12.12.2007 | 08:22
KVÍABRYGGJA ER FLOTTUR STAÐUR
Undir fjallinu að norðan verðu, má sjá lúxus fangelsið Kvíabryggju sem er hannað fyrir þá sem stunda hvítflippaglæpi.
Þarna þurfti ónefndur stjórnmálamaður að gista óvart vegna tæknilegra mistaka sinna.
Hann var ekki lengi að beita pólitískum áhrifum sínum til að fá að stunda ríkisstyrkta listsköpun og ný lúxus rúm voru pöntuð snarlega á staðinn svo að það færi nú örugglega betur um kauða.

Kvíabryggja séð úr lofti með fjallið Kirkjufell í baksýn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Afplána á Kvíabryggju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.12.2007 | 20:23
Brýnt er að koma sem flestum lögnum í jörðu á viðkvæmum stöðum
Það er víða sem að maður er á ferð um ósnortna náttúru landsins að maður lendir í því að háspennulínur blasa fyrir augum þar sem síst skyldi.
Spurning um að bæta inn í svona hugmyndavinnu að reyna að samræma lagnir á vegum, vatnslögnum, raf- og háspennulögnum.
Það verður þó að viðurkennast að framkvæmdir við virkjanir og fleira á hálendi landsins hefur kallað á vegakerfi sem ísendingar og ferðamenn hafa fengið að njóta.
Hér má sjá sjá 2 háspennulínur sem liggja rétt við Háafoss sem er efst í Þjórsárdal.

Háspennulínur við Háafoss fyrir ofan Þjórsárdal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Línan vinstra megin er ný og var lögð á mettíma vegna stækkunar á Norðurál.
Nú hefur kostnaður við að leggja jarðstrengi lækkað mikið. Verð á lagningu á jarðstreng samanborið við loftlínur er frá því að vera lítið hærri upp í tífallt verð sem hlýtur þá að ráðast af því hvað háa spennu er verið að flytja og svo hvernig jarðvegurinn er.
Háafoss sem er efst í Þjórsárdal.

Háiafoss fyrir ofan Þjórsárdal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Vilja móta stefnu um raflínur í jörð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.12.2007 | 19:55
Nýtt nákvæmt kort að jarðskjálftum við Upptyppinga!
Svo er að sjá að óróinn á svæðinu færist stöðugt í aukana og ef tölugildin á vef Veðurstofunnar eru skoðuð nánar, þá má sjá að það grynnkar stöðugt á óróanum við Álftarnesdyngju.
Ég útbjó kort sem er í meiri gæðum en það sem Veðurstofan er að bjóða upp á á sínum vef og lagði þeirra gögn yfir kortið og fékk ég þá þetta kort hér:

Kort af svæði þar sem virknin er mest í kringum Upptyppinga (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þarna má sjá svæðið frá Kárahnjúkum að Öskju. Einnig er ég búinn að útbúa hæðargraf eða þversnið af svæðinu þar sem rauða línan er teiknuð inn á kortið. Það graf má sjá í athugasemdum sem koma með þessari færslu.
Samkvæmt kortinu, þá virðist mesta virknin vera aðeins til hliðar austan megin við Upptyppinga.
Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virknina á Vatnajökli eins og hún er núna

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar af Vatnajökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Ekkert lát á jarðskjálftum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jarðfræði | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
9.12.2007 | 16:35
Kort og myndir - Smá viðbót út af skjálftunum við Upptyppinga
Þórður spurði um myndir af svæðinu við Álftarnesdyngju, en því miður gat ég ekki fundið sjálft örnefnið af Álftadalsdyngju í mínum kortum. Í staðin fann ég dalinn sem hún er líklega kennd við.
Ég útbjó kort sem er í meiri gæðum en það sem Veðurstofan er að bjóða upp á á sínum vef og lagði þeirra gögn yfir kortið og fékk ég þá þetta kort hér:

Kort af svæði þar sem virknin er mest í kringum Upptyppinga (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þarna má sjá svæðið frá Kárahnjúkum að Öskju.
Samkvæmt kortinu, þá virðist mesta virknin vera aðeins til hliðar austan megin við Upptyppinga.
Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virknina á Vatnajökli eins og hún er núna

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar af Vatnajökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það hafa oft orðið flóð eða hlaup ekki langt frá þar sem óróinn er núna. Þessi brú liggur yfir Kreppu, en þar verða oft mikil flóð. Síðast þegar það gerðist, þá hvarf vegurinn á stórum kafla við brúnna.

Brúin yfir Kreppu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá flug yfir svæðið ef einhver getur áttað sig á þessum myndum. En flogið er frá Öskju í átt að Grágæsavötnum.

Flug yfir Jökulsá á Fjöllum, Kreppu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þessi mynd er tekin 2006 af gömlum Volvo herbíl sem var stopp úti á miðri sandauðninni nánast á svæðinu þar sem skjálftamiðjan er núna.
Hér var á ferð hópur af ungmennum sem voru að "stytta" sér leið frá suðurlandinu norður í land. Þau völdu bara Gæsavatnaleið sem er ekki talin sú þægilegasta.

6 hjóla Volvo bilaður (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Bílinn var vægast sagt frekar illa búinn til að takast á við svona erfiða ferð. Eldsneyti búið og ýmsi vandamál búinn að vera á leiðinni.
Hér má sjá Herðubreið og Herðubreiðartögl og Upptyppinga eða svæðið þar sem upptök skjálftana hafa verið.

Herðubreið og Herðubreiðartögl (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá brúnna yfir Jökulsá á Fjöllum og hvar líklegt svæði gæti verið þar sem eldgos gæti hafist

Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Jarðfræði | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.12.2007 | 13:17
Flott framtak hjá þingmönnum - Til hamingju :)
Þar sem að ég á erfitt með að leyna gleði minni við svona frétt, þá læt ég bloggið sem að ég skrifað hér fyrir stuttu birtast aftur.
Í uppsveitum Borgarfjarðar rakst ég á mikinn fjölda af Geitum og var ekki annað að sjá en að það lagðist vel í þá erlendu ferðamenn sem voru með í för að fá að virða þær fyrir sér.
Í upphafi landnáms fyrir rúmum 1000 árum síðan, þá fluttu landnámsmennirnir með sér fyrstu geiturnar til landsins.
Á bænum Háafelli í Hvítársíðu er geitabú. Á túni þar rétt hjá mátti sjá þessar íslensku geitur.

Íslenskar geitur frá bænum Háafelli (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ég rakst á þessa athyglisverðu grein eftir Birnu G. Konráðsdóttur á netinu á vefnum www.adborgum.is Þar má lesa margt fleira fræðandi efni:
http://www.adborgum.is/frettir/index_old.htm Þessi orð Birnu segja margt um íslensku geitina:
www.adborgum.is | 14. mars 2004 |
Ég átti á dögunum afar athyglisvert samtal við konu hér í Borgarfirðinum. Hún heitir Jóhanna, býr á Háafelli í Hvítársíðu og heldur geitur. Þau hjónin hafa verið að berjast fyrir því að geta sinnt þessu áhugamáli sínu og hafa af því eitthvert lifibrauð. Og núna hafa foreldrar tveggja veikra barna komist að því að geitamjólkin er það eina sem getur hjálpað þeim. Annað þessara barna er með hvítblæði og hitt er með meltingartruflanir. Árangurinn af geitamjólkinni hefur verið lyginni líkust og hafa foreldrarnir hringt með kökk í hálsi af gleði yfir þeim ótrúlega árangri sem þetta hefur skilað. Þetta er alveg ótrúlegt og í raun kraftaverk og frábært að til skuli vera einhver næring sem hjálpar þessum börnum og öðrum í sömu stöðu. En málið er að þessi búskapur nýtur engrar aðstoðar. Þau hjónin eru að reyna að bjarga íslenska geitarstofninum frá útrýmingarhættu og fá ekki mikla aðstoð til þess. Fram undir þetta hefur þetta verið mesta basl og fjárútlát og hefur kannski mest gengið á hugsjóninni einni saman en því miður virkar það ekki til lengdar, það kostar allt peninga í dag. ÉG vona sannarlega að hjólin fari að snúast og fleiri fái að vita af þessum frábæru eiginleikum geitamjólkur fyrir fyrirbura og kornabörn sem ekki geta notið móðurmjólkur. Þá yrðu margar flugur slegnar í einu höggi. Geiturnar myndu fá að lifa og til væri afurð sem myndi hjálpa mörgum veikum börnum.
Vonarkveðjur úr Borgarfirðinum
Birna
Íslenskar geitur eru litskrúðugar eins og önnur íslensk húsdýr

Litríkar geitur frá bænum Háafelli (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Íslensk geit úðar í sig nýslegnu grasinu.

Íslenskar geitur (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Vilja að ríkið aðstoði geitabændur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2007 | 10:45
HÖFNIN Í VOGUM Á VATNSLEYSUSTRÖND - MYNDIR
Spurning hvar þetta port er við höfnina sem brann?

Vogar á Vatnsleysuströnd (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Sveitarfélagið Vogar (áður Vatnsleysustrandarhreppur) er sveitarfélag á norðanverðum Reykjanesskaga. Flestir íbúar lifa af sjávarútvegi eða sækja vinnu annars staðar, t.d til Reykjavíkur eða Keflavíkur. Í hreppnum er þorpið Vogar, þar búa um 1.000 manns. Vogar hétu til forna Kvíguvogar og Vogastapi sunnan þorpsins hét Kvíguvogabjörg. Í Stakksfirði undan Vogastapa voru góð fiskimið, sem hétu Gullkistan.
Vogar á Vatnsleysuströnd

Vogar við Vatnsleysuströnd (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Vogar á Vatnsleysuströnd.

Vogar á Vatnsleysuströnd (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kort af Vogum á Vatnsleysuströnd

Kort af Vogar á Vatnsleysuströnd og nágreni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Grunur leikur á íkveikju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.12.2007 | 23:33
Hefur hlaup í Grímsvötnum áhrif eftir endilöngu rekbeltinu?
Það gæti verið fróðlegt rannsóknarefni hvort að hlaupið í Grímsvötnum getur haft svona stór hliðaráhrif að það skapi hreyfingar eftir endilöngu rekbeltinu.
Þetta er bara svona pæling eins og krakkarnir segja :)
Lesa má nánar samantekt um málið hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/385459/
og samanburðinn má sjá hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/386133/
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Skjálftavirkni við Upptyppinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2007 | 14:07
LEIKAR ÆSAST Í KRINGUM VATNAJÖKUL Í KJÖLFAR HLAUPS
Ef borið er saman upplýsingar af vef Veðurstofunnar um jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá að það er mikill órói víða í jöklinum og í kringum hann.
Nú er bara spurning um hvort að þessi aftöppun á Grímsvötnum séu nægjanleg til að koma af stað eldgosi og samkvæmt þessum kortum virðist það geta orðið víða.
Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virknina á Vatnajökli eins og hún er núna

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar af Vatnajökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virknina á Vatnajökli eins og hún er núna

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar af Vatnajökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Lesa má nánar samantekt um málið hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/385459/
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Skeiðarárhlaup í rénun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.12.2007 | 09:52
ER SAMBAND Á MILLI VELMEGUN OG LJÓSANOTKUN?
Kortið segir meira en mörg orð og á meðan Suður-Kórea er flóðlýst að kvöldi til, þá er slökkt á öllu landinu í Norður-Kóreu!

Orkunotkun í Norður- og Suður-Kóreu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Líkur eru á að yfirstéttin í Norður-Kóreu búi þar sem eina ljóstýran er :)
Samanborið við orkueyðslu Íslendinga, þá myndi landið okkar lýsa eins og 1000 watta ljósapera á svona mynd :)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Olía ógnar náttúruverndarsvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2007 | 15:07
ELDGOS Í GRÍMSVÖTNUM - MYNDIR
Þetta var að gerast um allt land í miklu mæli eftir að ísöld lauk fyrir um 10.000 árum síðan, en þá hafði þykk íshella hulið stóran hluta landsins.
Þegar ísaldarjökulinn hörfaði, þá má reikna með að landið hafi nánast logað stafnanna á milli vegna eldgosa. Á sama tíma lyftist eða reis landið upp og leitaði í nýtt jafnvægi þegar hinu þunga ísfargi var létt af yfirborði þess.
Leifar af svona fyrirbæri erum við núna að upplifa í Grímsvötnum. En árið 2004 þegar síðasta hlaup var í Skeiðará, þá hófst eldgos í Grímsvötnum rúmum sólahringi seinna! Svipað gerðist árin 1998, 1983, 1938, 1934, 1933, 1902 ... eða um 30 gos á síðustu 400 árum! Einnig átti sér stað gos 1996 í Gjálp með afdrifaríkum hætti og hvarf þá vegur og brúarmannvirki á stórum kafla á Skeiðarársandi.
Grímsvötn er stór megineldstöð og risastór 5 km² ísfyllta askja.
Mönnum reiknast til að þar undir leynist eitt öflugasta jarðhitasvæði á jörðinni, sem bræðir stöðugt ísinn og fyllir öskjuna smám saman með vatni sem endar svo í stórum jökulhlaupum með óreglulegum millibilum. En það þarf gríðarlega mikla orku til að bræða svona mikið magn af ís eins og á sér stað í Grímsvötnum.
Það var allt krökkt af flugvélum þegar síðast gaus í Grímsvötnum árið 1998. Eins og sjá má á myndinni, þá hefur gosaskan lagst yfir jökulinn til suðurs.

Eldgos við Grímsfjall í Grímsvötnum 1998 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Til eru heimildir um gríðarstór eldgos í Grímsvötnum sem sáust víða að.
Í Danmerkurlýsingu P. H. Resen mátti lesa:
"Árið 1684 hófst eldgos í Grímsvatnajökli, sem annars er þakinn eilífum snjó og það með þvílíkum ofsa og magni að eldurinn sást víðsvegar um land. Gosið stóð svo lengi að ennþá í miðjum janúar árið 1685 mátti sjá það. Á undan eldgosinu fór gífurlegt vatnsflóð úr þessu sama fjalli í fljótið Jökulsá."
Eldgosið í Gjálp 1996 hafði afdrifaríkar afleiðingar í för með sér. Kom þá stórt hamfarahlaup með meðalrennsli um 50.000 m3/sek. Hurfu þá vegir og brúarmannvirki á stórum köflum á Skeiðarársandi og framburður varð svo mikill af aur, ís og sandi að ströndin við Skeiðarársanda færðist fram um heila 800 metra!
Hér sést vel hversu víðfermt jökulhlaupið var árið 1996. En þessar myndir eru teknar í upphafi hlaups og áttu því skemmdirnar eftir að verða mun meiri þegar líða tók á hlaupið.

Jökulhlaup í Skeiðará á Skeiðarársandi árið 1996 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo önnur mynd tekin á svipuðum tíma.

Jökulhlaup í Skeiðará á Skeiðarársandi árið 1996 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En hamfaraflóð frá Grímsvötnum geta leitað bæði til suðurs og norður frá Vatnajökli og má sjá merki um slík flóð í Ásbyrgi sem er talið að hafi myndast í slíkum flóðum og er þá talið að meðalrennsli hafi farið upp í um 200.000 m3/sek!
Hér er hópur jeppamanna sem voru fyrstir til að aka yfir þar sem rennur úr Grímsvötnum eftir gosið 1996.

Hópur jeppamanna norðan við Grímsfjall eftir gosið í Gjálp 1996 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En víða á svæðinu mátti sjá stóra sigkatla eftir gosið, sem voru merki þess að mikil eldvirkni og bráðnun hefði átt sér stað þar langt undir.
Þó þessi brú þjóni ekki tilgangi sínum í augnablikinu, þá getur örugglega þurft á henni að halda ef óvænt hlaup byrjar að brjótast undan Vatnajökli. Eitt af vandamálunum er að það er stundum erfitt að gera sér grein fyrir því hvar næsta flóð verður.

Einmanna brú á Skeiðarársandi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þessi brú sem liggur yfir Skeiðará er líklega sú sem mæðir hvað mest á. Hún jafnframt lengsta brú landsins eða um 820 metrar.

Hér má sjá hringmynd af lengstu brú landsins sem er á Skeiðarársandi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Til að ferðamenn geti áttað sig á þeim eyðileggingarmætti sem svona flóð getur valdið, þá hefur verið komið upp smá sýnishorni rétt hjá Skaftafelli

Brúarbitar úr Skeiðarárbrú, skemmdir sem urðu vegna gosins í Gjálpa 1996 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virknina á Vatnajökli eins og hún er núna

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar af Vatnajökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá kort af Grímsvötnum og Grímsfjalli. Gula pílan sínir þá leið sem vatnið fer til suðurs. Þegar uppsöfnun á vatni er orðin nægjanleg, þá á einhverjum tímapunkti flýtur íshellan upp og vatnið ryðst fram og myndast þá jökulhlaup.

Kort af Vatnajökli, Grímsfjall og Grímsvötn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Skeiðarárhlaup að ná hámarki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jarðfræði | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)