Jökulsárlón - Sannkallað himnaríki á jörðu

Jökulsárlónið eða Breiðamerkurlón er líklega einn alflottasti staður á íslandi

Hér er ein fyrsta víðmyndin sem var tekin í Íslandsbókina sumarið 1996. Það er ekki annað að sjá að lónið sé að virka vel enn þann daginn í dag.

Jökulsárlón Breiðamerkurlón (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er mín uppáhalds mynd af lóninu. Sólin að koma upp í austri.

Jökulsárlón Breiðamerkurlón (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Lónið hefur verið mikið notað til að kvikmynda og hafa margar þekktar myndir verið filmaðar þarna. Einnig er töluvert um að teknar séu auglýsingar á lóninu.

Hér er verið að kvikmynda á Jökulsárlóninu með mjög víðri kvikmyndatökuvél (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Alltaf gaman að ná svona flottri mynd

Mynd tekin ofan á mótordreka í lágflugi yfir jökulsárlóninu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekki slæmt að smakka á 1000 ára gömlum klaka sem veiddur er upp úr jökulsárlóninu fyrir ferðamenn.

Hér er ferðamaður að smakka á ísnum úr lóninu. Eitthvað er um að ísinn sé fluttur út til Englands þar sem að hann er notaður í Vodka og heyrist þá braka og bresta í þéttpressuðum ísnum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér hlustar leiðsögumaður á brestina í ísnum áður en hann svolgrar í sig Vodka kældum með Vatnajökulsískubbum.

Mynd úr útskriftarferð leiðsögumanna þar sem farið var í kringum landið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Listaverk náttúrunnar eru endalaus. Ekkert er eins flott og lónið á góðum degi. Þá nær ísinn að spegla sig í lóninu

Aðeins sést lítill hluti af ísnum eða um 10% (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Oft er þraunkt á þingi í bátunum. Hér er hópur Spánverja á hringferð um landið. Ótrúleg ferð :)

Spánverjar á siglingu um lónið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Aðsókn að Jökulsárlóni alltaf að aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband