14.7.2007 | 09:52
Hér má sjá geimfara frá Kanarí sem er tilbúinn í ferð :)
Fórum nokkrir félagar til Kanarí snemma á þessu ári til að fljúga svifdrekum á flottri eldfjallaeyju sem heitir Lanzarote.
Nýi stjörnusjónaukinn á eftir að nýtast þessum vel. Einn daginn stóðu þorpsbúar fyrir flottu karnivali og rakst ég þá á þennan geimfara sem þeir eiga líklega eftir að senda fljótlega út í geiminn.

Karnival (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo falleg kona, aðeins of mikið máluð :)

Trúður frá Kanarí (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Haukur flugmaður og smiður var ekki lengi að næla sér í 4 fallegar konur :)

Ungar fallegar konur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En þær dugðu honum skammt og var hann fljótur að næla sér í nýjar sem unnu hjá slökkviliðinu. Nema að þær hafi bjargað honum :)

Ungar fallegar konur úr slökkviliðinu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En fólkið á Kanarí kann sko að skemmta sér og taka lífinu með ró. Það var eitthvað annað að sjá hvernig þetta fólk skemmti sér miða við það að ganga um miðbæ Reykjavíkur að næturlagi um helgar!
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Risa stjörnukíkir tilbúinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.7.2007 | 10:02
Húsafell - loftmyndir
Hér má sjá flugbraut sem margir hafa nýtt sér.

Húsafell (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á myndinni má einnig sjá nýlega rafstöð. En ferðabóndinn hefur verið framsýnn á að byggja upp alla þessa aðstöðu í gegnum árin af mikilli útsjónasemi.
Í Húsafelli og næsta nágrenni má finna fjölbreytta afþreyingu eins og sundlaug, gólfvöll, jöklaferðir, hellaskoðun ...
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Tjaldstæðið í Húsafelli yfirfullt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 26.7.2007 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.7.2007 | 09:09
Spurt er: Hvar er bílinn og grjótið?
En hér má sjá gamla flugturninn, skýli-1 og aðstöðu Íslandsflugs m.m.

Reykjavíkurflugvöllur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Deilt um lóð á Reykjavíkurflugvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.7.2007 | 07:33
Myndir - Hitaveita Suðurnesja

Hitaveita Suðurnesja (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Rörin og pípurnar í kringum svæðið getur verið sannkallað listaverk

Hitaveita Suðurnesja (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Gaman er að taka næturmyndir af gufunni sem streymir úr rörunum - Slík myndataka gefur oft skemmtilega stemmingu

Hitaveita Suðurnesja (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Loftmynd af svæði hitaveitunnar - horft til suðausturs

Hitaveita Suðurnesja (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Loftmynd af svæði hitaveitunnar - horft til suðausturs

Hitaveita Suðurnesja (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hitaveitan er með flott safn eða sýningu í "Gjánni" sem er opin öllum og er mikið notað af ferðahópum. Sýningunni er komið hagalega fyrir í sprungu þar sem myndir með útskýringum skýra hagalega frá öllu sem þarna er að gera og hvernig gufuorkan er framkvæmd.

Gjáin (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Einnig er boðið upp á ýmsa aðra þjónustu eins og fundaraðstöðu í litlum sal

Fundaraðstaða (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
eða þá fundaraðstöðu í fyrir stærri hópa í stórum sal

Fundaraðstaða (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En ef klikkað er á þessar myndir þá er hægt að klikka aftur á myndirnar á síðunni sem kemur upp og er þá hægt að skoða svæðið allt í 360°myndum.
Að auki er rekin ýmis önnur starfsemi á svæðinu eins og heilsuhæli, snyrtivörugerð, Bláa Lónið, og hitavatnsframleiðsla fyrir byggðirnar þarna í kring.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Sátt náðist um eignarhluti í Hitaveitu Suðurnesja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2007 | 15:08
FLOTT - fullt af peningum til vegamála :)
Ég var á ferð um landið fyrir viku síðan og þá var ekki akandi um vegi eins og veginn fyrir austan Dettifoss og svo vegurinn frá Nesjavöllum niður með Soginu. Hélt á tímabili að rúðurnar myndu hristast úr bílnum!
Árið 1996 var vegurinn um Barðaströndina í sérlega slæmu ásigkomulagi og minnir mig að Ólafur Ragnar Grímsson, hafi þá átt þar leið um í opinberum erindagjörðum.
Honum varð á að kvarta yfir ástandi vegarins og þá varð allt vitlaust og málið stórpólitískt. Ekki mátti láta forseta vorn hristast um í lúxuskerrunni sinni aftur svo að vegurinn var lagaður "med det samme" og hef ég æ síðan kallað þennan veg "ÓlafurRagnarGrímsson" vegur.
Spurning um að fá forsetann til að skreppa í aðra svona ferð um fyrrnefnda vegi og sjá hvort að vegagerðin taki sig nú aðeins á með þessa vegi áður en allur þessi ferðamannastraumur brestur á :)
Kjartan
p.s. á meðan hægt var að aka Kjöl á um 60-70 km/klst fyrir 3-4 dögum síðan, þá þurfti að aka fyrrnefnda vegi á 10-20 km/klst!
![]() |
Búist við miklum önnum í ferðaþjónustu næstu vikur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2007 | 08:48
Maður verður hugsin og setur hljóðan við lestur svona frétta
Í stað þess að standa vörð um hagi þeirra einstaklinga sem þeim er ætlað að sjá um, þá verða þeir sem eiga að sjá um þessi mál fljótlega samdauna kerfinu sem þeir vinna fyrir. Í stað þess að taka "gagnrýni og athugasemdir" alvarlega "STRAX" þá er óþægilegum málum sópað frekar undir teppið í stað þess að kryfja málið til mergjar.
Ekki veit ég hvað það er, en það virðist oft vera regla frekar en undantekning að "kerfið" virðist klúðra mörgum málum sem að því er treyst til að sjá um. Hver ætli sé undirrótin að þessu öllu saman? Eina sem að kemur upp í huga mínum er "mannlegt eðli" og að í mörgum ráðum og nefndum sé oft fólk að vinna sem er með einhverja allt aðra hagsmuni fyrir brjósti en þeirra einstaklinga sem þeir "EIGA" að vera að vinna fyrir. Spurning hvort að hagsmunirnir séu að fá vinnu í nefndinni, valdabrölt eða að allir sem þar sitji þurfi að vera sammála? Engin þorir að draga sig út úr hópnum og taka af skarið í nefndinni þegar alvarlegar ásakanir koma inn á borð.
Umræðan um Breiðavíkurmálið er líklega það sem búið er að vera hvað mest í umræðunni og fór ég að skoða heimasíðu Breiðavíkursamtakana betur og rak þá augun í nafnið Silungapollur!
Fór þá að rifjast upp fyrir mér einstaklingur sem að ég kannast vel við og hef alltaf haft gaman af fyrir að vera ekki eins og "allir hinir". Hann er óspar á hnittin tilsvör þegar maður á síst von á þeim. Umræddur aðili var oft búinn að hafa það á orði við mig hvort að ég væri til í að taka loftmynd af ákveðnu svæði fyrir ofan Reykjavík.
Þegar ég fór að ganga á hann hvers vegna það væri svona mikilvægt fyrir hann að fá umrædda loftmynd. Sagði hann frá því að hann hafi verið á stað sem heitir Silungapollur þegar hann var barn.
Nú fyrst var áhugi minn vakin á málinu. Ákveðið var að fara í smá rannsóknarvinnu og fundum við kort af svæðinu og líklegan GPS punkt. Ákveðið var að fara í gönguferð á svæðið næstu daga.
Næst þegar tími vannst til, þá var ekið sem leið lá út úr bænum til austurs og stoppað við þjóðveginn þar sem GPS tækið vísaði 90 gráður á veginn. Kom þá í ljós að þarna var svæði sem að ég hafði komið inn á eftir vegslóða sem er lokaður af með keðju. Ég sá við því og ók á fallegan stað sem lætur ekki mikið yfir sér. Nú voru öll húsin horfin og það eina sem var eftir var lítið plan á staðnum við fallega tjörn við hraunjaðarinn.
Við stóðum þarna tveir í kvöldkyrrðinni og hlustaði ég á sögu þessa manns. Greinilegt var að honum var mikið um og sterkar tilfinningar voru tengdar staðnum. Seinna komst ég svo að því að hann hafði farið til Breiðavíkur eftir dvöl sína á Silungapolli!
Hér má svo sjá loftmyndina af Silungapolli

Silungapollur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Silungapollur hafði alltaf verið fallegur og friðsæll þar til saga þessa einstaklings kom upp á yfirborðið.
Ég verð að viðurkenna að skoðun á mannlegri hegðun og atferlisfræði hefur verið sérstakt áhugamál hjá mér lengi. Ástæðan er líklega sú að mér leiðist litlaust fólk og hef ég því sérstaklega gaman af fólki sem er ekki eins og "við öll hin" og þekki nokkra slíka :)
Þetta er enn eitt skýrt dæmið um að kerfinu er gjörsamlega ófært um að hafa eftirlit með sjálfu sér. Enda venjulega ekki neinn sýnilegur refsivöndur yfir þeim sem með þessi mál fara frá stjórnvöldum. Þeir sem hafa yfirstjórn með svona málum eru þessa daganna í löngu og þægilegu 109 daga fríi.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Greinilegt er að vera á þessum stöðum hefur markað djúp spor í sálarlíf þessa manns
![]() |
Þagði yfir martröðinni í tæp fjörutíu ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2007 | 19:26
Gæsavatnaleið er mitt uppáhald
Ef að sandurinn er þurr sem að maður getur fastlega reiknað með á þessari leið, þá er nánast ómögulegt að hjóla þennan kafla.
Hér þarf hjólreiðakappi að teyma hjólið sitt í gegnum gljúpan sandinn

Hjólreiðamaður á ferð um hálendið (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á næstu mynd má sjá þann sem þetta ritar úti í Dyngjuvatni að tak 360° ljósmynd. Vatnið er rétt suðaustan við Drekagil

Dyngjuvatn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Hjólandi slökkviliðsmenn tóku þátt í minningarathöfn í Öskju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.7.2007 | 08:05
Loftmyndir - Smáralind

Smáralind séð úr lofti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Smáralind séð úr lofti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Margir hafa verið að velta fyrir sér útlitinu á annars þessu velformaða húsi :)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Smáralind rýmd vegna reyks í sal Smárabíós |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 1.6.2008 kl. 06:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2007 | 08:08
Nýtt "gáma" hótel ekki langt frá Núpsstöðum
Í síðustu viku rakst ég á nýtt hótel þegar ég var að koma frá Skaftafelli á leið á Kirkjubæjarklaustur.
Hótelið er greinilega úr gámaeiningum og hefur verið raðað saman og líklega reist á mettíma.
Tengingu á hótelið má sjá hér:
http://www.islandiahotel.is/
Yfir háannatímann, þá skilst mér að hótel séu meira og minna fullbókuð eftir allri suðurströnd landsins og nánast ómögulegt að fá gistingu á þeirri leið.
![]() |
Stærra Hótel Rangá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2007 | 07:38
Hér er dekk sem þjófarnir mega eiga :)

Dekk á rútu sem hvellsprakk á Sauðárkróki fyrir nokkrum dögum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ég geri það oft þegar ég er með ferðamenn að renna í gegnum bílaplanið á næstu bílasölu við þá sem verið er að fjalla um í fréttinni. Ferðamennirnir reka upp stór augu að sjá svona stóra bílasölu í svona litlu plássi úti á landi.
Þarna er gott aðgengi fyrir stóra bíla eins og rútur og þægilegt fyrir farþega að skoða allar helstu bílategundir sem landsmenn keyra á einum stað og hvernig bílamenningin landsmanna er.
Í leiðinni ræði ég verðlag á bílum og eldsneyti, skatta og ýmsar álögur. einnig er komið inn á að ísland er mitt á milli Evrópu og Ameríku og að bílaeign landsmanna litist mikið af staðsetningu landsins á milli þessara tveggja heimsálfa. Svo undirstrika ég hagstæða legu landsins gagnvart þessum tveimur stóru mörkuðum og hvernig íslendingar spila á að kaupa og selja frá þeim - allt eftir því hver staða gengisins er hverju sinni.

Toyota salurinn á Selfossi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En hér má svo sjá bílasöluna sem um ræðir í fréttinni

Bílasalan Hekla á Selfossi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Gripnir með stolin dekk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)