18.12.2007 | 08:11
Þeir byrja snemma þessir pjakkar :| Myndir

Einn á fullri ferð (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Lítil pjakkur á mótorhjóli - spurning hvenær hann fer að fljúga :)

Ætli þurfi próf á þessi tæki? (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Þúsund krakkamótorkrossarar á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.12.2007 | 23:01
Vegurinn um Eyrarhlíð á milli Ísafjarðar og Hnífsdals - Myndir

Hnífsdalur, Þórólfshnúkur, Miðhlíð (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Óshlíðina þekkja margir úr fréttum í gegnum árin. En hún hefur löngum verið erfiður farartálmi fyrir Bolvíkinga. Mikið grjóthrun hefur verið úr hlíðum fjallana yfir veginn á milli Bolungarvíkur og Hnífsdals.

fjöllin Óshyrna, Arafjall, Búðarhyrna ásamt Ófæru (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Í gegnum þessi fjöll er búið að skipuleggja jarðgöng. En á myndunum má sjá að vegurinn meðfram ströndinni hefur víða verið settur í stokka til að verja umferð, sem fer um veginn, grjóthruni.
Hér má sjá kort af flugleiðinni yfir Bolungarvík sem farin var á mótordrekanum.

kort af flugleiðinni yfir Bolungarvík og nágreni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Rétt eftir að búið er að aka fyrir Óshlíðina á leið til Bolungarvíkur, þá blasir Bolafjall við hinu megin við lítinn fjörð. Þá er stutt í Minjasafnið Ósvör sem er uppgerð verbúð frá árabátatímanum. Verbúðin er ein elsta sinnar tegundar á landinu.

Minjasafnið Ósvör (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Hnífsdalsvegur lokaður vegna aurskriða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.12.2007 | 22:29
FALLEGAR MYNDIR ÚR MOSFELLSDALNUM
Það er skiljanlegt að það ætli allt um koll að keyra, því það er að mörgu sem þarf að huga á síðustu dögunum. Kaupgleði Íslendinga hefur aldrei verið eins fjörug og þessa daganna.
Líklega er mesta vandamálið að finna upp á einhverju nýju til að kaupa :)
Hér má sjá fallega kirkju sem ég efa ekki að Mosfellingar muni sameinast í.

Mosfellskirkja í Mosfellsdal er í Mosfellsprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Mikið er um að farið sé á hestbak í dalnum og má þar finna margar skemmtilegar reiðleiðir

Fólk á hestum í Mosfellsdal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ef tími gefst til yfir jólahátíðina, þá má fara og skoða safn Halldórs Kiljan Laxness sem er að bænum Gljúfrasteini.

Safn Halldórs Kiljan Laxness á bænum Gljúfrasteini (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
og svo í lokin fyrir þá sem vilja fara í smá gönguferð, þá er þessi fallegi foss ekki langt frá Gljúfrasteini.

Skíðasvæðið í Skálafelli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Fyrir utan hestamennsku, þá er fínn gólfvöllur í dalnum og svo er spurning hvort að að verði hægt að opna svæðið í Skálafelli vonandi aftur ef snjórinn kemur aftur.

Skíðasvæðið í Skálafelli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Umsátur í Mosfellsdal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.12.2007 | 08:20
HÉR ER SMÁ SAMANTEKT UM JARÐSKJÁLFTANA Í UPPTYPPINGUM
Það er gaman að vita til þess að stundum hittir maður naglann á höfuðið. En á sínum tíma vakti ég athygli á óróanum við Upptyppinga hér á blogginu.
Ég var að fara yfir bloggið hjá mér og vakti ég fyrst athygli á þessum óróum 31.7.07 og síðan þá hafa orðið þúsundir jarðskjálfta á svæðinu þar sem Upptyppingar eru.
Hér má sjá samantekt á fyrri skrifum um málið ásamt kortum og fl.
31.7.2007 | 23:18
Er að byrja gos í Upptyppingum rétt austan við Öskju?
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/275335
1.8.2007 | 08:01
Er meira í kortum veðurstofunnar - Er að byrja gos í Upptyppingum rétt austan við Öskju?
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/275513/
2.8.2007 | 20:30
Ég hafði þá rétt fyrir mér :)
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/276849
17.8.2007 | 08:10
Skjálfti upp á 3.5 á Richter á Tjörnesbeltinu
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/288610/
21.10.2007 | 09:07
Það er æsispennandi að fylgjast því sem er að gerast þarna á svæðinu. Hér eru kort og myndir.
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/343518/
22.10.2007 | 22:39
Það verður fróðlegt að sjá hvað er að gerast þarna á svæðinu. Hér eru kort og myndir.
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/344977/
9.12.2007 | 16:35
Kort og myndir - Smá viðbót út af skjálftunum við Upptyppinga
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/386846/
10.12.2007 | 19:55
Nýtt nákvæmt kort að jarðskjálftum við Upptyppinga!
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/387755/
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Helmingslíkur á gosi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jarðfræði | Breytt s.d. kl. 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.12.2007 | 14:26
ENN EIN NÝJUNGIN Í BARÁTTUNNI GEGN LOFTSLAGSBREYTINGUM
Sem dæmi, þá þarf ekki nema eitt stórt eldgos til að valda svipaðri mengun og allur iðnaður í Evrópu gerir á einu ári.
Náttúran er gríðarlega öflugt tæki ef svo ber undir og leitast alltaf við að ná einhverju jafnvægi í allri óreiðunni. Sem dæmi þá veldur meiri bráðnun á jöklum meiri raka í lofti og þar með meiri rigningu og því ættu sumir jöklar að stækka vegna meiri ofankomu ef eitthvað er. Aukin raki ætti að sama skapi að velda meiri rigningu og meira skýjafari sem hefði svo meiri áhrif á hvernig geislar sólar næðu til jarðarinnar og svona mætti halda lengi áfram.
Meira CO2 í loftinu ætti líka að kalla á meiri bindingu þess í jarðvegi, trjám og ölduróti sjávar.
En það var annars mögnuð frétt í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins og hana má lesa nánar hér:

Grein um umhverfisvæna orkuframleiðslu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ef að Ameríkanar eru að setja svona háar upphæðir í svona verkefni, þá hlýtur að vera eitthvað mikið í það spunnið. En maður fær það á tilfinninguna þessa dagana að þeir séu að róa lífróður til að leita sér af nýjum orkugjöfum.
Ekki geta þeir verið að hertaka endalaust ný lönd til að tryggja sér eldsneyti.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Hafna loftslagsbreytingum af mannavöldum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hönnun, þróun, góð hugmynd | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.12.2007 | 10:51
REFUR, TÓFA, MELRAKKI, HEIMSKAUTSREFURINN - MYNDIR
Kvendýrið (tófa, læða, bleyða, keila ...) er 20% léttari en karldýrið (steggur, refur) og er meðgöngutíminn rúmar 7 vikur. Yrðlingarnir fæðast blindir og er gotið 5 til 6 yrðlingar.
Bústaðurinn er oft í urð eða sundurgrafið barð og heitir greni.
Rebbi er mikið ferðinni en þó mest í ljósaskiptunum.
Hér er lítill yrðlingur að naga legg af íslenskri sauðkind við Hólaskjól á Fjallabaksleið.

Ylfingur að naga bein af íslenskri sauðkind í Hólaskjól á Fjallabaksleið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér erum við orðnir pínu stærri og mun sætari :)

Tveir ylfingar við greni í Hólaskjól á Fjallabaksleið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hver ert þú? Hvað viltu mér gæti rebbi verið að spyrja.

Refur horfir hissa á ljósmyndarann (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er örugglega eitthvað gott að borða

Fæðan rebba fer eftir aðstæðum eins og ýmislegt sjórekið, skeldýr, egg og fuglar, hræ, ber, mýs o.fl. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er hvergi friður fyrir ljósmyndurum

Refur að gera þarfir sínar úti í Íslenskri náttúru (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Refur að leik við Hólaskjól að Fjallabaki (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Tófa vogar sér sífellt nær þéttbýli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljósmyndun | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.12.2007 | 00:07
ERU ÍSLENDINGAR ÓTEMJUR?
Óhætt er að segja að hið litla Ísland hefur komið reglulega fram í heimspressunni síðustu dagana og er líklega að fá meiri athygli en góðu hófi gegnir.
Á meðan einn gerir símaat í Bush, þá kemur annar fyrir eftirlíkingu
af sprengju við listasafn í Kanada.
Íslendingar eru uppátektarsamir - það er ekki spurning. En hvaða gen eru það sem fær þessa aðila og fleiri til að gera óvænta hluti þegar síst skyldi. Erum við ótemjur?
Því eru við að framkvæma ýmislegt sem aðrir hafa hreinlega ekki þor eða hugmyndarflug til að gera?
Líklega er þetta eitthvað sem liggur djúpt í íslenskri þjóðarsál og gæti verið fróðlegt rannsóknarefni.
Ósjaldan, þá lenda Íslendingar í ýmsum uppákomum í erlendum ríkjum og þá oft vegna óþarfa athugasemda sem hefðu betur verið látin ósögð (eitthvað sem ég kannast aðeins við :) ) og á mörgum sólarströndum eru þeir þekktir fyrir ýmsar óspektir.
Varðandi mál Erlu Arnardóttur, þá er það stór spurning hvað veldur því að tekið er svona hart á hennar máli. Er eitthvað dýpra á þessu máli en menn hafa þorað að láta uppi hér í umræðunni? Íslenskar konur eru þekktar fyrir að láta karlmenn berjast á banaspjótum að minna tilefni og má víða finna staðfestingu á slíku í Íslendingasögunum.
Konur hafa vopn og þau eru ekki þau sömu og karlmenn nota og það er á hreinu að ef karlmaður hefði lent í sömu aðstæðum, að þá fengi hann EKKI rúmlega 50.000 innkomur og yfir 300 athugasemdir inn á sína bloggsíðu á einum sólahring!
En varðandi nágranna okkar í vestri, að þá verður það að teljast undarlegt á tímum þegar búið er að leggja niður landamæri víðast hvar í Evrópu, að þá skuli finnast enn "siðmenntað" ríki sem beitir svona meðferð eins og þeir gerðu gagnvart Erlu og svo kenna þessir menn sig við lýðræði!
Ef Íslendingar þurfa að skreppa til Evrópu, þá er það orðið svipað í dag og að taka strætó - ekki flókið mál. Erfitt er því að skilja allan þennan rembing í Ameríkönum að þurfa að taka einhverja konu svo gjörsamlega í bakaríið og niðurlægja fyrir smávægileg atvik sem gerðust fyrir 12 árum síðan. Hún sem kemur sem gestur í heimsókn til landsins til að versla nokkrar jólagjafir ...!
Þetta mál verður að segjast vera frekar absúrd!
Á sama tíma er gífurlegur fjöldi af óskráðum innflytjenda í þeirra eigin landi og hvað er gert í þeim málum?
Því skilur maður ekki svona hentistefnu. Það liggur við að maður haldi að þetta hafi allt verið sett á svið til að rassskella Íslendinga opinberlega fyrir Arons-, Fischer-, hvala-, Keflavíkurmálið, andstöðu ríkisstjórnarinnar við Íraksmálið og nú síðast símaatið :)
Fyrir nokkrum árum vorum við félagar á ferð í USA. Við leigðum okkur bílaleigubíl og lögðum í bílastæði við flugstöðina á meðan beðið var eftir einhverjum farangri. Þegar við komum til baka nokkrum mínútum síðar, þá var búið að fjarlægja bílinn og koma honum fyrir á afgirtu öryggissvæði fyrir sprengjur! Þeir töldu að það gæti verið sprengja í bílnum og mátti því ekki koma nálægt svæðinu í einhvern x tíma!
Bílinn fengum við svo seint um síðir eftir mikið vesen og ríflega sektargreiðslu.
En mál Erlu virðist vera snjóbolti sem fer sífellt stækkandi þessa stundina og verður fróðlegt að sjá hvernig það mál endar og þá hversu öflugur bloggmiðilinn getur orðið þegar mannréttindi eru annars vegar.
Kannski erum við að verða vitni af nútíma Íslendingasögunum og þá í nýrri mynd.
En ég mun fylgjast spenntur með framvindu mála.
![]() |
Mál Erlu Óskar vekur athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2007 | 12:27
Nú er það stóra spurningin til þeirra sem halda um stjórnartaumana
Talað er um að það þurfi að minnka losun á CO2 á bilinu 25 - 40%!
Ég á erfitt með að sjá hvernig þá muni gerast í samfélagi þar sem keyptir eru sífellt stærri og fleiri bílar, stærri skip, fleiri flugvélar og byggðar stærri og afkastameiri verksmiðjur sem losa CO2 í stórum stíl!
Hlýnun jarðar er að gerast með mun meiri hraða en jafnvel svartsýnustu vísindamenn þorðu að spá um.
Ein leiðin í svona málum gæti verið að hugsa aðeins lengra fram í tímann en nú er gert.
Nú þegar flæðir hér umhverfisvæn orka út um allt - ÓNOTUÐ!
Það eitt og sér er sóun á dýrmætum auðlindum.
Því ekki að setjast niður og hugsa öll þessi mál upp á nýtt fyrir þessar 300 þúsund hræður sem hér búa og gera eitthvað rótækt í þessum málum?
Við höfum fjarmagnið, hugmyndirnar, framkvæmdarviljann ... og ekki síst aðstöðuna, en því miður ekki stjórnmálamenn sem þora að taka af skarið og gefa nýjum hugmyndum grænt ljós.
Að sjálfsögðu eru allar nýjungar umdeilda á meðan á þeim stendur og eru Íslendingar lítt þekktir fyrir að vera þolinmóðir þegar fjárfesting í nýsköpun er annars vegar.
Leggjum umhverfisvænt léttlestarkerfi á Suðvestur horn landsins. Hvalfjarðargöngin voru umdeild á sínum tíma og nú örfáum árum seinna á að fara út í stækkun til að ráða við þá miklu aukningu sem orðið hefur í bílismanum.
GETA ÍSLENDINGAR EKKI HORFT AÐEINS FRAM Í TÍMANN ÞEGAR VEGAFRAMKVÆMDIR ERU ANNARS VEGAR?
Svarið er einfallt:
NEI
Innan örfárra ára, þá muna sá ferðamáti að ferðast í bílum eins og gert er í dag verða gjörbyllt með einum eða öðrum hætti.
Kröfurnar eru einfaldlega orðnar þannig að mengandi umferðarmáti verði einfaldlega bannaður í framtíðinni.
Hvað er til ráða?
Höfum við Íslendingar ekki stórkostleg viðskiptatækifæri í þessum málum að þróa lausnir sem við í framtíðinni gætum orðið stórútflytjendur á?
Nú skora ég á borgaryfirvöld, sveitastjórnir og stjórnvöld þessa lands að hugsa að alvöru um þessi mál.
Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir suðvesturhorn landsins.

Brautarkerfi, lest eða monorail kerfi fyrir Reykjanes, Gullna hringinn og Suðurland (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/293926/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/263922/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/268551/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/267781/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/262950/
Verum leiðandi á þessu sviði og gott fordæmi fyrir aðrar þjóðir.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
,,Sögulegt samkomulag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2007 | 10:10
SKEMMTILEG TILVILJUN - BÍLNÚMER
Þar sem að ég bíð fyrir utan hús í vesturbænum eftir honum, þá verður mér starsýnt á bíl sem er í stæðinu fyrir framan mig.
Á númeraplötunni er nafnið "SIGSIG" og það vill svo til að félagi minn heitir sama nafni eða Sigurður Sigurðsson.

Númeraplata á bíl með SIGSIG (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það fyrsta sem að ég spurði eftir þegar hann var sestur inn í bílinn hjá mér var hvort að hann ætti ekki bílinn fyrir framan. En svo reyndist ekki vera. Ég var ekki lengi að taka mynd af númeraplötunni fyrir félagann.
En svona geta tilviljanirnar stundum verið ótrúlegar :)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Blátt bann við dónalegum bílnúmerum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt 16.12.2007 kl. 05:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2007 | 08:27
ÓTRÚLEGAR ÍSBJARNAMYNDIR
En myndirnar eru frá ljósmyndara í Churchill, Kanada og heitir Norbert Rosings

Ísbjörn að leik við hund. Ekki annað að sjá en að það fari vel á með þessum 2 óskyldu dýrategundum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS