Kort og myndir - Smá viðbót út af skjálftunum við Upptyppinga

Kort og myndir - Smá viðbót út af skjálftunum við Upptyppinga Ég fékk fyrirspurn frá Þórði nokkrum í kommentakerfinu mínu varðandi myndir og skrif mín um skjálftana við Upptyppinga.

Þórður spurði um myndir af svæðinu við Álftarnesdyngju, en því miður gat ég ekki fundið sjálft örnefnið af Álftadalsdyngju í mínum kortum. Í staðin fann ég dalinn sem hún er líklega kennd við.

Ég útbjó kort sem er í meiri gæðum en það sem Veðurstofan er að bjóða upp á á sínum vef og lagði þeirra gögn yfir kortið og fékk ég þá þetta kort hér:

Kort af svæði þar sem virknin er mest í kringum Upptyppinga (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þarna má sjá svæðið frá Kárahnjúkum að Öskju.

Samkvæmt kortinu, þá virðist mesta virknin vera aðeins til hliðar austan megin við Upptyppinga.

Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virknina á Vatnajökli eins og hún er núna

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar af Vatnajökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það hafa oft orðið flóð eða hlaup ekki langt frá þar sem óróinn er núna. Þessi brú liggur yfir Kreppu, en þar verða oft mikil flóð. Síðast þegar það gerðist, þá hvarf vegurinn á stórum kafla við brúnna.

Brúin yfir Kreppu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá flug yfir svæðið ef einhver getur áttað sig á þessum myndum. En flogið er frá Öskju í átt að Grágæsavötnum.

Flug yfir Jökulsá á Fjöllum, Kreppu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þessi mynd er tekin 2006 af gömlum Volvo herbíl sem var stopp úti á miðri sandauðninni nánast á svæðinu þar sem skjálftamiðjan er núna.

Hér var á ferð hópur af ungmennum sem voru að "stytta" sér leið frá suðurlandinu norður í land. Þau völdu bara Gæsavatnaleið sem er ekki talin sú þægilegasta.

6 hjóla Volvo bilaður (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Bílinn var vægast sagt frekar illa búinn til að takast á við svona erfiða ferð. Eldsneyti búið og ýmsi vandamál búinn að vera á leiðinni.

Hér má sjá Herðubreið og Herðubreiðartögl og Upptyppinga eða svæðið þar sem upptök skjálftana hafa verið.

Herðubreið og Herðubreiðartögl (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá brúnna yfir Jökulsá á Fjöllum og hvar líklegt svæði gæti verið þar sem eldgos gæti hafist

Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mjög flott, takk. Kortið þitt er tær snilld, svona eiga þau að vera - þetta er MIKLU skýrara og nákvæmara. Takk aftur!

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.12.2007 kl. 16:55

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hvað gerir maður ekki til að þóknast þér Lára :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 9.12.2007 kl. 17:01

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ja, ef þú gerðir þetta nú bara til að þóknast mér væri ég heldur betur upp með mér! Og fínt að leyfa öðrum að njóta líka... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.12.2007 kl. 17:30

4 identicon

Þakka þér kærlega fyrir þessi frábæru viðbrögð. Þú hefur svo sannarlega fært mann nær þessu svæði.

 Kv

Þórður Runólfsson

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 01:03

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Þórður,

Var að bæta inn örnefninu á Álftadalsdyngju sem þú sendir mér staðsetninguna á. En það er víst svæðið þar sem mestu jarðhræringarnar eru þessa stundina.

Ef ég man rétt, þá er þessi dyngja líklega öll undir sandi, enda sést ekki mikið af hæðalínum á þessu svæði sem ættu að sýna móta fyrir dyngju.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 10.12.2007 kl. 01:09

6 identicon

Nei, enn kannski á hún eftir að sýna sig meira í nánustu framtíð.

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband