8.7.2007 | 07:00
Hér koma svo myndir af umræddu svæði - Fimmvörðuháls
Til að fólk átti sig betur á aðstæðum þarna, þá má skoða myndir sem að ég tók á þessari leið þegar ég var á leið yfir Fimmvörðuháls sem gönguleiðsögumaður með hóp af fólki á síðasta ári.
Gönguleiðin liggur frá Skógum yfir í Þórsmörk og er um 22 km og er áætlaður göngutími um 9-12 klst., lóðrétt hækkun/lækkun 1000m.
Leiðin er varasöm sakir snöggra breytinga sem geta orðið á veðri á hvaða árstíma sem er. Því valdi ég m.a. að víxla ferðadögum í ferðaáætlun sem búið var að gera og skaust þarna yfir með hóp á milli "lægða".
Á leiðinni eru tveir skálar, annar í eigu Útivistar og svo "Fúkki" sem nýlega komst í eigu Ferðafélags Íslands. Sá skáli var áður í eigu Eyfellinga.
Svæðið sem um ræðir má sjá á næstu mynd og heitir Morinsheiði.
Gengið er út á þennan klett sem er með hrikalegu þverhníptu klettabelti nánast allan hringinn. Þaðan er gríðarlegt útsýnið yfir allt Þórsmerkursvæðið.
Venjan er að ganga út á þetta klettabelti áður en gengið er aftur til baka þar sem hægt er að komast niður í Þórsmörk eftir einstigi í bröttu klettabelti þar sem komið er niður í Bása á Goðalandi.
Til að komast út á þennan höfða, þá þarf að þræða einstigi sem nefnist Heljarkambur. Kamburinn er með þverhnípi á báðar hliðar og er þetta svæði allt mjög varasamt fyrir lofthrædda og óvana og því eins gott að fara varlega.

Morinsheiði. Sjá má slóðann sem liggur út að brún (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Áður en komið er að Morinsheiði, þá þarf að fara niður brattar skriður sem geta verið með lausu grjóti og ef komið er þarna að snemma að vori, þá er líklegt að snjór sé yfir svæðinu eins og sjá má hér og því nauðsynlegt að vera vel "skóaður" en svona hjarn getur verið harðfenni sem auðvelt er að renna af stað niður eftir og er þá voðin vís því á einum stað tekur við snarbratt klettabelti (hér er gott að hafa með öryggislínu og búnað til að ganga á ís).

Íshjarn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Öryggiskeðju hefur verið komið fyrir þar sem krækja þarf fyrir klettabelti og er þar til hliðar mjög brattar skriður sem ber að varast.

Öryggiskeðja (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er einn sem "frís" í annað skiptið á þessari leið. En á þessum kafla var öryggiskeðjan grafin í snjó og ekkert nema þverhnípið fyrir neðan. Ekki var annað að gera en ræða rólega og yfirvegað við viðkomandi og allt fór vel að lokum. Hans stærsta vandamál í ferðinni voru lélegir skór.

Einn frosinn! (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo haldið áfram niður

Hópur nálgast Heljarkamb (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo "Heljarkambur" með brattar hlíðar á báða vegu!

Heljarkambur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Leiðin ofan af Morinsheiði getur virkað á suma hrikalega á köflum og líklega er það svæðið sem fólkið hefur átt í erfiðleikum með. Nema að það hafi reynt að fara niður rétt eftir að komið er yfir Heljarkamb! En á eftirfarandi mynd má sjá slóðann sem er skorin í hlíðina og liggur um Kattahryggi og svo þaðan niður í Goðaland þar sem Básar eru og skáli Útivistar.

Slóðinn niður í Goðaland (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En þetta virðist vera eini staðurinn þar sem fallið geta skriður á slóðann. En það er hægt að fara niður á öðrum stað en þar niður var mjög bratt og gæt hugsast að hópurinn hafi lent í sjálfheldu þar.
Hér er svo hryggurinn illræmdi "Kattahryggur" einstigi sem margir óttast (leiðrétt)!

Kattahryggur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ég mæli með, fyrir alla sem hafa heilsu til, að ganga Fimmvörðuháls. Þetta er ein flottasta gönguleið sem að ég hef farið. Sunnan megin þar sem gengið er upp með Skógaá, má sjá tugi fossa hver öðrum fegurri. Á hábungunni er farið yfir jökul af hluta til og þegar komið er yfir Þórsmerkurmegin, þá tekur við hrikalegt fjalla- og klettalandslag eins og sjá má á myndunum.
Og í lokin, þá þarf að vara fólk við að vera vel búið í svona ferð og kynna sér vel veður áður en lagt er af stað. En hægt er að nefna nokkur alvarleg óhöpp og slys sem orðið hafa á þessari leið. Auðvelt er að lenda í svarta þoku, slagveðri eða snjóbyl með stuttum fyrirvara á þessari leið.
Líklega er ein ódýrasta líftryggingin í svona ferðum að fjárfesta í litlu GPS tæki og þá með korti og jafnvel innbyggðum áttavita. Gott er að vera búinn að setja inn leiðina í tækið áður en haldið er af stað og svo þarf líka að kunna á græjurnar!
Hér má sjá upplýsingar á leiðinni um fólk sem varð úti á hálsinum.

Minnisvarði (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Ferðafólki bjargað heilu á höldnu í Þórsmörk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 11.8.2007 kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.7.2007 | 23:25
Þessu ber að fagna
Þau eru ófá málin á Íslandi sem þyrftu að fá að fara fyrir Mannréttindadómstóll Evrópu. Stærsta vandamálið er að slíkt ferli kallar á fulla vinnu og gífurleg fjárútlát til margra ára hjá þeim sem í slíku þurfa að standa.
Það eitt og sér er mannréttindabrot...
![]() |
Foreldrar fagna niðurstöðu Mannréttindadómstóls |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2007 | 08:30
Myndir - Ljótipollur

Til hægri má sjá Frostastaðarvatn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá brúnina sem ekið var fram af

Ljótipollur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eins og sjá má, þá er mikið stoppað við Ljótapoll. Mikil umferð er oft á gígbarminum og hér má sjá "self-drive" hóp á ferð undir stjórn Inga. En þar fá ferðamenn að aka bílum um hálendið með leiðsögn.

Self-drive við Ljótapoll (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ljótipollur er sprengigígur á Landmannaafrétti. Ljótipollur er syðsti gígurinn í Veiðivatna-goskerfinu. Ljótipollur er fagurrauður með háa gígbarma og vatni í botninum. Vatnið er 14m djúpt. Í vatninu er nokkur veiði þó svo það sé að- og frárennslislaust. Einungis veiðist urriði sem getur oft orðið nokkur pund.

Gígbarmurinn á Ljótapoll - Ef vel er skoðað, þá má sjá fólk á labbi á kantinum á móti (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki annað að sjá en að Ljótipollur sé mjög vinsæll. Hér er amerískur hópur á ferð og ekkert til sparað :)

Ameríkanar á hringferð um landið með viðkomu við Ljótapoll (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Spurning um að setja upp skilti sem varar ökumenn við því að aka ekki ofan í gíga á Íslandi :)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Keyrði út í Ljótapoll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
5.7.2007 | 08:12
Myndir - Tröllaskagi

Hringmyndir úr flugi yfir Eyjarfirði (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þau eru annars ófá fjöllin á Tröllaskaganum sem eru ekki beint árennileg til uppgöngu. Í þessu flugi er flogið inn Svarfaðardalinn og yfir að Hólum í Hjaltadal. Þar má sjá gamla fjallaleið sem mikið var notuð fyrr á tímum.

Fjallaskál (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Í svona fjallaskálum sem eru venjulega norðan megin í fjöllunum, getur myndast hvilftar- eða skálarjökull sem er smájökull oft nálægt snælínu í fjöllum. Sumir þessara jökla geta verið urðar- eða grjótjöklar sem eru þá jöklar samblandaðir af ís og grjóti og myndast líklega við berghlaup og annað grjóthrun.
Nokkrir skálajöklar eru á skaganum og þeirra stærstur er Tungnahryggjajökull.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
24 tindar sigraðir á 24 tímum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2007 | 07:16
Ubs!
![]() |
Ruðst inn á ofbeldismenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2007 | 15:45
Hugmyndir til að auka ferðamennsku um svæðið
Hin hefðbundna leið yfir Holtavörðuheiði frá Borgarnesi mælist 96 km að vegamótunum rétt við Borðeyri í Hrútafirði.
Með því að aka um Bröttubrekku til Búðardals og þaðan yfir Laxárdal þyrfti að aka 113 km eða 17 km lengra! Og ekki væri nú verra ef boruð yrðu göng þar sem Brattabrekka liggur nú.
Einnig væri hægt að aka 41 km lengra og skoða þá í leiðinni Mýrarnar, Skógarströnd, Búðardal, Laxárdal en sú leið er samtals 137 km.
Spurning fyrir þá sem búnir eru að aka Holtavörðuheiðina 100 sinnum að prófa þessar 2 nýju leiðir?
Einnig mætti skoða þann möguleika að laga Haukadalsskarðsveg sem er eitthvað um 23 km spotti sem liggur frá Holtavörðuheiði niður í Haukadal.
Til að ferðamenn vilji fara inn á svona svæði, þá þarf að skapa skemmtilega hringtengingu og væri þá gott að aka að sumri til þá leið og svo til baka jafnvel fallega leið upp úr Gilsfirði yfir Steinadalsheiðina.
Hugmyndir hafa verið uppi um að brúa Hrútafjörð á móts við Reykjarskóla

Reykjarskóli í Hrútafirði ásamt byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Búðardalur loftmynd

Búðardalur loftmynd (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Búðardalur

Verslunin í Búðardal (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Brattabrekka með Baulu í bakgrunni

Brattabrekka (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Höfum setið eftir í uppbyggingu ferðaþjónustu" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2007 | 14:41
Hér eru myndir af ungunum 15 dögum áður :)
Gæsin AVP er hér með mikinn fjölda af ungum á eftir sér

Gæsin AVP (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá aðsetur hinnar margfrægu lögreglu á Blönduósi. Það eru ófáir bílaeigendur sem hafa verið stoppaðir í umdæmi hennar fyrir of hraðann akstur.

Lögreglan á Blönduósi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki er ólíklegt að Húnavatnssýslan sé stærsta hraðahindrun landsins fyrir óþolinmóða ökumenn!
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
AVP heldur upp á afmæli Blönduóss |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2007 | 10:57
Reikniskekkja? - Ótrúlegar tölur ef rétt er :)
Spurning hvort að reikniskekkjan sé í þessu húsi

Orkuveita Reykjavíkur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eða þá hjá blaðamönnum mbl.is
sem eru þá í þessu húsi

Morgunblaðið (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Stærstu fljót landsins geta státað af 2-300 rúmmetrum af vatni á sekúndu! Við skulum vona að Reykjavík sé ekki að fara á kaf!
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Höfuðborgarbúar duglegir að vökva |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.7.2007 | 22:42
300 rúmmetrar á sekúndu!
Þrátt fyrir mikla þurrka undanfarið, þá virtist vera töluvert rennsli í ánni. Þegar bakkarnir voru skoðaðir betur, þá mátti sjá hvað áin hefur náð hátt upp á bakkana þegar jökulsáin rann þar um áður. Nú blasti við flott gljúfur og sorfin botn árinnar sem menn hafa ekki átt kost á að sjá áður.
Nú er verið að hleypa um 300 rúmmetrar á sekúndu í ánna og grunar mig að þar sé verið að bæta meiru í ánna en venjulegt meðalrennsli fyrri ára hefur verið. Ætla má að þarna sé komið vatnsmesta fljót landsins á meðan á þessu stendur.
Hér má svo sjá ofan í tómt Hafrahvammagljúfur vikuna þar á undan.

Hafrahvammagljúfur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Annars eru líklega vatnsmestu fljótin í dag Ölfusá (Hvítá + Sogið) og svo Þjórsá
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. Það er víst vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig fyrir þá sem huga að því að fara í skoðunarferð um gljúfrið að neðanverðu :|
![]() |
Hægt hefur verið á fyllingu Hálslóns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.7.2007 | 08:02
Þá eru sumarfríin byrjuð á kostnað skattborgaranna :)
Mikið er það nú gleðilegt að ráðamenn skuli geta skroppið í svona afslöppunarferðir.
:)
![]() |
Í heimsókn til Moskvu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)