9.11.2007 | 06:54
Umhverfisvænn loftbíll - Ætli það sé framtíðin fyrir íslenskan markað?

Indverskur loftbíll fyrir íslenskan markað
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Við Íslendingar eigum fullt af fjöllum og flottum svæðum. Hér má sjá eitt sem er aðeins í 99 km fjarlægð frá Reykjavík! Smellið á mynd til að sjá risa-panorama-loftmynd af svæðinu

Loftmynd af Geitlandsjökli, smellið á mynd til að sjá risa-panorama-loftmynd af svæðinu
Hér er önnur hugmynd sem væri líklega nær að skoða aðeins betur sem fjallar um nýtt framtíðar skíðasvæði:
Skíðaþorp og jöklaparadís í boði Orkuveitunnar http://photo.blog.is/blog/photo/entry/358752/
Hér er kort af svæðinu og með því að smella á kortið þá má lesa nánar um hugmyndina.

Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Og hér er svo nákvæmt kort f svæðinu sem umræddar hugmyndir ganga út á

Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Yfirbyggð skíðabrekka í Úlfarsfelli á teikniborðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hönnun, þróun, góð hugmynd | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2007 | 11:22
Var við öðru að búast?
8.11.2007 | 07:01
Hrafninn flýgur í skipulagsmálum - sem er vel
En spurningin með rörahugmyndina, því ekki að láta hana hefjast út frá Laugarnesinu og svo þaðan út í Viðey í stað þess að vera að þvælast með rörið alla leið út á Granda?
Hér er Laugarnesið sem væri kjörin staður til að hefja rörahugmynd Hrafns?
Frægur Íslenskur kvikmyndaleikstjóri býr á þessum stað og hafa verið miklar deilur um svæðið. En á svæðið hefur verið safnað miklu dóti frá ýmsum kvikmyndarafrekum leikstjórans og þar innan um hefur myndast mikið fuglalíf.

Hrafn Gunnlaugsson, kvikmyndaleikstjóri og íbúi á Laugarnestanga (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við Kleppsveg og Sæbraut má finna fallegt svæði sem heitir Laugarnes. Jörðin Laugarnes var eitt þriggja stórbýla á "Seltjarnarnesi". Hinar eru Vík (Reykjavík) og Nes við Seltjörn. Lauganesjörðin var stór, hún náði þvert yfir ,,Seltjarnarnesið”.
Árið 1898 var reistur holdsveikraspítala í Laugarnesi, þar hefur verið braggahverfi og herinn verið með aðstöðu, frægur kirkjustaður og íbúðarbyggð. Nú má finna þar Listasafn Sigurjóns Ólafssonar og nokkur íbúðarhús.

Loftmynd af Laugarnesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá kort af leiðinni ásamt útreikningum ef göngin fara frá Laugarnesi. En heildarvegarlengd er 10 km, vegur 6 km og jarðgöng eða rör 4 km.

Rör eða jarðgöng á milli eyjann frá Laugarnesi að Kjalarnesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Umferðin í rör milli eyjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.11.2007 | 15:16
Umhverfisvæn framkvæmd og stórbætum ímynd landsins út á við.
Rafmagnslest, skíðaþorp og jöklaparadís í boði Orkuveitunnar er málið og um leið hægjum á uppbyggingunni á Hengilssvæðinu.
Í dag er nýtingarprósentan frekar lág á gufuaflsvirkjunum eða á milli 10-15%, Restin af orkunni fer út í umhverfið - ónotað!
Hvernig væri að huga að nýjum leiðum til að nýta alla þá umfram orkuna betur?
Við höfum gott dæmi um Bláa Lónið, þar er verið að framleiða rafmagn, heitt vatn fyrir byggðarlögin í kring, einn vinsælasti ferðamannastaður landsins þar sem fólk getur baðað sig, heilsustöð fyrir þá sem eru með húðsjúkdóma og svo eru framleiddar snyrtivörur í stórum stíl úr afurðum lónsins.
Væri ekki heillarráð að byggja upp lítið skíðþorp og jöklaparadís í boði Orkuveitunnar á nýjum stað og um leið hægja aðeins á allri uppbyggingunni á Hengilssvæðinu? Orkan sem þar blundar er ekki að fara neitt og það sama má nánast segja um allt rekbeltið sem gengur þvert í gegnum landið.
Til að lægja ófriðaröldurnar sem skapast hafa um Bitruvirkjun og Hengilssvæðið, þá gæti verið möguleg lausn að byggja upp nýtt orkusvæði við Geitlands- og Þórisjökul eða nánar tiltekið undir hlíðum Presthnjúks.
Í leiðinni væri hægt að vera með stórfenglegar hugmyndir í uppbyggingu á nýju skíða- og útivistarsvæði eða eins konar jöklaparadís samhliða þróun og rannsóknum á sviði orkuframleiðslu, en í dag vantar gott jaðarsvæði við rekbeltið til að þróa djúpborunarverkefnið áfram!
Við Presthnjúka, sem er úr alfaraleið, langt frá mannabyggðum, er lítt kannað háhitasvæði sem stjórnvöld ættu að gefa rannsóknarleyfi á strax til að flýta fyrir útrás á íslenskum orkurannsóknum.
Ég átti skemmtilegt spjall við yfirmann jarðfræðideildar OR eftir kynningarfund OR um Bitruvirkjun í gær og bar ég þá undir hann eftirfarandi hugmyndir:
Til að byrja með þarf að gera eftirfarandi:
Breytum vinsælustu ferðamannaleið landsins The Golden Circle í The Golden Circle Deluxe!
Leiðin milli jökla. Þórisjökull - Geitlandsjökull. Ný The Golden Circle Delux leið. Aðeins lenging um 30 km miða við núverandi leið.

Næsta skref er að kanna hvort að það séu ekki ákjósanlegar aðstæður til að nálgast gufuorku á svæðinu og þar með mikið magn af heitu vatni.
Ef niðurstaðan reynist jákvæð, þá er hægt að byggja upp flott skíðasvæði, heitar laugar og fjallaparadís sem ætti engan sinn líkan í veröldinni, allt í boði Orkuveitunnar.
Ef vel yrði staðið að málum, þá væri hægt að búa til nýtt Bláa Lóns ævintýri, en þó með aðeins öðrum hætti!
Þarna gæti farið saman vistvæn notkun og eftirsótt útivistarsvæði fyrir Íslendinga og ferðamenn ALLT árið.
Til að búa til mikið magn af snjó á svæðið, þá er hægt að nýta umfram vatnið og þá 85% orku sem venjulega færi til spillis frá svona orkuveri til framleiðslu á snjó og svo hin 15% eins og vanalega til rafmagnsframleiðslu.
Til að fullkomna verkið, þá mætti síðan leggja upphitaða snjófría braut til Reykjavíkur og niður á Gullfoss/Geysi fyrir rafdrifna lest sem myndi meðal annars fá orku sína frá umræddu orkuveri.
Hér yrði um að ræða skíðasvæðið, raf-létt-lestarkerfi og orkuver, allt hannað, þróað og smíðað af íslendingum sjálfum!
Þessa sömu lausn má svo flytja út til annarra landa sem einn pakka :)
Allt um rafdrifna lest má lesa nánar um hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910/
Hér er svo hreyfimynd af sömu hugmynd.
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/341355/
og hér nánar um málið:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/348834/
Sjá má nánar eldri umfjöllun um nýja útfærslur á Gulla Hringnum hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/263922/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/268551/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/267781/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/262950/
Á næstu mynd má sjá nánar hugmyndir af nýrri og mikið endurbætta leið fyrir ferðamenn frá Reykjavík. En um "Gullna Hringinn" fara um 400 þúsund ferðamenn á ári!

og svo hugmynd þar sem leiðin er útfærð með rafdrifinni léttlest!
Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir suðvesturhorn landsins.

Núna á Orkuveitan í samstarfi við framsækna einkaaðila að sæta lagi og útbúa sjóð sem styrkja mun þróun á léttlestarkerfi samkvæmt umræddum hugmyndum fyrir íslenskar aðstæður.
Núna er bara að bíða og sjá hvenær menn fara að taka við sér?
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Geir: Eigum að reyna að fá samþykkt nýtt íslenskt ákvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.11.2007 | 23:41
Fokker 50 reynist gríðarlega vel við Íslenskar aðstæður
Hér má sjá vél Landhelgisgæslunnar á Egilsstaðarflugvelli núna í sumar. En vélin var notuð til að skutla víkingasveitinni til að taka aðeins á virkjanaandstæðingum. Skrautlegt var að fylgjast með öllum búnaðinum sem þeir höfðu meðferðis. Minnti mann einna helst á að maður væri komin til einhvers stríðþjáðs lands :)

Fokker F27 flugvél Landhelgisgæslunar, á Egilsstaðarflugvelli, ekki ósvipuð F50 vélunum sem Flugfélag Íslands er að nota (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er vélin komin í loftið frá Egilsstaðarflugvelli.

Fokker F27 flugvél Landhelgisgæslunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Og svo enn ein í lokin þar sem vélin flýgur á leið til Reykjavíkur

Fokker F27 flugvél Landhelgisgæslunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Lenti aftur á Egilsstaðaflugvelli eftir að olíuþrýstingur í öðrum hreyfli féll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flug | Breytt 7.11.2007 kl. 05:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.11.2007 | 16:07
Bónus var það heillin - Verðlagseftirlit ætti ekki að vera mikið mál!
Hér má sjá nýjustu verslunarbygginguna rísa í Kópavogi. Bónus er þar með stóra verslun

Bónus Smárinn Kópavogi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er ekki eins og verslun sé að dragast saman mikið á landsbyggðinni en á Egilsstöðum er Bónus með þessa stórverslun.

Bónus verslun á Egilsstöðum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér ekur flutningabíll eftir Vesturlandsveginum með vörur fyrir Bónus

Bónus flutningabíll á ferð (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Skil ekki hvers vegna það þarf að vera svona mikið mál að gera verðkannanir. Hér eru nokkrar einfaldar leiðir.
1) Hægt er að biðja fólk um að senda inn afrit af verðstrimlinum þar sem koma fram upplýsingar um vöru, verð ásamt dagsetningu.
2) Valin hópur neytenda getur skráð sig inn á sérstakan vef þar sem hægt er að skrá inn upplýsingar um síðustu innkaup og svo myndi tölvukerfi sýna í rauntíma meðalverð á völdum vöruflokkum milli verslana. Er þá nóg að fara á netið rétt áður en hlaupi er út í búð. Þannig væri hægt að sýna á grafískan máta hækkanir/lækkanir á vörum.
3) Verðlagseftirlit fær útskrift fyrir ákveði tímabil beint úr kassakerfinu frá verslunum
Ég verð að viðurkenna að ég fer flestar mínar verslunarferðir í Bónus þegar ég fer að kaupa í matinn. Stundum hef ég þurft að kaupa stórt inn þegar ég er að elda fyrir stóra ferðahópa og er þá hægt að fá matinn á ótrúlega góðu verði.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Jóhannes í Bónus skrifar um sinnaskipti ritstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2007 | 07:17
ÍSLANDSMET Í ATHUGASEMDUM - BITRUVIRKJUN
Þessi grein birtist á visi.is í morgun:

ÍSLANDSMET Í ATHUGASEMDUM VEGNA BITRUVIRKJUN (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar er bent á að skoða heimasíðu þeirra aðila sem vilja láta skoða virkjanamál á þessu svæði betur hér:
WWW.HENGILL.NU
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Verðmat Geysir Green var hækkað um 6,7 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.11.2007 | 07:33
Vogar við Vatnsleysuströnd - Hvar eru Vogar? Myndir

Vogar við Vatnsleysuströnd (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Sveitarfélagið Vogar (áður Vatnsleysustrandarhreppur) er sveitarfélag á norðanverðum Reykjanesskaga. Flestir íbúar lifa af sjávarútvegi eða sækja vinnu annars staðar, t.d til Reykjavíkur eða Keflavíkur. Í hreppnum er þorpið Vogar, þar búa um 1.000 manns. Vogar hétu til forna Kvíguvogar og Vogastapi sunnan þorpsins hét Kvíguvogabjörg. Í Stakksfirði undan Vogastapa voru góð fiskimið, sem hétu Gullkistan.
Vogar við Vatnsleysuströnd

Vogar við Vatnsleysuströnd (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Vogar við Vatnsleysuströnd. Tangi með gömlum tóftum.

Vogar við Vatnsleysuströnd (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kort af Vogar við Vatnsleysuströnd

Kort af Vogar við Vatnsleysuströnd og nágreni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Ekki vilji fyrir raflínum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljósmyndun | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2007 | 20:50
Myndir og kort af Þórkötlustaðanesi við Grindavík

Grindavík úr lofti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Grindavík er bær á sunnanverðum Reykjanesskaga. Sjávarútvegur er aðalatvinnugrein enda er Grindavík einn öflugasti útgerðarbær landsins. Land Grindavíkur nær frá Reykjanestá og austur að sýslumörkum Árnessýslu. Íbúar eru um 2.400.
Á þessari mynd má svo sjá myndirnar af salthaugunum sem eru suðvestan megin á Þórkötlustaðanesi

Salthaugarnir sem eru rétt hjá Grindavík úr (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo Hópsnesviti / Þórkötlustaðanesviti og leifar af bátnum Gjafar VE 300 sem fórst 27. febrúar árið 1973 er framar á myndinni

Vitinn og leifar af vélbátnum Gjafar, 12 manna áhöfn var bjargað (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hvaða hús er þetta sem myndin sýnir?

Húsarústir á Þórkötlustaðanesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hvaða byggð var suðaustan megin á nesinu?

Gamlar rústir á Þórkötlustaðanesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hvaða byggð var austan megin á nesinu?

Byggð á Þórkötlustaðanesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Festafjall er merkilegt fjall sem hefur verið grafið til hálfs af ágangi sjávar og er þar hægt að sjá hvernig eldstöð hefur brotist upp á yfirborðið í þversniðinu af fjallinu.

Festafjall við Hraunsvík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kort af göngusvæðinu þar sem sjá má Grindavík, Þórkötlustaðanes m.m.

Kort af Grindavík og nágreni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Nánari upplýsingar um svæðið má finna á vef Ferils hér:
http://www.ferlir.is/?id=6814
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Tólfhundraðasta ganga Ferlis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)