13.12.2007 | 23:07
SKÁLAFELL MYNDIR

Fjarskiptasendir á Skálafelli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er eðlilegt að það mælist svona mikill styrkur á vindi uppi á fjallstoppi. Það er ekki alveg hægt að bera það saman við þann vindstyrk sem mælist á jörðu niðri. En vindhraði eykst með hækkandi hæð.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
64 metrar á sekúndu á Skálafelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.12.2007 | 21:56
Hvar kemur þessi olíuhreinsistöð til með að rísa? Mynd + kort
Fínar myndir ásamt loftmynd af svæðinu með örnefnum má einnig sjá hér (ef klikkað er á gulu punktana á sumum myndanna, þá koma upp örnöfnin sem er undir viðkomandi punkt):
http://www.mr.is/~gk/hvesta/hvesta.htm
En myndirnar sem linkurinn vísar á eru unnar af Guðbjarti Kristóferssyni
Á myndinni er horft til norðurs þar sem má sjá Arnarfjörð og þar sem glittir í gulan sandinn er Hvestudalur þar sem áin Vaðall rennur.

Hornið sem dökka skuggann ber á heitir Nónhorn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo kort af má Hvestudalur, Arnarfjörður, Nónhorn

Hvestudalur, Arnarfjörður, Nónhorn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Skýrslur um hugsanlega olíuhreinsistöð kynntar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.12.2007 | 19:35
NÝJAR MYNDIR AF FLUGVÉL SEM FAUK Í VONDA VEÐRINU
Þessi fisflugvél má muna fífil sinn fegri. Ný vél sem aðeins er búið að fljúga 40 tíma er mjög illa farin eins og sjá má á eftirfarandi mynd.

Mynd af fisflugvél sem fauk í vonda veðrinu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Mynd af fisflugvél sem fauk í vonda veðrinu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Mynd af fisflugvél sem fauk í vonda veðrinu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Ísskápur á flugi í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flug | Breytt 14.12.2007 kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.12.2007 | 11:23
Umboðsmaður Alþingis endurkjörinn!
12.12.2007 | 13:12
Þetta eru ekki nein ný sannindi!
Hvaða bull er hér í gangi. Það er eins og verið sé að komast að einhverju sem er löngu vitað.
Það hefur verið vitað lengi hvernig samspil sólar, sólvinda og svo segulsvið jarðarinnar háttar og hvernig myndun norðurljósa á sér stað.
Það nægir að líta upp þar sem næsta flúr-ljósapera er. En þar erum við að sjá svipaða virkni!
![]() |
Telja orkuuppsprettu norðurljósanna fundna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.12.2007 | 08:22
KVÍABRYGGJA ER FLOTTUR STAÐUR
Undir fjallinu að norðan verðu, má sjá lúxus fangelsið Kvíabryggju sem er hannað fyrir þá sem stunda hvítflippaglæpi.
Þarna þurfti ónefndur stjórnmálamaður að gista óvart vegna tæknilegra mistaka sinna.
Hann var ekki lengi að beita pólitískum áhrifum sínum til að fá að stunda ríkisstyrkta listsköpun og ný lúxus rúm voru pöntuð snarlega á staðinn svo að það færi nú örugglega betur um kauða.

Kvíabryggja séð úr lofti með fjallið Kirkjufell í baksýn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Afplána á Kvíabryggju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.12.2007 | 20:23
Brýnt er að koma sem flestum lögnum í jörðu á viðkvæmum stöðum
Það er víða sem að maður er á ferð um ósnortna náttúru landsins að maður lendir í því að háspennulínur blasa fyrir augum þar sem síst skyldi.
Spurning um að bæta inn í svona hugmyndavinnu að reyna að samræma lagnir á vegum, vatnslögnum, raf- og háspennulögnum.
Það verður þó að viðurkennast að framkvæmdir við virkjanir og fleira á hálendi landsins hefur kallað á vegakerfi sem ísendingar og ferðamenn hafa fengið að njóta.
Hér má sjá sjá 2 háspennulínur sem liggja rétt við Háafoss sem er efst í Þjórsárdal.

Háspennulínur við Háafoss fyrir ofan Þjórsárdal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Línan vinstra megin er ný og var lögð á mettíma vegna stækkunar á Norðurál.
Nú hefur kostnaður við að leggja jarðstrengi lækkað mikið. Verð á lagningu á jarðstreng samanborið við loftlínur er frá því að vera lítið hærri upp í tífallt verð sem hlýtur þá að ráðast af því hvað háa spennu er verið að flytja og svo hvernig jarðvegurinn er.
Háafoss sem er efst í Þjórsárdal.

Háiafoss fyrir ofan Þjórsárdal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Vilja móta stefnu um raflínur í jörð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.12.2007 | 19:55
Nýtt nákvæmt kort að jarðskjálftum við Upptyppinga!
Svo er að sjá að óróinn á svæðinu færist stöðugt í aukana og ef tölugildin á vef Veðurstofunnar eru skoðuð nánar, þá má sjá að það grynnkar stöðugt á óróanum við Álftarnesdyngju.
Ég útbjó kort sem er í meiri gæðum en það sem Veðurstofan er að bjóða upp á á sínum vef og lagði þeirra gögn yfir kortið og fékk ég þá þetta kort hér:

Kort af svæði þar sem virknin er mest í kringum Upptyppinga (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þarna má sjá svæðið frá Kárahnjúkum að Öskju. Einnig er ég búinn að útbúa hæðargraf eða þversnið af svæðinu þar sem rauða línan er teiknuð inn á kortið. Það graf má sjá í athugasemdum sem koma með þessari færslu.
Samkvæmt kortinu, þá virðist mesta virknin vera aðeins til hliðar austan megin við Upptyppinga.
Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virknina á Vatnajökli eins og hún er núna

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar af Vatnajökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Ekkert lát á jarðskjálftum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jarðfræði | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
9.12.2007 | 16:35
Kort og myndir - Smá viðbót út af skjálftunum við Upptyppinga
Þórður spurði um myndir af svæðinu við Álftarnesdyngju, en því miður gat ég ekki fundið sjálft örnefnið af Álftadalsdyngju í mínum kortum. Í staðin fann ég dalinn sem hún er líklega kennd við.
Ég útbjó kort sem er í meiri gæðum en það sem Veðurstofan er að bjóða upp á á sínum vef og lagði þeirra gögn yfir kortið og fékk ég þá þetta kort hér:

Kort af svæði þar sem virknin er mest í kringum Upptyppinga (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þarna má sjá svæðið frá Kárahnjúkum að Öskju.
Samkvæmt kortinu, þá virðist mesta virknin vera aðeins til hliðar austan megin við Upptyppinga.
Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virknina á Vatnajökli eins og hún er núna

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar af Vatnajökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það hafa oft orðið flóð eða hlaup ekki langt frá þar sem óróinn er núna. Þessi brú liggur yfir Kreppu, en þar verða oft mikil flóð. Síðast þegar það gerðist, þá hvarf vegurinn á stórum kafla við brúnna.

Brúin yfir Kreppu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá flug yfir svæðið ef einhver getur áttað sig á þessum myndum. En flogið er frá Öskju í átt að Grágæsavötnum.

Flug yfir Jökulsá á Fjöllum, Kreppu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þessi mynd er tekin 2006 af gömlum Volvo herbíl sem var stopp úti á miðri sandauðninni nánast á svæðinu þar sem skjálftamiðjan er núna.
Hér var á ferð hópur af ungmennum sem voru að "stytta" sér leið frá suðurlandinu norður í land. Þau völdu bara Gæsavatnaleið sem er ekki talin sú þægilegasta.

6 hjóla Volvo bilaður (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Bílinn var vægast sagt frekar illa búinn til að takast á við svona erfiða ferð. Eldsneyti búið og ýmsi vandamál búinn að vera á leiðinni.
Hér má sjá Herðubreið og Herðubreiðartögl og Upptyppinga eða svæðið þar sem upptök skjálftana hafa verið.

Herðubreið og Herðubreiðartögl (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá brúnna yfir Jökulsá á Fjöllum og hvar líklegt svæði gæti verið þar sem eldgos gæti hafist

Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Jarðfræði | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.12.2007 | 13:17
Flott framtak hjá þingmönnum - Til hamingju :)
Þar sem að ég á erfitt með að leyna gleði minni við svona frétt, þá læt ég bloggið sem að ég skrifað hér fyrir stuttu birtast aftur.
Í uppsveitum Borgarfjarðar rakst ég á mikinn fjölda af Geitum og var ekki annað að sjá en að það lagðist vel í þá erlendu ferðamenn sem voru með í för að fá að virða þær fyrir sér.
Í upphafi landnáms fyrir rúmum 1000 árum síðan, þá fluttu landnámsmennirnir með sér fyrstu geiturnar til landsins.
Á bænum Háafelli í Hvítársíðu er geitabú. Á túni þar rétt hjá mátti sjá þessar íslensku geitur.

Íslenskar geitur frá bænum Háafelli (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ég rakst á þessa athyglisverðu grein eftir Birnu G. Konráðsdóttur á netinu á vefnum www.adborgum.is Þar má lesa margt fleira fræðandi efni:
http://www.adborgum.is/frettir/index_old.htm Þessi orð Birnu segja margt um íslensku geitina:
www.adborgum.is | 14. mars 2004 |
Ég átti á dögunum afar athyglisvert samtal við konu hér í Borgarfirðinum. Hún heitir Jóhanna, býr á Háafelli í Hvítársíðu og heldur geitur. Þau hjónin hafa verið að berjast fyrir því að geta sinnt þessu áhugamáli sínu og hafa af því eitthvert lifibrauð. Og núna hafa foreldrar tveggja veikra barna komist að því að geitamjólkin er það eina sem getur hjálpað þeim. Annað þessara barna er með hvítblæði og hitt er með meltingartruflanir. Árangurinn af geitamjólkinni hefur verið lyginni líkust og hafa foreldrarnir hringt með kökk í hálsi af gleði yfir þeim ótrúlega árangri sem þetta hefur skilað. Þetta er alveg ótrúlegt og í raun kraftaverk og frábært að til skuli vera einhver næring sem hjálpar þessum börnum og öðrum í sömu stöðu. En málið er að þessi búskapur nýtur engrar aðstoðar. Þau hjónin eru að reyna að bjarga íslenska geitarstofninum frá útrýmingarhættu og fá ekki mikla aðstoð til þess. Fram undir þetta hefur þetta verið mesta basl og fjárútlát og hefur kannski mest gengið á hugsjóninni einni saman en því miður virkar það ekki til lengdar, það kostar allt peninga í dag. ÉG vona sannarlega að hjólin fari að snúast og fleiri fái að vita af þessum frábæru eiginleikum geitamjólkur fyrir fyrirbura og kornabörn sem ekki geta notið móðurmjólkur. Þá yrðu margar flugur slegnar í einu höggi. Geiturnar myndu fá að lifa og til væri afurð sem myndi hjálpa mörgum veikum börnum.
Vonarkveðjur úr Borgarfirðinum
Birna
Íslenskar geitur eru litskrúðugar eins og önnur íslensk húsdýr

Litríkar geitur frá bænum Háafelli (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Íslensk geit úðar í sig nýslegnu grasinu.

Íslenskar geitur (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Vilja að ríkið aðstoði geitabændur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)