" Tjörninni. Ég efa að fuglalífið sé svona fallegt lengur eins og þessi mynd sýnir sem tekin var 2004. Nú sveima mávar um svæðið og gæsir ornar frekar svo að endurnar hafa orðið að láta undan í lífsbaráttunni um brauðið.

Ráðhúsið við Tjörnina (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svanirnir njóta sín vel í vetrarkyrrðinni ásamt öðrum fuglum

Svanir á Tjörninni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er sannkölluð vetrarmynd sem tekin er við forsetabústaðinn. Hér má sjá frægt hús í Hljómskálagarðinum

Hljómskálagarðurinn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er maður á gangi eftir tjörninni þegar gosbrunnurinn mátti muna fífil sinn fegri

Gengið meðfram Tjörninni í Reykjavík á sumardegi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Mikið er af dúfum við Tjörnina sem eru að sníkja sér brauð

Spök dúfa fær sér brauð úr hendi konunar (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Komu upp fáum ungum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Rosalega eru þetta fallegar myndir

Ásdís Sigurðardóttir, 29.8.2007 kl. 17:04

2 Smámynd: Jón Þór Guðmundsson

Hvað kostar ein mynd hjá þér vinur

Jón Þór Guðmundsson, 30.8.2007 kl. 21:44

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þú færð hana frítt :)

En þetta er rétt að byrja hjá mér þessi vefur.

En annars er verðlagning á ljósmyndun frekar flókið fyrirbæri og er einfaldast að vísa á heimasíðu Ljósmyndarafélags Íslands

http://www.myndstef.is/Apps/WebObjects/Myndstef.woa/wa/dp?id=1000003

Myndirnar eru allar teknar "RAW" og þarf að vinna þær sérstaklega áður en hægt er að nota þær. Mismunandi stillingar eru notaðar eftir því hvort um er að ræða vef, eða prentnotkun.

Flestar myndirnar eru teknar á 17 Mpix Canon 1DS Mark II, 360° hringmyndavél (6cm há filma og getur orðið 1 meter á lengd) og svo er tekið á Mamiya 7 6x7 format og því er hægt að stækka myndirnar mikið.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.8.2007 kl. 23:08

4 Smámynd: Jón Þór Guðmundsson

ég þakka góð svör

Jón Þór Guðmundsson, 31.8.2007 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband