Myndir - Bryggjan á Stokkseyri

Stokkseyrir er lítið fallegt sjávarþorp á suðurströndinni. Þangað koma margir ferðamenn á hverju ári. Einnig er mikið um að íslendingar skreppi þangað til að fá sér að borða á einum af mörgum veitingarstöðum sem þar er að finna. Fjöruborðið á Stokkseyri, Rauða húsið á Eyrabakka, Hafið Bláa við Ölfusárósa og fl.

Bryggjusvæðið á Stokkseyrir má muna sinn fífil fegri. En mjög erfitt er að koma upp viðunnandi hafnaraðstöðu á suðurströndinni nema með ærnum tilkostnaði.

"Bryggjur" eru Árna Johnsen hugleiknar og er hann ötull við að koma sér á framfæri. Hér má sjá fræga sýningu sem að hann hélt á bryggjunni stuttu eftir að hann losnaði úr prísundinni á Kvíabryggju.

Stokkseyri (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á Stokkseyrir er flott draugasafn, veiðisafn, Töfragarðurinn og nú nýlega álfa, trölla og norðurljósasafn.

Stokkseyri horft til suðurs (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Fjölskylduhátíð á Stokkseyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Æðisleg myndasíðan þín... stalst aðeins á hana til að hita upp fyrir vesturferðina mína

Aðalheiður Ámundadóttir, 14.7.2007 kl. 23:13

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Gaman að heyra það. Að vísu vantar enn að setja inn stóran hluta af Vestfjörðunum. Er með fullt af myndum á filmum sem þarf að skanna inn. Mikið af flottum myndum teknar á flugi yfir firðina.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 15.7.2007 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband