27.7.2007 | 11:34
Hér er greinilega verið að stytta leið úr 37km niður í 15 km
Hér sést vel hvar vegurinn kemur til með að liggja. En hér er horft niður í Gufufjörð og Djúpafjörð.

Nýja leiðin um Barðaströndina (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér sést betur, hvað er verið að tala um. En Það myndi verða sparnaður upp á ca. 22 km ef þessi leið yrði farin.
Kort af svæðinu sem sýnir nýju og gömlu leiðina

Nýja leiðin um Barðaströndina (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þegar ég var að vinna fyrir Skeljung þegar það var og hét, þá sagði Einar Jónsson mér skemmtilega sögu að því þegar hann var að keyra yfir Þorskafjörð á fjöru þar sem nýja vegastæðinu er ætlað að liggja yfir. Hann festi bílinn úti á miðjum firðinum og svo lentu þeir í miklu veseni þegar fór að flæða að. En á þessu svæði er gríðarlegur munur á flóði og fjöru.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Höfða mál gegn umhverfisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.7.2007 | 08:30
Hér eru myndir af kauðum - Ekki fyrir viðkvæma :)
Hér er svo smá samkeppni við örsögur Ellýjar, "alvöru" myndasería fyrir stelpurnar.

Ekki var annað að sjá en að konurnar væru ánægðar sem komu ofan í laugina stuttu seinna (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Heiti fossinn í Laugarvalladal er mjög vinsæll hjá ferðamönnum

Íslenskur karlmaður baðar sig í heita fossinum í Laugarvalladal (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. spurning hvað þessi frétt fær að hanga lengi inni :)
![]() |
Strípalingar handteknir í Mosfellsbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.7.2007 | 00:21
Þetta er búið að vera þekkt vandamál lengi á þessum stað.
Hér er mynd af Dyrhólaey á góðum degi

Dyrhólaey (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ég þurfti fara með farþega snemma á þessu ári út í eyjuna og þá var 50 cm vatn yfir veginum á stórum kafla og ís á vatninu. Það fór ekki vel með bílinn að þurfa að aka á ískantinn. En mikið var ég hissa þegar ég sá einn útlendinginn stefna út í eyjuna á sendibíl og mátti þakka fyrir að ekki færi illa. En ef hann hefði ekið út af veginum í vatninu þá hefði viðkomandi geta lent í stóru tjóni. Ekki voru nein skilti sem aðvöruðu eða lokuðu veginum þarna út í eyjuna.

Grandalaus pólverji ekur yfir vaðið og mátti þakka fyrir að ekki illa færi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ég gat lítið annað gert en að láta blessaða manninn vita að hann væri að taka mikla hættu að aka svona litlum og lágum bíl yfir þetta vað og benti honum á að aka strax yfir aftur á eftir mér "mjög varlega" svo að það færi ekki vatn inn á loftinntakið hjá honum". Allt fór vel að lokum og ef myndaserían er skoðuð betur þá má sjá að þetta er töluverð leið sem þarf að aka í vatni :)

Íslenskt vegakerfi lætur ekki að sér hæða og hvers eiga útlendingar að gjalda, en hér ekur hann til baka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Vegkantur gaf sig undan rútu við Dyrhólaey |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 28.7.2007 kl. 06:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.7.2007 | 18:10
Fréttir úr fjölmiðlum í dag af stækkunarhugmyndum á Gullna Hringnum

Hér má sjá hugmyndir um hvernig gera má Gullna Hringinn betri og fjölbreyttari fyrir ferðamenn (klikkið á mynd til að sjá hugmyndir af skíðasvæði á Þórisjökli)
Eins og sjá má á greininni, þá virðist fólk þurfa að skoða málið aðeins betur. Það sem að fer mest í taugarna á mér er að þurfa að aka sama legginn fram og til baka. Það á að hanna svona leiðir sem hringleiðir. Ef ekið er frá vegamótunum þar sem farið er frá Geysi niður á Laugarvatn eða Skálholt, þá er sá leggur 32 km sem þarf að aka fram og til baka! Betra væri að nota þann spotta til að aka upp fyrir Gullfoss til jökla og þaðan jafnvel niður í Hvalfjörð fram hjá Glym, Hvalstöðinni og fl. flottum stöðum.
Hér er að finna upptökur úr þættinum Í Bítið á Bylgjunni
Tenging á viðtal við undirritaðan um málið sama dag
Svo má ekki gleyma hugmyndunum um alla þá möguleika sem skíðaíþróttin gæti fengið á svona svæði

Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
4 linkar á eldra blogg um sama mál:
Nýjar byltingakenndar hugmyndir - Breytum vinsælustu ferðamannaleið landsins
Mál sem mér er hugleikið - Stækkum Gullna Hringinn og fjölgum möguleikum
Ýmsir nýir kostir fyrir ferðamenn
Það eru til fleirri góðar leiðir til að fjölga spilum á hendi í ferðaþjónustu á suðausturhorni landsins.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Ferðalög | Breytt 28.7.2007 kl. 06:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.7.2007 | 06:17
Myndir - Laxárgljúfur - Stóra Laxá í Hreppum
Ég átti þess kost á að fljúga yfir Laxárgljúfur í september árið 2005 og tók þá þessa myndaseríu.

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Flogið er upp eftir gljúfrinu til norðurs

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Flogið er upp eftir gljúfrunum til norðurs

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
og eins og sjá má á eftirfarandi myndum, þá eru gljúfrin hrikaleg í alla staði

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á svæðinu er auðmótanlegt móberg eða sandsteinn sem vatn og vindur á auðvelt með að forma

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þetta er eitt hrikalegasta gljúfur sem finna má á Suðurlandi

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Margar kynjamyndir má sjá á leið sinni upp eftir gljúfrinu

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér kemur svo sjálf Laxáin úr austri inn í gljúfrið og það merkilega er að hún kemur einhvern spotta úr austri en þar rennur svo áin til norðurs á kafla og virðist vera uppsprettuvatn af heiði sem liggur austan megin við þessi hrikalegu gljúfur.

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ef haldið er svo áfram upp með lítilli hliðará sem heitir Leirá sem kemur úr norðri, þá er komið að línuvegi þar sem auðvelt er að koma að gljúfrinu ofan frá. Gönguleið liggur með gljúfrinu að vestanverðu en það þarf að fara yfir nokkur gil og gljúfur að austanverðu.

Hliðará sem rennur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á sínum tíma útbjó ég ásamt Ingu Sigríði Ragnarsdóttur og Ásgerði Einarsdóttur verkefni í gönguleiðsögn í MK. Fyrir valinu var að ganga um þetta svæði þar sem fara átti frá Kaldbak meðfram gljúfrinu að austanverðu upp í Kerlingarfjöll.
Ætli Ásgeir Gestsson fyrrum bóndi frá Kaldbak og fjallkóngur þeirra Hrunamann til margra ára, sé ekki sá sem hefur eina mestu þekkingu á svæðinu. Þegar ég leitaði til hans út af verkefni mínu á sínum tíma, þá var að heyra að hann þekkti hvern þumlung svæðisins.
En hér má sjá smá brot úr verkefninu sem var aðeins um eitt af mörgum verkefnum sem nemendur leiðsöguskólans bjuggu til á meðan á námi stóð.
Gönguleið: (6 göngudagar)
Vegalengd: Akstur 250 km, Ganga 87,3 km auk gönguferðar í Kerlingarfjöllum, um 10 km
Hækkun/Lækkun : Kaldbakur 220 m Geldingarfell 758 m Svínárnes 400 m Fosslækur 460 m Kerling 940 m Ásgarður í Kerlingafjöllum 680 m
Göngutími: Alls um 20 klst.
Gist í skálum: Hallarmúli, Helgaskáli, Svínárnes, Fosslækur og Kerlingarfjöll
Matur og útbúnaður borinn á bakinu í 5 daga, þó er matarburði skipt í tvennt, matur ferjaður um miðbik ferðar og matur fyrir lok ferðar ferjaður í Kerlingarfjöll og gengið þar með dagspoka
Erfiðleikastig: Meðalerfitt, með möguleikum á meira krefjandi köflum
Vöð: 4 stór og nokkur minni, í upphafi ferðar
Hér læt ég fylgja með myndir + teikningar úr umræddu verkefni sem sýnir aðeins 2 fyrstu daga ferðarinnar sem hefst frá bænum Kaldbak. En þar býr nú fyrrum ritstjóri Jónas Kristjánsson.

Kaldbakur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Fyrsta daginn er gengið frá Kaldbak, vaðið yfir Stóru-Laxá og gengið upp að fallegum fossi Skillandsárs og endað í skála í Hallarmúla.

Skillandsárfoss (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Næsta dag er svo gengið til baka að gljúfrunum að austanverðu

Jólgeirsstaðir, Klofkerling, Krossgil, Kambur, Kambshorn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo haldið áfram upp með gljúfrinu yfir Uppgöngugil í átt að Miðgili. Ef myndin er skoðuð nánar, þá má sjá pínulítinn mótordreka yfir gljúfrinu. Þetta sýnir vel stærðarhlutföllin.

Uppgöngugil, Miðgil, Illaver, Fremra-Rótargil (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Laxárgljúfur á leið frá Hallarmúla upp í Helgaskála.

Mynd tekin við Innra-Rótargil (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er krækt fyrir gilið þar sem Stóru-Laxá og Leirá koma saman og svo vaðið yfir Stóru-Laxá á móts við Helgaskála

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En eins og sjá má, þá er íslensk náttúra stórbrotin og varasöm. En benda má á að leiðin vestanmegin við gljúfrin henta mun betur til göngu. Þessi ferð var svo m.a. hugsuð með möguleika á að vera með fullkomin klifurbúnað meðferðis þar sem hægt væri að síga niður í gljúfrið á nokkrum stöðum. Á síðustu myndinni má sjá hvar bíl hefur verið lagt. En hægt er að aka eftir línuvegi frá Þjórsárdal og niður í hreppa í áttina að Gullfossi með viðkomu á þessum stað.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Mikið slasaður eftir að hafa fallið niður Laxárgljúfur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 28.7.2007 kl. 06:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.7.2007 | 21:25
Flaug um Vestfirðina í gær og tók þá þessar myndir af heimabæ Einars - Flateyri og næsta nágrenni

Flateyri (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Önundarfjörður, flugvöllurinn á Hvítasandi og Flateyri

Önundarfjörður, flugvöllurinn á Hvítasandi og Flateyri (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á firðinum mátti sjá bátinn Ölduna frá Ísafirði vera að huga að veiðafærum sínum.

Veiðibáturinn Aldan (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. fjallað var víða um ferðalagið í Vestfirskum fjölmiðlum.
Frétt frá bb.is - Fisvélaferðin um Vestfirði var engu lík
Frétt frá bb.is - Á leið í hádegismat á Ísafirði
Hlynur Þór Magnússon bloggað um flugið
![]() |
Mikill fjöldi við kveðju- og minningarathöfn um Einar Odd Kristjánsson |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 28.7.2007 kl. 06:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2007 | 14:45
Myndir - Hestagjá - Hakið - Þingvöllum

Hestagjá - Hakið - Þingvöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Eldur á klettasyllu í Hestagjá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 28.7.2007 kl. 06:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2007 | 07:00
Mál sem mér er hugleikið - Stækkum Gullna Hringinn og fjölgum möguleikum

Hér má sjá hugmyndir um hvernig má gera Gullna Hringinn betri og fjölbreyttari fyrir ferðamenn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Ferðalög | Breytt 28.7.2007 kl. 06:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2007 | 06:23
Vatnsendahæð - Myndir

Sendi- og móttökuloftnet af ýmsum stærðum og gerðum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Nota Vatnsendahæð sem öskuhaug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 28.7.2007 kl. 06:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2007 | 23:59
Lakkskógarströnd :)
Ég hef heyrt því fleygt að Skógarströnd hafi fengið nafnið Lakkskógarströnd á sínum tíma. En þá áttu svo margir lögmenn að hafa átt jarðirnar og veiðirétt á svæðinu.
Ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti það :)
![]() |
Bílvelta á Skógarstrandavegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)