25.5.2007 | 12:11
Hörku kerling!
Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins hefur virkað vel á mig í þeim störfum sem að hún hefur tekið sér fyrir hendur. Enda úr sveit :)
Kjartan
![]() |
Valgerður: Tilbúin að takast á við varaformannsembættið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2007 | 10:47
Myndir - Arngrímur einkaflugmaður :)
En þar kom Arngrímur "einkaflugmaður" hjá Atlanta fljúgandi inn á stærstu einkaflugvélinni inn á svæðið (747) :)
Í fylgd með honum var full vél af flugáhugamönnum frá Íslandi.
Hér stígur einn ferðalangurinn út úr "litlu" einkaflugvélinni hans Arngríkms (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á sínum tíma kom ég að því að útbúa risamynd fyrir Atlanta sem sjá má hér:

Tri Star flugvél Atlanta í lágflugi yfir Jökulsárlóninu/Breiðarmerkurlóninu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Myndin af jökulsárlóninu kom úr Íslandsbókinni sem að ég var ný búinn að gefa út á þeim tíma og svo lagði Baldur Sveinsson (http://www.verslo.is/baldur/) til ljósmynd af þotunni.
Gæðin voru slík á þessari risamynd að það var hægt að sjá brosandi andlit flugmananna í framsætinum Tri Star þotu Atlanta. En upprunaleg mynd af þotunni var tekin á Keflavíkurflugvelli með hjólin niðri og flapsa úti sem þurfti svo að fjarlæga. Myndin var notuð á nafnspjöld, póstkort og fl. í nokkur ár á eftir.
p.s. spurning hvort að reglur um lágflug sé virt þarna yfir Jökulsárlóninu/Breiðamerkurlóninu :)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Eimskipafélagið vill selja flugreksturinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.5.2007 | 09:14
Vestfirðirnir eru fallegir í vetrabúningi
Vestfirðirnir eru gott dæmi um slíkt. Ferðamenn halda sig að mestu við þjóðveg 1 og verður því þetta fallega svæði mikið útundan. Það er eins og að það sé slökkt á ákveðnum svæðum þegar sumarið er búið og oft tilviljunum háð að það sjáist ferðamenn á slíkum stöðum yfir vetrartímann. Ferðamennirnir eru þá að mestu í Reykjavík og í ákveðnum radíus frá Reykjavík. Eins og Bláa Lónið, Gullni hringurinn og eitthvað eftir suður ströndinni og aðeins inn í Borgarfjörð.
á Vestfjörðum er að finna stórkostlega ósnorna náttúru og ein af mínum fallegustu myndum var tekin þar að vetri til í nóvember 1996. En ég fékk far með þekktum flugkappa frá Ísafirði þegar ég var að vinna að gerð Íslandsbókarinnar og tók þá þessa mynd.

Hér má sjá mynd frá Súgandafirði og Önundarfirði ásamt fjallinu Gelti. Ef klikkað er á myndina þá má skoða myndir frá Rauðasandi að sumri til (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Myndin er tekin á milli veðrakerfa og var skotist vestur kvöldið áður á bíl við erfiðar aðstæður. En sól var yfir öllum Vestfjörðunum snemma næsta morguns og gráblikan er í suðri á leið yfir svæðið með nýju úrkomubelti.
Þessi mynd er samsett úr 4 myndum. Sú tækni var óþekkt á þeim tíma og slík samsetning á myndum kallaði á öflugustu tölvur, fullt af minni og stóra harða diska. Það yrði líklega hlegið af þeim tölvum í dag ef ég færi að nefna þær til samanburðar við það sem nú er hægt að fá - en dýrar voru þær og vinnsluminnið eitt og sér var nánast jafn dýrt og sjálf tölvan :|
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Alhvít jörð á Ströndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.5.2007 | 07:25
Myndir - Gljúfrasteinn
Gljúfrasteinn var heimili og vinnustaður Halldórs Laxness og fjölskyldu hans um hálfrar aldar skeið en nú opinn almenningi sem safn

Loftmynd af bænum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Halldór Laxness fæddist 23. apríl 1902 í Reykjavík.
Hann gaf út sína fyrstu skáldsögu árið 1919 og þar með var hafinn glæstur rithöfundarferill er stóð næstu áratugi. Halldór dvaldist langdvölum erlendis, en átti fast heimili að Gljúfrasteini í Mosfellssveit frá 1945.
Halldór Laxness fékk Bókmenntaverðlaun Nóbels 1955, en hlaut margar aðrar viðurkenningar og verðlaun. Eftir hann liggur mikill fjöldi skáldverka og rita af ýmsu tagi auk þýðinga.
Halldór Kiljan Laxness lést 8. febrúar 1998.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Segir Halldór Laxness hafa öfundað Hamsun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2007 | 07:15
Myndir - Hvar er Grýtubakkahreppur

Myndir teknar á hringflugi fisflugmanna um landið. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hringmynd af Eyjafirði úr lofti

Myndir teknar á hringflugi fisflugmanna um landið. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Einn bóndi eftir á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 15:06
Smábátar ofveiða ekki!

Hér má sjá ánægða veiðimenn að lokinni veiðiferð. Einnig má sjá myndir úr hvalaskoðun í sömu ferð. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Nýr smábátur til Flateyrar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 14:36
Myndir - Eimskip - Sundahöfn
Eimskip Hafnarfirði geymslusvæði

Loftmyndir af svæðinu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eimskip frystigeymsla Sundahöfn

Loftmyndir af svæðinu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eimskip gámaskip í höfn

Loftmyndir af svæðinu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eimskip Gámasvæði

Loftmyndir af svæðinu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Eimskip í Noregi tekur við nýju frystiskipi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 14:10
Myndir - Kaupþing banki - Höfuðstöðvar

Reykjavík úr lofti (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá framkvæmdir við Kaupþing banka komnar langt á veg

Þarna er gamla hús verkfræðistofunar horfið (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Skemmtibátur á siglingu fyrir utan Reykjavík í myndatöku með léttklæddar dömur uppi á dekki að sóla sig :)

Nýja stjórnsýslu- og fjármálahverfið í öllu sínu veldi og mynd af KB Banka fyrir breytingu. Einnig má sjá flottar bátamyndir á Viðeyjarsundi á flottum degi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Styrking krónunnar hefur ekki skilað sér út í verðlagið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 12:21
Myndir - Ýmsar flugmyndir af svæðinu
Flug við Urriðafoss á góðum degi - Urriðafoss í Þjórsá er vatnsmesti foss landsins og einn sá tignarlegasti. Fossinn er nokkrum km ofan Þjórsárvers og stutt sunnan Þjórsárbrúar

Þessi fallegi foss kemur til með að hverfa (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Flug frá Árnesi í Gnúpverjahrepp eftir að búið er að taka bensín :)

Ekkert er eins gaman og fljúga eins og fuglinn fljúgandi á góðum degi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Séð fram af Búrfelli í átt að Þjórsá - Íslandsmót í svifdrekaflugi 2005

Hér er í gangi Celtic Cup svifdrekamót (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Tilboði tekið í ráðgjafaþjónustu við undirbúning virkjana í Þjórsá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 00:11
Myndir af smá óhöppum í flugi :|
Hér er fræg vél DC-3 sem nauðlenti á Sólheimasandi

Flak af gamalli herflugvél (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér vorum við félagarnir austur á fjörðum þegar fisi hlekktist á í flugtaki - það var ekki annað að gera en að gera við vélin með dóti sem fannst í fjörunni og fljúga svo áfram. Þetta eru kostirnir við að vera á fisum - þau eru svo létt að það þarf mikið til að slasa sig á þeim. Svo er kosturinn að við gerum við þau sjálf :)

Hér hlekkist fisi á í smá holu við vegslóðann (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér lendir einn fyrir utan braut - er frekar óheppinn. En engin slys.
Ætli þurfi próf á þessi tæki? (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er nefhjól sem fer eftir að mótor stoppar - þá er bara að svífa niður á einhvern góðan stað :)

Það er nú ekki mikið verið að stressa sig þó svo að smá óhapp hafi komið upp á :) (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Hér magalendir ein sviffluga - það gleymdist víst að setja lendingarhjólið niður

Það þarf að fara vel yfir hlutina áður en lent er (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér klikkar einn í flugtaki - en allt fór vel að lokum og engin slys

Hann verður nú fljótur að laga þetta (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér fer proppur í jörðina í lendingu á Tungubökkum á listflugvélinni TF-CCP

Hér þurfti aðeins að plægja fyrir kartöflum í jörðina - svona í leiðinni :| (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það sem er sameiginlegt með öllum þessum myndum er að engin slys hlutust á fólki - aðeins smá eignatjón í flestum tilfellum. En vandamálið við flug er að það verður alltaf að forsíðufrétt sama hversu ómerkilegt það er.
og
fyrst að allt fór vel þá er hægt að skoða þennan erlenda link hér:
http://www.99express.com/galleries/plane_ooops/plane_ooops.htm
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. er bara með smá áhuga á flugi :|
![]() |
Hlekktist á í lendingu á Reykjavíkurflugvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)