21.7.2007 | 22:21
Seyðisfjörður - Myndir

Seyðisfjörður Kajakferð (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
El Grilló var sökkt 10. febrúar 1944. Skipið var 10 þúsund lesta olíubirgðaskip Bandamanna sem þrjár þýskar flugvélar gerðu sprengjuárás á í síðari heimsstyrjöldinni á Seyðisfirði.
Skipið var vel vopnað, með tvær fallbyssur, fjórar loftvarnabyssur og fjórar rakettubyssur. Eins voru djúpsprengjur um borð.
El Grilló liggur á 30-40 metra dýpi á botni Seyðisfjarðar og er vinsælt er að kafa niður að skipinu.

Köfunarbúnaður (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Dömurnar á staðnum verkja athygli hungraðra ferðamanna :)

Hótel Aldan er vinsælt kaffihús. Hér sitja tvær ungar blómarósir og sötra kaffi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
LungA lýkur í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2007 | 19:07
Gott er að fá fylgd yfir Krossána frá skálavörðum

Hér er bíll frá Ísafold að fara yfir Krossá (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Gott er að fá fylgd yfir Krossána frá skálavörðum og er engin skömm af því þó svo að menn séu á stórum jeppum.

Hér fer traktor skálavarða í Þórsmörk, Langadal yfir Krossá(klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ef vatn fer inn á mótor, þá getur stundum þurft að kaupa alveg nýjan mótor. Hér fór smá vatn inn á dísel mótor og við það myndast gufusprenging sem getur beygt stimpilstöngina eins og sjá má á eftirfarandi mynd.

Bogin stimpilstöng (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ódýrasta tryggingin þegar verið er að fara yfir stórar ár er að vera með snorkel eða búnað sem tekur loft inn á mótor uppi við toppinn á bílnum. Sumir hafa útbúið loftinntakið þannig að í stað þess að taka loft utan frá, þá er loftið tekið inn á mótor innan úr farþegarýminu rétt á meðan verið er að keyra yfir ánna. Oft er loftinntakið neðarlega í grillinu að framan og gerist það stundum að bílinn ryður á undan sér vatninu og nær þá vatnið upp í loftinntakið. Stundum er einföld lausn að taka loftinntakið úr sambandi rétt á meðan verið er að aka yfir ánna og þá er síuhúsið opnað sem liggur oft hærra í vélarrúminu.
Hér er stór jeppi á 46" dekkjum að fara yfir Markarfljótið.

Ekið yfir Markarfljótið við erfiðar aðstæður (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Lentu í ógöngum í Krossá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.7.2007 | 17:17
Nýherji - Myndir

Nýherji (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Nýherji (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Hagnaður Nýherja 209 milljónir á fyrri hluta ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2007 | 14:05
Hornvík - myndir og kort

Hornvík (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá loftmynd af Hornbjargi

Hornbjarg (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá kort af Hælavíkurbjargi, Hornvík og Hornbjargi.

Hælavíkurbjarg, Hornvík og Hornbjarg (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Slösuð kona sótt í Hornvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2007 | 07:52
Myndir - Hafnarfjörður miðbær

Viðbygging við kirkjuna í miðbæ Hfanarfjarðar (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Höfninni í Hafnarfirði hefur stækkað mikið eins og sjá má

Loftmynd af höfninni í Hafnarfirði (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér eru svo byggingar sem notaðar voru fyrir fiskverkun að víkja fyrir íbúarhúsnæði!

Uppbygging á miðbænum í Hafnarfirði (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Tekist á um turna í miðbænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2007 | 06:49
Kleppsvegur - Myndir og saga

Loftmynd af Kleppsveg (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við Kleppsveg og Sæbraut má finna fallegt svæði sem heitir Laugarnes. Jörðin Laugarnes var eitt þriggja stórbýla á "Seltjarnarnesi". Hinar eru Vík (Reykjavík) og Nes við Seltjörn. Lauganesjörðin var stór, hún náði þvert yfir ,,Seltjarnarnesið.
Árið 1898 var reistur holdsveikraspítala í Laugarnesi, þar hefur verið braggahverfi og herinn verið með aðstöðu, frægur kirkjustaður og íbúðarbyggð. Nú má finna þar Listasafn Sigurjóns Ólafssonar og nokkur íbúðarhús.

Loftmynd af Laugarnesi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Frægur Íslenskur kvikmyndaleikstjóri býr á þessum stað og hafa verið miklar deilur um svæðið. En á svæðið hefur verið safnað miklu dóti frá ýmsum kvikmyndarafrekum leikstjórans og þar innan um hefur myndast mikið fuglalíf.

Hrafn Gunnlaugsson, kvikmyndaleikstjóri og íbúi á Laugarnestanga (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Annars er mjög áhugaverður linkur um kvikmyndagerð á íslandi HÉR
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Hávaðasamt á Kleppsvegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað veldur?
Upplausn á því fjölskylduformi sem við höfum lengst af búið við í gegnum aldirnar er að breytast.
Börn og gamalmenni sett á stofnanir á meðan restin vinnur fyrir landsins gagni og nauðsynjum.
Væri ekki ráð að sameina leikskóla og öldrunarstofnanir?
Þessir unglingar í dag hefðu gott að því að hlusta aðeins á þá sem eldri eru.
:)
![]() |
Ömmu hent á haugana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.7.2007 | 07:43
Fram til þessa hafa minnisvarðar reistir konum í Reykjavík verið nánast nafnlausir.
Það eru mjög fá dæmi um að minnisvarðar reistir í nafni kvenna hafi verið reistir til heiðurs ákveðnum konum. Ef minnisvarðar karla eru skoðaðir, þá er ekki þverfótað fyrir þeim í borginni.
En sjálfsdýrkun karla hefur því miður verið meiri meðal karla en kvenna í gegnum tíðina.
Hver ætli sé ástæðan?
![]() |
Minnisvarði um Bríeti mun rísa í miðborginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
En þar kom Arngrímur "einkaflugmaður" hjá Atlanta fljúgandi inn á stærstu einkaflugvélinni inn á svæðið (747) árið 2002 :)
Í fylgd með honum var full vél af flugáhugamönnum frá Íslandi.
Loftmynd af svæðinu tekin úr þyrlu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á einu af mörgum flugsöfnum á svæðinu mátti sjá þessa frægu flugvél.
Mynd af Spirit of St. Louis sem var á sýningunni. En Charles Lindbergh var fyrstur til að fljúga yfir Atlantshafið einn frá New York til Paris á þessari vél. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Spurning hvað hefur komið upp á hjá Grænlandsförunum sem eiga að vera með margfallt betri græjur að öllu leiti miða við hvað Lindbergh hafði í sínu flugi.
En veit einhver hvaða bíll þetta er? Eða er þetta flugvél?
Hér má sjá bíl sem smíðaður var fyrir myndina " The Man With the Golden Gun" (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En James Bond, eða 007 fékk þennan sérsmíðaða bíl frá Taylor nokkrum sem hannaði þennan bíl á sínum tíma og kallaði Aerocar
Og svo hér í lokin, þá má sjá flotta hönnun á flugvél þar sem vængurinn er hringur utan um vélina
Flugvél með hringvæng (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En James Bond, eða 007 fékk þennan sérsmíðaða bíl frá Taylor nokkrum sem hannaði þennan bíl á sínum tíma og kallaði Aerocar
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Loftfar brotlendir á Grænlandsjökli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.7.2007 kl. 07:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2007 | 08:13
Nýjar loftmyndir af svæðinu við Úlfarsfell

Loftmynd af nýju byggingarsvæði undir Úlfarsfelli (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Önnur lóðaúthlutun í Úlfarsárdal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)