Leiðsögumannastarfið getur verið erfitt á köflum

Leiðsögumannastarfið getur verið erfitt á köflum og mikið um að vera þegar hóparnir eru stórir.

Ísland er með stórbrotna náttúru og staðirnir endalausir þar sem hægt er að slasa sig á.

Því er það að æra óstöðugan að ætlast til þess að leiðsögumenn geti passað upp á allt og alla eða að fara að gera þá ábyrga fyrir allt og öllu. Slys og óhöpp eru alltaf að gerast þrátt fyrir reglugerðir, boð og bönn.

Oftast er um fullorðið fólk að ræða í þessum ferðum og það á ekki að þurfa að vera að vara fólk við eins og börn í tíma og ótíma, hvað má og hvað ekki.

Ísland er þekkt fyrir ósnortna náttúru og að það sé ekki allt vaðandi í skiltum sem eru að vara fólk við öllum sköpuðum hlutum.

Fólk er að koma hingað til að njóta óvissunnar og skoða orðabók í jarðfræði sem spannar frá núll til 20 milljón ár. Fáir staðir eru eins aðgengilegir í heiminum í dag þar sem hægt er að sjá jafn mikið á jafn litlu svæði.

Sem dæmi, þá var búið að setja upp skilti og banna að fara inn í íshellinn í Sólheimajökli um daginn. Ég átti þess kost að fara áður 2 ferðir inn í þennan merkilega íshelli og verð ég að segja að sú upplifun fyrir mig og mína gesti var einstök og ógleymanleg.

Fæstir fá aldrei að upplifa slíka sýn á annars sinni löngu ævi. Því er það stór spurning, á að banna fólki að fara og skoða þennan merkilega íshelli eða lofa fólki á eigin ábyrgð að gera það sem það sjálft vill. Stundum er það þannig að fólk er í 99% tilfellum að meta aðstæður rétt eins og í lífinu almennt.

Sæmilega skynsamt fólk er að stunda allskonar áhættu allt sitt líf, fjallaklifur, teygjustökk, köfun og svo má lengi telja - ekki er verið að banna það.

Margar ferðir hér á íslandi geta flokkast að vera frekar hættulegar, það er verið að vaða yfir ár, ganga hættulega stíga, riverrafting, 4x4 ferðir, vélsleðaferðir, fjórhjól, hestaferðir, gengið á jökul og svo er veðrið síbreytilegt... þannig mætti lengi telja.

Það er alltaf viss áhætta í því að ferðast - sama hvar það er.

Einn af stærri hópum sem hefur efni á að ferðast eru þeir sem eru komnir á eftirlaun og eru virkilega að njóta ævistarfsins. Þetta er oft það fólk sem kann að meta þær ferðir þar sem mest reynir á og er þakklátast fyrir að hafa náð að yfirstíga marga af þeim erfiðleikum sem slíkar ferðir bjóða upp á. Það er eins og það fái staðfestingu á eigin getu og ánægja því tvöföld.

Ég er búinn að fara með hópa af slíku fólki á marga af erfiðustu stöðum landsins og ALDREI lent í teljandi vandamálum. Enda oft fólk á ferð með langa reynslu af lífinu.

Þar má nefna ferðir í gegnum Surtshelli/Stefánshelli, gengið Fimmvörðuháls, farið á Kristínartinda, gengið á jökul og fleiri erfið svæði og þar voru ekki nein skilti sem vöruðu við grjóthruni eða öðrum hættum.

Einnig er þessum hópum eitthvað hættara vegna aldurs en þau vita það sjálf fullvel - fara bara aðeins hægara yfir.

Nóg í bili

Kjartan
Leiðsögumaður

p.s. sjá má myndaseríu sem að ég tók saman frá Reynisfjöru þar sem slysið átti sér stað hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/215911/

og svo myndir frá íshellinum í Sólheimajökli hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/205513/


mbl.is Brimaldan sogaði konuna á haf út og ógnaði samferðamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband