KÍNAFERÐ - SHANGHAI - RÓBÓTAR DANSA - TÆKNISAFNIÐ - 13

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - RÓBÓTAR DANSA - TÆKNISAFNIÐ - 13

Dagur - 13 / Day - 13 Miðvikudagur 31. des. 2008

Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína, The People's Republic of China (中华人民共和国, 中華人民共和國)

Ný tilraun var gerð til að fara aftur í tæknisafnið, Shanghai Science and Technology Museum (上海科技馆). Í þetta skiptið var opið. Komið var inn í risa glerbyggingu á mörgum hæðum og voru líklega 20-30 verkamenn á fullu að þrífa glerið að utan og innan.

Shanghai Science and Technology Museum (上海科技馆) is a large museum in Pudong, Shanghai, close to Century Park, the largest park of the city. The museum incorporates an IMAX theatre, and as of 2006 there are 12 main exhibits open to the public, including "Spectrum of Life", "World of Robots" and "Information Era". The construction of the museum cost 1,75 billion RMB, and the floor area is 98000m2 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Það var ótrúleg upplifun að skoða þetta safn sem skiptist í margar deildir og hefði vart dugað dagurinn til að skoða hverja deild fyrir sig. Þarna var mikið af skólakrökkum og greinilegt að safnið er notað sem hluti af kennslu. Jarðfræðideildin var spennandi með stóru steinasafni, rekbeltin voru útskýrð, jarðskjálftabylgjur, olíuvinnsla, kolavinnsla, salthellir og að sjálfsögðu var allt útskýrt með hjálp nýjustu tækni.

Hér stjórna krakkar stálkúlu með heilabylgjum og var markmiðið að færa kúluna upp í borðið hjá andstæðingnum.

Children’s Technoland: Aimed at children aged 1-12. including laser musical instruments. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Ég nánast hljóp í gegnum sumar deildirnar eins og dýra- og plöntufræði, dýr jarðarinnar (risastór), geimsagan og fl. Stoppaði dágóða stund í deildinni þar sem öll grundvallarhugtök í eðlisfræði voru útskýrð. Einnig stoppaði ég mikið þar sem farið var yfir þróun tölvutækninnar, fjarskipti og nýjustu tækni í fjölmiðlun. Prófaði flughermi, karókí (þar sem ég var mixaður live inn á myndband). Flott framsetning á uppstoppuðum dýrum jarðarinnar

Wide Spectrum of Life: Exhibitions about biodiversity, genetics and rainforests. The Earth Exploration exhibit passes fossils on a fascinating journey to the Earth's core (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



En róbótasafnið stóð upp úr. Þarna voru krakkar að tefla við róbót, róbót að teikna myndir af fólki, þú gast stýrt róbót frá hnappaborði, ýmis framleiðsla á minjagripum, 3D styttur af andliti gert með CNC tækni (allt mjög ódýrt). Hér er Róbót eða þjarki að tefla eða spila ... við unga dömu

Robots thrill youngsters at tech expo. AV Paradise: Information technology and video & film technologies. Robot Theatre, Plane Steering Simulation. World of Robots (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Ég fór í keppni við tvo róbóta, þjarka að skjóta af boga í mark (ég tapaði stórt).

Robot shooting arrow at goal. AV Paradise: Information technology and video & film technologies. Robot Theatre, Plane Steering Simulation. World of Robots. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



hápunktur róbótadeildarinnar var leiksýning með 20-30 róbótum sem dönsuðu allt frá kínverskan sverð- og regnhlífadansi yfir í franskan Moulin Rouge dans með fjaðurskrauti og alles á meðan stórhljómsveit róbóta leið inn á sviðið spilandi á ýmis hljóðfæri! Og að sjálfsögðu allt með nákvæmni tölvutækninnar (dæmi um slíkt, þá var flott að sjá sverðsoddanna snertast í lok bardagans).

AV Paradise: Information technology and video & film technologies. Robot Theatre, Plane Steering Simulation. Robot Show - Robots Perform Traditional Chinese Parasol Dance (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Hér spilar þjarki eða róbót á píanó af mikilli nákvæmni.

AV Paradise: Information technology and video & film technologies. Robot Theatre, Plane Steering Simulation. Don't forget to sing karaoke with the robot that plays the piano. It's really fun. World of Robots. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Hér er ég inni í kúlunni, en inni í henni miðri er 4D kúlu bíó

4-D Theatre: Theatre that produces movement, wind, rain, and other 4-D effects; capacity of 56 seats. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Það sem vakti sérstaklega athygli mína, var hversu mikil nákvæmni var í smíði og uppsetningu á öllu. Hér má sjá heilan dýragarð af uppstoppuðum dýrum og var engu líkara en að maður væri komin til Afríku, svo nákvæm var öll umgjörðin.

Shanghai Wild Animal Park. The museum has 3000 pieces of rare animals specimen in its 3000 square (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Ég var víst búinn að fá mér smá kvef sem lýsti sér í stöðugu nefrennsli og var ég því ekki mikið fyrir að fara út að borða

Kjartan WWW.PHOTO.IS

p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleiri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.

http://www.photo.is/kina/index.html
mbl.is McDonald's í útrás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Helgi Valsson

Sæll Kjartan, magnaðar myndir af mögnuðu safni. Eitthvað hefur þetta nú kostað! Heppinn ertu að vera í Kína og fá að sjá þetta allt með eigin augum.

Stefán Helgi Valsson, 7.2.2009 kl. 19:20

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Stefán.

Safnið er magnað og ég vildi að ég hefði haft 2 daga til að skoða það. Ferðin var ódýr enda er ég með konu sem sér vel um öll þessi mál. Hún keypti flugmiða á netinu frá Danmörku til Kína og til baka aftur fyrir 4.500 danskar. Eins og er, þá er best að ferðast í atvinnuleysinu og erum við í Afríku eins og er (svæði sem að þú þekkir vel til) og ef tími vinnst til, þá er spurning hvort að ég komi með blogg um það líka. Sá flugmiði kostaði fyrir 2 180 evrur fram og til baka ásamt flottu fæði!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 7.2.2009 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband