30.11.2007 | 14:11
SVÆÐIÐ OG FOSSARNIR SEM HURFU - MYNDIR.
Það á vel við að ráðamenn sem raula ættjarðarsöngva með glas í hönd eftir að hafa klippt á borðann og fengið að ræsa hina eftirsóttu virkjunina formlega, virði fyrir sér þessar myndir.
Þessi foss var sem töfrum líkastur og "bar" nafnið með rentu.

Mynd af Töfrafossi sem hvarf í lónið við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá hvernig þessi fallegi foss féll fram af hraunbrúninni og er meðal annars þessi fallorka nýtt til raforkuframleiðslu í dag sem síðan gefur nokkrum álkerjum niður á Reyðarfirði smá yl.

Mynd af Töfrafossi sem hvarf í lónið við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki langt frá Töfrafossi, var annar foss

Fossinn sem hvarf í Hálslónið við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Bergmyndanirnar voru margar fallegar í Kringilsá. Hér má sjá flottan berggang.

Berggangur sem hverfur í Hálslónið við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þegar við vorum á flugi þarna yfir, þá birtist skyndilega fálki sem var greinilega eitthvað að forvitnast líka, ekki er ólíklegt að hann eigi hreiður þarna á svæðinu :)
Gljúfur í Kringilsá

Gljúfur í Kringilsá sem hvarf í Hálslón við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Um 25% af friðlandinu á Kringilsárrana fór undir fyrirhugað Hálslón Kárahnjúkavirkjunar. Svæðið er lokað af Vatnajökli eða Brúarjökli að sunnan og svo ánni Jöklu að austan- og Kringilsá að vestanverðu. Raninn er mikið gróinn og var gott og mikilvægt haglendi og beitiland fyrir hreindýr.
Hér er Kláfur sem göngumenn gátu notað til að komast yfir í Kringilsárranann.

Mynd af kláf sem lá yfir Kringilsá sem nú er horfin í Hálslón við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þessi brú er núna horfin og litla fjallið við hliðina á Kárahnjúknum sjálfum er núna orðin eyja í stóru uppistöðulóni Kárahnjúkavirkjunar.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Ræs! sagði Össur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jarðfræði | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
30.11.2007 | 10:41
BYRJA SEM FYRST Á AÐ LEGGJA 25 KM TILRAUNABRAUT FYRIR LÉTTLEST
Hér er aðeins verið að tala um 50 km vegspotta!
Áætla má verð fyrir steypta tvöfalda braut á hvern kílómeter eitthvað í kringum 35 milljónir (35 x 50 = 1750 milljónir!). Til samanburðar, þá kostar að leggja venjulegan tvöfaldan malbikaðan veg um 65 milljónir hvern kílómeter.
Með þessu móti mætti þróa og byggja upp hagkvæmt ódýrt íslenskt lestarkerfi sem myndi notast við umhverfisvæna orkugjafa (vetni, rafmagn, þrýstiloft, heit vatn).
Til að byrja með þyrfti að leggja sem fyrst 25 km tilraunabraut frá Hellisheiðarvirkjun til Reykjavíkur sem myndi jafnframt nýtast sem hitaveituleiðsla þar sem hluti af orkunni yrði notuð til að tryggja að brautin yrði snjófrí og þar með fær í öllum veðrum.
Eins og staðan er í dag, þá eiga framkvæmdaraðilar í stökustu vandræðum með að losa sig við allt það umfram heitavatn sem kemur upp á Hellisheiðarsvæðinu. En þeir leita með logandi ljósi eftir stöðum til að bora á þar sem hægt er að dæla þessu vatni og ónýttu orku niður í jörðina aftur!
Í dag sækir fjöldi fólks reglulega vinnu frá þessum svæðum inn á Stórreykjavíkur svæðið. Sökum ófærðar og veðurs þessa daganna, þá er það ekki auðvelt.
Lesa má nánar um útfærslu á þessari hugmynd og öðrum sambærilegum hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/372669/
Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Norðausturrhorn landsins hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367893/
Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Norðurlandið hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367524/
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Hellisheiði lokuð vegna veðurs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2007 | 06:28
Það mætti halda að himinn og jörð væru að farast :)
Það besta við þetta allt saman er að markaðsmenn hjá Hagkaupum vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera.
Þeir eru bara að næla sér í ódýra auglýsingu hjá þeim sem rísa venjulega upp á afturlappirnar, yfir nánast öllu hversu ómerkilegt sem það kann að vera :)
Annað eins hefur nú verið gert rétt fyrir jólin til að fá smá athygli :)

Jólasveininn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Pabbar í pössun í Hagkaupum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 06:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.11.2007 | 14:01
Seltjarnarnes - Risa-loft-mynd
Sjálfsagt hafa margir gaman að því að renna yfir stækkaða útgáfu af myndinni og sjá hvað hefur breyst síðan þá.
Loftmynd af bæjarfélaginu á Seltjarnarnesi. Ef smellt er á mynd, þá má sjá stækkaða panorama-loftmynd af svæðinu

Seltjarnanes (smellið á mynd til að sjá myndina stærri)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Útsvar lækkað á Seltjarnarnesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljósmyndun | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2007 | 19:19
Nú er bara að vona að Iðnaðarráðherra haldi áfram á sömu braut.
Sem leiðsögumaður, þá er þessi orku-stöð fastur liður í því að útskýra fyrir ferðamönnum hvað íslenska þjóðin er framsækin í orkumálum.
Vonum að ráðherra og fleiri láti ekki staðar numið og haldi áfram á sömu braut.
Léttlestakerfi er það sem ætti að vera næst á dagskrá :)
![]() |
Iðnaðarráðherra vígði vetnisstöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2007 | 11:21
Höfn í Hornafirði, innsigling - Myndir

Innsiglingin við Höfn í Hornarirði (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Innsiglingin við Höfn í Hornafirði (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Axel kominn af strandstað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2007 | 08:38
Bakdyrnar á Dominos í Spönginni - Myndir :)
En þeir mættu harðri mótstöð starfsmanna staðarins og var nánast hent öfugum út aftur um sömu bakdyr og hlupu að lokum í burtu með skottið á milli lappana :)
Spöngin Grafarvogi

Verslunarmiðstöðin Spöngin Grafarvogi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Krua Mai - tælenski veitingastaðurinn í Spönginni er hiklaust hægt að mæla með fyrir góðan mat sem að þeir bjóða upp á
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Ránstilraun í Grafarvogi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.11.2007 | 20:27
Fullkomnasta saumavél landsins lenti í átökum við bókina hans Guðna :)
Það gerist stundum að tæknin getur verið mönnum erfið þegar síst skyldi. Það mátti litlu muna að fullkomnasta saumavél landsins setti strik í reikninginn þegar sauma átti bókina hans Guðna Ágústssonar saman í bókbandi.
Hér má sjá mynd af saumavél sem saumar bækur saman í prentsmiðju og eins og sjá má þá er að mörgu að huga

Hér er verið að skipta um nálar í saumavél fyrir bækur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á elleftu stundu náðist þó að bjarga fyrir horn og bókin hans Guðna kom út á réttum tíma og allt fór vel að lokum.
Við skulum vona að efni bókarinnar verði auðveldara fyrir lesendur til aflestrar en fyrir saumavélina að sauma hana saman :)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Hörðum átökum Guðna og Halldórs lýst í nýrri bók |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2007 | 08:20
HÁLKA, SNJÓKOMA, ÓVEÐUR, ÓFÆRT! - ÞAÐ ER HÆGT AÐ LEYSA MÁLIÐ :)
Hér má sjá hvernig hægt er að samtengja byggðir á suðvesturhorninu sem myndi nýtast vel byggðum og ferðamönnum sem ferðast um þetta svæði.

Mynd sýnir samgöngukerfi sem gæti leyst umferðarvanda Stórreykjavíkursvæðisins (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Umhverfisvænn loftbíll - Ætli það sé framtíðin fyrir íslenskan markað?
Á vef Viðskiptablaðsins mátti lesa þessa skemmtilegu frétt um það nýjasta í þróun á bílum.

Indverskur loftbíll fyrir íslenskan markað
Ef að Íslendingar myndu líta sjálfum sér aðeins nær, þá gætum við orðið þau fyrstu í heiminum að setja upp "Bensínstöð" sem yrði einskonar "Orkustöð" þar sem tappað væri á farartæki beint frá gufuborholu. En þrýstingur frá slíkri holu getur verið um 200 bör og ef tappað væri á kerfi bíls með slíkri orku, þá væri hægt að aka allt að 200 km á umhverfisvænni frírri orku sem við íslendingar eigum nóg af!!!!!
Hér má sjá hugmynd af vagni sem ekið getur eftir spori með ferðamenn í óvissuferð út í íslenska náttúru.

Mynd sýnir rafdrifið ökumannslaust farartæki (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Norðausturrhorn landsins hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367893/
Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Norðurlandið hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367524/
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Hálka, snjókoma og óveður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.11.2007 | 08:56
Tanngarðurinn - Þetta hús verður rifið! Myndir

Húsið gengur undir nafninu Tanngarður, en þar hefur meðal annars farið fram kennsla í tannlækningum (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á sínum tíma stóð til að útbúa tengibyggingu úr gleri sem myndi liggja yfir veginn fyrir ofan svo hægt væri að ganga á "þurum fótum" yfir í spítalabyggingarnar fyrir ofan.
Við skulum bara rétt vona að Ráðherra sjái af sér og verndi þetta hús. Á meðan ég var í námi í Iðnskólanum, þá vann ég við naglhreinsun og fl. hjá þeim aðilum sem voru að reisa þessa tilkomumiklu byggingu.
Hér má svo sjá loftmynd af núverandi byggingum Landspítalans Háskólasjúkrahús við Hringbraut.

Landspítalinn Háskólasjúkrahús við Hringbraut (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er að sjá að það sé nóg til af peningum í ríkiskassanum fyrst að menn sjá ekkert óeðlilegt við að rífa niður nýlegar sérhæfðar stórbyggingar!
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Farið yfir áætlanir um byggingu nýs sjúkrahúss |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)