Gott er að fá fylgd yfir Krossána frá skálavörðum

Á heitum dögum getur Krossá vaxið gríðarlega mikið og eru margir bílar búnir að skemmast í ánni. Áin grefur sig mikið og breytir oft um farveg. Best er að fara yfir jökulár fyrri part dags. Þegar ekið er yfir ár er best að keyra yfir á broti og undan straumnum.

Hér er bíll frá Ísafold að fara yfir Krossá (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Gott er að fá fylgd yfir Krossána frá skálavörðum og er engin skömm af því þó svo að menn séu á stórum jeppum.

Hér fer traktor skálavarða í Þórsmörk, Langadal yfir Krossá(klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef vatn fer inn á mótor, þá getur stundum þurft að kaupa alveg nýjan mótor. Hér fór smá vatn inn á dísel mótor og við það myndast gufusprenging sem getur beygt stimpilstöngina eins og sjá má á eftirfarandi mynd.

Bogin stimpilstöng (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ódýrasta tryggingin þegar verið er að fara yfir stórar ár er að vera með snorkel eða búnað sem tekur loft inn á mótor uppi við toppinn á bílnum. Sumir hafa útbúið loftinntakið þannig að í stað þess að taka loft utan frá, þá er loftið tekið inn á mótor innan úr farþegarýminu rétt á meðan verið er að keyra yfir ánna. Oft er loftinntakið neðarlega í grillinu að framan og gerist það stundum að bílinn ryður á undan sér vatninu og nær þá vatnið upp í loftinntakið. Stundum er einföld lausn að taka loftinntakið úr sambandi rétt á meðan verið er að aka yfir ánna og þá er síuhúsið opnað sem liggur oft hærra í vélarrúminu.

Hér er stór jeppi á 46" dekkjum að fara yfir Markarfljótið.

Ekið yfir Markarfljótið við erfiðar aðstæður (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Lentu í ógöngum í Krossá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þetta var eini bílinn sem fór yfir Markarfljótið þennan daginn. Hinir urðu að snúa frá því að þessi átti í töluverðum erfiðleikum með að komast yfir fljótið og mátti þakka fyrir að sleppa yfir ánna.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 21.7.2007 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband