Lít við í Landmannalaugum í dag - frábær staður

Þeir sem koma inn í Landmannalaugar hafa marga möguleika til að upplifa fallega náttúru.

Hægt er að fara í 1 kl.st. göngu frá skálanum um Laugarhraun sem flestir ættu að geta gengið. Þó ber að passa sig þegar verið er að klöngrast í gegnum úfið hraunið.

Gengið til baka eftir gilinu sem liggur á milli Bláhnjúk og Laugahrauns (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er hópur á leið yfir úfið Laugarhraunið á leið niður í gilið sem liggur á milli Bláhnjúks og hraunsins.

Danskur ferðahópur á göngu í Laugahrauni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á þessu korti má sjá Landmannalaugarsvæðið og er ég búinn að teikna inn á 3 vinsælar stuttar gönguleiðir sem liggja frá svæðinu. Gula leiðin er sú sem flestir fara og auðveld fyrir þá sem treysta sér ekki í erfiða fjallgöngu. Bláa Leiðin er sú sem er vinsælust upp á tindinn Bláhnjúk. En mín uppáhaldsleið er að fara þá rauðu. En þar er gengið í gegnum gríðarlega fallegt gil og mikla litadýrð.

Yfirlitskort yfir Landmannalaugar (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Minn uppáhalds staður er að fara upp á Bláhnjúk og er hægt að komast þar upp eftir 3 leiðum

Gengið upp Bláhnjúk að vestanverðu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er einn ljósmyndarinn búinn að koma sér fyrir fram a ystu nöf - En hann er á berggangi sem gengur út úr Bláhnjúki til suðurs.

Myndað ofan af Bláhnjúki (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í laugum getur mannfjöldinn orðið gríðarlegur og verður fólk að tjalda á beru grjótinu

Tjaldað í Landmannalaugum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Allir verða að prófa að fara í heitu laugina sem er heitt vatn sem rennur undan hrauninu

Farið í bað inni í Landmannalaugum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þessa daganna er verið að reisa nýtt "Lúxus" hús fyrir skálaverði þar sem gert er ráð fyrir öllum nútímaþægindum.

Það þarf að spara á öllum stöðum - hér er verið að reisa innflutt hús. Spurning hvernig það muni reynast í vetrarhörkum inni á hálendinu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Flott er að panta nýveiddan silung í Fjallabúð. En hann er vafin inn í álpappír og kryddaður með sítrónupipar. Nóg er að hafa hann á grillinu 3-4 mín hvora hlið.

Á staðnum er flott kaffihús sem er í 2 gömlum bílum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Og í lok ferðar er að sjálfsögðu lagt flott á borð og nýveiddur silungur snæddur

ánægð fjölskylda á ferð yfir Fjallabak-Nyrðra (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Hálendið hefur sérstakt seiðmagn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðferð til að bjarga miklum fjármunum

Spurning hvort að það borgi sig ekki að fara STRAX með Þyrluna og leggja hana í bleyti í Kleifarvatn í 2-3 daga. Til að varna skemmdum á viðkvæmum búnaði, þá þarf að skola út saltvatnið. Síðan yrði næsta mál að taka hana í sundur og þurrka.

En líklega kafnar málið í skrifræði kerfisins!

:)


mbl.is TF-Sif komin á land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar byltingakenndar hugmyndir - Breytum vinsælustu ferðamannaleið landsins

Nýjar byltingakenndar hugmyndir - Breytum vinsælustu ferðamannaleið landsins "The Golden Circle" í "The Golden Circle Delux"!

Leiðin milli jökla. Þórisjökull - Geitlandsjökull. Ný "The Golden Circle Delux" leið. Aðeins lenging um 30 km miða við núverandi leið.

Loftmynd af Þórisjökli og Geitlandsjökli (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á næstu mynd má sjá nánar hugmyndir af nýrri og mikið endurbætta leið fyrir ferðamenn frá Reykjavík. En um "Gullna Hringinn" fara um 400 þúsund ferðamenn á ári!

Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á Íslandi eru til margir leyndir og fallegir staðir sem aðeins fáir vita um.

Einn er sá staður sem mér er meira hugleikinn þessa daganna. En það er skarðið á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls sem er fyrir suðvestan Langjökul.

Ég hef mikið velt fyrir mér hvernig hægt er að auka fjölbreytni í ferðaþjónustu. Finna þarf svæði sem hefur gott aðgengi og jafnframt með góða nýtingarmöguleika.

Þetta svæði býður upp á marga ótrúlega spennandi kosti ef vel er skoðað.

Spurning um að koma fyrir fjallaskála eða stóru háfjallahóteli uppi við suður jaðar Geitlandsjökuls í svipuðum stíl og gert er uppi í Jöklaseli í Vatnajökli. Bara allt mun stærra.

Þar væri hægt að þróa ýmsar skemmtilegar hugmyndir.

Eins og nýtt framtíðar heilsársskíðasvæði fyrir íslendinga og jafnvel búa til skíða- og háfjallaparadís.

Hugmyndin gengur út á eftirfarandi og mætti kalla "The Golden Circle Delux" leið

1) Húsi ásamt aðstöðu yrði komið fyrir uppi í ca. 1140 metra hæð rétt austan við Presthnjúk í jaðri Geitlandsjökuls.

2) Síðan yrði ÖLL skíðaaðstaða fyrir stór Reykjavíkursvæðið flutt á þetta nýja svæði. Eða með öðrum orðum að leggja niður Bláfjalla- og Skálafellssvæðið sem skíðasvæði! En það verður að viðurkennast að bæði þessi svæði hafa nýst frekar illa síðustu 3-4 árin og eru á kolröngum stað. Nú þegar er gríðarlega háum fjárhæðum varið árlega í uppbyggingu á þessum tveimur svæðum.

3) Lögð yrði ný leið eða hringleið sem færi frá Kaldadal yfir á línuveginn rétt við Hlöðufell og hún gæti svo haldið áfram niður á Gullfoss og væri þá komin nýr og endurbættur Gull hringur.

Töluvert óhagræði er í núverandi Gullna hring ef þarf að fara á jökul eða sleða en þá bætast við 2 x 35 km ef menn ætla upp í Skálpa á vélsleða og sú leið er oft gríðarlega erfið og ópraktísk inn að jökulsporðinum. Venjulega er þessi leið um 310 km þegar farin er Gull hringurinn líka!

Núverandi Gullhringur er um 240 km sem tekur ca. 3 kl.st. í keyrslu plús tími sem fer í stopp. Eins og sjá má á myndum, þá myndi bætast fullt af nýjum áhugaverðum svæðum fyrir ferðamanninn til að skoða. Þar mætti nefna stórfenglegt hálendi og flotta jöklasýn. Keyrt yrði með jökuljaðrinum og flottum fjöllum, vötnum, sandauðnum og fl. og væri jafnvel hægt að taka stóran og flottan fjörð í sömu leið ef lagður yrði vegaspotti niður frá Kaldadal niður í Hvalfjörð.

Ef farin yrði þessi nýja leið, þá er Þórisdalsleiðin um 18 km + 30 km niður að Gullfossi + til Rvk 124 km en við bætis svo leiðin um Mosó upp Kaldadal um 88 km eða samtals 270 km leið sem yrði þá hinn nýi Gullni-delux-hringur eða +30 km lengri leið en eldri hringleið og jafnframt með möguleika á mun fjölbreyttari dagskrá fyrir ferðamenn. Sparnaðurinn fyrir þá sem vildu komast á jökul yrði 310 - 270 km = 40 km miða við að fara upp í Skálpa sem er mikið fram og til baka keyrsla (70 km).

Að auki myndi sama aðstaða nýtast hvort sem verið væri að fara í Borgarfjörðinn um Kaldadal eða inn á Gullfosssvæðið og fullt af búnaði og aðstöðu myndi samnýtast margfalt betur - Allt árið :)

Eins og staðan er í dag þá er verið að aka til skiptis upp í Skálpa eða Jaka eftir því hvernig jökulinn hagar sér og eru bæði þessi svæði orðin mjög erfið í lok sumars.

Ef skoðað eru kort af Geitlandsjökli, þá má sjá 10-15 mög flottar og langar skíðabrekkur nánast allan hringinn ofan af 1300 metra háum jöklinum og þar er snjór sem er ekki að fara neitt á næstunni.

Þetta þýðir að það er hægt að renna sér niður úr ca. 1300 metra hæð niður 6-700 metra hæð sem gefur hæðamismun upp á 6-700 metra og brekkur sem eru allt að 10 km langar til að renna sér niður - ALLT ÁRIÐ!

Í Skálafelli er verið að renna sér úr 600 metrum niður í 400 metra sem er ca. 200 metra hæðamunur og í Bláfjöllum er verið að renna sér úr 610 metrum niður í 450 metra sem er ca. 160 metrar hæðamunur! Nú er spurning hvort að hægt sé að láta "Ís"-land ná að standa einu sinni undir nafni og verða loksins alvöru skíðaland sem yrði sambærilegt því sem best þekkist í útlöndum?

Vegalengd frá Reykjavík í Bláfjöll er ca. 35 km og í Skálafell ca. 33 km en á nýja svæðið yrði sú vegalengd um 99 km. Á móti kemur að svæðið er hægt að nýta nánast allt árið.

Leiðin upp Kaldadal er þegar orðin að hluta til mjög fínn heilsársvegur og þarf því ekki að leggjast í miklar vegaframkvæmdir eins og staðan er í dag.

Í fyrsta áfanga þyrfti að leggja nýjan upphækkaðan veg inn að Presthnjúkum sem er um 11 km og klára svo Kaldadalsleið upp að þeim afleggjara sem er um 23 km. En mig grunar að sá kafli sé nú þegar komið á áætlun vegamála.

Hér er kort af svæðinu stækkað nánar

Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Og hér er svo nákvæmt kort f svæðinu sem umræddar hugmyndir ganga út á

Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér koma svo myndir sem sýna þversnið af mögulegum skíðabrekkum á svæðinu. En þar sem möguleikar eru svo margir, þá sýni ég aðeins 10 fyrstu skíðabrekkurnar

Þversnið af skíðabrekku-1 (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eins og sjá má, þá eru þessar brekkur allar flottar og aflíðandi

Þversnið af skíðabrekku-2 (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Þversnið af skíðabrekku-3 (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Þversnið af skíðabrekku-4 (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Þversnið af skíðabrekku-5 (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Þversnið af skíðabrekku-6 (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Þversnið af skíðabrekku-7 (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Þversnið af skíðabrekku-8 (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Þversnið af skíðabrekku-9 (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Þversnið af skíðabrekku-10 (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Gröfur og grjót taka á móti skemmtiskipagestum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

:)

:)
mbl.is Íslendingar hamingjusamastir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

360° mynd úr verslun Sævar Karls

Ég átti þess kost á að taka flotta 360° mynd í búð Sævar Karls fyrir Sagafilm á sínum tíma. Þá var ný tækni að ryðja sér til rúms.

Hringmynd

Verslun Sævar Karls Ólafssonar (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Myndin var síðan notuð af Sagafilm sem stafrænt leiktjald þar sem leikari var látin ferðast um verslunina án þess þó að vera á staðnum - Allt gert í tölvu. Myndin fer á filmu sem er 6cm á hæð og allt að 1 meter að lengd og getur svona mynd auðveldlega orðið 4-500 Mb og gæðin eftir því.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Vesturhöfn kaupir verslun Sævars Karls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausnin er að hafa tvær leiðir

Er ekki lausnin að hafa tvær leiðir. Halda núverandi leið opinni ásamt nýju leiðinni sem er verið að undirbúa sem verður sunnar og þá bein malbikuð leið fyrir hraðari umferð.

Það lítur ekki beint vel út fyrir jeppakarlanna sem eru að bjóða upp ferðir í Gullna hringinn þegar hann verður allur orðin malbikaður!

Svo á ég varla von á að ferðamenn séu að koma hingað til landsins með það í huga að eiga von á þýskum hraðbrautum út um land allt.

Í framhaldi af þessu mætti huga að nýjum möguleikum fyrir stuttar 4x4 leiðir frá Reykjavík og hef ég velt þessari leið töluvert fyrir mér:

En gott væri að hafa möguleika á að aka niður í Hvalfjörð af Kaldadalsleið eins og sjá má á eftirfarandi korti. Slík leið myndi opna möguleika fyrir ferðamenn að skoða hæsta foss landsins sem er Glymur 198 m hár og svo Hvalfjörðinn sem væri ekki amalegt að skoða frá slíkri leið. Einnig myndi opnast skemmtileg hringleið frá Þingvöllum, um Kaldadal og yfir í Hvalfjörð með gríðarlega fallegu útsýni. Slík leið er um 18 km frá Kaldadal niður í Hvalfjarðarbotn. Svo mætti einfalda leiðina með því að sleppa því að aka upp á Kvígindisfell.

Kort af ökuleið (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Einnig er hægt að leggja leiðina frá Reyðarvatni eða inn á Skorradalsleiðina.

Hæðakort af svæði og gönguleið.

Hæðakort af ökuleið (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Einn slasaðist í árekstri við Gjábakkaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fallegur staður fyrir víðsýnan mann

Leitt að heyra af fráfalli þessa öfluga stjórnmálamanns Vestfirðinga og votta ég fjölskyldu hans og hans nánustu fulla samúð.

Nú fækkar þeim óðum á þingi sem þora að segja skoðanir sínar umbúðalaust en fyrst að svona fór, þá er óhætt að segja að ekki sé hægt að velja sér fallegri né betri stað á Vestfjörðum til að kveðja þetta líf.

Ég fór að leita af upplýsingum um svæðið sem um ræðir og hvar Kaldbakur er og eins og oft vill vera, þá er fjallið Kaldbakur á tveimur stöðum á Vestfjörðum og bær í næsta nágrenni sem heitir Kirkjuból við bæði fjöllin!

En hæsta fjall Vestfjarða er Kaldbakur (998m) og er leiðin um 10 km og göngutími 5-6 tímar frá bænum.

Gengið er með vegslóða frá bænum inn Kirkjubólsdalinn með tignarleg fjöll eins og hornin fjögur á vinstri hönd, Hádegishorn, Breiðhorn, Göngudalshorn og Grjótskálarhorn. Þegar komið er framarlega í dalinn er best að fara af veginum og sveigja til hægri uppí Kvennaskarðið. Þaðan má fylgja fjallshryggnum yfir í Meðaldalsskarðið. Úr skarðinu er haldið upp og ógreinilegum stíg fylgt upp á topp Kaldbaks.

Á toppi Kaldbaks er tveggja metra há varða sem gefur ferðalöngum tækifæri á að ná þúsund metra hæð. Í vörðunni er líka gestabók.

Svæðið er stundum kallað Vestfirsku alparnir.

Arnarfjörður og Kaldbakur að vetri til

Hæsta fjall Vestfjarða er Kaldbakur (998m) (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kort af svæði og gönguleið

Kort af svæði og gönguleið (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kort af svæði og gönguleið

Kort af svæði og gönguleið (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Einar Oddur Kristjánsson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Akstur á malarvegum og fjallvegum

Ég hef keyrt töluvert í gegnum tíðina á malarvegum og fjallvegum. Sú aðferð sem að hefur reynst mér best er að vera ekki að hamast á bremsunni í tíma og ótíma. Vera frekar í réttum gír við réttar aðstæður og láta bílinn vinna sig í gegnum beygjuna. Þegar ég fer út úr sporunum út á lausamölina eins og þegar verið er að mæta bíl, þá slæ ég af og læt mótor aldrei vinna, heldur læt ég bílinn renna með inngjöfina uppi og er þá búið að minnka hættu á grjótkasti yfir á bílinn sem verið er að mæta til muna.

Ég prófaði að keyra Kjöl fyrir nokkrum dögum og setti mér þá reglu að nota aldrei bremsur alla leiðina og kom það furðu vel út. Þegar fólk finnur að það er að missa bílinn út í lausamöl og að það hefur ekki alveg fulla stjórn á ökutækinu, þá hefur mér reynst best að taka eins litla beygju með stýrinu og hægt er á meðan dekkin eru að grípa. Á þessu augnabliki kemur oft upp örvænting hjá sumum og byrja að reyna að taka krappari beygju og jafnvel bremsa í leiðinni og þá er skaðinn skeður!


mbl.is Algengt að erlendir ökumenn velti bílum á malarvegum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir - Bryggjan á Stokkseyri

Stokkseyrir er lítið fallegt sjávarþorp á suðurströndinni. Þangað koma margir ferðamenn á hverju ári. Einnig er mikið um að íslendingar skreppi þangað til að fá sér að borða á einum af mörgum veitingarstöðum sem þar er að finna. Fjöruborðið á Stokkseyri, Rauða húsið á Eyrabakka, Hafið Bláa við Ölfusárósa og fl.

Bryggjusvæðið á Stokkseyrir má muna sinn fífil fegri. En mjög erfitt er að koma upp viðunnandi hafnaraðstöðu á suðurströndinni nema með ærnum tilkostnaði.

"Bryggjur" eru Árna Johnsen hugleiknar og er hann ötull við að koma sér á framfæri. Hér má sjá fræga sýningu sem að hann hélt á bryggjunni stuttu eftir að hann losnaði úr prísundinni á Kvíabryggju.

Stokkseyri (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á Stokkseyrir er flott draugasafn, veiðisafn, Töfragarðurinn og nú nýlega álfa, trölla og norðurljósasafn.

Stokkseyri horft til suðurs (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Fjölskylduhátíð á Stokkseyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mývatn er ótrúlegur staður

Mývatn er alveg hreint ótrúlega magnaður staður. Ef að það ætti að gera einhvern stað á jörðinni að þjóðgarði, þá væri það Mývatn. Það eru líklega ekki margir staðir sem getað státað af svo miklu á svo litlu svæði. Jarðfræðin og náttúran þarna er einstök.

Skútustaðir og Skútustaðargígarnir eru eitt af mörgum þekktu stöðum sem finna má á Mývatnssvæðinu.

Skútustaðir í Mývatnssveit (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Mývatn hefur löngum verið mikil matarkista fyrir íbúa svæðisins

Bændur að leggja net í vatnið (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá Árna Gunnarsson á fisi sínu á flugi yfir einum af mörgum gervigígum sem myndast hafa úti í vatninu. Eyjan heitir Háey.

Fisflugmenn á hringferð um landið (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Mikill ágreiningur hefur verið í gegnum árin um kísilgúrverksmiðjuna sem sótti hráefni eða jarðveg úr botni vatnsins. En nú er þessi verksmiðja horfin.

Bátar ásamt dælubúnaði (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Lifnar yfir Mývatni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband