21.11.2007 | 08:01
Greinilega enn mikil virkni á svæðinu - Kort + myndir
Ég man þá tíð að hafa oft slysast á traktornum ofan í sprungur sem lágu víða í gegnum túnin á Kílhrauni á Skeiðum. En Kílhraun er um 4 km frá þeim stað þar sem upptök síðasta stóra skjálftans varð vart árið 2000 (6,5 stig á Richter).
Hér má sjá sprungu sem myndaðist 17 júní árið 2000 þegar síðasti stóri Suðurlandsskjálftinn reið yfir.

Suðurlandsskjálftinn 17 júní árið 2000 (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Myndin er tekin rétt vestan við gamla hlaðna hraunrétt sem hægt er að aka niður að á leiðinni milli Skeiðavegamóta og nýju brúnna yfir Þjórsá og til samanburðar má sjá á þar næstu mynd ummerki eftir skjálftann sem reið yfir 88 árum áður.
Þessi mynd sýnir svelg sem myndaðist á söndunum sem eru ekki langt frá ósum Þjórsár. En þá opnast stór sprunga ofan í jörðinni og jarðvegurnn sem liggur ofan a sem er sandur í þessu tilfelli sígur svo ofan í sprunguna og djúp hola myndast og fyllist svo af grunnvatni af svæðinu.

Suðurlandsskjálftinn 17 júní árið 2000 (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
88 árum áður, þá myndaðist þessi sprunga um 100 m frá hinni sprungunni og var sá skjálfti um 7 stig á Richter

Suðurlandsskjálftinn 17 júní árið 2000 (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virkni á Suðurlandsundirlendinu eins og þessi mynd sýnir.

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virkni á Suðurlandsundirlendinu eins og þessi mynd sýnir.

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Jarðskjálftahrinan stendur enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.11.2007 | 21:28
Álfar og tröll eru óhress með Bitruvirkjun :)
Hver segir svo að Álfar og Tröll og önnur óvætti séu ekki enn til staðar á Íslandi :)
Að sjálfsögðu er til ofur einföld skýring á öllum þessum óróa.
Sá sem býr í iðrum jarðar er líklega eitthvað óhress þessa dagana og lætur því óspart í sér heyra vegna fyrirhugaðra áforma með Bitruvirkjun.
Spurning hvort þetta séu einhver öfl sem borgar sig að taka mark á?
Það er löngum þekkt að Vegagerðin og fleiri aðilar hafi orðið að lúta í minni pokann taka tillit til minni atburða en eru þarna á ferðinni :)
![]() |
Skjálftahrinan í rénun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.11.2007 | 08:21
Íslenskar Geitur - Myndir
Í upphafi landnáms fyrir rúmum 1000 árum síðan, þá fluttu landnámsmennirnir með sér fyrstu geiturnar til landsins.
Á bænum Háafelli í Hvítársíðu er geitabú. Á túni þar rétt hjá mátti sjá þessar íslensku geitur.

Íslenskar geitur frá bænum Háafelli (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ég rakst á þessa athyglisverðu grein eftir Birnu G. Konráðsdóttur á netinu á vefnum www.adborgum.is Þar má lesa margt fleira fræðandi efni:
http://www.adborgum.is/frettir/index_old.htm Þessi orð Birnu segja margt um íslensku geitina:
www.adborgum.is | 14. mars 2004 |
Ég átti á dögunum afar athyglisvert samtal við konu hér í Borgarfirðinum. Hún heitir Jóhanna, býr á Háafelli í Hvítársíðu og heldur geitur. Þau hjónin hafa verið að berjast fyrir því að geta sinnt þessu áhugamáli sínu og hafa af því eitthvert lifibrauð. Og núna hafa foreldrar tveggja veikra barna komist að því að geitamjólkin er það eina sem getur hjálpað þeim. Annað þessara barna er með hvítblæði og hitt er með meltingartruflanir. Árangurinn af geitamjólkinni hefur verið lyginni líkust og hafa foreldrarnir hringt með kökk í hálsi af gleði yfir þeim ótrúlega árangri sem þetta hefur skilað. Þetta er alveg ótrúlegt og í raun kraftaverk og frábært að til skuli vera einhver næring sem hjálpar þessum börnum og öðrum í sömu stöðu. En málið er að þessi búskapur nýtur engrar aðstoðar. Þau hjónin eru að reyna að bjarga íslenska geitarstofninum frá útrýmingarhættu og fá ekki mikla aðstoð til þess. Fram undir þetta hefur þetta verið mesta basl og fjárútlát og hefur kannski mest gengið á hugsjóninni einni saman en því miður virkar það ekki til lengdar, það kostar allt peninga í dag. ÉG vona sannarlega að hjólin fari að snúast og fleiri fái að vita af þessum frábæru eiginleikum geitamjólkur fyrir fyrirbura og kornabörn sem ekki geta notið móðurmjólkur. Þá yrðu margar flugur slegnar í einu höggi. Geiturnar myndu fá að lifa og til væri afurð sem myndi hjálpa mörgum veikum börnum.
Vonarkveðjur úr Borgarfirðinum
Birna
Íslenskar geitur eru litskrúðugar eins og önnur íslensk húsdýr

Litríkar geitur frá bænum Háafelli (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Íslensku geit úðar í sig nýslegnu grasinu.

Íslenskar geitur (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Geitahjörð slátrað í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.11.2007 | 09:07
ÞUNGFÆRT, SKAFRENNINGUR, HÁLKA, ÓFÆRT! - ÞAÐ ER HÆGT AÐ LEYSA MÁLIÐ
Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir Norðaustur- og Austurland Möðrudalsöræfin (Mývatn - Egilsstaðir), Álhringurinn (Egilsstaðir - Seyðisfjörður - Norðfjörður - Eskifjörður - Reyðafjörður)

Brautarkerfi, lest eða monorail kerfi fyrir Norðausturland, Möðrudalsöræfi og Álhringurinn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eins og sjá má þá er ekki verið að tala um neinar stórar vegalengdir. Möðrudalsöræfin Mývatn - Egilsstaðir 149 km, Álhringurinn Egilsstaðir - Seyðisfjörður - Norðfjörður - Eskifjörður - Reyðafjörður 112 km
Heildstæð og samræmd hugsun í uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðaustur- og Austurlandi. Með þessu móti væri hægt að stórbæta aðgengi ferðamanna að öllum helstu ferðamannastöðunum - ALLT ÁRIÐ.
Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Suðvesturhorn landsins hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/364368/
Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Norðurlandið hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367524/
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Verið að moka á heiðum á Norðaustur- og Austurlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
17.11.2007 | 18:04
STYRKJUM LANDSBYGGÐINA - EFLUM SAMGÖNGUKERFIÐ - LÉTTLESTARKERFI FYRIR NORÐURLANDIÐ!
... og eflum þar með samgöngur og ferðamennsku á Norðurlandinu.
Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir DEMANTSHRINGINN (Húsavík - Ásbyrgi - Dettifoss - Mývatn) og Tröllaskagann (Sauðárkrókur - Hofsós - Siglufjörður - Ólafsfjörður - Dalvík - Akureyrir).

Brautarkerfi, lest eða monorail kerfi fyrir Norðurland, Demantshringinn og Tröllaskagann (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það var haft samband við mig fyrir stuttu og ég beðin um að útfæra svipaða samgönguhugmynd fyrir Norðurlandið eins og ég hafði gert fyrir suðvestur horn landsins.
Eins og sjá má þá er ekki verið að tala um neinar stórar vegalengdir. Demantshringurinn 241 km, Akureyrir - Siglufjörður 73 km og svo Siglufjörður - Sauðárkrókur 90 km.
Svona lausn myndi efla stórlega atvinnu-, skóla-, heilbrigðis-, ferðamálmál fyrir Norðurlandið.
Heildstæð og samræmd hugsun í uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðurlandi. Með þessu móti væri hægt að stórbæta aðgengi ferðamanna að öllum helstu ferðamannastöðum á Norðurlandi - ALLT ÁRIÐ.
Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir suðvestur horn landsins hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/364368/
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Góð kjörsókn í Þingeyjarsýslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hönnun, þróun, góð hugmynd | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.11.2007 | 10:02
Haukur Snorrason ljósmyndari - Til hamingju
Hönnun og framsetning á hinum nýja vef er unnið af auglýsingastofunni Hvítahúsið fyrir Mjólkursamsöluna vegna 200 ára afmælis Jónasar.
Þarna má sjá hvað hægt er að gera með flottri og einfaldri framsetningu. En hér er landslagsmyndum og ljóðum blandað saman í eina fallega heild
Það sem vekur athygli er að starfsmönnum Hvítahússins hefur tekist að koma fyrir tæpum þúsund litlum ljósmyndum fyrir í einni andlitsmynd af Jónasi sjálfum!.
Með því að renna bendlinum yfir andlitið, þá stækkar smámynd sem bendilinn er yfir í stærri mynd og ljóð fyrir viðkomandi mynd birtist
Nóg er að smella á myndina til að komast inn á hinn nýja vef.

Skjáskot af vef um Jónas Hallgrímsson þar sem notast er við ljósmyndir frá Hauki Snorrasyni ljósmyndara (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þessi vefur fær hiklaust 5 stjörnur hjá mér.
Mér reiknast til að fjöldi smá-mynda sem andlit Jónasar er búið til úr sé eitthvað nálægt:
816 ljósmyndir á einni síðu!
Eða 17 smámyndir lárétt og eitthvað um 48 lóðrétt
48 x 17 = 816 ljósmyndir
Annars hef ég verið að aðstoða félaga minn Hauk aðeins í vefmálum. En til að byrja með fékk hann afnot af netfanginu www.photos.is en sjálfur er ég með www.photo.is og svo aðstoðaði ég hann við framsetningu og að koma myndasafninu hans inn í gagnagrunnskerfi sem geri alla leitun mun skilvirkari.
Vefurinn www.photos.is má skoða hér:

Skjáskot af vef Hauks Snorrasonar ljósmyndara (smellið á mynd til að fara inn á vefinn hans)
Á þessum vef má skoða yfir 20.000 ljósmyndir og auðvelt er að leita af myndum í vefnum hjá honum. Á vefnum má einnig finna mikið magn af gömlum myndum frá föður hans, Snorra Snorrasyni og fl.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Ljósmyndun | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2007 | 15:52
Það eru fleiri sem að gera mistök í flugi :)
Hér er linkur á nokkur óhöpp í svifdreka- og svifvængjaflugi:
http://www.photo.is/pic/0704flug.m4v
http://www.photo.is/pic/0704flug.WMV
Hér er svo annar linkur:
http://www.99express.com/galleries/plane_ooops/plane_ooops.htm
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Klessukeyrði nýja Airbus-þotu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flug | Breytt 8.4.2022 kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2007 | 08:35
Pólitík er hafin yfir lög! Eða það gilda engin lög þegar pólitík er annars vegar - Á ÍSLANDI?
Það er ótrúlega margt sem sumir virðast geta leyft sér í nafni þess að vera í pólitík á Íslandi.
Það er ekki eins og þeir sem sem eru á hinu háa Alþingi þurfi yfir höfuð að fylgja lögum og reglum samfélagsins. Þrátt fyrir er stór hluti þeirra sem þar starfa hámenntað löglært fólk!
Það er ekki að efa að þeir sem þar starfa í nafni Alþingis Íslendinga, landi og þjóð til heilla, séu hörku duglegir þegar svo ber við - Spurningin er bara fyrir hverja það er gert?
Kjaftagleði þingmanna er margrómuð og það þarf her af liði til að skráir niður allan þann vísdóm sem hrýtur af vörum þessara manna. Væri ekki nær að láta verkin tala meira og að þetta fólk sem þarna starfar væri meira í tengslum við sína umbjóðendur en ekki sett upp á einhvern háan stall
Á sama tíma er svo fólk að væla um aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Jafnvel mafían á Sikiley gæti verið ánægð með þá stöðu mála sem sumir starfandi þingmenn hafa inni á hinu háa Alþingi Íslendinga þar sem oftar en ekki er setið báðum megin við borðið við úthlutun á sameiginlegum auðæfum landsmanna til sinna flokksgæðinga.
Og svo einn góður í lokin en almannarómur hefur þetta um lögmenn að segja:
Hvenær ljúga lögmenn?
.... þegar þeir opna munninn!
Því hlýtur að vera mikið logið á Alþingi Íslendinga :|
En það er annars mikil gleðifrétt að Umboðsmaður Alþingis skuli vera farin að vinna vinnuna sína - vonandi þjóðinni til heilla!
![]() |
Alþingi vinni vinnuna sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.11.2007 | 07:04
Við skulum vona að stjórnmálin liggi betur fyrir Geira harða en skákistinn
Spurning að láta Geir tefla næst við páfann?
Er sami litur á reit A og B?

Hver myndi trúa því að það væri sami litur á reitunum A og B (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ef þið trúið því ekki, þá geti þið reynt að finna ykkur tól á netinu sem spottmælir lit á skjánum hjá ykkur eða opna þessa mynd í Photoshop og mæla reitina ;)

Reynið að telja svörtu punktana (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Eru línurnar samsíða? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Átta ára stúlka reyndist ofjarl forsætisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 07:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2007 | 07:19
109 daga sumarfrí má líka stytta!
Hér eru greinilega leifar af því þegar stór hluti þjóðarinnar stundaði landbúnað og flestir sem að voru á þingi voru bændur sem þurftu að komast frá til að sinna bústörfum.
Nú er því miður staðreyndin sú að flestir á þingi eru orðnir jakkafataklæddir lögmenn, stjórnmálafræðingar og hagfræðingar. Er því ekki komin tími á endurskoðun á þessu eins og öðru?
Hér situr bóndi á traktor sínum með múgavél í eftirdragi

Bóndi á utanverðu Snæfellsnesi að snúa heyi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þar sem nú er búið að stytta sumarfrí skólakrakka, hvað með sumarfrí þingmanna?
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. þetta með að fjölga starfsfólki er algjör óþarfi, fjöldi ríkisstofnanna þessu fólki til handar er þegar orðin nægur og svo er það annað að launagreiðslur til Íslenskra þingmanna eru víst orðnar með þeim hæstu í Evrópu og eru þá undanskilin eftirlaun og aðrar sporslur!
![]() |
Betra Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)