Fokker 50 reynist gríðarlega vel við Íslenskar aðstæður

Þær flugvélar sem reynst hafa hvað best við íslenskar aðstæður er óhætt að segja að séu Fokker 50 flugvélarnar.

Hér má sjá vél Landhelgisgæslunnar á Egilsstaðarflugvelli núna í sumar. En vélin var notuð til að skutla víkingasveitinni til að taka aðeins á virkjanaandstæðingum. Skrautlegt var að fylgjast með öllum búnaðinum sem þeir höfðu meðferðis. Minnti mann einna helst á að maður væri komin til einhvers stríðþjáðs lands :)

Fokker F27 flugvél Landhelgisgæslunar, á Egilsstaðarflugvelli, ekki ósvipuð F50 vélunum sem Flugfélag Íslands er að nota (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er vélin komin í loftið frá Egilsstaðarflugvelli.

Fokker F27 flugvél Landhelgisgæslunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Og svo enn ein í lokin þar sem vélin flýgur á leið til Reykjavíkur

Fokker F27 flugvél Landhelgisgæslunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Lenti aftur á Egilsstaðaflugvelli eftir að olíuþrýstingur í öðrum hreyfli féll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona til leiðréttingar þá er Gæsluflugvélin Fokker F27 en ekki 50, en það gildir einu, þær hafa reynst vel þessar vélar.

Birkir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 23:51

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sorry :)

Það kemur fyrir að maður gerir smá mistök. Að sjálfsögðu á ég að vita þetta enda búinn að vera í fluginu töluvert sjálfur.

En annars takk fyrir.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 7.11.2007 kl. 00:02

3 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Frábærar vélar fyrir íslenskar aðstæður,höfum mikla reynslu af Fokker 27 0g 50,SAS eru eflaust núna á höttunum eftir sambærilegar vélar.Það er afskaplega skrítið að þessi 3 atvik gerðust bara hjá SAS á stuttum tíma,samt eru þessar vélar út um allan heim og þar virðist vera allt normalt.

Flottar myndir annars hjá þér Kjartan,Fokkerinn er sem nýr eftir þetta look. 

   

Friðrik Friðriksson, 7.11.2007 kl. 02:19

4 Smámynd: Jóhann

Svona til leiðréttingar á leiðréttingu þá eru þær vélar sem kallaðar eru í daglegu tali Fokker 50 í raun og veru F27 Mk50 og því bara önnur kynslóð af sömu vél.

Jóhann, 7.11.2007 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband