Færsluflokkur: Ljósmyndun

Beint flug inn í Langasjó - Video

Fyrir nokkrum dögum var ég að prófa nýja litla videomyndavél sem að ég festi á vængendann á mótordreka. Síðan var flogið austur sem leið lá inn í Langasjó. Á myndbandinu má sjá miklar sandauðnir, fjallgarða, hálendisvötn og iðagrænan mosa þar sem tært lindarvatnið sprettur fram. Í miðjum Langasjó er eyja sem heitir Ást og væri gaman að fá að vita hvernig það nafn er tilkomið. Á sínum tíma rann Skaftá í gegnum Langasjó og hafa verið uppi hugmyndir um að nota þetta fallega lón sem uppistöðulón fyrir virkjanir á suður hálendinu.



Lesa má nánar um Bjallarvirkjun og fyrirhugað lón Tungnaárlón í Tungnaá hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/638713/


Hér má svo sjá fleiri myndbúta úr svipuðum ferðum:

Flying over Langisjór close to Vatnajökull - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=nNnYcJY3b4Q

Flug yfir Nesjavallarvirkjun - Flying over Nesjavellir geothermal power plant in Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=cX0_E6Alvx0

Flying over Glacier Lagoon - Vatnajökull - Jökulsárlón - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=UJYrtziaBmY

Landmannalaugar (Flying over Landmannalaugar Highland Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=9p4VIzWUsw8

Skógafoss (Flying over Waterfall Skógafoss Skógar Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ

Flogið í gegnum Dyrhólaey (Flying Trike through Dyrholaey island on way to a hotel in Hof in Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ

Hótel Valhöll brennur (Hótel Valhöll - Hotel Valholl burning in Thingvellir)
http://www.youtube.com/watch?v=bjjMOTtSenA


Kjartan P. Sigurðsson
WWWW.PHOTO.IS


mbl.is Beint flug til Seattle
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geimskip lendir rétt hjá Skógum

Rétt hjá Skógum á Sólheimasandi niður við sjó má finna undarlegt flak af flugvél sem  þurfti að nauðlenda á sandinum á sínum tíma. Gaman væri að fá sögu þessa dularfulla flaks frá blogglesendum.

Í leiðinni læt ég fylgja með smá flug-myndband sem að ég tók fyrir stuttu af þessu fallega svæði þar sem sjá má tvær geimverur fljúga yfir Skógafoss!

Einnig er hægt að skoða flugið hér:

http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ

og hér:

http://www.youtube.com/watch?v=UJYrtziaBmY

 

 


Kjartan P. Sigurðsson

WWW.PHOTO.IS


mbl.is Vél United lent
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mynd af manni í hjólastól við Seljalandsfoss!

Mynd af manni í hjólastól við Seljalandsfoss
Ég var á ferð með hóp af erlendum ljósmyndurum fyrir nokkrum dögum við Seljalandsfoss. Náði ég þá þessu skemmtilega skoti af manni í hjólastól fyrir framan Seljalandsfoss. Ég átti stutt spjall við manninn sem var frá Noregi og kom þá í ljós að hann var lærður ljósmyndari en vann núna hjá norsku hafrannsóknarstofnunninni.

A Photographer from Norway on trip around Iceland in of-road 2WD wheelchair. (click image to see more pictures) photo: kjartan p. sigurdsson


Ég hafði tekið eftir honum á ferð stuttu áður við Skógarfoss og var fróðlegt að fylgjast með norðmanninum þar sem hann var að klöngrast yfir íslenskt urð og grjót á hjólastól. Hér má svo sjá panorama mynd þar sem vel má sjá stærðarhlutföllinn.

Panoramic picture of Seljalandsfoss with a Norwegian photographer traveling around Iceland in a of-road 2WD wheelchair. (click image to see more pictures) photo: kjartan p. sigurdsson


Kjartan WWW.PHOTO.IS
mbl.is Ætlar að skipuleggja ævintýraferðir fyrir lamaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli þyrlan komist í gegnum gatið á Dyrhólaey?

Hér má sjá fis eða mótordreka fljúga í gengum gatið á Dyrhólaey


mbl.is Þyrla lenti á kirkjuplani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SAGAN ER SÖNN - FULLUR ÍBJÖRN Á HVERAVÖLLUM!

Sagan getur ekki sannari verið. Síðast sást til ísbjarnarins við skál í sólbaði uppi á Hveravöllum í heitu lauginni innan um danska ferðamenn í góðu yfirlæti.

Það kemur ekki á óvart að bangsi skuli sækja í íslenskar náttúruperlur eins og aðrir erlendir ferðamenn

Hvað er betra en að baða sig í heitri laug og láta þreytuna líða úr líkamanum eftir langt og erfitt sund frá norðurpólnum. Polar bear taking bath in Icelandic natural hotspring at Hveravellir. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á myndinni má sjá danska ferðamenn njóta sín í heita vatninu ásamt bangsa. Hér tekur ísbjörninn stökkið fyrir ljósmyndarann út í laugina á Hveravöllum

Ekki er seinna vænna en að fara að venja sig strax við "Global warming" enda allur ís að hverfa á norðurpólnum samkvæmt nýjustu fréttum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En ég mátti til með að birta þessar myndir aftur í tilefni dagsins. Hér má svo sjá 2 aðrar færslur um svipað efni:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/572482

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/391088

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Ísbjörninn blekking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GRÓTTA - GRÓTTUVITI - SELTJARNARNES - MYNDIR

GRÓTTA - GRÓTTUVITI - SELTJARNARNES - MYNDIR

Hér er horft til vesturs út nesið þar sem sjá má Gróttuvita yrst á Seltjarnarnesi. Grótta er yzti hluti Seltjarnarness. Hún er í rauninni eyja, sem tengist landi með skerjum sem standast upp úr á fjöru. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Grotta island on Seltjarnarnes peninsula, Reykjavik, Iceland (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér er horft í norður átt í áttina að Gróttu. Hér má sjá vel lukkaða ljósmynd af Seltjarnarnesi sem tekin er að vori til árið 2004. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Grotta island on Seltjarnarnes peninsula, Reykjavik, Iceland (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér sjást svo húsakynnin betur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Grotta island on Seltjarnarnes peninsula, Reykjavik, Iceland (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér er svo sumarmynd af Gróttu og Gróttuvita (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Grotta island on Seltjarnarnes peninsula, Reykjavik, Iceland (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Grótta og Gróttuviti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Grotta island on Seltjarnarnes peninsula, Reykjavik, Iceland (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Það er oft fallegt úti á Gróttu þar sem Gróttuviti stendur. Á fjöru er auðvelt að labba út í Gróttuvita (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Grotta island on Seltjarnarnes peninsula, Reykjavik, Iceland (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Tjörnin úti á Gróttu. Bakkatjörn, Búðatjörn og Tjörn í Dal eru á Nesinu. Bakkatjörn var áður leiruvogur inn úr Bakkavík en ósnum var lokað um 1960. Að norðanverðu eru Vatnavík, Vesturvik, Austurvik og Eiðisvík. Að sunnan má nefna Sandvik og Bakkvík. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Grotta island on Seltjarnarnes peninsula, Reykjavik, Iceland (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Sjálfsagt hafa margir gaman að því að renna yfir stækkaða útgáfu af myndinni og sjá hvað hefur breyst síðan þá.

Loftmynd af bæjarfélaginu á Seltjarnarnesi. Ef smellt er á mynd, þá má sjá stækkaða panorama-loftmynd af svæðinu (smellið á mynd til að sjá fleirri myndir)

Seltjarnarnes peninsula, Reykjavik, Iceland Iceland (to view more picture: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson


Kjartan WWW.PHOTO.IS
mbl.is Föst út í Gróttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SÍÐASTA FLUG MEÐ FLUGLEIÐUM

SÍÐASTA FLUG MEÐ FLUGLEIÐUM

Þær eru ófáar ferðirnar sem að ég hef flogið með Flugleiðum og á margar skemmtilegar minningar úr slíkum ferðum. Ég bý svo vel að þekkja nokkra flugmenn sem fljúga hjá umræddu flugfélagi og hef stundum fengið að sitja fram í í flugtaki og lendingu og jafnvel fengið að vera farþegi í Cargo eða flutningavél í 2-3 skipti til New York.

Það eru sérstaklega tvær ferðir sem eru mér sérstaklega eftirminnilegar.

Fyrri ferðina fór ég til Grænlands fyrir nokkrum árum síðan í eina skemmtilegust viku veiðiferð sem að ég hef farið í. Leiðsögumenn voru Þorsteinn Jónsson flugkappi og Sigurjóni loftskeytamaður. Þeir fóru fyrir hópi veiðimanna til Narsarsuaq þar sem er gömul herstöð með stórum flugvelli. Grænland var þeirra paradís á jörðu en fyrir um hálfri öld síðan, þá flugu þessir 2 flugkappar við mjög erfiðar aðstæður á þessa staði og urðu oft innlyksa vegna veðurs og fengu þeir því að kynnast náttúru svæðisins vel. Hægt er að skrifa heila bók um þessa mögnuðu ferð og tók ég mikið magn af myndum á filmu sem að ég hef því miður ekki haft tíma til að skanna inn.

Eftirminnilegt var þegar Þorsteinn fékk að fara fram í þegar þotan var yfir hábungu Grænlandsjökuls og henni var síðan flogið í lágflugi niður margra kílómetra langan skriðjökulinn og tekið létt 180° beygja inn á flugbrautina í Narsarsuaq rétt yfir risa jökum sem voru að brotna við endann á skriðjöklinum.

Þarna var Þorsteini og Sigurjóni tekið sem þjóðhöfðingjum enda líklega einu samskipti þessa fólks við umheiminn á þeim árum.

Hér má sjá kort af Narsarsuaq Airport í Grænlandi (smellið á mynd til að sjá fleirri myndir)

Map of Narsarsuaq Airport and a small town in Greenland (to view more picture: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson


Lesa má nánar um flugvöllin Narsarsuaq Airport hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Narsarsuaq_Airport

Hin eftirminnilega ferðin með flugleiðum fór ég á aðfangadag jóla 2007 og lenti þá í því að þurfa að sofa í óupphitaðri flugstöðvarbyggingunni á Heathrow flugvelli í eina nótt á meðan ég var að bíða eftir tengiflugi til Grikklands.

Ég verð að játa að það var ansi mögnuð lífsreynsla svo að vægt sé til orða tekið. Þetta var að vetri til og greinilegt að sparnaðurinn er í fyrirrúmi hjá þeim sem reka þessa frægu flugstöð í London.

Flugstöðvarbyggingarnar eru greinilega hafðar á lágmarks kyndingu á næturnar og hitastigið þessa umræddu nótt var við frostmark.

Á svona flugvöllum eru oft farþegar án "visa" sem þurfa að bíða eftir tengiflugi og fá hreinlega ekki að fara inn í viðkomandi land. Því verða slíkir ferðalangar að láta sér það gott heita að gista á miður þægilegum stöðum víða um flugstöðvarbyggingarnar.

Þessa nótt ráfaði ég ásamt "visa" lausum ferðafélaga um byggingarnar til að finna góðan næturstað og fundum einn góðan þar sem var greinilega búið að koma fyrir sérstökum svefnstólum. Fyrir utan kuldann, þá var þar svo mikil blástur frá loftræstikerfi hússins að þar var ekki líft og var því leitað af betri stað. Við fundum flott svæði þar sem fullt af fólki var búið að koma sér vel fyrir.

Við komum okkur fyrir í þægilegu horni og ekki var verra að geta stungið ferðavélinni í samband.

En kuldinn var óbærilegur!

Það vildi mér til happs að ég var með flotta dún úlpu sem ég klæddi mig í og var eins og ég væri komin í flottan svefnpoka.

Þarna lá ég íslendingurinn hróðugur innan um mikinn fjölda af fólki sem reyndi að festa svefn. Á meðan ég svaf svefni hinna réttlátu, þá tíndust flugstöðvarfarþegar af svæðinu vegna kulda og að lokum var ég einn eftir á svæðinu og steinsvaf alla nóttina þar til að ég var vakin af ferðafélaga sem hafði ekki komið dúr á auga alla nóttina.

Það var greinilegt að löng reynsla Íslendingsins við að hafa sofið við misjafnar aðstæður á hálendi íslands í skálum og bílum í öllum veðrum kom sér vel í þessu tilfelli.

En í Grikklandi var tekið mikið magn af myndum og útbjó ég smá video sem sýnir brot úr ferðinni undir tónlist sem allir þekkja

Trip to Greece - Athens - Trikala - Monastery - Delphy - Olympia - ZORBA THE GREEK - Teach me dance



https://www.youtube.com/watch?v=a26vV4HO2dk

Ég tek það fram að það er töluverður hitamunur á þessum 2 svæðum!

Kjartan WWW.PHOTO.IS


mbl.is Tíu vildarbörn á leið í draumaferðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAR ER ÞESSI FOSS OG HVAÐ HEITIR HANN? :)

MYNDAGETRAUN

1) HVAR ER ÞESSI FOSS OG HVAÐ HEITIR HANN?

2) ER ÞETTA PHOTOSHOPPAÐUR ÞINGMAÐUR FYRIR FRAMAN FOSSINN Í 109 DAGA SUMARFRÍ AÐ EYÐA PENINGUM SEM HANN VAR STYRKTUR MEÐ Í SÍÐUSTU KOSNINGABARÁTTU?

3) HVAÐ ERU MARGIR/MÖRG FÍFL'ar Á MYNDINNI?

4) ÚR HVERJU ER BERGIÐ SEM FOSINN FELLUR FRAM AF OG HVERNIG MYNDAST ÞAÐ?

Hefur einhver hugmynd um hvar þessi foss er og hvað hann heitir?

Waterfall (to view more picture: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson


Kjartan WWW.PHOTO.IS


mbl.is Háir styrkir frá Baugi og FL
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

DJÚPIVOGUR - PAPEY - SMYGLARAR - MYNDIR OG KORT

DJÚPIVOGUR - PAPEY - SMYGLARAR - MYNDIR OG KORT

DJÚPIVOGUR - PAPEY

Á milli Berufjarðar og Hamarsfjarðar má finna 350 manna þorp Djúpivogur sem stendur á Búlandsnesi í Djúpavogshreppi.

Hér eru myndir frá Djúpavogi þar gúmmíbáturinn mun hafa verið átt viðdvöl sem fjallað er um í fréttinni í stóra smyglmálinu. Höfnin á Djúpavogi þar sem gúmmíbáturinn á að hafa verið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The harbor and main port in town Djupivogur in east Iceland (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Spurning hvað þessi fjölskylda er að fiska hér upp úr sjónum í höfninni í Djúpavogi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

A family fishing in the harbour and main port in the town Djupivogur in east Iceland (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Fjallið Búlandstindur er eins og stór nattúrulegur píramídi séð frá bænum og eitt ef kennileitum svæðisins (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The most famous mountain in Djupavogur area is Bulandstindur (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér má svo sjá eyjuna Papey. Efst á eyjunni er viti. Við skulum vona að lundanum verði ekki bumbult af einhverjum undarlegum efnum sem gætu fundist óvænt á eyjunni. Papey var eina byggða eyjan við austurströnd landsins en byggð lagðist þar af árið 1966. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Papey is about 2 km² in area and the largest island off the east coast of Iceland with several smaller islands around. The island got its name from Irish monks called "papar". Tourist can take on a boat trips to the island from Djupivogur. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér er svo landgangurinn upp á eyjuna Papey (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Tourist can take on a boat trips to the island from Djupivogur. The harbour and main port on the island Papey close to Djupivogur in east Iceland. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Á Papey má finna nokkur hús eins og uppgerða kirkju, (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

A small old rebuild church on the island Papey close to Djupivogur in east Iceland. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér má svo lesa nánar um lundann http://photo.blog.is/blog/photo/entry/511281/

Hér má svo lesa nánar um Djúpavog http://is.wikipedia.org/wiki/Djúpivogur

Hér má sjá víðmynd eða panorama mynd af Djúpavogi, Berufirði, Búlandstindi og nágrenni. Berufjörður er um 20 km langur fjörður á Austfjörðum á Íslandi. Upp úr honum ganga 3 dalir, Búlandsdalur, sem liggur fyrst þvert á fjörðinn og síðan inn eftir, því næst Fossárdalur upp af Fossárvík að sunnan, og Berufjarðardalur úr botni fjarðarins. Þorpið Djúpivogur liggur við sunnanverðan fjörðinn. Næstu firðir eru Breiðdalsvík að norðan, og Hamarsfjörður að sunnan. (smellið á mynd til að sjá stækkaða mynd)

Panoramic picture from Djupavogur, a small fishing town on east coast of Iceland (to view large panorama: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson


Hér má sjá kort af Djúpavogi, Berufirði, Búlandstindi og svæðinu í kring (smellið á mynd til að sjá fleirri myndir)

Map of Djupavogur, a small fishing town on east coast of Iceland (to view more picture: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson


Kjartan WWW.PHOTO.IS


mbl.is Skútan fundin - 3 handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Egyptaland - Eyðimerkurferð - Hiti - Myndir

Egyptaland - Eyðimerkurferð - Hiti - Myndir

Arab Republic of Egypt جمهورية مصر العربية Gumhūriyyat Miṣr al-ʿArabiyyah

Eyðimerkurferð - The Black Desert National Park, Bahariya Oasis, Sahara, Egypt 11. Feb. 2009 Þriðjudagur

Hér er framhald á ferðasögunni um eyðimörkina The Black Desert í Egyptalandi sem má lesa nánar um hér:

SNJÓKARLAR Í EGYPTALANDI! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/849122/

Þó svo að í hugum flestra sé dregin upp sú mynd af Sahara eyðimörkinni sé ein samfelld sandauðn að þá kom það mér á óvart að svo var ekki. Eins og kemur fram í fréttinni, að þá er ekki gert ráð fyrir mikilli úrkommu á svæðinu. Ég hélt í einfeldni minni að svo hefði verið fyrir. Ég var ferðamaður um það svæði Sahara eyðimerkurinnar sem tilheyrir Egyptalandi og var farið út í eyðimörkina 3-400 kílómetra suðvestur af Kairó á stað sem nefnist El-Waha el-Bahariya or Bahariya (Arabic: الواحة البحرية meaning the "northern oasis").

Gulur sandurinn er að sjálfsögðu það sem er mest einkennandi fyrir eyðimörkina (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

On the way to The Black Desert in Sahara close to Bahariya Oasis in Egypt (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Þar sem ekki er mikið vatn á svæðinu, að þá eru svona atvik fljót að gerast, enda getur hitinn orðið mjög mikill eða allt að 40-50°C. Við vorum þarna á ferð í Febrúar, en besti ferðatíminn er frá október fram í maí sem flokkast hjá okkur sem vetur! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Peak travel season in Egypt runs from mid October to May, and this is the best time to visit. As you will notice, the tourist season is during winter and spring. Animal bones found in Sahara Desert close to El-Waha el-Bahariya or Bahariya, northern oasis in Egypt. Where is the water ... help, Help HEELLLPP... (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér er verið að koma niður af fjalli sem stendur úti í svörtu eyðimörkinni, The Black Desert. Fjallið minnir mikið á íslenskt stuðlaberg og myndaðist líklega ekki á ósvipaðan máta. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Climbing black mountain or volcano in The Black Desert. The view from the top is really nice, with similar peeks continuing on into the haze. Lot of volcano-shaped mountains with large quantities of small black stones like column rock. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér sést svo betur yfir svæðið, The Black Desert. Eins og myndin sýnir, þá má sjá mörg strýtulöguð fjöll á drei út um eyðimörkina. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The Black Desert is a region of volcano-shaped mountains. There is also small black stones lying out across the orange-brown ground. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Svæðið er þekkt fyrir heitar laugar og ekki er ólíklegt að hér hafi verið miðja á megineldstöð sem hefur náð að hita bergið upp á löngum tíma og mynda þessar litfögru myndanir eins og myndin sýnir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Colorful rock in The Black Desert. Probably a center of a old volcanic area. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Þar sem er vatn, þar er líf. Eftir gönguferðina út í The Black Desert í Sahara, þá fór leiðsögumaðurinn okkar með okkur á sínar heimaslóðir. Þar hafði byggst upp lítið samfélag þar sem þorpsbúar höfðu náð að dæla upp vatni. Vatnið var svo notað til að rækta ýmsa matvöru fyrir íbúa á svæðinu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Water H2O = Life. A home town of our guide. A small town out in the oasis in Sahara desert in the middle of nowhere . (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér sýnir leiðsögumaðurinn okkur hvernig þeir ná að safni vatni saman úr jarðveginum til að rækta vatnsmelónur. Grafin er djúpur skurður og plantað neðst í hann, þar safnast saman raki og vaxa svo plönturnar upp með hliðunum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Our guide show us how to grow grow watermelons in Oasis in the Libyan part of the Sahara. They make a deep ditch where they can assembled the water in the bottom for the plants ... the fields must be irrigated to grow plants like dates, figs, olives, and apricots (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Rakst annars á þetta skemmtilega plakat í hitanum úti í miðri eyðimörkinni! En það hafði verið skilið eftir af þekktum ljósmyndara sem hafði áttleið um svæðið. Ís frá Grænlandi í 40 stiga hita ... ekki slæmt! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

In the middle of nowhere in Sahara Desert I find this poster with picture of Ice from Greenland. Not so bad in 40°C in Sahara Desert :) (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson






Kjartan WWW.PHOTO.IS

Hér má svo sjá önnur blogg úr sömu ferð:

Blogg um flug með loftbelg sem Hassan útvegaði má svo sjá hér ásamt meiru:

Hluti-I http://photo.blog.is/blog/photo/entry/815725/

Hluti-II http://photo.blog.is/blog/photo/entry/816250/

Hluti-III http://photo.blog.is/blog/photo/entry/818496/

Hluti-4 http://photo.blog.is/blog/photo/entry/819322/

Skólahald í Egiptalandi http://photo.blog.is/blog/photo/entry/847341/

NEFERTITI DROTTNING http://photo.blog.is/blog/photo/entry/843600/


mbl.is Þurrka að vænta í Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband