24.1.2009 | 07:52
KÍNAFERÐ - Shanghai - Jarðaför - 3
Dagur - 3 / Day - 3
Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína
Eftir að hafa sofið í fyrsta skiptið eins og steinn, þá vaknaði ég við að pabbi og stjúpmóðir Heng voru að lauma sér út til að kaupa í morgunmatinn. En þau komu með flugi deginum áður frá borg sem heitir Harbin. Á meðan skaust ég í sturtu og föt.
Heng byrjaði á að útbúa heitt vatn með hunangi og einhverju sem líktist rauðum rúsínum.
Skömmu síðar koma hjónakornin til baka af markaðinum með ilmandi morgunmat og byrja er að bera á borð hverja kræsinguna á fætur annari fyrir okkur unga fólkið.

Við fengum m.a. að smakka safaríkar þykkar pönnukökur, heimagerða sojamjólk, stóra pylsu og fl. góðmeti. Best of Shanghai is "Breakfast in Shanghai". Our first "REAL" breakfas! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Næsti klukkutíminn fór síðan í að útbúa enn meiri morgunmat handa okkur sem var margrétta og hreint ótrúlegur svo ekki sé meira sagt. Pabbi Heng spændi sojahnetur niður og útbjó ekta heimatilbúinn heitan sojadrykk.

Hér er karlinn að steykja fisk á pönnu og mátti sjá að eldamennska var hans fag. Cooking fish on pan in Shanghai, probably not the Top Ten Traditional Chinese Breakfast! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Síðan borðuðum við 2 gerðir af heitum flatkökum með ýmsu góðmeti og súkkulaðifylltar deigbollur með valíum korni (æði).

... og smökkuðust þær alveg einstaklega vel. My favorite! Sweet and soft, very delicious. Cake with cashew nut (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Mikið er um grænmeti og hitað spínat var borðað sem meðlæti með þessari veislumáltíð

Ný steikt ilmandi spínat á pönnu. Lot of green things! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér fáum við 2 gerðir af reyktum pylsum frá svæði sem heitir Harbin sem er í norður Kína við landamæri Rússlands (20 - 40°C frost núna og var áður Rússnesk borg).

En pabbi Heng býr þar ásamt spúsu sinni og komu þau þaðan með flugi þaðan dagin áður. Smoked Chinese sausage from Harbin in north close to russian border. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Svona bollur með mismunandi fyllingu eru mjög vinsælar.

Bollurnar geta verið með grænmeti, kjöti og eins og í þessu tilfelli þá fékk ég eina bollu með baunakremi sem bragðaðist eins og súkkulaði. Delicious cake or ball with mixed food inside. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Til að kóróna veisluna, þá fengum við smjörsteiktar rækjur í garliksósu í eftirrétt (við erum enn að tala um morgunmatinn)!

Það var ekki eins og ég væri að springa eftir þessa máltíð, heldur voru hér margir smáréttir, hver öðrum betri. Shrimps á la Shanghai in garlic souce. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á meðan við Heng boðuðum morgunmatinn, þá var pabbi Heng að elda mat fyrir fyrrum eiginkonu (mömmu Heng) með aðstoð frá nýju konunni! En hún dó fyrir rúmum 6 árum síðan úr krabbameini rétt rúmlega fimmtug!

Hvernig má það vera að þau skuli vera að elda mat fyrir konu sem nú er látin mörgum árum áður? Cooking for a funeral or person that pass 5 years ago! How can that be? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Jú það er víst siður í Kína að brenna hina látnu og þeim síðan komið fyrir í litlum kistli. En hin eiginlega jarðaför átti að fara fram í dag í kirkjugarði ca. kl.st. fjarlægð frá Shanghai 5-6 árum seinna og var maturinn hugsaður sem virðing við hina látnu og reynt að gera henni allt til geðs eins og hún hefði sjálf viljað hafa hlutina ef hún væri lifandi enn í dag.
Svona til að setja puntinn yfir allt, þá borða kínverjar mikið af ávöxtum og ekki er óalgengt að fá epli, kíví, peru eða annan ávöxt til að enda máltíðinna.

Hér er verið að skera utan af epli. All good breakfast, lunch or dinner in Shanghai is ended with some kind of a fruit. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Að loknum morgunmati gerði hópurinn sig klára fyrir jarðaförina og var haldið af stað með forlátan kistil og mikið magn af nýelduðum mat, grænmeti og ávöxtum.
Ég var látin kaupa blóm og síðan var farið í sérstaka búð til að kaupa "peninga" og alvöru kínverja eða sprengjubelti eins og krakkarnir myndu vilja kalla það (3 m langt með 1000 kínverjum!). Síðan var lagt að stað í lítilli rútu með hópinn ásamt dyggum fjölskyldumeðlimum sem dreif að úr öllum áttum. Að endingu þurfti að fara á 2 bílum.

Hér situr Heng með kistilinn sem inniheldur jarðneskar leifar móður sinnar asamt blómaskreytingum, mat og öðrum veigum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það tók töluverða stund að komast út úr þröngri götunni með tilheyrandi handapati frá fjölda manns þar sem bílar þurftu að tvístrast í allar áttir til að þessi litla rúta kæmist út. Heng hafði á orð að þessi bílstjóri væri ekki OK, að vísu var það alveg rétt hjá henni en hann skilaði þó sínu eftir mikinn glæfraakstur báðar leiðir. Hann tók fram úr báðu megin og lá á flautunni stanslaust allan tímann á meðan hann reifst við einn farþegann sem vildi ólmur fá að skipta sér að akstrinum líka.
Þegar komið var í kirkjugarðinn, þá var þar algjört umferðaröngþveiti og mátti víða heyra sprengingar og læti óma úr öllum áttum. En þessi dagur var fyrsti vetradagur og þá fara allir í kirkjugarðinn (ath. garður án kirkju, en það eru fáar kirkjur í Kína, flestir trúlausir eða Búddatrúa!).
Því miður harðbannaði Heng mér að taka myndir af athöfninni sem var hreint ótrúlegt myndefni og sannkallað augnakonfekt sem þarf mörg orð til að lýsa. En í fáum orðum, þá eru þúsundi legsteina svo langt sem augað eygir og fyrir framan hvern legstein var rammi eða hola með 1,2 eða 3 hólfum 15 x 35 cm og 20 cm djúpt. Á legsteininum er mynd af viðkomandi og pláss tekið frá fyrir eiginkonu eða eiginmann. Kistlinum með ösku móður Hengs var komið fyrir í einu af hólfinu. En á undan var kveikt í einhverju gulum þykkum blöðum ofan í holunni til að hita hana upp. Síðan er hent í holuna ýmsum smápeningum og gervipeningum og svo kemur starfsmaður og steypti lokið fast efir að jarðneskar leifar og kistilinn er kominn á sinn stað. Næst er "lagt á borð" fyrir hina látnu og þar er sett upp stórt og mikið veisluborð af mat sem er raðað ofan á gröfina og þar má finna ýmsa ávexti, fiskmeti, kjötmeti. Síðan er veislan skreytt með miklu blómahafi frá viðstöddum. Því næst er komið með stórt ílát sem fyllt er með enn meiri peningum sem eru eins og litlir bátar í laginu og eru þeir gull- eða silfurhúðaðir. En þetta var gamall gjaldmiðill sem Kínverjar notuðu fyrir ca. 1300 árum síðan.
Hér má sjá sýnishorn af umræddum peningum
Síðan var kveikt í öllu og á meðan eldurinn logaði þá komu nánustu með hvern sinn pokann og settu á eldinn og þannig brann mikið magn af "gömlum" peningum til heiðurs hinni látnu. Að lokum var sprengibeltinu komið fyrir með 1000 Kínverjum og kveikt í og sprakk það síðan með miklum látum og mikinn reyk lagði yfir svæðið.
Eftir að allir voru búnir að signa sig 3svar sinnum yfir gröfina og hver um sig búinn að stinga 3um reykelsum í vax (þarf að vera oddatala 1,3,5,...) að þá hélt hersingin áfram að annarri gröf. Eftir mikið labb, þá var komið að gröf afa og ömmu Heng og fékk sú gröf svipaða meðferð með mat og reykelsi nema einn kveikti í sígarettu og lagði á gröfina, allt átti að vera eins og það var hjá viðkomandi aðila sem verið var að votta virðingu sína.
Hér laumaðist ég til að taka mynd af einum legsteini við eina gröfina _ Legsteinn við Kínverska gröf.

Graveyard in Shanghai (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eftir þessa upplifun, var ekið til baka með enn meira offorsi en áður og var ótrúlegt að sjá keyrslulagið þar sem verið er að fara yfir á rauðu ljósi ásamt því að sveigja fram hjá bílum, fólki, mótor- og reiðhjólum af mikilli nákvæmni.
Stefnan var sett á veitingastað og beið þar 20-30 rétta stórveisla og ekkert til sparað.

Hópurinn fékk m.a. froska, ýmsar kjöttegundir eins og lamb, sviðalappir, fuglafit (hænu), nokkrar fisktegundir, kolkrabbi, 3-4 tegundir af súpum og endaði veislan síðan á hárkrabba þar sem ALLT var borðað og virtist það vera hápunktur veislunnar hjá flestum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Að lokum hélt hersingin heim til Heng þar sem útdeilt var gjöfum á alla m.a. frá Danmörku.
Það leið ekki langur tími þar til byrjað var að tala AFTUR um mat og voru gömlu hjónin komin í nýja eldamennsku áður en maður náði að snúa sér við! Núna fengum við þessa dýrindis súpu með grænmeti, pylsum, hrísgrjónum (sem þeir borða víst lítið af) ... og var hún meira borðuð fyrir kurteisi sakir hjá mér enda lítið pláss eftir fyrir meiri mat!
Puff ... núna er ég að borða risajarðaber og kíví með tannstönglum sem er búið að skera niður í stóra bita. Ég man hreinlega ekki eftir að hafa borðað annað eins á svona stuttum tíma áður! Annað hvort þarf maður að leggjast hressilega á meltuna eða þá að þetta er svo þung fæða að maður er búinn að vera hálfsofandi síðan við komum hingað út, líkaminn hefur ekki undan að vinna úr þessu öllu saman.

Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2009 | 08:10
KÍNAFERÐ - Shanghai - Matur - Ferðamáti - Kvöldmyndir
Ferð til Shanghai í Kína dagana 18. des. til 6. janúar 2009.
Dagur - 2 / Day - 2
Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína
Næsta dag fórum við út í hliðargötu sem er hér rétt hjá til að kaupa okkur morgunmat.
Hér er verið að elda litlar bollur á pönnu. Þessi matur er mjög vinsæll í Kína.

Það er mjög mismunandi hvað er inni í bollunum. Hjá þessum aðila keyptum við t.d. kringlóttar bollur sem voru fylltar með grænmetissúpu og þurfti að bíta varlega þegar þær voru borðaðar. Street Food in Shanghai: Do you want fried dumplings or Shanghai Soup Dumplings. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það iðaði allt af mannlífi allt frá lögregluþjónum yfir í hrörlega betlara sem voru að heimta pening. Ég hef haft það fyrir venju að forðast að gefa, því ef þeir sjá að ef ég gef einum, þá koma allir hinir líka. Ég tók slatta af myndum af fólki sem var að elda á fullu á meðan Heng var að hlaupa á milli og kaupa nýeldaðan morgunmat fyrir okkur. Við fengum okkur fylltar bollur beint af pönnunni sem þurfti að bíta varlega í svo að innihaldið spýttist ekki út um allt. Einnig keypti hún bollur sem voru með mismunandi fyllingu. Þessu var svo skolað niður með sojamjólk og tófó drykk (tófó = sojakögglar svipað og ostur og notast mikið í matagerð).
Einnig fórum við inn í ávaxtamarkað sem var rétt hjá og nóg var úrvalið

Perur, appelsínur, epli, bananar og ávextir sem að ég hef aldrei séð. Fruit market in Shanghai (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það var sama hvert litið var, fólk var að selja út um allt á öllum götuhornum. Reiðhjól eru mikið notuð

Eins og sjá má, þá er allt flutt sem hægt er að flytja á reiðhjólum. Flower seller in Shanghai (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Seinna um daginn fórum við með leigubíl (ódýrt og mikið notað) í fjölskylduboð og þar tók á móti okkur hlaðborð af mat. Þar fengum við m.a. smokkfiskur (cutler fish).

Í Shanghai eru 45.000 leigubílar og eru ódýr og mikið notaður ferðamáti. Að auki er öflugt lestarkerfi og mikið af léttum farartækjum. Blómasali í Shanghai. Shanghai has approximately 45000 taxis operated by over 150 taxi companies. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þar sem að mig vantaði rúm til að sofa á, þá var farið í verslunarleiðangur í búð sem sérhæfði sig í rúmum.

Búðin var svipuð af stærð og Kringlan, nema hún var upp á 4-5 hæðir. Fyrir utan búðina var þessi litli Hummer jeppi. Shanghai Sleeping bed shopping Mall (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Um kvöldið buðum við Heng í 20 rétta máltíð útvöldum úr fjölskyldu Heng. Sest var við risastórt hringborð og var hægt að snúa miðjunni þar sem matnum var raðað á og þannig gátu allir náð í það sem hvern og einn langaði í með því einu að snúa borðinu (mjög algengt í Kína).

Þarna voru borðaðir froskar, hænuhausar, eitthvert afbrigð af krossfisk eða kolkrabba, þari af ýmsum gerðum (mikið borðað) og grænmeti sem að ég kann ekki að nefna og eins og vanalega, þá borðaði ég ALLT. Sharing the Meal revolves aroung a Chinese round table. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á kvöldin fyllast svo göturnar af sölumönnum sem eru að selja varning. Það sem kostar $100 í hinum vestræna heimi er hægt að fá á $1 í Kína

ástæðan er auðvita sú að farið er að framleiða flestar þessar vörur í Kína með ódýru vinnuafli. Street Markets in Shanghai (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Shanghai er byggð upp á endann! Hér má sjá turninn þar sem íbúðin hennar Heng er uppi á 8 hæð.

Borgir geta líka verið fallegar eins og sjá má á þessari mynd sem tekin er um kvöld. Parks & Gardens in Shanghai. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það eru margir fallegir garðar i Shanghai og er lýsing mikið notuð til að auka á stemninguna

The best Parks in Shanghai. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

![]() |
Fuglaflensa í Nepal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.1.2009 | 06:42
KÍNAFERÐ - Kaupmannahöfn - París - Shanghai
Þar sem allt er að verða vitlaust þarna heima á Íslandi, þá er spurning um að byrja að blogga aðeins aftur og lofa þá blogglesendum að fylgjast með ferð sem að ég fór frá Danmörku til Shanghai í Kína dagana 18. des. til 6. janúar 2009.
Ég tók mikið magn af myndum eins og vanalega og skráði jafnframt dagbók úr ferðinni.
Dagur - 1 / Day - 1
Kaupmannahöfn - París - Shanghai China Kína
Ferðin byrjar í Kaupmannahöfn og er lest tekin snemma morguns út á Kastrup flugvöll (Copenhagen Airports Kastrup). Þaðan er flogið beint á París.
Á meðan við biðum eftir flugi til Kína á Charles de Gaulle Airport, þá kom upp sú hugmynd að skreppa niður í miðbæ Parísar. En síðan kom í ljós að tíminn var of naumur svo að við bókuðum okkur inn aftur

Vegabréfaskoðun á flugvellinum í París, Charles de Gaulle Airport. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér bíða farþegar í lúxusaðstöðu eftir flugi á Charles de Gaulle Airport flugvellinum í París.

Lúxus biðaðstaða á flugvellinum Paris Charles de Gaulle Airport. Enda var biðröð eftir því að fá að komast í þessi sæti. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eftir 10-11 tíma flug (heildar ferðatími 14-15 kl.st.), flogið frá París til Shanghai með Boing 777. Allt í boði Air France og þvílíkar matarveitingar með frönskum eðalvínum og margrétta mátíðum. Einnig var horft á fullt af nýjum bíómyndum ásamt því að spila nokkra tölvuleiki (Frakkar bara kunna þetta og þetta er líka á almennu farrými).
Eina sem klikkaði var að töskurnar hennar Heng urðu eftir og var óvart flogið með þær til Bejing. En þær skiluðu sér seint í gær upp að dyrum þar sem að við búum núna.
Lent á flugvellinum í Shanghai

Shanghai Airport China 简体 繁体 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Frá flugvellinum fórum við með gamalli rútu sem var mögnuð upplifun eða eins og að fara 50 ár aftur í tímann. Á meðan brunaði heimsins flottasta rafmagnslest (Maglev kerfi) sem ferðast á segulbraut á 430 km/klst. hraða við hliðina á okkur! Eftir um kl.st. keyrslu ókum við í gegnum miðborgina yfir risabrúarmannvirki fram hjá stað þar sem næsta heimsýning Expó 2010 mun rísa (Ísland verður þar á meðal) og var greinilegt allt á fullu í jarð- og undirbúningsvinnu.
Hér er komið að risa brú Nanpu Bridge sem liggur yfir ánna Huangpu á leið inn í miðbæ Shanghai

Við hliðina á Nanpu Bridge er sýningasvæðið þar sem íslenski skálinn verður á næstu heimssýningu World EXPO 2010 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Fórum strax út í mannlífið. Hélt að kl. væri 7 að morgni en þá var hún 7 að kveldi. Allt tímaskin ruglað. Klukkan er 4:30 þegar þetta er skrifað, (fór á fætur 2:00 þegar ég taldi mig búinn að sofa nóg!)
Til að vita hvað klukkan er. þá var nóg fyrir mig að snúa úrinu ca. 180° þannig að 12 verður 6. En eins og við vitum, þá er ísland hinu megin á hnettinum.
Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir í íbúðinn hennar Heng, þá var farið úr á næsta horn þar sem keyptur var ný eldaður matur

Fórum á veitingastað og keyptum okkur mat og það var risamáltíð fyrir 2 og verðið var ca. hálf pulsa með öllu miða við verðið heima á Íslandi og við gátum ekki klárað matinn (allt mjög framandi matur sem ég hef lítið borðað áður og þó ýmislegt prófað í þeim efnum)! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við hliðina á veitingastaðnum er ótrúlegur markaður þar sem hægt er að kaupa nánast flest allar ávexti, matjurtir og dýrategundir til matar, bæði lifandi og dauðar. Þarna voru slöngur, ormar, skjaldbökur, krabbar, froskar, fiskar (iðandi og spriklandi út um allt og Heng sleikti út um) .... og ÓTRÚLEGT úrval :) Var því miður ekki með myndavélina með mér.
Okkur var boðið í mat til frænku Heng og var skotist með leigubíl

þar var boðið upp á flottar veitingar af kínverskum sið. Chines food. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Heng á æði íbúð hér í lokuðu hverfi sem þarf aðgangskort til að komast inn á. En þar er slatti af 20-40 hæða blokkum. Hún er með risa Sony TV í stofunni og annan skjá í svefnherberginu, internettengingu sem að ég var að reyna að finna út úr um nóttina (eða dag). En hún var með uppsett internet á sína ferðavél svo að það sem að ég gerði var að "shera" hennar nettengingu og búa til "wifi" þráðlaust net. Var því nót að tengja mig inn á hennar vél með mína tölvu til að komast inn á netið og það án þess að nota nokkuð lykilorð :)
Heng var sofandi á meðan ég dunda mér í tölvunni ásamt því að fletta í ca. 100 "kínverskum" rásum á sjónvarpinu (aðeins ein á Ensku :( China Today)!!! Greinilegt er að allar útsendingar eru orðið í HD gæðum og mikið af flottri grafík sem að maður er ekki vanur að sjá í Evrópu.
Við fórum bæði í klippingu kvöldið áður og í þeim pakka var 2 sinnum hárnudd, 2 sinnum hárþvottur og ásamt rakstri, eyrnarmerghreinsun m.m. og að verkinu komu 4-5 aðilar og herlegheitin kostuðu 200-300 kr. íslenskar :)

Ferðalög | Breytt s.d. kl. 07:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.10.2008 | 14:43
HVERNIG MÁ STÓRAUKA VERÐMÆTI Í ÍSLENSKU HAGKERFI?
NÝ RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS • NEW GOVERMENT OF ICELAND facebook hugmyndabanki (linkur)
NÝSKÖPUN http://www.nyskopun.org Hér er búið að stofna nýja wiki síðu um
EYJAN.IS http://betraisland.eyjan.is/. Þá er Eyjan.is búin að stofna hugmyndabanka í líkingu við þennan hér sem er auðvita hið besta mál.
Fréttina má lesa HÉR. Hef heyrt að mbl.is sé í svipuðum hugleiðingum :)
Hér hef ég verið að taka saman nokkra punkta um hvernig má bæta Íslenskt samfélag og auka fjölbreytni í atvinnumálum.
Upphaflega hugmyndin að listanum hófst þegar ég fór að spá í hvernig spara mætti gjaldeyrir og auka útflutninginn.
Eins og sjá má, þá er listinn langur. En ég vil líka reyna að virkja fleiri og óska ég því eftir að þeir sem þetta lesa komi með flottar og frjóar hugmyndir sem geta hjálpað Íslendingum í þessum þrengingum.
![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() |
![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() |

A) SJÁVARÚTVEGUR OG FISKVINNSLAN
































B) ÁL- OG MÁLMIÐNAÐUR






















C) ORKUIÐNAÐURINN








































D) FERÐAÞJÓNUSTA

























































E) LANDBÚNAÐUR

































F) BYGGINGARIÐNAÐURINN













G) FRAMLEIÐSLUIÐNAÐUR SEM MÁ LEGGJA ÁHERSLU Á



















H) HUGBÚNAÐARIÐNAÐURINN













I) SKÓLAR OG KENNSLA



























J) HEILBRIGÐISKERFIÐ









K) SAMGÖNGUMÁL





















L) BANKASTARFSEMI






























M) TÆKNIIÐNAÐUR









N) NÝSKÖPUN OG HUGMYNDAIÐNAÐUR





































O) MENNINGARSTARFSEMI





O) TÓNLIST OG SÖNGUR












P) MYNDLIST, BÓKMENNTIR OG HANDVERK











R) LEIKHÚS









S) KVIKMYNDAGERÐ OG LJÓSMYNDUN


















U) ÍÞRÓTTASTARFSEMI













V) GREINAR SEM VERÐA ILLA ÚTI Í SAMDRÆTTI














W) BRUÐL OG SPARNAÐUR























X) ÚTRÁSIN





















Y) STJÓRNSÝSLA OG STJÓRNMÁL

































































































































































































































































Z) FJÖLMIÐLAR







































Þ) MANNLEG GILDI OG TRÚMÁL












































Æ) TIL AÐ LÉTTA LUND

































































Ö) GÓÐAR JÁKVÆÐAR FRÉTTIR AF NÝSKÖPUN, ÁHUGAVERÐUM FYRIRTÆKJUM OG FL.












Þeir sem vilja koma með nýjar hugmyndir og athugasemdir við einstaka liði, er bent á að notast við merkingu eins og þessa Q)


En eins og sjá má, þá er ýmislegt hægt að gera og möguleikar margir. En eins og venja er, þá er fullt af hugmyndasnauðum og tækifærissinnuðum stjórnmálamönnum sem væru alveg vísir til að stökkva á eitthvað af þessum hugmyndum og gera að sínum. Það er í raun bara hið besta mál, enda veitir þeim ekki af þessa dagana en að lappa aðeins upp á ímyndina og sjálfstraustið. Verst er hvernig þeir æða út í hvert fenið eftir annað í fljótfærni.
EN NÚNA SKORA ÉG Á ALLA BLOGGARA OG ÞÁ SEM NENNA AÐ LESA SIG Í GEGNUM ÞESSA BLOGGFÆRSLU AÐ KOMA MEÐ 2-3 GÓÐAR HUGMYNDIR HVER OG FYLLA INN Í EYÐURNAR ÞAR SEM UPP Á VANTAR.
!!! ÞAÐ ÞARF AÐ ÝTA Á RELOAD TIL AÐ ENDURHLAÐA INN SÍÐUNA, EN SÍÐAN ER Í STÖÐUGRI UPPFÆRSLU !!!

Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Ekki allt kolsvart á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hönnun, þróun, góð hugmynd | Breytt 23.12.2008 kl. 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (114)
14.10.2008 | 09:49
HÉR ERU MYNDIR AF MILLJÖRÐUNUM SEM HURFU!

Skrítið að Íslenskum ofurfjarfestum skuli ekki hafa dottið í hug að gera meira af því að fara á þyrlunni til að kaupa sér eina með öllu. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo önnur af sama húsi: http://www.photo.is/08/08/2/pages/kps08081537.html
Hér er "frekar" látlaust og íburðarlítið hús við Þingvallavatn. Það eru margir útrásavíkingarnir að byggja sér hallir víða um land. Gaman væri að vita hvað þeir ná að eyða miklum tíma á ári í þessum húsum sínum?

Dýrustu lóðir fyrir sumarhús er að finna við Þingvallavatn. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er verið að fljúga yfir svæðið við Sogið og Þrastalund á leið á Selfoss. Eins og sjá má, þá verða sumarbústaðir auðmanna sífellt stærri og stærri.

Sumarbústaður af stærri gerðinni. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er einn sumarbústaðurinn á suðurströndinni við sjóinn á frekar óvenjulegum stað. Ætli einhver útgerðargreifinn eigi þennan bústað? Nóg er af bátunum.

En þetta er annars skemmtilegur og fjölskylduvænn staður að koma á, ólíkt með margt annað í þessu græðgisvædda þjóðfélagi Íslendinga. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hver ætli eigi svo þennan litla sæta og netta sumarbústað hér? Ég efa að það þurfi að fara yfir lækinn til að sækja vatnið þó bakkabróðir sé.

Hér er einn sumarbústaður með ÖLLU og ekkert til sparað í óhófi. Lágkúra, óhóf, bruðl flottræfilsháttur ... spurning hvernig á að flokka svona óráðsíu? Hver er svo að borga brúsann þegar upp er staðið? Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þingvallaþjóðgarðurinn hefur löngum verið vinsæll og eftirsóttur staður. Fyrst að einn bróðirinn byggir stórt í Fljótshlíðinni, þá getur hinn ekki verið minni maður. Þar er að vísu ekki lækur sem þarf að fara yfir til að sækja vatnið, heldur var notuð þyrla sem hjólbörur í samfellt 3 daga sem flaug frá morgni til kvölds við jarðvegsflutninga.

Heyrst hefur að reglugerðir um hámarks stærð á húsum hafi fljótt fokið út í veður og vind, enda margbúið að blessa útrásarvíkingana í bak og fyrir, bæði af forsetanum og BB. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo önnur af sama húsi: http://www.photo.is/08/07/10/pages/kps07088166.html
Byko veldið hefur náð að koma ár sinni vel fyrir borð eftir gríðarlegan uppvöxt á húsnæðismarkaði Íslendinga. Sagt er að á meðan Kárahnjúkavirkjun kostaði 100 milljarða, þá hafi uppbyggingin á stórreykjavíkursvæðinu kostað 350 milljarða.

En hér var allt fjarlægt til að hægt væri að reysa höll fyrir hinn skjótfengna auð. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá jarðir nokkura auðmanna sem hafa plantað litlu sætu sumarhúsunum sínum á vinsælum stað í Fljótshlíðinni. Hér hefur m.a. stjórnmálaforinginn BB komið sér vel fyrir innan um hóp auðmanna.

Það kemur sér vel að boðleiðirnar séu stuttar og eins og sjá má, þá er skattpeningum þjóðarinnar greinilega vel varið. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þekktir þingmenn eins og BB hafa heldur ekki farið varhluta af græðgisvæðingunni. Nú dugar ekki þingmönnum lengur lítil sumarhús til afnota til að senda kjósendum sínum stöðu mála af þingi og af ferðum sínum um heiminn á bloggi sínu lengur

Mig grunar nú að Dabbi kóngur búi nú ekki mjög langt í ekki minni sumarbústað en BB. Hver segir svo að þingstörf borgi sig ekki? Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Önnur aðferð er að kaupa sér sveitabæ á rólegum og notalegum stað eins og þessum hér sem er á Barðaströnd á Vestfjörðum eins og Össur hefur gert. Ekki dugar að vera með lítið sumarhús á einum stað á landinu heldur þarf eitt hús á hvert horn landsins og síðan er notast við snekkju til að sigla á milli staða.

Heyrst hefur að öflugt eftirlitskerfi sem er í beinni tengingu við internetið sé á mörgum af þessum stöðum og er því hægt að fara á netið hvar sem er í heiminum og sjá hvort að einhverjir óboðnir gestir eru nálægir. Eins og sjá má, þá hafa verið útbúnar tjarnir fyrir endurnar. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er von að margur Íslendingurinn gráti þessa dagana þá fáránlegu stöðu sem hann er komin í. Hér er svo annar fallegur sveitabær sem hefur fengið andlitslyftingu. Bærinn er rétt áður en komið er að Geysi í Haukadal.

Því miður hefur mörgum ef betri jörðum landsins verið breitt í óðal fjárglæframanna og er nú svo komið að ungt fólk getur ekki lengur orðið hafið búskap þar sem verð á jörðum hefur snarhækkað svo mikið. En í dag eru víða góð tún í órækt og notuð sem beitaland fyrir hross. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki er þetta nú allt alslæmt, en Íslenskir arkitektar og iðnaðarmenn hafa fengið botnlausa vinnu við að hanna og smíða þessi hús og ekki má svo gleyma öllum peningunum sem streyma í ríkiskassann! Gæti hugsast að þetta hafi allt verið gert fyrir lánsfé sem Íslendingar eru svo að súpa seyðið af þessa dagana!

Sum hús taka sig vel út, fallegur arkitektúr eins og þetta hér sem er í þjóðgarðinum við Þingvallavatn. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Því miður er það svo á Íslandi að þú ert ekki að meika það nema að þeir sem eru í kringum þig haldi að þú sért að meika það og því er þessi umgjörð sem þetta fólk er að reyna að skapa sér alveg bráðnauðsynleg - Eða er það ekki?
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Viðræður við Rússa hefjast í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (148)
13.10.2008 | 05:46
ÆTLI ÞAÐ SÉ EITTHVAÐ TIL Í SKRIFUM JÓNASAR EFTIR ALLT?
Það skyldi þó ekki vera að það sé eitthvað til í skrifum Jónasar Kristjánssonar eftir allt? Lesa má nánar hér: www.jonas.is
12.10.2008
Vita vonlaus þjóð
Íslendingar eru vonlausir. Seðlabankastjóri, útrásargreifar, bankastjórar,
ráðherrar og fjármálaeftirlit selja ykkur í ánauð. Þið rekið ekki pakkið frá
völdum, heldur farið að skúra undir stjórn þess. Fólk verður að standa saman,
segja leiðarar. Eyðum ekki tíma í blammeringar, segir gott fólk. Við eigum að
sætta okkur áfram við snarvitlausa frjálshyggju. Sætta okkur við, að
brennuvargar séu í brunaliðinu og að bankastjórar séu áfram ráðgjafar. Að
ráðherrar fái syndauppgjöf fyrir kjafthátt í símanum til Bretlands. Að
heyrnardaufur æsingamaður í Seðlabankanum haldi velli. Svei ykkur öllum.
12.10.2008
Nokkrar spurningar um Geir
Af hverju slítur Geir Haarde ekki samningum við umboðsmenn Gordon Brown? Af
hverju segir hann ekki, að Brown hafi teflt skákinni í patt? Af hverju lýsir
hann ekki yfir, að Brown sé terroristi og ræningi? Hann hafi rænt fjórum
milljörðum punda af Íslendingum og þrýst Íslandi á brún gjaldþrots? Af hverju
sakar hann ekki Alþjóða gjaldeyrisvarasjóðinn um að ganga erinda Brown? Af
hverju segir hann ekki, að ráðamenn Vesturlanda hindri Ísland í að komast á
fætur? Af því að hann er enginn pólitíkus í samanburði við þá, sem náðu fram
stækkun landhelginnar. Hann getur nefnilega ekki ákveðið sig.
Það skyldi þó ekki vera að íslenskir stjórnmálmenn séu búnir að mála sig út í horn í þessu máli eftir margra ára aðgerðar- og sinnuleysi?
Nema að hér sé hrein og klár heimska ráðamanna á ferðinni?
Ef svo er, þá er illa komið fyrir Íslensku þjóðinni.
Auðurinn bætir alla skák ef ei væri mát á borði.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Fundað stíft með IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 06:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.10.2008 | 12:49
NÚ RÍÐUR Á AÐ TAKA RÉTTAR ÁKVARÐANIR!
Nú þurfa Íslendingar að standa í báðar lappir og standa "FASTIR" á sínu eins og þeir hafa gert í gegnum tíðina (Þorskastríðið).
Það er greinilegt að alþjóðasamfélagið er ekki alveg sátt við þessa frábæru lánatillögu sem kom óvænt á elleftu stundu snemma að morgni frá Rússneska sendiherranum.
Ekki skal vanmeta Rússa í þessum leik, en Rússar hafa löngum verið skákmenn góðir ekki síður en Íslendingar.
Að sjálfsögðu eru Rússar með öflugt njósnanet og búnir að fylgjast vel með því sem hér er að gerast og hvernig búið er að leiða Íslenska bankakerfið til slátrunar án þess að Ameríkanar, Evrópubandalagið eða frændur vor Skandínavar réttu litla putta til hjálpar. Verst var að sjá hvernig vinir vor Bretar komu svo í lokin og greiddu náðarhöggið til að flýta fyrir fallinu.
Fróðlegt væri að vita hver væri hin raunverulega skýring á öllu þessu sjónarspili?
Því er þessi örvænting í gangi að koma endilega Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) að í þessu máli? Þar sem ALLT snýst um að verja hagsmuni og að endanum láta Íslendinga taka á sig ALLA ÁBYRGÐIR til langframa á skuldum bæði í Englandi og Hollandi?
Nútíma hernaður er ekki lengur háður með vopnum, heldur peningum og með þeirri krísu sem Íslendingar eru að lenda núna, þá er í raun verið að breyta Íslensku þjóðinni í vaxtarþræla um ókomin ár þar sem allur þjóðarauðurinn verður sendur jafnóðum úr landi í hendurnar á ...?
Nú væri ráðið mitt í öllum þessum darraðardansi að hringja líka í Kínverska sendiherrann og kanna lánamöguleika þar og að sjálfsögðu undir þeim formerkjum að lofa að skamma Björk aðeins í staðin :)
Líklega er þessi fjármálakrísa sem nú er í gangi, dæmi um einhverja þá mestu tilfærslu á fjármunum í sögunni og hverjir skildu nú hagnast í raun? Hvar eru blaðamennirnir okkar? Er ekki komin tími á að virkja "Follow The Money" aðferðina núna?
En hvað varð annars um alla þessa milljarða, varla hafa þeir bara gufað upp?
Varðandi lánið frá Rússum, þá man ég ekki eftir að Rússar hafi verið að koma neitt sérstaklega illa fram við Íslendinga hér á árum áður.
Núna eiga ráðamenn að spýta í lófanna og nýta sér eitt stærsta net af sendiherrum sem þessi litla þjóð hefur yfir að ráða og beita þeim ÓSPART í þessari baráttu.
Svo mörg voru þau orð.
Kjartan
![]() |
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eina úrræðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.9.2008 | 14:04
GALDRAR, DRAUGAR, TRÚMÁL OG HINDURVITNI ÍSLENDINGA - MYNDIR

Galdrasafnið og Kotbýli, Strandagaldur á Hólmavík á Ströndum. Picture of "The Museum Icelandic of Sorcery & Witchcraft" in Holmavik at Vestfjord in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
þegar ekið er niður að Þorlákshöfn, þá má finna þetta merki hér við vegin þar sem ekið er í áttina að Eyrabakka

Draugasetrið er staðsett á þriðju hæð í Lista og menningarverstöðinni á Stokkseyri. Picture of the museum "Ghosts in Iceland" in Stokkseyri at south coastline in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá beinagrind af þjóðþekktri persónu sem finna má á Draugasetrinu á Stokkseyri

Draugasafnið í Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri býður upp á ótrúlega upplifun af draugum og afturgöngum. Picture of the museum "Ghosts in Iceland" in Stokkseyri at south coastline in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Draugasetrið er í þessu húsi hér sem er aflagt fiskvinnsluhús

Draugasafnið í Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri. Picture of the museum "Ghosts in Iceland" in Stokkseyri at south coastline in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki skal undra að margur ferðamaðurinn sjái alskyns forynjur og ófreskjur í Íslensku landslagi. Enda er náttúran hér á Íslandi mjög fjölbreitileg og oft þarf ekki einu sinni að ímynda sér til að sjá eitthvað gruggugt þar á ferð eins og á þessari mynd hér

Hér ríður skrattinn sjálfur hesti í jöklinum við Skaftafell. Picture of Ghosts in Skaftafell at south coastline in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á bæ einum á Ljótsstöðum má sjá þennan draug hér. En hér er heimili sem var yfirgefið í skyndi!

Staðurinn er eyðibýli sem heitir Ljótsstaðir og er einn af efstu bæjum í Laxárdal fyrir norðan ekki langt frá Mývatni. Að bænum er seinfarin 4x4 jeppaslóði og er kjörið fyrir þá sem þora að fara og líta á staðinn. Picture of ghosts at Ljotsstadir in Laxardal at north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo leikvöllur fyrir þá sem vilja pynta þá sem þeir telja að séu að fremja galdra

Í dag er mun erfiðara að stunda galdra og þessi menning virðist vera líða undir lok hér á Íslandi hvernig svo sem stendur á því. Picture of tools in Atlavik close to Egilsstadir at north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Þjóðverjar sækja í galdur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2008 | 07:25
SKOTSVÆÐI OG AÐSTAÐA - MYNDIR

Hús sem hefur verið byggt á afviknum stað rétt hjá Hestfjalli við Hvítá. Shooting in Iceland is very popular sport, both with cameras and guns. A special made hut for shooting icelandic polar fox. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Skotsvæði Iðavöllum Hafnarfirði _ Picture of a shooting area Idavellir close to Reykjavik, Hafnarfjordur in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. http://www.photo.is/07/06/3/pages/kps06070448.html http://www.photo.is/07/06/3/index_3.html Hér er verið að skjóta á leirdúfu á skotsvæði Iðavallar í Hafnarfirði

Að sjálfsögðu er veiðihundurinn hafður með til að venja hann við hvellinn í byssunni. Picture of a shooting area Idavellir close to Reykjavik, Hafnarfjordur in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Loftmynd af skotsvæðinu á Iðavöllum. Vonandi iðar allt af lífi á slíkum stað.

Picture of a shooting area Idavellir close to Reykjavik, Hafnarfjordur in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Skotveiðifélag Íslands 30 ára og hér má sjá nýtt skotsvæðið á Álfsnesi. Á Álfsnesi er bæði aðstaða fyrir riffilskotfimi og haglabyssuskotfimi

Á Álfsnesi er líklega fullkomnasta aðstaða sem um getur til að æfa skotfimi á Íslandi í dag. Picture of a shooting area at Alfsnes close to Reykjavik, Mosfellsbaer in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Æfingarsvæði Skotreynar á Álfsnesi. Hér má svo sjá nýjustu myndina sem tekin var af Álfsnesi

Þessi mynd er tekin í lok sumars 2008 og eins og sjá má, þá eru vellirnir að verða tilbúnir og græni liturinn óðum að taka yfir. Picture of a shooting area at Alfsnes close to Reykjavik, Mosfellsbaer in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þorlákshöfn og mörg minni bæjarfélög hafa komið sér upp aðstöðu úti á landi

Hér má sjá æfingaraðstöðu fyrir skotveiðar fyrir austan fjall. Picture of a shooting area close to Thorlakshofn on south coast in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Svo er spurning hvort að það séu einhverjir skotjaxlar sem þekkja þessa mynd hér?

Íþróttagreinar eins og skotfimi hefur átt undir högg að sækja vegna ört stækkandi byggðar og hefur það gerst margoft að það hefur orðið að flytja aðstöðu á nýja staði. Old picture of a shooting area close to Reykjavik in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Skotveiðifélag Íslands 30 ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2008 | 09:40
DANSKT VARÐSKIP OG ÞYRLA Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR - MYNDIR

Þetta er að vísu ekki nýja skipið en þessar myndir voru teknar í nóvember 2006 þegar varðskipin voru í Reykjavíkurhöfn. Picture of helicopter from The Royal Danish Navy. Lynx-helicopter (Super Lynx Mk 90B) landing on the boat Hvidbjornen (F360) in Reykjavik harbor in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á sama tíma er Íslenska Landhelgisgæslan að gera æfingar í Reykjavíkurhöfn þar sem stokkið er í sjóinn í flotgöllum

Picture of helicopter from The Royal Danish Navy. Lynx-helicopter (Super Lynx Mk 90B) landing on the boat Hvidbjornen (F360) in Reykjavik harbor in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér bíða starfsmenn Danska varðskipsins Hvidbjornen (F360) eftir því að þyrla skipsins komi inn til lendingar

Picture of helicopter crew from The Royal Danish Navy. Lynx-helicopter (Super Lynx Mk 90B) landing on the boat Hvidbjornen (F360) in Reykjavik harbor in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér lendir þyrlan af Danska varðskipinu Hvidbjornen (F360) í Reykjavíkurhöfn

Picture of helicopter from The Royal Danish Navy. Lynx-helicopter (Super Lynx Mk 90B) landing on the boat Hvidbjornen (F360) in Reykjavik harbor in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er horft ofan á þilfarið á danska varðskipinu Hvidbjornen (F360) í Reykjavíkurhöfn í nóvember 2006

Picture of helicopter from The Royal Danish Navy. Lynx-helicopter (Super Lynx Mk 90B) landing on the boat Hvidbjornen (F360) in Reykjavik harbor in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það varð mikil bylting í þróun á þyrlum þegar þotumótorinn kom til sögunar.

Picture of helicopter from The Royal Danish Navy. Lynx-helicopter (Super Lynx Mk 90B) on the boat Hvidbjornen (F360) in Reykjavik harbor in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Nýtt danskt varðskip verður til sýnis í Reykjavíkurhöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flug | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)