Myndir af smá óhöppum í flugi :|

Hér er stutt samantekt á óhöppum af vélum sem hafa lent í smáóhappi í lendingum eða með öðrum hætti.

Hér er fræg vél DC-3 sem nauðlenti á Sólheimasandi


Flak af gamalli herflugvél (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér vorum við félagarnir austur á fjörðum þegar fisi hlekktist á í flugtaki - það var ekki annað að gera en að gera við vélin með dóti sem fannst í fjörunni og fljúga svo áfram. Þetta eru kostirnir við að vera á fisum - þau eru svo létt að það þarf mikið til að slasa sig á þeim. Svo er kosturinn að við gerum við þau sjálf :)

Hér hlekkist fisi á í smá holu við vegslóðann (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér lendir einn fyrir utan braut - er frekar óheppinn. En engin slys.

Ætli þurfi próf á þessi tæki? (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er nefhjól sem fer eftir að mótor stoppar - þá er bara að svífa niður á einhvern góðan stað :)

Það er nú ekki mikið verið að stressa sig þó svo að smá óhapp hafi komið upp á :) (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)


Hér magalendir ein sviffluga - það gleymdist víst að setja lendingarhjólið niður

Það þarf að fara vel yfir hlutina áður en lent er (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér klikkar einn í flugtaki - en allt fór vel að lokum og engin slys

Hann verður nú fljótur að laga þetta (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér fer proppur í jörðina í lendingu á Tungubökkum á listflugvélinni TF-CCP

Hér þurfti aðeins að plægja fyrir kartöflum í jörðina - svona í leiðinni :| (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það sem er sameiginlegt með öllum þessum myndum er að engin slys hlutust á fólki - aðeins smá eignatjón í flestum tilfellum. En vandamálið við flug er að það verður alltaf að forsíðufrétt sama hversu ómerkilegt það er.

og

fyrst að allt fór vel þá er hægt að skoða þennan erlenda link hér:

http://www.99express.com/galleries/plane_ooops/plane_ooops.htm


Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. er bara með smá áhuga á flugi :|
mbl.is Hlekktist á í lendingu á Reykjavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Hæ, bóndi minn sá óhappið þegar það gerðist, hann var að keyra leið 12 þegar hann sá vélina koma inn og hún virtist vera í vandræðum, það var greinilega eitthvað bilað. En gott að ekki fór verr en þetta.

Birna M, 24.5.2007 kl. 00:35

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það eiga sér stað óhöpp í flugi eins og í bílaumferðinni. Þó í margfallt minna mæli. Að ferðast með flugi er einn öruggasti ferðamáti sem þekkist. Því léttari sem flygildin eru því hægfleigari verða þau og um leið minni hætta á tjóni. Þó svo að það komi upp bilanir, þá ná vélar að fljúga töluvert. En þær hafa vængi og geta svifið langt. Svifflugur hafa svifgetu allt að 1:60 sem þýðir að ef hún er í 1000 metra hæð, þá getur hún svifið 60.000 metra eða 60 Km! Það þýðir: góð hæð = meira öryggi og meiri tími til að finna góðan lendingastað.

Kjartan

Kjartan Pétur Sigurðsson, 24.5.2007 kl. 06:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband