Jökulsárlón - Sannkallað himnaríki á jörðu

Jökulsárlónið eða Breiðamerkurlón er líklega einn alflottasti staður á íslandi

Hér er ein fyrsta víðmyndin sem var tekin í Íslandsbókina sumarið 1996. Það er ekki annað að sjá að lónið sé að virka vel enn þann daginn í dag.

Jökulsárlón Breiðamerkurlón (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er mín uppáhalds mynd af lóninu. Sólin að koma upp í austri.

Jökulsárlón Breiðamerkurlón (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Lónið hefur verið mikið notað til að kvikmynda og hafa margar þekktar myndir verið filmaðar þarna. Einnig er töluvert um að teknar séu auglýsingar á lóninu.

Hér er verið að kvikmynda á Jökulsárlóninu með mjög víðri kvikmyndatökuvél (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Alltaf gaman að ná svona flottri mynd

Mynd tekin ofan á mótordreka í lágflugi yfir jökulsárlóninu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekki slæmt að smakka á 1000 ára gömlum klaka sem veiddur er upp úr jökulsárlóninu fyrir ferðamenn.

Hér er ferðamaður að smakka á ísnum úr lóninu. Eitthvað er um að ísinn sé fluttur út til Englands þar sem að hann er notaður í Vodka og heyrist þá braka og bresta í þéttpressuðum ísnum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér hlustar leiðsögumaður á brestina í ísnum áður en hann svolgrar í sig Vodka kældum með Vatnajökulsískubbum.

Mynd úr útskriftarferð leiðsögumanna þar sem farið var í kringum landið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Listaverk náttúrunnar eru endalaus. Ekkert er eins flott og lónið á góðum degi. Þá nær ísinn að spegla sig í lóninu

Aðeins sést lítill hluti af ísnum eða um 10% (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Oft er þraunkt á þingi í bátunum. Hér er hópur Spánverja á hringferð um landið. Ótrúleg ferð :)

Spánverjar á siglingu um lónið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Aðsókn að Jökulsárlóni alltaf að aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á íslandi er ótrúlegur fjöldi af golfvöllum og margir möguleikar í boði

Fjöldi valla er ótrúlegur miða við höfðatölu og þá má líka finna á ótrúlegustu stöðum. Áætlaður fjöldi á landinu er á bilinu 50 - 60 talsins. Hægt er að spila golf uppi á jöklum með rauðum kúlum eða hvítum kúlum á svörtum sandi eftir endilangri suðurströndinni. Svo má spila í 24 tíma í miðnætursólinni fyrir norðan eða þá á upplýstum gólfvelli í svartasta skammdeginu.

Í Hafnarfirði eru tveir golfvellir. Hér má sjá skemmtilega mynd af "karli" á golfvellinum í Hvaleyrarholtinu. Gaman er að sjá hversu vel hefur tekist til við að byggja völinn inn í hraunið.

Hvaleyrarvöllur Hafnarfirði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í Hafnarfirði eru tveir golfvellir. Hér má sjá golfvölinn á Hvaleyrarholti

Hvaleyrarvöllur Hafnarfirði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Í Hafnarfirði eru tveir golfvellir

Básar, Golfklúbburinn Grafarholti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Yfir vetratímann, þá er auðvelt að spila gólf á þessum stað. Þarna er hægt að slá gólfkúlur fram á nætur í svarta myrkri á upplýstum gólfvelli.

Básar, Golfklúbburinn Grafarholti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Í litlum bæ eins og Hveragerði, má finna tvo gólfvelli

Golfvöllurinn við Hótel Örk í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


og hér er svo aðal gólfvöllur þeirra Hvergerðinga.

Golfvöllurinn í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá fallegan gólfvöll við Þrastalund

Golfvöllur við Þrastalund (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er Selfoss golfvöllur

Golfvöllur við Selfoss (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Birgir Leifur: „Eitt sterkasta Íslandsmót frá upphafi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott :)

Þá er næsta mál á dagskrá að vera viðbúinn þeim aukna fjölda ferðamanna sem munu koma til landsins í kjölfar greinarinnar.

En síðustu daga, þá hef ég verið að vinna að nýrri hugmyndir sem gengur út á að breyta vinsælustu ferðamannaleið landsins "The Golden Circle" í "The Golden Circle Delux"! þar sem bætist við fullt af nýjum möguleikum.

Eins og sjá má á kortunum, þá bætast við ýmsir nýir kostir fyrir ferðamenn. Grunn hugmyndin gengur út á að búa til tvær nýjar megin leiðir sem viðbót við "Gullna Hringinn". En í öllum þeim hugmyndum er reynt að halda inni lykilstöðum eins og Þingvöllum, Gullfossi og Geysi.

Viðbótin er Hvalfjörður sem er langur flottur djúpur fjörður, hvalstöðin, herminjar frá stríðsárunum, ekið á milli jökla, ekið meðfram jökli, ekið yfir hraun, sand, auðnir, stórglæsileg skíðaaðstaða, vélsleðaaðstaða, mikill fjöldi stuttra 4x4 leiða, hæsti foss landsins Glymur 198m hár, flott fjöll, Jarlhetturnar, Skjaldbreiður og Hlöðufell og mikill fjöldi flottra gönguleiða.

Með því að spila meira á þessar nýju leiðir, þá er auðveldara að jafna álaginu á lykilstaðina þannig að það myndist ekki toppar sem erfitt er að ráða við í mat og annarri þjónustu.

Hér má sjá endurbætt kort sem sýnir 3 megin möguleika til að stækka Gullna Hringinn.

Lesa má nánar um hugmyndina hér:

Linkur um umfjöllun um fleiri nýjar leiðir í ferðaþjónustu hér
svo sjá betra kort sem sýnir möguleika á 4x4 leiðum sem hægt er að aka út frá fyrrnefndum hugmyndum hér

Leiðin milli jökla. Þórisjökull - Geitlandsjökull. Ný "The Golden Circle Delux" leið. Aðeins lenging um 30 km miða við núverandi leið og hefur ýmsa hagræðingu í för með sér.

Loftmynd af Þórisjökli og Geitlandsjökli, horft til austurs (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Loftmynd af Þórisjökli og Geitlandsjökli, horft til vesturs (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á næstu mynd má sjá nánar hugmyndir af nýrri og mikið endurbætta leið fyrir ferðamenn frá Reykjavík. En um "Gullna Hringinn" fara um 400 þúsund ferðamenn á ári!

Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En til að byrja með mætti leggja nýja leið inn að Presthnjúkum sem er um 11 km og svo þessa leið hér:

En gott væri að hafa möguleika á að aka niður í Hvalfjörð af Kaldadalsleið eins og sjá má á eftirfarandi korti. Slík leið myndi opna möguleika fyrir ferðamenn að skoða hæsta foss landsins sem er Glymur 198 m hár og svo Hvalfjörðinn sem væri ekki amalegt að skoða frá slíkri leið. Einnig myndi opnast skemmtileg hringleið frá Þingvöllum, um Kaldadal og yfir í Hvalfjörð með gríðarlega fallegu útsýni. Slík leið er um 18 km frá Kaldadal niður í Hvalfjarðarbotn. Svo mætti einfalda leiðina með því að sleppa því að aka upp á Kvígindisfell.

Kort af ökuleið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Einnig er hægt að leggja leiðina frá Reyðarvatni eða inn á Skorradalsleiðina.

Hæðakort af svæði og gönguleið.

Hæðakort af ökuleið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Verðmæt landkynning í Condé Nast Traveler
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæstu byggingar heims - Myndir

Hæstu byggingar heims



Burj Dubai - Dubai Tower
Taiwan
Byggt frá 2005-2009
Hæð : 512.1 metrar (21 júlí 2007) - verður 808 metrar
Hæðir : 162
Kjallarahæðir : ?
Lyftur : ?
Í Burj Dubai - Dubai Tower verða veitingahús, líkamsræktarstöð, skrifstofur, rannsóknarstofur, bókasafn og ráðstefnusalir.


Tapei 101
Taiwan
Byggt frá 1999-2004
Hæð : 509 metrar
Hæðir : 101
Kjallarahæðir : 5
Lyftur : 61
Í Tapei 101 eru veitingahús, líkamsræktarstöð, skrifstofur, rannsóknarstofur, bókasafn og ráðstefnusalir.


Petronas Turnarnir
Kuala Lumpur
Byggt frá 1992 - 1998
Hæð : 452 metrar
Hæðir : 88
Kjallarahæðir : 5
Lyftur : 78
Í Petronas turninum eru aðallega skrifstofur.


Sears Turninn
Bandaríkin
Byggt frá 1972 - 1974
Hæð : 442 metrar
Hæðir : 108
Kjallarahæðir : 3
Lyftur : 104
Í Sears turninum eru skrifstofur.


Jin Mao Turninn
Kína
Byggt frá 1994 - 1998
Hæð : 420 metrar
Hæðir : 93
Kjallarahæðir : 3
Lyftur : 130
Herbergi : 555
Í Jin Mao turninum eru skrifstofur og hótel.


2 International Finance Centre
Kína
Byggt frá 1997 - 2003
Hæð : 415 metrar
Hæðir : 90
Kjallarahæðir : 6
Lyftur : 62
Í 2 International Finance Centre eru skrifstofur og bílastæði.


Citic Plaza
Kína
Byggt frá 1993 - 1997
Hæð : 391 metri
Hæðir : 80
Kjallarahæðir : 2
Lyftur : 35
Herbergi : 598
Í Citic Plaza eru skrifstofur


Shun Hing Square
Kína
Byggt frá 1993 - 1996
Hæð : 384 metrar
Hæðir : 69
Kjallarahæðir : 3
Í Shun Hing eru skrifstofur.


Empire State
Bandaríkin
Byggt frá 1930 - 1931
Hæð : 381 metrar
Hæðir : 102
Kjallarahæðir : 1
Lyftur : 73
Í Empire State eru skrifstofur.


Central Plaza
Kína
Byggt frá 1989 - 1992
Hæð : 374 metrar
Hæðir : 78
Kjallarahæðir : 3
Lyftur : 39
Í Central Plaza eru skrifstofur


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Hæsta bygging í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

og þá er búið að toppa fréttina frá því í gær

Bloggaði um einn sem hafði verið tekinn á 184 km í gær. Það er greinilega eitthvert hraðamót í gangi þessa daganna. Ég reyndi að sýna myndir af því hvar löggan væri að fela sig, en allt kemur fyrir ekki :|

Spurning um að reyna aftur?

Hér er lögreglan staðin að verki við hraðamælingar :)

Ef betur er að gáð þá eru tveir lögregluþjónar steinsofandi í bílnum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Tvöföldun Reykjanesbrautar gengur vel og má sjá mörg stórglæsileg mannvirki eins og þessi hér:

Reykjanesbraut, brú með hringtorgum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Greinilegt er að vegagerðin er framsýn í vegamálum, en búið er að reisa þessi mannvirki þó svo að ekki sé nein byggð í næsta nágreni!

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Tekinn á tæplega 200 km hraða á Reykjanesbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgaraleg óhlýðni kemur ekki á óvart þegar fleiri og fleiri valdhafar þjást af "Breiðavíkur-heila-syndróminu"

Eru menn hissa á því að borgaraleg óhlýðni sé að aukast?

Alvarlegur sjúkdómur sem kalla má "Breiðavíkur-heila-syndrómið" virðist valda mörgum valdhafanum erfiðleikum þessa daganna.

En sá sjúkdómur hefur þau einkenni að valdhafar vilja ekki sjá það sem þeir eiga að sjá!

Kjartan


mbl.is Minni trú á stjórnmálaflokkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru til fleirri góðar leiðir til að fjölga spilum á hendi í ferðaþjónustu á suðausturhorni landsins.

Nýjar byltingakenndar hugmyndir - Breytum vinsælustu ferðamannaleið landsins "The Golden Circle" í "The Golden Circle Delux"!

Lesa má nánar um hugmyndina hér:
Linkur um umfjöllun um fleirri nýjar leiðir í ferðaþjónustu

Leiðin milli jökla. Þórisjökull - Geitlandsjökull. Ný "The Golden Circle Delux" leið. Aðeins lenging um 30 km miða við núverandi leið og hefur ýmsa hagræðingu í för með sér.

Loftmynd af Þórisjökli og Geitlandsjökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á næstu mynd má sjá nánar hugmyndir af nýrri og mikið endurbætta leið fyrir ferðamenn frá Reykjavík. En um "Gullna Hringinn" fara um 400 þúsund ferðamenn á ári!

Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En til að byrja með mætti leggja nýja leið inn að Prestnhjúkum sem er um 11 km og svo þessa leið hér:

En gott væri að hafa möguleika á að aka niður í Hvalfjörð af Kaldadalsleið eins og sjá má á eftirfarandi korti. Slík leið myndi opna möguleika fyrir ferðamenn að skoða hæsta foss landsins sem er Glymur 198 m hár og svo Hvalfjörðinn sem væri ekki amalegt að skoða frá slíkri leið. Einnig myndi opnast skemmtileg hringleið frá Þingvöllum, um Kaldadal og yfir í Hvalfjörð með gríðarlega fallegu útsýni. Slík leið er um 18 km frá Kaldadal niður í Hvalfjarðarbotn. Svo mætti einfalda leiðina með því að sleppa því að aka upp á Kvígindisfell.

Kort af ökuleið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Einnig er hægt að leggja leiðina frá Reyðarvatni eða inn á Skorradalsleiðina.

Hæðakort af svæði og gönguleið.

Hæðakort af ökuleið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Sigurmundur Einarsson og Unnur Ólafsdóttir reka ferðaþjónustuna Viking Tours
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

María bítur veiðiuggann af fyrsta Maríulaxinum sínum :)

Hér tekur álft í loftið á Laxá í kjós. Það má sjá að þarna er stór og mikill fugl á ferð sem þarf langa braut til að komast í loftið.

Álft hleypur í loftið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er hún María að bíta veiðiuggann af fyrsta Maríulaxinum sínum :)

María að bíta veiðiuggan af fyrsta Maríulaxinum sínum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Aðstaðan fyrir veiðimenn er öll til fyrirmyndar í veiðihúsinu í Kjósinni

Veiðihúsið við Laxá í Kjós (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Laxinn gengur þrátt fyrir vatnsleysið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stykkishólmur - myndir

Hér má sjá nokkrar hringmyndir sem ég hef tekið í Stykkishólmi.

Bókasafnið var lengi vel í þessu húsi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Efst á hæðinni má svo sjá þetta glæsilega hús sem gnæfir yfir bæinn. Ekki er langt síðan bókasafnið var í þessu húsi.

Bókasafnið var lengi vel í þessu húsi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá skemmtilega hringmyndir sem tekin er inni í gamla bókasafninu. Þessi myndartaka var gerð fyrir Sagafilm á sínum tíma og var notuð sem leiktjald í 3D vinnslu. Hér var erfitt að fá lýsingu til að ganga upp bæði innan dyra og utandyra!

Fyrir stuttu var komið fyrir vatnasafni hannað af listamanninum Roni Horn í þessu húsi.

Bókasafnið var lengi vel í þessu húsi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Árið 1845 hóf Árni Thorlacius skipulegar veðurathuganir í Stykkishólmi, sem hafa haldist óslitið síðan. Stykkishólmur er því elsta veðurathugunarstöð á Íslandi.

Loftmyndir teknar í hringflugi fisflugmanna um Snæfellsnes

Horft til norðurs yfir bæinn, sjá má Fellsströng og Skarðsströnd í bakgrunni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá höfnina og nýja Breiðafjarðarferjuna Baldur sem siglir yfir Breiðafjörð með viðkomu í Flatey.

Þessi mynd er tekin stuttu eftir að nýja skipið kom á Stykkishólm (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Örnefni eru mörg á svæðinu og eyjarnar margar. Sagt er að eyjarnar á Breiðafirði séu eitt af 3 fyrirbærum á landinu sem ekki er hægt að kasta tölu á. Hin 2 fyrirbærin eru Vatnsdalshólar og vötnin á Arnarvatnsheiði.

Kort af Stykkishólmi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is 5.000 kr. ríkari eftir sundsprett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er Finnafjörður - Myndir

Á mynd má sjá Gunnólsvíkurfjall á Langanesi sem er við umræddan fjörð

Gunnólfsvíkurfjall á Langanesi - Radarstöð (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá Finnafjörð sem getur verið fyrir suma erfitt að "Finna". En á íslandi má finna mörg furðuleg örnefni eins og Staðarstað, Fjörður og fl..

Kort af norðaustur horni landsins þar sem sjá má Langanes og Finnafjörð (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Féll af vélhjóli og slasaðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband