Myndir - Arngrímur einkaflugmaður :)

Hér má skoða myndir sem farin var á stærstu flugsýningu í Oshkos í USA.

En þar kom Arngrímur "einkaflugmaður" hjá Atlanta fljúgandi inn á stærstu einkaflugvélinni inn á svæðið (747) :)

Í fylgd með honum var full vél af flugáhugamönnum frá Íslandi.


Hér stígur einn ferðalangurinn út úr "litlu" einkaflugvélinni hans Arngríkms (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á sínum tíma kom ég að því að útbúa risamynd fyrir Atlanta sem sjá má hér:


Tri Star flugvél Atlanta í lágflugi yfir Jökulsárlóninu/Breiðarmerkurlóninu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Myndin af jökulsárlóninu kom úr Íslandsbókinni sem að ég var ný búinn að gefa út á þeim tíma og svo lagði Baldur Sveinsson (http://www.verslo.is/baldur/) til ljósmynd af þotunni.

Gæðin voru slík á þessari risamynd að það var hægt að sjá brosandi andlit flugmananna í framsætinum Tri Star þotu Atlanta. En upprunaleg mynd af þotunni var tekin á Keflavíkurflugvelli með hjólin niðri og flapsa úti sem þurfti svo að fjarlæga. Myndin var notuð á nafnspjöld, póstkort og fl. í nokkur ár á eftir.

p.s. spurning hvort að reglur um lágflug sé virt þarna yfir Jökulsárlóninu/Breiðamerkurlóninu :)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Eimskipafélagið vill selja flugreksturinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta er glæsilegt, takk fyrir.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.5.2007 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband