Færsluflokkur: Tölvur og tækni
7.2.2009 | 20:39
KÍNAFERÐ - SHANGHAI - KVÖLDMYNDIR - ÁRAMÓT - 13
Dagur - 13b / Day - 13b Miðvikudagur 31. des. 2008
Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína, The People's Republic of China (中华人民共和国, 中華人民共和國)
Shanghai borg er mjög falleg á kvöldin þegar farið er að dymma. Hér er tákn borgarinnar, Orient Pearl TV Tower, sem verður eins og ljósasjóv á kvöldin
Shanghai Oriental Pearl TV Tower (上海东方明珠塔). Located at the tip of Lujiazui in the Pudong district, by the side of Huangpu River, opposite The Bund of Shanghai. It was designed by Jia Huan Cheng. Construction began in 1991 and the tower was completed in 1995. At 468 m (1,535 feet) high, it is the tallest tower in Asia, and the third tallest tower in the world. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér eru 2 hæstu byggingar borgarinar Shanghai World Financial Center og Shanghai Jinmao Observatory 88 Jin Mao Tower
Shanghai World Financial Center - 上海环球金融中心 - 1997-2008 - Designed by Kohn, Pedersen & Fox and East China Architectural Design & Research Institute Co. Ltd, the Shanghai World Financial Center. Highest building in China reaching 1614ft (491,9m). Shanghai Jinmao Observatory 88 Jin Mao Tower (金茂大厦), Lujiazui, Pudong, Shanghai 1998 Skidmore, Owings & Merrill - SOM Architects 420m high, 88 storey skyscraper Incorporating offices + Grand Hyatt Hotel with thirty storey high atrium Jin Mao Shanghai building : Tallest building in China since 2005 Seventh tallest building in world at time of writinger. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Og nokkrir turnar til viðbótar. Merkilegt hvað allt þetta svæði hefur náð að byggjast upp á aðeins 15 árum
Shanghai Night pictures. And few more towers in the Pudong district in Shanghai China. High-rise building at night. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er ég komin hinu megin við ánna Hunagpu River og það fyrsta sem fyrir augum ber, er stór bátur með risa auglýsingaskilti
Shanghai Night pictures. Night Cruise on the Huangpu River. Shanghai skyline in the background. A boat-trip on Huang-Pu-river in Shanghai at night, between The Bund and Pudong. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En fallegust er borgarmyndin yfir fljótið Hunagpu River séð frá "The Bund" hverfinu við endan á verslunargötunni Nanjing Road (南京路 Nánjīnglù) sem er 4km löng með um 4.000 verslanir. Við endann á henni er svæði sem kallað er “Bund” og oft kallað Wall Street Shanghai.
Shanghai at night. Shanghai is one of the most modern and cosmopolitan cities in China. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ein tengin með minni aðdrætti
Shanghai Night pictures (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Smá víðmynd af Pudong svæðinu
Shanghai Night pictures. Panoramic picture of the Pudong district where Shanghai Oriental Pearl TV Tower, Shanghai World Financial Center and Shanghai Jinmao Observatory 88 Jin Mao Tower are the higest one. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
The HSBC Building in Bund the old part of Shanghai.
Shanghai Night pictures. The HSBC Building has been called "the most luxurious building from the Suez Canal to the Bering Strait" (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er gosbrunnur á svæði sem heitir "Bund" sem er við endann á Nanjing Road við árbakkann the Huangpu River
Shanghai Night pictures of fountain on Bund with Orient Pearl TV Tower in background. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan WWW.PHOTO.IS
p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.
http://www.photo.is/kina/index.html
Tók jarðlest sem fór m.a. undir The Bund og ánna Hunagpu River og fjármálahluta borgarinnar þar sem sjónvarpsturninn frægi með kúlunum Orient Pearl TV Tower,
Skelfilegir þurrkar í Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2009 | 13:36
KÍNAFERÐ - SHANGHAI - RÓBÓTAR DANSA - TÆKNISAFNIÐ - 13
Dagur - 13 / Day - 13 Miðvikudagur 31. des. 2008
Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína, The People's Republic of China (中华人民共和国, 中華人民共和國)
Ný tilraun var gerð til að fara aftur í tæknisafnið, Shanghai Science and Technology Museum (上海科技馆). Í þetta skiptið var opið. Komið var inn í risa glerbyggingu á mörgum hæðum og voru líklega 20-30 verkamenn á fullu að þrífa glerið að utan og innan.
Shanghai Science and Technology Museum (上海科技馆) is a large museum in Pudong, Shanghai, close to Century Park, the largest park of the city. The museum incorporates an IMAX theatre, and as of 2006 there are 12 main exhibits open to the public, including "Spectrum of Life", "World of Robots" and "Information Era". The construction of the museum cost 1,75 billion RMB, and the floor area is 98000m2 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það var ótrúleg upplifun að skoða þetta safn sem skiptist í margar deildir og hefði vart dugað dagurinn til að skoða hverja deild fyrir sig. Þarna var mikið af skólakrökkum og greinilegt að safnið er notað sem hluti af kennslu. Jarðfræðideildin var spennandi með stóru steinasafni, rekbeltin voru útskýrð, jarðskjálftabylgjur, olíuvinnsla, kolavinnsla, salthellir og að sjálfsögðu var allt útskýrt með hjálp nýjustu tækni.
Hér stjórna krakkar stálkúlu með heilabylgjum og var markmiðið að færa kúluna upp í borðið hjá andstæðingnum.
Children’s Technoland: Aimed at children aged 1-12. including laser musical instruments. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ég nánast hljóp í gegnum sumar deildirnar eins og dýra- og plöntufræði, dýr jarðarinnar (risastór), geimsagan og fl. Stoppaði dágóða stund í deildinni þar sem öll grundvallarhugtök í eðlisfræði voru útskýrð. Einnig stoppaði ég mikið þar sem farið var yfir þróun tölvutækninnar, fjarskipti og nýjustu tækni í fjölmiðlun. Prófaði flughermi, karókí (þar sem ég var mixaður live inn á myndband). Flott framsetning á uppstoppuðum dýrum jarðarinnar
Wide Spectrum of Life: Exhibitions about biodiversity, genetics and rainforests. The Earth Exploration exhibit passes fossils on a fascinating journey to the Earth's core (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En róbótasafnið stóð upp úr. Þarna voru krakkar að tefla við róbót, róbót að teikna myndir af fólki, þú gast stýrt róbót frá hnappaborði, ýmis framleiðsla á minjagripum, 3D styttur af andliti gert með CNC tækni (allt mjög ódýrt). Hér er Róbót eða þjarki að tefla eða spila ... við unga dömu
Robots thrill youngsters at tech expo. AV Paradise: Information technology and video & film technologies. Robot Theatre, Plane Steering Simulation. World of Robots (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ég fór í keppni við tvo róbóta, þjarka að skjóta af boga í mark (ég tapaði stórt).
Robot shooting arrow at goal. AV Paradise: Information technology and video & film technologies. Robot Theatre, Plane Steering Simulation. World of Robots. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
hápunktur róbótadeildarinnar var leiksýning með 20-30 róbótum sem dönsuðu allt frá kínverskan sverð- og regnhlífadansi yfir í franskan Moulin Rouge dans með fjaðurskrauti og alles á meðan stórhljómsveit róbóta leið inn á sviðið spilandi á ýmis hljóðfæri! Og að sjálfsögðu allt með nákvæmni tölvutækninnar (dæmi um slíkt, þá var flott að sjá sverðsoddanna snertast í lok bardagans).
AV Paradise: Information technology and video & film technologies. Robot Theatre, Plane Steering Simulation. Robot Show - Robots Perform Traditional Chinese Parasol Dance (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér spilar þjarki eða róbót á píanó af mikilli nákvæmni.
AV Paradise: Information technology and video & film technologies. Robot Theatre, Plane Steering Simulation. Don't forget to sing karaoke with the robot that plays the piano. It's really fun. World of Robots. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er ég inni í kúlunni, en inni í henni miðri er 4D kúlu bíó
4-D Theatre: Theatre that produces movement, wind, rain, and other 4-D effects; capacity of 56 seats. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það sem vakti sérstaklega athygli mína, var hversu mikil nákvæmni var í smíði og uppsetningu á öllu. Hér má sjá heilan dýragarð af uppstoppuðum dýrum og var engu líkara en að maður væri komin til Afríku, svo nákvæm var öll umgjörðin.
Shanghai Wild Animal Park. The museum has 3000 pieces of rare animals specimen in its 3000 square (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ég var víst búinn að fá mér smá kvef sem lýsti sér í stöðugu nefrennsli og var ég því ekki mikið fyrir að fara út að borða
Kjartan WWW.PHOTO.IS
p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleiri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.
http://www.photo.is/kina/index.html
McDonald's í útrás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.1.2009 | 10:02
KÍNAFERÐ - SHANGHAI - RISA LJÓSMYNDABÚÐ - 9
Dagur - 9 / Day - 9 27. des. 2008
Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína, The People's Republic of China (中华人民共和国, 中華人民共和國
Dagurinn byrjaði að venju á "léttum" 10 rétta morgunverði. Byrjað var á sykursætri súpu. Í súpunni voru vatnskenndar bollur fylltar með sætum vökva. Ég verð að viðurkenna að mér þótti þær ekkert sérstaklega lystugar til að byrja með.
A ligth 10 course breakfast in Shanghai. This is a slightly sweet "soup" with soft balls. Tāngyuán is a Chinese food made from glutinous rice flour. Glutinous rice flour is mixed with a small amount of water to form balls and is then cooked and served in boiling water. Tangyuan can be either filled or unfilled. It is traditionally eaten during Yuanxiao, or the Lantern Festival. (汤圆 or 汤团) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ég fékk nýja tegund af poppkorni, það voru brún lítil hrísgrjón sem voru poppuð og mótað í litlar 5x10x1 cm kökur ásamt hnetum og öðru bragðbætandi korni - ótrúlega gott!
Chinese Shanghai rice popcorn cake with mixed beans, very tasty! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Því næst fékk ég örþunnar risa nýbakaðar pönnukökur (ca. 1 meter í þvermál), rifnar niður í litla 20-30 cm sneiðar og sett á disk. Síðan er grænmeti og öðru góðmeti sett ofan á og öllu rúllað upp (virkilega gott).
Chinese Shanghai Super Size thin pancake. Jian bing guo zi is a breakfast fast food sold on the streets of China (煎餅). (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við áttum pantaðan tíma með atvinnuljósmyndara sem bauðst til að fara og sýna okkur allt það sem skiptir máli þegar þarf að kaupa inn alvöru ljósmyndadót í Shanghai borg. Á leið okkar til hans varð á vegi okkur kona með 2 litla hunda og voru þeir í "alklæðnaði" og skóm eins og lítil börn.
Chihuahua (dog), Chihuahua Puppies in a Warm Dog Coats, Small Dog Clothes. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ljósmyndarinn fór með okkur í búð sem var upp á heilar 8 hæðir með um 100 - 200 smáverslunum sem seldu "bara" ljósmyndavörur! Ég fann mikið magn af spennandi dóti og fékk m.a. tilboð í útprentun á risa ljósmynd (panorama mynd 60 x 250 cm á Canvas Satin striga (svipað og málarar nota) sem kostaði með útprentun, plöstun og innrömmun ¥420 (12 lita prenntari HP Z3100 Photo með UV vörn og 100 ára endingu).
Shanghai Xingguang Photo Gear Mall. A heaven for camera lovers 星光摄影器材. No. 288 Luban Road, Luwan District, Shanghai 上海市泸湾区鲁班路288号上海星光摄影器材城 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hægt var að kaupa Canon linsur á: 35mm F1.6 ¥8.300, 85mm F1.2 ¥11.800, 24-105mm F4 ¥5.500, 16-35mm F2.8 ¥8.200, 17-40mm F4 ¥4.300, 14mm F2.8 ¥12.000, Sigma 20mm F1.8 ¥2.400, Canon 5D II 3200 ASA ¥16.200 (án linsu með video i1080 mguleika), Torsiba var með nýtt 32Gb SD kort á ¥900, Panasonic LX3 ¥2.950 (seinna í ferðinni samdi ég verðið niður í ¥3.245 með auka rafhlöðu + 16Gb SD class 6 minniskorti), 16 Gb SD kort class 6 ¥230, 16 Gb CF x133 ¥280 ...
Shanghai Xingguang Photo Gear Mall. Our professional photographic guide show us around the shop. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á meðan ég var í Shanghai, þá notaði ég kort sem virkar í lestir, strætó, leigubíla, ferjur sem hægt er að fylla á reglulega. Nóg er að bera kortið upp að skynjara og þá lækkar fyrirfram greidd upphæð.
Um kvöldið, hittum við vinafólk Heng sem að hún var í skóla með. En þau eru bæði lærð sem Arkitektar. Farið var á mjög fínan veitingastað og borðaður sterkkryddaður matur
Kvöldmatur: svínalappir ásamt öðru góðmeti. Lunch with some architect from Shanghai. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan WWW.PHOTO.IS
p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.
http://www.photo.is/kina/index.html
Kínverskar leigukærustur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2009 | 08:41
KÍNAFERÐ - Shanghai - Tannlæknir - RISA tölvu búð - Matur - 4
Dagur - 4 / Day - 4
Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína
Spurning um að renna aðeins yfir nokkra af þeim 20-30 réttum sem að við fengum kvöldið áður. En matarmagnið þann daginn var svo mikið að það dugar varla að það sé eitt blogg pr. dag til að gera því skil svo vel sé.
En auk hinna hefðbundnu kínvesku rétta, þá fékk ég hænuhaus (mér varð svo um að ég klikkaði alveg ferlega á lýsingunni og vona ég að mér sé fyrirgefið.). En annars hafði ég það fyrir venju að borða allt sem aðmér var boðið og náði ég að standa við það í ferðinni.
Að sjálgsögðu áttum ég og hænuhausinn gott spjall saman á meðan ég reyndi að naga það litla kjöt sem er utan á hausnum. Help - Chicken head! Where is the Headless Chicken running? I look around :| (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Brauðskeljar eða hvað á að kalla þennan mat. Ég fékk þennan mat í ýmsum útfærslum og var mismunandi hvaða matur var settur inn á milli.
Shanghai bread sandwich with sweet pork (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Vatnakrabbi er í miklu uppáhaldi hjá Kínverjum og það vildi svo skemmtilega til að það var krabbavertíð þegar við vorum núna í Shanghai. Það tekur töluverðan tíma að borða krabbann. En það þarf að brjóta skelina og það er allt borðað. Inna úr öllum örmum, klóm (þar er einn mesti maturinn) og svo undir skelinni sjálfri.
Da Zha Xie is a special type of crab found in river. Very tradisional Chinise food. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ég fór aðeins yfir fjölmiðlana á Íslandi og uppfærði smá bloggið hjá mér. Það var ekki að spyrja að gömlu hjónunum, þau voru búinn að galdra fram þvílíka veislumáltíð að vanda sem var "matmikil" súpa.
Í súpunni voru hveitikögglar (Dumpling) með einhverju grænmetisdóti inn í (ekki ósvipað og kjötbollur í káli), niðurskorin hvítlaukur, þari og smárækjur ca. 1 cm á lengd (sem voru að sjálfsögðu borðaðar í heilu lagi). Home made Shanghai wild vegetables and pork wonton soup with pork and garlic chive dumplings. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þessu var svo öllu rennt niður með nýmalaðri heitri sojamjólk og te í hitaglasi ásamt eftirréttum kíví og risa jarðaberjum. Á meðan við "unga" fólkið erum að drattast á lappir, þá fóru gömlu hjónin út á hinn fræga markað til að kaupa inn fyrir hádegismatinn!
Shanghai home made breakfast, endless array of delicious food :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eins og lesa má, þá snýst nánast ALLT hér í Kína um mat, Mat og aftur MAT en ekki endalaust um helv... veðrið eins og er heima á Íslandi. Það sem mér fannst fyndið í gær var að Heng var að spjalla við fólkið sem var ný komið úr stórveislu með okkur. ÞAU VORU AÐ FARA AFTUR ÚT AÐ BORÐA! Bara á næsta stað við hliðina. Mér er sagt að þeirra stærsta menning sé matarmenning!
Ég tek eftir því að þeir eru síborðandi og ég er meira og minna búinn að vera á blístri hér alla tímann og þó virðist Heng borða meira en ég ef eitthvað er!
Er hægt að segja að Kínverjar séu feitir? NEI!
En annars hafði ég mjög gaman að því að lesa þessa frétt á netinu sama morgun sem var lítil frétt frá Kína
Sjá HÉR.
Líklega er ég að verða svona ...
Hádegismatur: Súpa sem svipar til Íslenskrar kjötsúpu, þar má finna ávexti eins og baby bambu (bambus sem er ný sprottin upp úr jörðinni), þurrkaðir villisveppir, niðursneydd svínarif (Kínverjar leggja mikla áherslu á að borða kjöt sem er næst beinum), gulrætur, og hvítur ávöxtur sem minnir á kartöflur (í sama flokki) ásamt hrísgrjónum og sallati sem minnir á spínat. Að steikja mat fer eftir mjög ákveðinni forskrift þar sem mismunandi grænmeti er bætt á pönnuna í ákveðinni tímaröð til að sumt grænmeti verði ekki of- eða vansteikt (soðið). Við fengum líka steiktan vatnafisk (sem er ekki til í Evrópu og minnir pínu á rauðsprettu), salat eins og við þekkjum og svo stóran skammt af rækjum. Ég fékk þá skýringu að borða með prjónum valdi því að maður borði hægar og njóti matarins mun betur en ella. Einnig er maturinn tuggin mun betur og mikilvægum ensímum sem er í munnvatninu er bætt meira út í fæðuna strax í upphafi meltingarinnar.
Þegar ég hugsa út í alla þessa matarmenningu svona eftir á, þá kemur það mér ekki á óvart að uppáhalds matur Heng á Íslandi skildi vera sviðakjammi úr Melabúðinni og hann ver étinn upp til agna frá fyrsta degi. Hún benti mér þá á að mjög mikilvægt væri að borða skinnið á kjammanum.
Það hafði víst brotnað aðeins úr einum jaxli hjá mér daginn áður en ferðin til Kína hófst og þurfti því að finna tannlæknir í snatri. Pabbi Heng á bróðir sem er vinamargur. Sá þekkti einn tannlæknir sem haft var strax samband við og fór bróðirinn með okkur til tannsa í leigubíl.
Staðurinn var magnaður og þarna var her af tannlæknum og stólum og fyrir utan biðu sjúklingar í röðum. Combine Your China Trip with Your Dentist Trip and Save Big! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við vorum drifin fram fyrir allan hópinn og í gamlan og mikið notaðan tannlæknastól. Ég settist í stólinn og var allt nánast í beinni útsendingu.
Þurfti fólkið í setustofunni aðeins að líta yfir smá gler til að sjá það sem var að gerast á tannlæknastofunni. A Chinese dentist examines the broken teeth in my mouth in a luxury dental chair from Shanghai China. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eftir snögga skoðun, þá var borinn settur í gang og hreinsað í kringum brotið og efni til að fylla upp í tönnina beið tilbúið. Aðgerðin tók 10-15 mín og var án deyfingar og hér var greinilega vanur maður á ferð.
Á efri hæðinni sat svo tannsmiður sem bjargaði því að ég fékk svona skjóta og góða þjónustu. On the top floor we fond the dentist master "how give us this quick help" (Dentures, Dental Hygiene, Polishing, Dental Drill, Copy Space, One Person, Men, Human Teeth) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Sagt er að Kínverskir læknar séu með þeim bestu í heiminum og stafar það líklega af þeirri gríðarlegu reynslu sem að þeir fá. Heng fór í augnaðgerð (kostar ca. 100 þús) eins og boðið er upp á heima (tæpar 300 þús.) og var sá augnlæknir víst búinn að framkvæma um 100.000 augnaðgerðir!
Sem dæmi um sterk fjölskyldutengsl í Kína, þá vildi tannlæknirinn ekki taka neina greiðslu fyrir sem myndi undir eðlilegum kringumstæðum kosta 15-20 þús. heima á Íslandi!
Frá tannsa tókum við leigubíl í "litla tölvubúð" til að kaupa harðan disk í ferðatölvu. Þegar inn í búðina var komið, kom í ljós að hún var á stærð við Kringluna og seldi bara tölvur og dót þeim tengt ásamt stafrænum myndavélum. Inni í þessari risa tölvuverslun voru líklega nokkur hundruð smáverslanir og var hægt að kaupa ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR á þessum stað.
Digital Malls Shanghai Metro City - 美罗城. Shanghai’s PC Mall - 5 Stories of Computer and Electronic Goodness - huge 5 story mall - http://www.shmetrocity.com/ Shanghai Pacific Digital Plaza - 太平洋数码广场 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki er ólíklegt að flestir tölvunördar séu samankomnir á þessum einn stað. Í hverjum tölvukrók sem var eins og eitt meðalstórt herbergi, var hlaðið upp í loft af tölvudóti og var ekki óalgengt að fjöldi starfsmanna væri 3-5 á hverjum stað!
It is a gadget lover’s paradise. Imagine a store the size of Best Buy, three floors tall but with two-hundred tiny shops specializing in some particular product. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ég keypti 16 Gb Compact Flash (x 133, CF) minniskort á ¥300 og tvo 320 Gb Hitatchi SATA ferðatöludiska á um ¥400 (dagsettir nov-2008). Næst var farið í fataverslun og keyptur forlátur leðurjakki sem átti að kosta ¥2700. Ég endaði á að fá jakkann á ¥700!
Þar sem stóra glerkúlan er, er risa Digital Mall (2 stórar búðir). Shanghai Metro City - 美罗城 Shanghai Pacific Digital Plaza - 太平洋数码广场
These are two big computer markets, and there are several shops ... every store, every kiosk, every nook, and every cranny is crammed full of computers, computer parts, cameras, media players, games and consoles, phones, monitors, and every other kind of electronics you can think of (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á neðstu hæð er risa veitingastaður (ca. 50) með mikið úrval af alvöru Kínverskum og alþjóðlegum mat. Veitingastaðurinn fær 5 stjörnur fyrir fjölbreitni.
There are lot of good restaurants in Metro City, including a great vegetarian place called L’Arbe de Provence. Starbucks, Haagen Dazs, Pizza Hut, and a large food court fill the basement level. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eftir verslunarferðina tókum við underground (eða yfirground). Lestin sem að við ætluðum að hoppa um borð í var bókstaflega stappfull og nokkur hundruð metrar á lengd. Þarna fékk maður í fyrsta skiptið að upplifa alvöru mannmauramenningu en þvílíkt var mannhafið!
Kvöldmatur: Djúpfiskur (langur og flatur) ásamt fullt af öðru góðmeti.
Kjartan WWW.PHOTO.IS
Kynlíf í þrívídd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 09:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
25.9.2008 | 12:15
HÉR ER ÖNNUR AÐFERÐ TIL AÐ FLJÚGA
Tölvur og tækni | Breytt 8.4.2022 kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2008 | 13:52
HVERNIG LINSU Á AÐ VELJA FYRIR MYNDAVÉLINA?
Félagar mínir voru að spá í tvær linsur. Tokina AF 11-16mm F/2.8 og Sigma 18-50 F/2.8 en þeir eiga Canon EOS Rebel XTi og ef mig minnir Canon 400D sem eru báðar með breytistuðul x1.6 fyrir linsurnar.
Kaup á góðri linsu er flókið mál og háð mörgum atriðum. Í dag er til fullt af flottum og góðum linsum. Yfirleitt standa upp úr þessir stóru framleiðendur eins og Nikon og Canon hvað 35mm SLR-vélarnar varðar.
Þeir hafa framleitt heilan hafsjó af linsum sem eru bæði góðar og slæmar.
Síðan hafa Sigma, Tokina, Tamron og fl. komið á eftir og framleitt eftirlíkingar sem eru allt frá því að vera súper góðar og stundum jafnvel betri en "orginal" linsurnar sem kosta yfirleitt töluvert meira. Þeir smíða oft sömu linsuna með mismunandi festingum fyrir mismyndandi myndavélaframleiðendur.
1) Reglan er sú að fastar linsur eru mun skarpari og betri en zoom linsur. En í dag er tæknin orðin það góð að það eru jafnvel að koma linsur á markaðinn sem eru ekki síðri en fastar linsur og jafnvel betri sem í raun á ekki að vera hægt.
2) Framleiðendur eins og Canon og Nikon hafa gert samkeppnisaðilum á linsum oft erfitt fyrir með atriði eins og með stýringu á linsunni eins og á fókus sem er tölvustýrt frá myndavélinni. Þegar hraði á fókus þarf að vera mikill eins og í fuglamyndatöku (skiptir ekki miklu máli í landslagsmyndatöku) að þá er oft vandamál með fókusinn. Stundum þarf að fá hugbúnaðaruppfærslu á "firmware" í linsunum svo að þær tali rétt mál við myndavélina. Einnig er fókusmekkanisminn yfirleitt mun hægari á eftirlíkingum en Nikon og Canon eru að bjóða upp á en þó þarf það ekki alltaf að vera.
3) Þessar dýru linsur eins og frá Canon (með rauða hringnum) eru alvöru vinnuhestar sem atvinnuljósmyndarar eru að nota frá morgni til kvölds og gerðar til að þola alvöru meðferð. Eru oft með betri þéttingum gagnvart raka og ryki og glerin eru úr alvöru gleri en ekki einhverju plasti. Það er betra að eiga fáar og góðar linsur en margar lélegar. Góð linsa getur enst líftíma margra myndavéla svo að það er mjög mikilvægt að reyna að eignast fáar og góðar linsur en ekki eitthvað rusl sem maður verður aldrei ánægður.
4) Númer eitt er að linsa þarf að vera skörp, skörp og skörp. Fyrir leikmann getur oft verið erfitt að átta sig á slíku. Best er að taka nokkrar myndir á sambærilegar linsur, zooma inn á myndina (helst í Photoshop) og hreinlega bera saman (það geri ég). Linsa getur verið skörp í ákveðnu zoomi og ákveðnu ljósopi en svo ekki eins góð þegar stillingum er aðeins breitt. Einnig þurfa glerin inni í linsunni að vera 110% í plani svo að fókusinn sé réttur yfir allan myndflötinn. Yfirleitt eru linsur með mestu gæði og skerpu í kringum ljósop f8-f11 og á miðju zoomi.
5) Linsur eru mis bjartar (oft f2.8 - f22) og reyni ég að kaupa linsur sem hleypa sem mestu ljósi í gegn sem gefur þá minna suð í myndina og gefur því betur lýstar myndir í erfiðum birtuaðstæðum. En á móti kemur þá verða glerin mjög stór og linsurnar þungar. Það getur svo verið viss kostur því að þá eru myndir minna hreyfðar. (Þung myndavél og þungar linsur = minni titringur og því skarpari myndir). Allar zoom linsur sem að ég á eru með stærsta ljósopi f2.8 og sú besta sem að ég á er föst linsa er með ljósop f1.2 (enda notuð í norðurljósamyndatöku)! Því hærra sem neðra gildið er, því ódýrari er yfirleitt linsan en það þarf þó ekki alltaf að vera. En mikill aðdráttur veldur því sjálfvirkt að það er erfitt að halda þessu gildi lágu. Best er að það gildi sé ekki meira en 4 á víðum linsum og aðdráttalinsum ekki meira en 5.6. Fræðilega er mjög erfitt að vera með allt í sömu linsu, mikið zoom, létta linsu, mikla skerpu ....
6) Zoom linsa á helst ekki að vera með meiri Zoom stuðul en x3, hægt er að kaupa ódýrar zoom linsur t.d. 18-200 mm (f4.5-f8) og eru það venjulega algjört rusl, þó tókst kunningja mínum að finna eina flotta alhliða ferðalinsu frá Tokina sem að var mjög skörp yfir allt zoom sviðið en fókusinn var lélegur. Sviðið 18-200mm gefur margföldunarstuðul 200/18 ca. 11 sem er ALLT OF MIKIÐ og fræðilega getur sú linsa EKKI verið góð en fyrir fólk sem er ekki að leita eftir súper gæðum getur svona linsa verið alveg nóg.
7) Vignetering er vandamál sem hrjáir mikið víðar linsur, en það er ójöfn birtudreifing á ljósi sem fer í gegnum linsuna, oftast dökkt út við jaðrana og bjartast í miðjunni. Þetta er hægt að laga að vísu í RAW breyti sem fylgir t.d. Photoshop.
8) Einnig þarf að passa að það verði ekki litabjögun í linsum en það er mjög algengt í ódýrum zoom linsum sem hafa mikið svið. En það sést vel þegar farið er að skoða myndir að á jöðrunum þar sem farið er úr dökku yfir í ljóst eða öfugt að þar geta myndast allt að 3 (RGB rauður, grænn, blár) aðskildar línur og er það vegna þess að litirnir falla ekki 100% saman og ljósið hreinlega brotnar upp eins og þegar regnbogi myndast. En góðar linsur reyna að halda öllum 3um grunnlitunum saman í gegnum alla linsuna.
9) Best er að eiga fáar og góðar linsur. Ég á 16-35mm f2.8 (algjört must í landslag, byggingar ... mín uppáhald), 24-70mm f2.8 (fólk, landslag, flug, mjög góð alhliða linsa og sú sem ALLIR blaðaljósmyndarar eiga og nota mest) og svo 70-200mm f2.8 (flott í fólk, fugla, flug ...). Þetta eru allt "pró" linsur sem eru "mjög góðir einstaklingar". Þessar linsur til samans dekka vel sviðið frá 16-200 mm en mig vantar enn fasta 300 eða 400 mm linsu fyrir fuglamyndatöku og svo þori ég nú ekki að nefna stærri og dýrari linsur sem að ég læt mig bara dreyma um.
Einnig á ég fasta Sigma 20 mm f1.2 sem er æði í landslag og norðurljós og svo Canon margfaldara x1.3 og x2.0 sem auka aðdráttinn á öllum þessum linsum sem margfölduni nemur (en það er ekki raunhæft að nota meiri stækkun en x1.3). Einnig er ég með macro gler frá Canon sem ég skrúfa framan á 70-200 mm linsuna og er það ódýr lausn fyrir macro tökur. En aðal málið er að engar tvær linsur eru eins og er mjög algengt að pró ljósmyndarar skili nýjum linsum sem þeir eru ekki ánægðir með. Hættan við að kaupa linsur hjá Adorama og B&H er að það geta verið linsur sem einhver er þegar búinn að skila því að viðkomandi var ekki ánægður með skerpu eða eitthvað. Því er oft betra að framkvæma slík kaup heima á Íslandi eða vera sjálfur á staðnum þarna úti í NY til að prófa linsuna í þaula.
10) Þar sem myndavélarnar tvær sem að ég nefndi í upphafi er með margföldunarstuðul x1.6, þá myndu allar linsurnar hliðrast, þannig að ef viðkomandi væri með mínar linsur á þeim vélum, þá fengist: (1,6 x linsa) 26-56 mm, 38 - 112 mm og svo 112 - 320 mm. Í því tilfelli myndi vanta tilfinnanlega linsu sem væri fyrir neðan 20mm. T.d. 12-24mm eru bornar saman hér:
http://www.kenrockwell.com/tech/digital-wide-zooms/comparison.htm
og þar kemur Tokina mjög vel út á eftir Nikon. En þessi er líka að koma vel út frá Sigma
http://www.fredmiranda.com/reviews/showproduct.php?product=184&sort=7&cat=37&page=1
en út af kroppfaktor x1.6 þá verður þetta eini möguleikinn til að fá linsu sem er nógu víð fyrir landslag, byggingar m.m.
Ef þessar linsur eru skoðaðar nánar, þá má sjá að þær eru báðar það sem kallað er DX linsur, en það eru linsur sem eru gerðar sérstaklega fyrir myndavélar með minni myndflögu (CCD sellu) og þá á bilinu x1.5 til x1.6. Er þá ekki hægt að nota slíka linsu á stafræna myndavél sem er með stærri myndflögu sem er t.d. 1:1 eða 24 x 36 mm eins og gamla filman er. Þetta gera framleiðendur til að hafa minni og léttari linsur.
11) Þessi vefur Fred Miranda er algjör gullnáma þegar skoða þarf gæði á ákveðnum linsur http://www.fredmiranda.com/reviews/ og málið er ekki flóknara en að skoða einkunnagjöfina sem linsurnar fá.
Einnig er dpreview að koma sterkur inn hvað linsur varðar og eru með mjög pró test á linsum http://www.dpreview.com/lensreviews/ en enn sem komið er, þá er svo lítið af linsum komið þar inn. En auðveldast er að googla linsunafnið og svo review á eftir og ath. stjörnugjöfina sem linsan er að fá og kommentin frá notendum og oft er að marka það sem þar er sagt
http://www.photozone.de/Reviews/overview/a>
http://www.kenrockwell.com/nikon/nikkor.htm
http://www.slrgear.com/reviews/index.php
12) Auðveldast er að fá að prófa þessar linsur, taka myndir með mismunandi stillingum (aðdrátt, ljósop) og ef þú treystir þér ekki til þess, þá að fá einhvern sem þekkir til til að gera slíkar prófanir fyrir þig. Ég spurði einn félaga minn sem er algjör nörd á þessu sviði oglíklega búinn að eiga eitthvað um 20-30 myndavélar og 50-100 linsur. En hann er ALDREI ánægður, enda best að kaupa eitthvað lítið notað af honum :)
13) En ég fékk fyrirspurn um Sigma 18-50 F/2,8 að fá 8,2 í einkunn sem er ekki slæmt, linsan er ódýr og hefur skemmtilegt svið og er lítil og nett og hefur svið á viðkomandi myndavél (x1.6) 29 - 80 mm
http://www.fredmiranda.com/reviews/showproduct.php?product=232&sort=7&cat=37&page=1
En það svið er fínt nema að linsan er EKKI víð þarft helst að fara niður í 20mm í neðri mörk. Mér lýst eiginlega betur á Tokina AF 11-16mm F/2,8 nema hún mætti hafa hærri efri mörk en á móti kemur að hún er með 2.8 í ljósop og lýst mér mun betur á þá linsu. Hún er mun dýrari og greinilega mun meira í lagt. En báðar þessar linsur eru DX linsur þannig að það er ekki hægt að nota þær á full frame vél sem er með CCD sellu 1:1 og því er ég aldrei að spá í slíkar linsur. Það er bara tímaspursmál hvenær menn fá sér myndavél með stærri CCD sellu og þá þarf að fara að hugsa allt linsusafnið upp á nýtt!
Ég sendi þennan texta á félaga minn og fékk strax svar frá honum. Þetta sagði hann (hann er pró hvað þetta varðar):
"En það er eitt með þessar Tokina víðlinsur. Jæja allavega þá einu sem ég átti. Hún var 12 24. Mjög skörp linsa, vantaði ekkert á það en stór galli við hana var að það var svo mikið Cromatic abberations (held ég fari rétt með nafnið) þeas litabjögun þar sem mikill contrast var í myndinni. Ég endaði á að skipta henni út.
En aftur á móti var ég mjög ánægður með Sigma 10 20. Hún var skörp og ekki þetta vandmál til staðar, allavega ekki þannig að það tæki því að tala um það."
Svo mörg voru þau orð :)
Uff ... Nóg í bili, en eins og þið sjáið, þá er ómögulegt að svara svona spurningu í stuttu máli.
Í sumar var ég með stutt námskeið í ljósmyndun og þá reyni ég að útskýra þessi atriði hér fyrir þeim sem komu á námskeiðið og var eitt af vandamálunum á finna íslensk orð fyrir ensku orðin. Þó svo að ég skilji vel ensku orðin, þá vill það stundum vefjast fyrir manni að finna stutt íslensk orð sem ná að þýða það sama. En hér er smá tilraun:
Camera System | Uppbygging myndavélar |
AD Converter | A/D breytir |
AF Assist Lamp | Hjálparljós sjálfvirkur fókus |
AF Servo | Elti - fókus |
Autofocus | Sjálfvirkur fókus |
Batteries | Rafhlöður |
Buffer | Aukaminni |
Burst (Continuous) | Hröð myndataka |
Color Filter Array | Litafilter |
Connectivity | Tengimöguleikar |
Effective Pixels | Raun-punkta-upplausn |
EXIF | Myndaupplýsingar |
Fill Factor | Næmnishlutfall |
Firmware | Hugbúnaðaruppfærsla myndavélar |
Lag Time | Tökutími |
LCD | LCD skjár |
Manual Focus | Handvirkur fókus |
Microlenses | Smálinsur |
Pixels | Punktar |
Pixel Quality | Punktagæði |
Sensors | Nemi/skynjari |
Sensor Linearity | Línuleiki nema/skynjara |
Sensor Sizes | Stærð nema/skynjara |
Storage Card | Minniskort |
Thumbnail Index | Smámyndayfirlit |
Viewfinder | x |
Digital Imaging | Stafræn myndataka |
Aliasing | Punktaröðun |
Artifacts | Mýking á punktaröðun |
Bits | Bitar |
Blooming | Flæði |
Color Spaces | Litakerfi |
Compression | Pökkun |
Digital Zoom | Stafrænn aðdráttur |
Dynamic Range | Litavídd |
Gamma | Línuleikakúrfa |
Histogram | Punktagreining myndar |
Interpolation | Framreikning stækkun á mynd |
Jaggies | Tröppuform á punktum |
JPEG | Myndapökkunarform |
Moiré | Mynstur suð |
Noise | Suð í mynd |
Noise Reduction | Minnkun á suði í mynd |
Posterization | Litafækkun |
RAW | Óunnið myndaform |
Resolution | Upplausn |
Sensitivity (ISO) | Næmni |
Sharpening | Skerpun |
TIFF | TIFF myndaformat |
Tonal Range | Tónaupplausn |
White Balance | Litahitastig |
Exposure | Læsing á lýsingu |
AE Lock | Punktaröðun |
Aperture | Ljósop |
Aperture Priority | Forgangur á ljósop |
Auto Bracketing | Sjálfvirk lýsing |
Exposure | Lýsing |
Exposure Compensation | Leiðréting á lýsingu |
Flash Output Compensation | Leirétting á lýsingu með flassi |
Manual | Handvirkar lýsingastillingar |
Metering | Ljósmæling |
Remote Capture | Fjarstýring |
Shutterspeed | Lokuhraði |
Shutter Priority | Lokuhraði með forgang |
Time Lapse | Sjálfvirk myndataka |
Optical | Ljósmyndafræði |
Anti-shake | Hristivörn |
Aspect Ratio | Myndahlutfal/form |
Barrel Distortion | Bjögun |
Chromatic Aberration | Litaskekkja í glerjum |
Circle of Confusion | Stækkunargæði |
Converters | Millistykki |
Depth of Field | Fókus dýpt |
Focal Length | Fókus punktur |
Focal Length Multiplier | Nýtingarstuðul á linsu |
Image Stabilization | Hristivörn |
Lenses | Linsur |
Macro | Macro eða nærmyndataka |
Perspective | Fjarlægðardýpt |
Picture Angle | Sjónarvinkill linsu |
Pincushion Distortion | Formbjögun |
Subject Distance | Fjarlægð á myndefni |
Vignetting | Lýsingarskekkja í linsum |
Storage | Geymslumiðlar |
Storage Comparison | Samanburður |
Storage Issues | Afritunarsjónamið |
Magnetic Storage - Hard disks | Segulgeymslumiðlar |
Optical Storage - CDs and DVDs | Ljósgeymslumiðlar |
Ofan á þetta bætist svo allt sem viðkemur myndatökutækni, val á myndefni, lýsing og fl ...
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Leica státar af stærsta ljósopinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
18.9.2008 | 08:52
STRÆTISVAGNAR Í KAUPMANNAHÖFN MEÐ ÞRÁÐLAUST NETSAMBAND
Gaman að sjá hversu ör útbreiðsla 3G kerfisins er orðin. Dönsku greinina má svo lesa nánar hér:
http://www.version2.dk/artikel/8476
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Nettengd á Reykjanesbrautinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.9.2008 | 12:41
NÖRDAR RÍFAST :)
Það vill svo til að leiðsögumenn lenda stundum í ótrúlegum viðskiptavinum sem sækja landið heim.
Ég var svo heppinn að kynnast einum slíkum í sumar, en maður að nafni Nathan Myhrvold kom hingað til landsins ásamt fjölskyldu sinni til að ferðast um landið og taka myndir - af LUNDUM.
http://www.photo.is/08/06/2/index_29.html
En eins og mín er von og vísa, þá nýtti ég að sjálfsögðu ferðina til að smella af nokkrum myndum svona í leiðinni.
Nathan Myhrvold er hreinræktaður tæknigúrú og nörd og einn af frumkvöðlunum og jafnframt fyrrverandi tæknistjóri hjá Microsoft.
Það mátti meðal annars sjá á þeim 40-50 vel merktu töskum með tæknibúnaði, myndavélum og linsum sem hann kom með með sér til landsins á sinni eigin þotu. http://www.photo.is/08/06/2/index_55.html
Umræddur nörd hefur m.a. unnið sér það til ágætis að hafa starfað náið með Stephen Hawking sem mbl fjallar um og er eitthvað tengdur öreindahraðalinum hjá Cern í Sviss.
Nathan Myhrvold starfaði á sínum yngri árum að verkefnum í stærðfræði og fræðilegri eðlisfræði við Cambridge háskóla með umræddum Stephen Hawking og síðan þá hefur frami þessa manns verið með ólíkindum.
Vefurinn Eyjan.is fjallaði aðeins um ferð Nathan's til Íslands hér:
Nathan og hans fjölskylda voru annars á ferð um heiminn og skruppu líka til Grænlands og Afríku ... aðalega til að mynda fugla :)
Til að gefa smá hugmynd af því hvað þessi maður starfar við í dag, þá er hér smá videó um karlinn, en þess má geta að hann er með nokkrar doktorsgráður.
Ein af ástæðunum fyrir því að hann kom til íslands, var að rekja sögu og slóð víkinganna frá Noregi, til Íslands, Grænlands og að lokum til Ameríku. En það vill svo til að hann á ættir sínar að rekja til Noregs.
Ferðin um landið tók 10 daga og var m.a. gist á Hótel Látrabjargi í 3 daga - til að mynda LUNDA.
http://www.mahalo.com/Nathan_Myhrvold
Natan er sankallaður frumkvöðlum hjá Microsoft og á fjöldan allan af einkaleyfum og hefur greinilega komist vel til álna:
http://money.cnn.com/magazines/fortune/fortune_archive/2006/07/10/8380798/index.htm
Í dag rekur Myhrvold sitt eigið fyrirtæki, Intellectual Ventures,
http://www.intellectualventures.com/about.aspx
sem leitar uppi og hjálpar til við þróun og fjármögnun nýrra uppfinninga. Sjálfur er Myhrvold handhafi 18 einkaleyfa og 100 önnur bíða samþykktar.
Ég hef fengið nokkur bréf frá karlinum og tvö sem eru ansi skemmtilega skrifuð um Ísland og er ég búinn að hlæja mikið eftir lesturinn.
Brot af þeim skrifum má svo lesa á bloggi hans hér:
http://freakonomics.blogs.nytimes.com/2008/07/16/how-iceland-went-from-blood-feuds-to-geothermal/#more-2805
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Eðlisfræðiprófessorar í hár saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt 8.4.2022 kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.7.2008 | 09:18
735 ALGENGUSTU LEITARORÐIN Á BLOGGINU MÍNU - ÁHUGAVERÐ LESNING
13/4/08 gerði ég þessa könnun hér á blogginu hjá mér hver væru algengustu leitarorðin hjá þeim sem "slysuðust" inn á bloggið hjá mér sem má skoða nánar hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/505284/
og vermdu þá eftirfarandi leitarorð "topp 5" listann. Þá var Emil H. Valgeirsson í efsta sætinu.
1. emil h. valgeirsson x32
2. kjartan pétur sigurðsson x21
3. úlfarsfell x12
4. loftbíll x8
5. kaldidalur minnismerki x7
13/5/08 eða mánuði seinna leit svo "topp 5" listinn svona út
1. "kjartan pétur sigurðsson" stýrð fjölmiðlun x53
2. "sævar óli helgason" x31
3. laugarnes photo x30
4. sundlaug kópavogs x18
5. nauðlenti á sólheimasandi x16
og núna í morgun leit listinn út eins og sjá má seinna hér í bloggfærslunni.
Það sem vakti athygli mína í seinni könuninni var að það var greinilega kerfisbundin könnun eða leit í töluverðan tíma á "stýrðri fjölmiðlun" og svo mínu nafni og náði það á tímabili hátt í x100 skipti. Það gæti verið áhugavert að velta því fyrir sér hverju það sætti! En ég tel mig þó hafa skýringar á því :)
Ef nýja könnunin sem að ég gerði í morgun er skoðuð, þá trónir $jálfstæðismaðurinn "kjartan gunnarsson" & raudisandur efstir á listanum hjá mér sem kemur að vísu ekki á óvart enda um flotta bloggfærslu að ræða hjá mér sem tengist Rauðasandi og að hluta til honum, þannig hefur það í raun verið í 2-3 vikur (en annars bauð ég honum samsetta mynd til sölu af svæðinu og bíð enn spenntur eftir að heyra frá honum) :)
Það er gaman að skoða síðustu 735 algengustu leitarorðin sem leiða netvafrara inn á bloggið hjá mér. Þetta eru upplýsingar sem ég fæ frá þjónustu sem Google býður notendum sínum í gegnum þjónustu sem heitir Google Analytics sem ég síðan tengi við síðuna hjá mér.
Annars er gaman að sjá mörg furðuleg orð sem virðast tengjast blogginu mínu eins og þyngdarstuðull, bitruvirkjun, how many km is the golden circle, léttlest, aðstoðarmaður borgarstjóra, please+release+me, 360° myndir, 38 land rover defender, davíð oddsson seðlabankinn, gps hiking trails in iceland fimmvorduhals, hvannadalshnjúkur gps leið, hveragerði+jarðskjálfti+myndir, hveravellir+ísbjörn, lestarkerfi a islandi, léttlest í reykjavík, léttlestarkerfi, metró ísland, metrókerfi, tillaga um lestarkerfi a islandi. Sumt get ég útskýrt en annað ekki :)
En hér kemur svo nýjasti listinn
1. raudisandur & "kjartan gunnarsson" x117
2. íslenskir hellar gps x28
3. grjótskriða x26
4. hestamannamót x23
5. fimmvörðuháls kort x13
6. geitur x13
7. stóra laxá x13
8. kerið photo x12
9. kjartan pétur sigurðsson x11
10. þyngdarstuðull x9
11. kjartan gunnarsson + rauðisandur x8
12. kílhraun x8
13. hestamannamót hellu x7
14. straumsvík myndir x7
15. turninn kópavogi x7
16. öndverðarnes x7
17. ljótipollur x6
18. breiðamerkurlón x5
19. gluggafilmur x5
20. hagavatn x5
21. hestamannamótið hellu x5
22. kassagerðin x5
23. krýsuvík x5
24. turninn í kópavogi x5
25. agnes lazzarotto x4
26. grýtubakkahreppur x4
27. hestamannamót 2008 x4
28. krísuvík x4
29. krísuvík kort x4
30. íslenskar geitur x4
31. arnarstapi x3
32. bitruvirkjun x3
33. bílnúmer x3
34. draugar x3
35. fimmvörðuháls x3
36. fisflug x3
37. fnjóskadalur x3
38. gaddstaðaflatir x3
39. golfvellir á íslandi x3
40. gæsavatnaleið x3
41. haukur snorrason x3
42. jarðskjálftakort x3
43. kjartan pétur x3
44. kópavogur kort x3
45. loftbíll x3
46. ný sundlaug x3
47. saumavél x3
48. smáralind loftmynd x3
49. stór steinn ingólfsfjall x3
50. sundlaug kópavogs x3
51. surtshellir x3
52. turninn smáralind x3
53. velkomin í skagafjörð x3
54. þeistareykir x3
55. þorvaldur þórsson x3
56. arnarstapi landakort x2
57. austurengjahver x2
58. bátamyndir x2
59. fossar á íslandi x2
60. göngukort landmannalaugar x2
61. hafnarhúsið x2
62. heilsuhælið í hveragerði x2
63. hestamannamót á hellu x2
64. hestamannamót,hellu x2
65. how many km is the golden circle? x2
66. hraunsrétt x2
67. hringur, arnarfjörður x2
68. hvað á að skoða á reykjanesi x2
69. háspennulínur x2
70. innskönnun á ljósmyndum x2
71. jarðgöng x2
72. karitas photo kopavogur x2
73. kerlingafjöll gps x2
74. kleifarvatn x2
75. kleifarvatn kort x2
76. kort reykjanes x2
77. kristleifur þorsteinsson x2
78. kríu egg x2
79. kögunarhóll x2
80. laugarvatn loftmynd x2
81. ljósmyndun x2
82. ljóð x2
83. lundareykjadal x2
84. lækjarbotnar x2
85. léttlest x2
86. meyjarsæti x2
87. myndir af selfossi x2
88. naktar x2
89. naktar íslenskar konur x2
90. paraglider til sölu x2
91. photo blog x2
92. ratsjárstöðvar x2
93. reyðarvatn x2
94. skaftáreldar kort x2
95. skálarjökull x2
96. sumarbústaðir við þingvallavatn x2
97. sundlaugar photos x2
98. sundlaugin í kópavogi x2
99. sveinn þórarinsson listmálari x2
100. sævar óli helgason x2
101. sólheimar grímsnesi x2
102. trollaborn x2
103. trölladyngja jarðfræði x2
104. tröllaskagi x2
105. umbúðamiðstöðin x2
106. víti borhola x2
107. örk lélegt hótel x2
108. þuríður aradóttir x2
109. "agnes lazzarotto" x1
110. "austurengjahver" x1
111. "aðstoðarmaður borgarstjóra" x1
112. "fimmvörðuháls kort" x1
113. "gos" hellisheiði x1
114. "kjartan magnússon"photographer x1
115. "kort & fimmvörðuháls" x1
116. "kort af grindavík" x1
117. "kort af nesjavallaleið" x1
118. "please+release+me" x1
119. "pétur albert sigurðsson" x1
120. "starfsmannafélag landsbankans x1
121. "suðurlandsskjálftinn 2000 upptök x1
122. "veiðivatna myndir" x1
123. "víti" við kröflu x1
124. "örvar már kristinsson" x1
125. +rafdrifið +fellihýsi x1
126. 1 sjómíla = x1
127. 360° myndir x1
128. 38 land rover defender x1
129. 70 ára afmæli mömmu x1
130. albert eiríksson x1
131. algengasta nafn á íslandi x1
132. alþingishátíðin 1874 x1
133. arnarfell kort x1
134. arnarfjörður kort x1
135. arnarstapi myndir x1
136. austfirðir fossar x1
137. austfirðir kort x1
138. axel guðmundsson flug x1
139. að leggja vatn x1
140. baldur sveinsson flugvélar x1
141. baldvin kristjánsson x1
142. baðstofa myndir x1
143. beinakirkjan x1
144. birgitta lanzarote x1
145. bitru hellisheiði kort x1
146. blogg jord x1
147. bolungarvik kort x1
148. bolungarvík x1
149. bolungarvík kort x1
150. bolungarvík mynd x1
151. borgafirdi x1
152. borgafjörður eystri x1
153. brautargengi blogg x1
154. breiðafjarðar ferjan x1
155. breiðafjarðar ferjan baldur x1
156. breiðafjörður baldur x1
157. breytingar á land rover x1
158. breytt mataræði x1
159. bryggjusvaedi myndir x1
160. brúin x1
161. byggingareglugerðir x1
162. byggt 1880 x1
163. básar myndir x1
164. básar undir ingólfsfjalli x1
165. bátar á ferð x1
166. bátur við krýsuvíkurbjarg x1
167. bændagisting í borgafirði x1
168. bílastæði teikningar x1
169. búðarhálsvirkjun x1
170. búðarkirkja x1
171. cadillac iceland x1
172. cadillac ísland x1
173. clubs iceland photos x1
174. davíð oddson x1
175. davíð oddsson seðlabankinn x1
176. defender site:is rover x1
177. demantshringurinn x1
178. dettifoss + kort x1
179. deutz x1
180. deutz 30 x1
181. dominos á íslandi x1
182. draugahús á íslandi x1
183. draugar í hlutum x1
184. draugar í reykjavík myndir x1
185. dælarétt x1
186. e8 myndir x1
187. eart x1
188. earthquake in hveragerdi og selfossi x1
189. eimskip sundahöfn x1
190. eina með öllu x1
191. eldgosið í heimaey x1
192. elding 1 x1
193. elsta steinhús á vestfjörðum x1
194. esjan göngukort x1
195. eyjafjöll veiði x1
196. eyjólfur árni rafnsson profile x1
197. eyðibýli á íslandi x1
198. fallegar íslenskar konur x1
199. farmal kubb x1
200. farmall x1
201. fasteignasalan bakki x1
202. faxi fossinn x1
203. fellihýsi í þórsmörk x1
204. ferjur x1
205. ferðamyndir x1
206. ferðir grænland x1
207. fimmvörðuháls 14. júní x1
208. fimmvörðuháls búnað x1
209. fimmvörðuháls ganga x1
210. fimmvörðuháls myndir x1
211. fimmvörðuháls og myndir x1
212. fimmvörðuháls+ganga x1
213. fimmvörðuháls+kort x1
214. fimmvörðuháls, ganga x1
215. fis flug x1
216. fisfelag slettan x1
217. fisflugvél x1
218. fisflugvél fauk x1
219. fiskveiðar myndir x1
220. fjallabak kort x1
221. fjallabaksleið nyrðri kort x1
222. fjallið þorbjörn x1
223. fjármál blogg x1
224. fjöll og fjölskylda x1
225. flug veiðivötn x1
226. flugslys á íslandi x1
227. fnjóská kajak x1
228. fossar íslands kort x1
229. fossinn faxi x1
230. foto sólheimar x1
231. fred olsen x1
232. frostastaðarvatn veiði x1
233. fugl :touristguide.is x1
234. fuglar snæfellsnes x1
235. fullur í vinnunni x1
236. gamall deutz x1
237. gamla sundlaugin hveragerði x1
238. ganga fimmvörðuháls x1
239. ganga á hestfjall x1
240. garmin iceland gps kort x1
241. garðarbæjar golfvöllur x1
242. geitur jóhanna x1
243. geitur á háafelli x1
244. gjafar ve x1
245. gjordu svo vel x1
246. gljufur iceland map x1
247. gluggafilmur, keflavík x1
248. glymur and kort x1
249. glymur hiking map x1
250. glymur kort x1
251. golden circle x1
252. golden circle kort x1
253. golfvellir myndir x1
254. golfvellir og hótel á íslandi x1
255. google eart x1
256. google stór steinn ingólfsfjall x1
257. gps and fimmvörðuháls x1
258. gps fimmvörðuháls x1
259. gps hiking trails in iceland fimmvorduhals x1
260. gps kennsla x1
261. gps kort x1
262. gps kort site:*.is x1
263. gps oxararfoss x1
264. grenivík x1
265. grenvikingar x1
266. grindavik kort x1
267. grindavík myndir x1
268. grænland og túrismi x1
269. gullfoss geysir kort x1
270. gullni hringurinn vegalengdir x1
271. guðbjartur kristófersson x1
272. guðjón jensson x1
273. gólfvöllur x1
274. gólfvöllur vestmannaeyja x1
275. göngukort reykjanesi x1
276. gönguleið fimmvörðuháls x1
277. gönguleið heiti lækurinn x1
278. gönguleiðir hveragerði fyrir ofan x1
279. gönguleiðir reykjavík kort x1
280. hafnarfjarðarvegur kort x1
281. hafnarfjörður kort x1
282. hallarmúli x1
283. halldór leiðsögumaður x1
284. hani hæna og hrauney x1
285. haukur hauksson hestamaður x1
286. haukur snorrason bloggar x1
287. hdr x1
288. heitar laugar x1
289. hekla gos vatn lækur x1
290. hekla gýs x1
291. helga þórarinsdóttir x1
292. hella x1
293. hellaferðir jarðskjálftar x1
294. hellisandur kort x1
295. hellisheidarvirkjun x1
296. hengill heitur lækur x1
297. her flugvél x1
298. herðubreiðartögl x1
299. hestamannamot x1
300. hestamannamot hellu x1
301. hestamannamot islands x1
302. hestamannamót hella x1
303. hestamannamót hellu 2008 x1
304. hestamannamót á hellu 2008 x1
305. hestamannamót á hellu júní 2008 x1
306. hestamannamót íslands x1
307. hestamannamót*hellu x1
308. hestamannamót,íslands x1
309. hestamannamótið 2008 hellu x1
310. hestfjall earthquake 2000 x1
311. hesthus x1
312. hesthúsahverfi hella x1
313. hestvík landið sigið 240 m x1
314. hiking iceland myndir x1
315. hilmar f foss x1
316. hjólabátar jökulsárlóni x1
317. hlaup í grímsvötnum x1
318. hleðslusteinar x1
319. hlíðarþúfur x1
320. hnífsdalur,iceland photos x1
321. honnun á sumarhúsi x1
322. hrafnista x1
323. hraunsvík kort x1
324. hreindís á sólheimum x1
325. hreindýr á íslandi x1
326. hringsdalur x1
327. html, mynd með link x1
328. hugmynd x1
329. hugmyndir að spilum fyrir 12 x1
330. hvalaskoðun frá grindavík x1
331. hvalaskoðun grindavík x1
332. hvalfjarðargöng kort x1
333. hvalfjörður kort x1
334. hvalur hf myndir x1
335. hvannadalshnjúkur gps leið x1
336. hvar er þorskafjörður x1
337. hvar má finna heitar laugar x1
338. hver gerði gerði x1
339. hveradalur x1
340. hveragerði göngukort x1
341. hveragerði gönguleiðir x1
342. hveragerði+jarðskjálfti+myndir x1
343. hveravellir, ísbjörn x1
344. hvernig er golfvöllurinn í hveragerði x1
345. hvernig á að reikna x1
346. hvesta kort x1
347. hvestudalur beach x1
348. hvestudalur iceland x1
349. hvestudalur kort x1
350. hvestudalur, iceland ocean photos x1
351. hvestudalur, iceland photos x1
352. hvítmaga x1
353. háafell geitur x1
354. háafell, hvítársíðu x1
355. háifoss korti x1
356. hálslón loftmynd x1
357. háspennulínur perur x1
358. hæsta fjall íslands x1
359. hæsti foss x1
360. hótel við golfvelli á íslandi x1
361. höfn í þorlákshöfn x1
362. húsadalur kort x1
363. húsafell x1
364. húsafell kort x1
365. húsavík 1907 x1
366. iceland earthquake selfoss summerhouse x1
367. iceland solheima x1
368. iceland ásbyrgi photo x1
369. illikambur x1
370. ingólfsfjall+silfurberg x1
371. innsigling x1
372. innsigling grindavík video x1
373. isbjörn hveravellir x1
374. islandiahotel.is x1
375. jarðskjálfta blogg x1
376. jarðskjálfta myndir x1
377. jarðskjálftafræði x1
378. jarðskjálftar mbl x1
379. jarðskjálftar á íslandi x1
380. jarðskjálftarnir myndir x1
381. jarðskjálfti hvalfjörður x1
382. jarðskjálfti ingólfsfjall x1
383. jarðskjálfti selfossi myndir x1
384. jarðskjálfti sprungur myndir x1
385. jarðskjálftin 17 júní árið 2000 á richter x1
386. jeppaferðir land rover discovery 3 x1
387. jokulsarlon + photos x1
388. jóhann brú x1
389. jónas kristjánsson kaldbak x1
390. jökulheimar kort x1
391. jörðin eftir jarðskjálftann á suðurlandi x1
392. kaffihús á rauðasandi x1
393. kajak önundarfjörður x1
394. katamak-nafta x1
395. kattatjarnir x1
396. kayak jökulfirðir x1
397. kayak stykkishólmur x1
398. kjalarnes kort x1
399. kjartan gunnarsson x1
400. kjartan gunnarsson og fjölskylda x1
401. kjartan ljósmyndari x1
402. kjartan ljósmyndir x1
403. kjartan loftmyndir x1
404. kleifarheiði x1
405. kleifarvatn fluga x1
406. klifrað á lóndranga x1
407. kljáströnd x1
408. kollafjörður x1
409. kollafjörður kort x1
410. konungsvegur x1
411. konúngsvegur x1
412. kort + fimmvörðuháls x1
413. kort af fimmvörðuháls x1
414. kort af grafarvogi x1
415. kort af grindavík x1
416. kort af grímsnesi x1
417. kort af gönguleiðum í reykjavík x1
418. kort af heimaey x1
419. kort af henglinum x1
420. kort af hvalfirði x1
421. kort af kaldidalur x1
422. kort af kleifarvatni x1
423. kort af kópavogi x1
424. kort af miðbæ reykjavíkur x1
425. kort af mývatni x1
426. kort af reykjanesi x1
427. kort af reykjavík x1
428. kort af selfossi x1
429. kort af seltjarnanesi x1
430. kort af skeiðum x1
431. kort af straumsvík x1
432. kort af suðurlandi öndverðarnes x1
433. kort af íslandi skagafjörður x1
434. kort af íslandi; höfn í hornafirði x1
435. kort af þjórsárdal x1
436. kort af þorskafirði x1
437. kort að hvalfirði x1
438. kort kopavogur x1
439. kort minkur x1
440. kort rauðisandur x1
441. kort stykkishólmur x1
442. kort ásbyrgi x1
443. kort+fimmvörðuháls x1
444. kostnaður við að keyra hvalfjarðargöng daglega x1
445. krafla myndir x1
446. kraftar undir jökli x1
447. kristján sigurðsson hvítahúsið x1
448. kristínartindar x1
449. krossá x1
450. krossá myndir x1
451. krysuvik eastwood x1
452. krísuvík listaverk x1
453. krísuvík map x1
454. krísuvík meðferðarheimili x1
455. krísuvík+meðferðarheimili x1
456. krísuvíkurkirkja x1
457. kröflugos x1
458. krýsuvík kort x1
459. krýsuvík krísuvík x1
460. kulusuk valur x1
461. kulusukk á grænlandi x1
462. kverkfjöll ökuleið x1
463. kvígindisfell hæð x1
464. kópavogs laug x1
465. kópavogs sundlaug x1
466. kópavogs sundlaugin myndir x1
467. land rover snorkel x1
468. landakort húsafell x1
469. landakort skagafjörður x1
470. landmannalaugar x1
471. langanes kort x1
472. langanes ratsjárstöð x1
473. laufás í arnarfirði x1
474. laugaskarði x1
475. laxárdalur kort x1
476. laxárgljúfur x1
477. lestarkerfi a islandi x1
478. litla flugan texti x1
479. ljósmyndari við námaskarð x1
480. ljósmyndir af sumarbústöðum við þingvallavatn x1
481. loftmynd af austurvelli x1
482. loftmynd af ingolfsfjalli x1
483. loftmynd af reykjanesi x1
484. loftmynd bondi x1
485. loftmynd hallgrímskirkja x1
486. loftmynd hellu x1
487. loftmyndir af smaralind x1
488. loðmundarfjörður vegur x1
489. léttlest í reykjavík x1
490. léttlestarkerfi? x1
491. mannvit x1
492. map of iceland hestfjall x1
493. markarfljót veiði x1
494. massey ferguson x1
495. matti skratti x1
496. metró ísland x1
497. metrókerfi x1
498. meðferðarheimili krísuvík x1
499. meðferðarheimilið krísuvík x1
500. minnanúpshólmi x1
501. miðfellsland x1
502. miðfellsland jarðskjálfti x1
503. miðnætursólin, hvar sést hún x1
504. mynd af sprungubeltinu x1
505. mynda blogg x1
506. mynda úr lofti x1
507. myndir af flugvélum x1
508. myndir af golfvöllum x1
509. myndir af hellisheiðarvirkjun x1
510. myndir af jarðskjálftanum 2008 x1
511. myndir af ljótapolli x1
512. myndir af seltjarnarnes x1
513. myndir af víti x1
514. myndir berar íslenskar x1
515. myndir frá háafelli x1
516. myndir frá jarðskjálftanum x1
517. myndir frá jarðskjálftunum x1
518. myndir hnífsdal* x1
519. myndir huldumenn x1
520. myndir hus x1
521. myndir landmannalaugar x1
522. myndir teknar af jarðskjálfta x1
523. myndir úr lofti x1
524. myndir úr skjálftanum x1
525. myndir,bifröst x1
526. málverk sólheimum x1
527. mótorhjól 50 km x1
528. mýrdalsjökull íshellir x1
529. naktar + myndir x1
530. naktar ungar konur x1
531. nesjavellir göngukort x1
532. neðanjarðarlestarkerfi x1
533. norðurland kort x1
534. nákvæmt íslands kort x1
535. ný sundlaug í kópavogi x1
536. nýherji með umboð ibm x1
537. nýja laugin í kópavogi x1
538. nýr leirhver við hveragerði video x1
539. nýr veitingastaður í turninum ´kóp x1
540. olíuhreinsistöð arnarfjörður x1
541. olíuhreinstöð, hvesta x1
542. opinn heitur lækur i rvk x1
543. ostaskeri norskur x1
544. photo x1
545. photo blogg x1
546. photo vestmannaeyjar x1
547. pylsa og kok x1
548. páll einarsson jarðskjálftar x1
549. rafmótor fræði x1
550. rauðisandur kort x1
551. refur mynd x1
552. reiðhjól x1
553. rekbelti x1
554. reykjadalur norðurland kort x1
555. reykjadalur skagafirði kort x1
556. reykjafoss, hveragerdi x1
557. reykjanes gufuaflsvirkjanir x1
558. reykjanes kort x1
559. reykjarskóli x1
560. reykjavík keflavík km x1
561. reykjavík vatnsleysustrond kort x1
562. rolling stones + ingólfsfjall x1
563. sala lauginn x1
564. sandfell mývatn x1
565. sandvatn, kort x1
566. sauðárkrókur glaumbær vegalengd x1
567. sauðárkrókur kort x1
568. selfoss brú x1
569. selfoss hveragerdi earthquake x1
570. selfoss loftmynd x1
571. selfosskirkja x1
572. seltún x1
573. sesselja hreindís x1
574. sigling myndir hvítá x1
575. sigling vestmannaeyjar x1
576. sigling í vestmanneyjum x1
577. sigurðarskáli x1
578. sjómíla x1
579. skagafjörður kirkja myndir x1
580. skeiðarárhlaup 1996 x1
581. skjaldbreiður beyging x1
582. skjálftar myndir x1
583. skálafell kort x1
584. skógarströnd x1
585. slys á fimmvörðuhálsi x1
586. slöngubátar+eyjar x1
587. smábátar x1
588. snekkjur x1
589. snorri snorrason x1
590. snæfellsnes strönd x1
591. snæfellsnes svörtuloft x1
592. solheima iceland x1
593. solheimar x1
594. sprungur páll einarsson x1
595. sprungur páll einarsson stóru* x1
596. sprungur í ingólfsfjalli x1
597. starfsmannafélag landsbankans x1
598. starfsmannafélags landsbanka íslands. x1
599. steinar kaldal x1
600. steinholtsá brú x1
601. stokkseyri veitingarstaður x1
602. stora laxa x1
603. strönd við þorlákshöfn x1
604. stykkishólmur mynd x1
605. stykkishólmur sigling x1
606. stykkishólmur siglingar x1
607. stóra laxá hreppum x1
608. stóra laxá laxárgljúfur x1
609. sumarhus landsbankinn x1
610. sundahöfn x1
611. sundlaugar myndir x1
612. sundlaugin í laugaskarð x1
613. suðurlandsskjálftinn 17.júní x1
614. suðurlandsskjálftinn kort x1
615. sveinn björnsson og krísuvíkurkirkja x1
616. sviði kayak x1
617. svörtuloft x1
618. svörtuloft brunnur x1
619. svörtuloft á snæfellsnesi x1
620. sólheimar blog x1
621. sólheimar grímsnesi map x1
622. sólheimar kort x1
623. sómabátur x1
624. tanngarður x1
625. teikning af þingvallavatni x1
626. tf-ccp x1
627. tillaga um lestarkerfi a islandi x1
628. tjaldbúðir gas búð x1
629. travel power 4,5 kw x1
630. trollaskagi hiking x1
631. tröllabörn x1
632. trölladyngja x1
633. tröllakrókar x1
634. tungufljót kort x1
635. turninn , kópavogur x1
636. turninn kópavogur x1
637. turninn í smáralind x1
638. turninn, kopavogur x1
639. tónlista og ráðstefnuhús reykjavíkur x1
640. urriðarholtið x1
641. urriðavatn x1
642. vatnajökull páskar 2008 x1
643. vatnajökull skíði x1
644. vatnajökull útsýnisflug x1
645. vatnsleysuströnd gólfvöllur x1
646. vatnsleysuströnd kort x1
647. vatnsleysuströnd skóli x1
648. vatnsleysuströnd+kort x1
649. vegalengd gullni hringurinn x1
650. vegalengd reykjavík bifröst x1
651. vegurinn um ísland x1
652. veitingarstaðir á stokkseyri x1
653. verslunin mb x1
654. vestfirðirnir x1
655. vestmannaeyja kort x1
656. vestmannaeyjar x1
657. vestmannaeyjar ferja verð x1
658. vestmannaeyjar hani hæna x1
659. veður á akranesi x1
660. veðurfar hvannadalshnjúkur x1
661. veðurstofa skjálftavakt x1
662. vik myrdal x1
663. vinnustaður fyrir fatlaða x1
664. vinsælt+túristar x1
665. vængjum þöndum texti x1
666. vífilsstadir mynd x1
667. vífilsstaðir x1
668. vík mýrdal x1
669. víti við öskju x1
670. völundarhús myndinni kjartan pétur x1
671. weather saudarkroki x1
672. what is the highest mountain in iceland x1
673. where is akranes x1
674. www.photo makka x1
675. www.photo papey x1
676. x ljósmyndir x1
677. álfa og draugasafn x1
678. álftadalsdyngja x1
679. árhús á hellu x1
680. árni fisflug x1
681. íshellir x1
682. ísland fallegur staður x1
683. ísleifur jónsson x1
684. íslensk geit x1
685. íslensk hátækniiðnað x1
686. íslenskar geitur í útrýmingarhættu x1
687. íslenskar konur naktar x1
688. íslenski refurinn myndir x1
689. íslenskt landslag x1
690. ökuleið á esjuna x1
691. ölfusárbrú endurbyggð x1
692. ölkelduháls gönguleið x1
693. öndverðarnes l x1
694. öndverðarnes loftmynd x1
695. öndverðarnesi x1
696. úlfljótsvatn krókur x1
697. þingvallasveit sumarbústaðir x1
698. þingvallavatn google earth x1
699. þingvallavatn loftmynd x1
700. þjórsárdalur hekla loftmynd x1
701. þjóðgarður vatnajökull x1
702. þorbjörg valgeirsdóttir x1
703. þorbjörn grindavík x1
704. þorbjörn reykjanesi örnefni x1
705. þorlákshöfn verksmiðja x1
706. þorlákshöfn,blogg x1
707. þorvaldur þórsson gps leið kort x1
708. þín fyrstu skref x1
709. þórisjökull sprungur x1
710. þórsmörk fellihýsi x1
711. þórsmörk jeppar kort 2008 x1
712. þórsmörk kort x1
713. þórunn pétursdóttir ari hermannsson x1
714. "séð úr lofti" x0
715. budafoss waterfall x0
716. draugar á íslandi x0
717. fimmvörðuháls and photos x0
718. fimmvörðuháls búnaður x0
719. glymur göngukort x0
720. gullhringurinn kort x0
721. göngukort landmannalaugar skrá x0
722. heljarkambur x0
723. hlaup í grímsvötnum 1996 myndir x0
724. hvar er arnarfell kort x0
725. hvað er skálarjökull x0
726. móberg+ingólfsfjall x0
727. nesjavallaleið kort x0
728. rauða svæðið fljótsdalsstöð x0
729. skaftafell arnarfell kort x0
730. sléttan x0
731. suðurlandsskjálftinn 2008 upptök x0
732. sólheimar grímsnesi kort x0
733. vífilsstadir mynd vífilsstadarvatn x0
734. "kattarhryggir" x0
735. þórsmörk iceland photos x0
Rannsókn á máli Madeleine hætt | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.4.2008 | 11:10
HVALASKOÐUN MEÐ ELDINGU - MYNDIR
Losun gróðurhúsalofttegunda er meiri á hvert mannsbarn á Íslandi en í flestum öðrum löndum heims. Stór hluti af þeirri losun fellur til við eldsneytisbruna. Við þurfum að finna nýjar lausnir. Þetta verkefni er prýðilegt dæmi um frumkvæði Íslendinga í rannsóknum og nýtingu visthæfs eldsneytis,
Hér siglir bátur frá Eldingu með ferðamenn í hvalaskoðun
Hvalaskoðunarbáturinn Elding á siglingu með ferðamenn. Whale watching boat Elding with tourist close to Reykjavik (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér siglir bátur frá Eldingu með ferðamenn í hvalaskoðun
Hvalaskoðunarbáturinn Elding á siglingu með ferðamenn. Whale watching boat Elding with tourist close to Reykjavik (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér eru þau undur sem ferðamenn eru að koma til landsins til að fá að sjá með eigin augum
Hvalur kemur upp til að blása. Whale come up to the surface, Humpback (Megaptera novaengliae) close to Husavik (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er mynd sem sýnir vel hvað hægt er að komast nálægt hvalnum
Það er von að ferðamenn verða spenntir þegar þeir komast svona nálægt hval eins og þessi mynd sýnir. Tourist get exited when they get closer to the whale as this picture show. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Vetnisljósavél tekin í notkun í Eldingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)