23.5.2007 | 22:54
Myndir - Þeir byrja snemma þessir pjakkar :|

Einn á fullri ferð (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Lítil pjakkur á mótorhjóli - spurning hvenær hann fer að fljúga :)

Ætli þurfi próf á þessi tæki? (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Fjögurra ára ökumaður ók á tvo bíla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2007 | 22:40
Ótrúlegt afrek en þyrlur geta bilað :(
Þegar nokkrir félagar úr fisfélaginu tóku sig saman og flugu hringinn í kringum landið, þá hittum við á þyrlu varnaliðsins sem var að æfa á norð-austur landinu. Hér má sjá hópinn í hópmyndatöku með flugmönnum hersins.

Nú nýtur þeirra þjónustu því miður ekki lengur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þyrluflug við Reykjavíkurhöfn The Royal Danish Army Hvidbjörn

Hér má sjá þyrlu danska sjóhersins koma inn í lendingu í Reykjavíkurhöfn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Flugu umhverfis jörðina í þyrlu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 24.5.2007 kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.5.2007 | 22:03
Það er bannað að hafa kveikt á GSM í flugi :)
Hef aðeins stundað að taka myndir úr lofti og af flugvélum.
Hér má sjá myndir frá viðhaldsverkstæði Flugleiða úti á Keflavíkurflugvelli

Hér má sjá einn dýrasta varahlutinn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Flugleiðavél að lenda á Reykjavikurflugvelli

Hér má sjá Fokker koma inn í lendingu á Reykjavíkurflugvelli (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Verið að undirbúa listflug uppi á Sandskeið - Einnig kennsla í gangi á mótorsvifdreka - 2 fljúga sitt fyrsta sólóflug :)

Listflugvél dregin að eldsneytistanki (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Jónas úr Borgarfirði búinn að fljúga allan daginn. Frá Deildartunguhver, Uxahryggjaleið, Kaldadal, Þingvelli, Nesjavelli, Hveragerði, Selfoss, suðurströndina, Þrengslin og svo lent á Sandskeið þar sem hann tók sitt fyrsta sóló flug.

Hér er Jónas að vonum ánægður með sitt fyrsta sóló flug á mótorsvifdreka (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ánægður flugmaður ný lentur - MIKIÐ STRESSAÐUR :)

Hér er Örn Valdimarsson að vonum ánægður með sitt fyrsta sóló flug á mótorsvifdreka (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Finnair hyggst bjóða upp á sms-þjónustu í flugferðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 25.5.2007 kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.5.2007 | 11:34
Leiðsögumannastarfið getur verið erfitt á köflum
Leiðsögumannastarfið getur verið erfitt á köflum og mikið um að vera þegar hóparnir eru stórir.
Ísland er með stórbrotna náttúru og staðirnir endalausir þar sem hægt er að slasa sig á.
Því er það að æra óstöðugan að ætlast til þess að leiðsögumenn geti passað upp á allt og alla eða að fara að gera þá ábyrga fyrir allt og öllu. Slys og óhöpp eru alltaf að gerast þrátt fyrir reglugerðir, boð og bönn.
Oftast er um fullorðið fólk að ræða í þessum ferðum og það á ekki að þurfa að vera að vara fólk við eins og börn í tíma og ótíma, hvað má og hvað ekki.
Ísland er þekkt fyrir ósnortna náttúru og að það sé ekki allt vaðandi í skiltum sem eru að vara fólk við öllum sköpuðum hlutum.
Fólk er að koma hingað til að njóta óvissunnar og skoða orðabók í jarðfræði sem spannar frá núll til 20 milljón ár. Fáir staðir eru eins aðgengilegir í heiminum í dag þar sem hægt er að sjá jafn mikið á jafn litlu svæði.
Sem dæmi, þá var búið að setja upp skilti og banna að fara inn í íshellinn í Sólheimajökli um daginn. Ég átti þess kost að fara áður 2 ferðir inn í þennan merkilega íshelli og verð ég að segja að sú upplifun fyrir mig og mína gesti var einstök og ógleymanleg.
Fæstir fá aldrei að upplifa slíka sýn á annars sinni löngu ævi. Því er það stór spurning, á að banna fólki að fara og skoða þennan merkilega íshelli eða lofa fólki á eigin ábyrgð að gera það sem það sjálft vill. Stundum er það þannig að fólk er í 99% tilfellum að meta aðstæður rétt eins og í lífinu almennt.
Sæmilega skynsamt fólk er að stunda allskonar áhættu allt sitt líf, fjallaklifur, teygjustökk, köfun og svo má lengi telja - ekki er verið að banna það.
Margar ferðir hér á íslandi geta flokkast að vera frekar hættulegar, það er verið að vaða yfir ár, ganga hættulega stíga, riverrafting, 4x4 ferðir, vélsleðaferðir, fjórhjól, hestaferðir, gengið á jökul og svo er veðrið síbreytilegt... þannig mætti lengi telja.
Það er alltaf viss áhætta í því að ferðast - sama hvar það er.
Einn af stærri hópum sem hefur efni á að ferðast eru þeir sem eru komnir á eftirlaun og eru virkilega að njóta ævistarfsins. Þetta er oft það fólk sem kann að meta þær ferðir þar sem mest reynir á og er þakklátast fyrir að hafa náð að yfirstíga marga af þeim erfiðleikum sem slíkar ferðir bjóða upp á. Það er eins og það fái staðfestingu á eigin getu og ánægja því tvöföld.
Ég er búinn að fara með hópa af slíku fólki á marga af erfiðustu stöðum landsins og ALDREI lent í teljandi vandamálum. Enda oft fólk á ferð með langa reynslu af lífinu.
Þar má nefna ferðir í gegnum Surtshelli/Stefánshelli, gengið Fimmvörðuháls, farið á Kristínartinda, gengið á jökul og fleiri erfið svæði og þar voru ekki nein skilti sem vöruðu við grjóthruni eða öðrum hættum.
Einnig er þessum hópum eitthvað hættara vegna aldurs en þau vita það sjálf fullvel - fara bara aðeins hægara yfir.
Nóg í bili
Kjartan
Leiðsögumaður
p.s. sjá má myndaseríu sem að ég tók saman frá Reynisfjöru þar sem slysið átti sér stað hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/215911/
og svo myndir frá íshellinum í Sólheimajökli hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/205513/
![]() |
Brimaldan sogaði konuna á haf út og ógnaði samferðamönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2007 | 08:45
Hvalaskoðun myndir
Hér má sjá myndir úr nokkrum hvalaskoðunarferðum
Hvalaskoðun frá Reykjavík og frá Reykjanesinu er vinsæl - Hér er farin ferð með Hafsúlunni

Her er báturinn Hafsúlan komin alveg upp að einum hvalnum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hvalaskoðun og sjóstangaveiði frá Húsavík - Þar er safn um hvali

Hér má sjá hvalina koma alveg upp að bátunum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hvalaskoðun og sjóstangaveiði frá Dalvík

Bátur að sigla frá Dalvík á leið í Hvalaskoðun (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Nýverið rak Búrhval á þykkvabæjarfjöru, og uppgötvaðist hvalrekinn á jóladag.

Ferðamenn að skoða búrhvalinn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hvalreki í Þykkvabæjarfjöru.
Nýverið rak Búrhval á þykkvabæjarfjöru, og uppgötvaðist hvalrekinn á jóladag 2006. Hvalurinn er miðlungsstór u.þ.b. 12 metrar á lengd, og sennilega um 25 tonn á þyngd, en þeir geta orðið 20 metrar. og 50 tonn. Ekki er hægt að sjá hvað varð skepnunni að fjörtjóni. Búrhvalir halda að mestu til sunnar í höfum og eru ekki algengir hér um slóðir að vetri til, þeir voru afar eftirsóttir áður fyrr, einkum vegna olíu í höfðinu, sem getur numið allt að þriðjungi af lengd skepnunnar. Nú eru búrhvalir alfriðaðir, en voru veiddir m.a. hér við land allt til 1980.
Áður fyrr þótti hvalreki hinn mesti happafengur, einkum sóttust menn eftir olíunni til lýsingar, en einnig var kjötið og spikið nýtt. Þá voru beinin notuð til ýmissa nota svo sem í þaksperrur, einnig þekkja margir að hryggjaliðir voru til ýmissa nota svo sem í mjaltastóla.
En nú til dags er hvalreki sem þessi frekar til tjóns en hitt, þar sem kostnaðarsamt og erfitt getur reynst að fjarlægja rotnandi hræin úr fjörunum. Þó eru tennurnar eftirsóttar sem fyrr, og notaðar í ýmsa skartgripi og í hnífsskefti.
Að sögn heimamanna vantaði tennur og kjálka í hræið, og er sjálfsagt að benda á að allur reki tilheyrir landeiganda, og er að sjálfsögðu með öllu óheimilt að hirða tennur eða önnur verðmæti nema með leyfi landeigenda. Tennur í Búrhval eru u.þ.b. 40 talsins og getur því verið um verðmæti uppá nokkur hundruð þúsund krónur að ræða, en fyri hverja tönn má fá 1500 5000 krónur. Viti einhver um afdrif tannanna, er hinum sama bent á að láta landeigendur vita.
Að lokum má geta þess að Moby Dick var hvítur búrhvalur, en þessi er grár, og því er enn óvíst um örlög Moby Dicks, þess er stakk sér í djúpin með Ahab skipstjóra fastan í sér.
(texti er frá Berki Hrólfssyni leiðsögumanni sem var með mér í för þegar hvalurinn var myndaður)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Hnúfubakarnir á leið til sjávar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 24.5.2007 kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2007 | 11:11
Það vantar nákvæmari staðsetningu? Myndir :)

Loftmynd af svæðinu við Laugarvatn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Loftmynd af svæðinu við Laugarvatn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Loftmynd af svæðinu við Laugarvatn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En til hvers er fólk að fá sér hús á hjólum þegar því er nánast plantað þarna niður og ekki hreyft eftir það?
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Slasaðist er árbakki gaf sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 24.5.2007 kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2007 | 09:37
Myndir úr Reynisfjöru
Það sem er að heillar ferðamanninn mest er SVARTUR SANDURINN.
Það er sama hversu oft ég kem í Reynisfjöru, upplifunin er alltaf jafn mögnuð.
Þarna má sjá gríðarlega fallega tröppulaga stuðlabergsbyggingu, Reynisdranga, sönghellinn Hálsanefshellir, rúnnaða fallega (orku) steina, hátt bjargið, fuglalíf, öldurótið, Dyrhólaey og áhugaverða jarðfræði á svæðinu.
Allt þetta gerir það að fólk verður gjörsamlega dolfallið við að koma á þennan stórmerkilega stað.
Ef við byrjum á öldurótinu, þá má sjá á eftirfarandi myndum að það borgar sig að bera virðingu fyrir náttúrunni á þessu svæði.
Myndir sem sýna vel hversu langt öldurnar ná upp í Reynisfjöru en hér skellur stór Atlantshafsúthafsaldan óhindruð á langt upp á ströndina.

Hafaldan skellur á klettunum (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Ekki skal undra að sjósókn hefur verið gríðarlega erfið á allri suðurströndinni sem er um 500 km löng og enga höfn að finna nema til endanna og þá í Þorlákshöfn og Höfn á Hornafirði.
Strönd sem er ekkert nema sandur.
Þegar er flóð, þá getur hafaldan náð alveg að klettunum og hér má sjá fólk hlaupa fyrir klettinn frá sönghellinum Hálsanefshelli í aðfallinu og oft má litlu muna

Hér er hlaupið fyrir kletinn þegar aldan er á útsoginu (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
En eftirfarandi mynd sýnir vel hvað það getur verið hættulegt að leika sér í fjörunn

Fólk að hlaupa undan öldunni á suðurströd og oft má litlu muna (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Ég hef oft komið á þessar slóðir og má sjá safn af myndum hér og læt ég myndirnar tala sýnu máli eins og er er vanur :)

Spánverjar stilla sér upp til myndatöku á stuðlaberginu í Reynisfjöru (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Hér má sjá fjölskyldu sem að ég var með á ferð í Reynisfjöru og eru stuðlabergsklettarnir auðveldir til uppgöngu eins og sjá má:

Klifrað í stuðleberginu - tröppur frá náttúrunar hendi (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Við félagarnir í fisfélagi Reykjavíkur höfum oft flogið um þetta svæði og hér tek ég myndir úr mótordreka af svæðinu

Flogið eftir sandströndinni á góðum degi með Reynisdranga framundan (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Leiðsöguskólinn í útskriftarferð 2005 í Reynisfjöru

Gott er að baða tjáslurnar í köldum sjónum - en með varúð þó (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Danskur hópur á ferð í Reynisfjöru við sönghellirinn

Brosað framan í myndavélina (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Japönsk leiðsögukona á ferð í Reynisfjöru með hund - vaðið í góðu veðri

Þegar lítil alda er og gott veður, þá er í lagi að vaða smá - Hundur af næsta bæ er vanur að mæta á staðinn til að leika við gesti (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Í flottu veðri er gott að slappa aðeins af í Reynisfjöru og hitinn getur orðið mikill þegar sólin nær að hita sandinn upp

Gott að slappa af við lestur í Reynisfjöru (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Jarðfræðin er einstök á svæðinu og má sjá í þversnið á gosrás með stuðlaberg öðru megin og móbergi hinu megin. En fyrir stuttu féll gríðastórt stykki úr móbergshlutanum og má sjá myndir af því hér:

Það er greinilega margt fleirra sem ber að varast en sjórinn (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Hvali rekur oft upp á suðurströndina og oft má keyra fram á hóp af selum sem njóta veðurblíðunar:

Hér má sjá hversu öflug aldan getur verið en hér má sjá hval sem borist hefur um 100 metra inn á land (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Hér eru svo fallegar myndir teknar á tíma sem sýnir hvernig aldan leikur við rúnaða fjörusteinanna.
.jpg)
Rúnnaðir steinar í útsogi - magnaðar myndir (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Mótorsvifdreki á flugi eftir suðurströndinni með viðkomu á Bakkaflugvelli

Hér eru fleirri en fuglarnir að njóta góða veðursins sem getur verið á suðurströndinni (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Panaorama mynd af Reynisfjöru má skoða hér: http://www.photo.is/pan/pages/Reynisdrangar7w.html
Panaorama mynd af Reynisfjöru sé frá Dyrhólaey má skoða hér: http://www.photo.is/pan/pages/Reynisdrangarw.html
Bílamynd með Reynisdranga í baksýn má skoða hér: http://www.photo.is/books/4x4/pages/57-Vik_Myrdal%202.html
Reynisdrangar og Vík að kvöldlagi má skoða hér: http://www.photo.is/pan/pages/Vik2.html
360°mynd Reynisdrangar og Vík að kvöldlagi má skoða hér: http://www.photo.is/pan/pages/Vik3w.html
Farið á vaði út í Dyrhólaey og Reynisfjöru má skoða hér: http://www.photo.is/07/01/2/pages/kps01070103.html
Ferð til Víkur og niður í Reynisfjöru má skoða hér: http://www.photo.is/06/09/1/index_3.html
Ferð í Reynisfjöru með Siera Club, hundur á steini + ganga á Fimmvörðuháls má skoða hér: http://www.photo.is/06/06/4/index_26.html
Svört sandfjaran á suðurströnd heillar má skoða hér: http://www.photo.is/06/07/1/pages/kps07060225.html
Reynisdrangar ásamt ýmsum dröngum út um allt land hér: http://www.photo.is/skoli/drangur/index.html
Steinarnir eru magnaðir í Reynisfjöru og margir sem taka þá með sér sem minjagripi enda rúnnaðir og fallegir hér: http://www.photo.is/skoli/ferd/pages/kps05041051.html
Aldan getur verið stór þó svo að það líti út fyrir að það sé sól og blíða hér: http://www.photo.is/07/01/2/pages/kps01070080.html
Margan bátinn hefur rekið upp á suðurströndina og hér má sjá flak sem er 2-300 metra inni á sandinum hér: http://www.photo.is/05/sam/pages/kps09050049.html
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Kona sem hvarf í sjó í Reynisfjöru fannst látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.5.2007 kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.5.2007 | 18:47
Hér má skoða myndir af hellinum
Kjartan
http://www.photo.is/07/04/3/index.html
http://www.photo.is/07/04/3/index_3.html
eða fara á forsíðuna ... :)
![]() |
Varað við hruni úr íshelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.5.2007 | 14:48
Tíminn er naumur - hér er hugmynd :)
Datt mér þá í huga að sniðugt væri að skreyta aðeins útlitið á veggnum sem verið var að reisa í kringum svæðið.
Hugmyndin hélt áfram að þróast og því ekki að byggja flott glerhús með baklýsingu sem væri einstakt í veröldinni upp á nokkrar hæðir og þekja útveggi 100% með slíkum myndum. En svona hús baklýst að kvöldi myndi eflaust vekja mikla athygli á dimmum vetrarmánuðum
Í dag eru til gluggafilmur sem sést vel út um og því óþarfi að hafa sýnilega glugga á slíku húsi.
Til að byrja með, þá þyrfti að hreinsa allt í burtu og flytja upp í Árbæjarsafn og endurbyggja.
Svo væri möguleiki á að byggja hús á 1 hæð og þá með opnu útisvæði ofan á toppnum með kaffihúsaaðstöðu m.m.

Hús á einni hæð og þá með möguleika á kaffiaðstöðu og jafnvel sviði til hljómleikahalds fyrir miðbæinn
Stór mynd má skoða hér
eða
byggja hús 2 hæðum

Hús á tveimur hæðum og þá með möguleika á kaffiaðstöðu og jafnvel sviði til hljómleikahalds fyrir miðbæinn
Stóra mynd má skoða hér
Húsið yrði klætt með baklýstum 360° ljósmyndum úr íslensku landslagi. Sem myndi að sjálfsögðu lýsa fallega upp skammdegið og vekja mikla athygli.
Starfsemi: Alhliða upplýsingar fyrir ferðamenn, kaffihús, samkomuaðstaða og bókunarmiðstöð.
Í Húsinu yrðu nokkur herbergi með 360°hringmyndum sem yrði líka baklýst og væri þá t.d. hægt að labba inn í mismunandi rými með mismunandi þema. T.d. Íshellir, hraunhellir, jökulsárlón, eldgos, hverasvæði, foss eða önnur flott svæði á íslandi.
Svo mætti fá upplýsingar á tölvuskjáum eða hlusta á hljóðupplýsingar á mismunandi tungumálum.
Þetta hús er það sérstakt að eftir því yrði tekið - enda annað eins ekki sést áður
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. Þar sem reikna má með að um 3-500 þús. ferðamenn muni eiga leið um miðbæinn í sumar, þá er mikilvægt að ásýnd miðbæjarins sé smekkleg og ekki verra ef það er eitthvað fallegt sem gleður augað. En fljótlegt er að klæða núverandi svæði af með slíkri mynd.
Hægt er að skoða útfærslu á baklýstri risamynd 16m x 2.35m í nýja sýningarsalnum í Bílabúð Benna hér (3 myndir)

Skaftafell - Vatnajökull
![]() |
Eyðing er upphaf" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 24.5.2007 kl. 07:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2007 | 12:32
Hætta á hruni úr íshelli í Sólheimajökli

http://www.photo.is/07/04/3/index.html
og seinni skiptið hér:

http://www.photo.is/07/04/3/index_3.html
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Varað við hættu á hruni úr íshelli í Sólheimajökli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)