29.5.2008 | 16:13
Stór víðmynd úr lofti af Ingólfsfjalli og Selfossi
Fjallið er um 551m hátt móbergsfjall. Í lok ísaldar var suðurlandsundirlendið stór flói þegar sjávarstaða var mun hærri en hún er í dag.
Kögunarhóll er höfði sem er rétt suðvestan við fjallið og liggur Suðurlandsvegur á milli fjallsins og hólsins.
Á hryggnum sem er á móts við Kögunarhól má finna silfurberg. Fyrir stuttu voru settir upp krossar við hólinn og segir fjöldi krossanna til um hversu margir hafa látist í umferðarslysum á Suðurlandsvegi.
Fjallið fær nafn sitt eftir landnámsmanninum Ingólfi Arnarsyni og hann er sagður grafinn í grágrýtishæðinni Inghóli uppi á því. Landnáma segir frá þriðju vetursetu Ingólfs að Fjallstúni við sunnanvert fjallið,
Hér má sjá loftmynd af Ingólfsfjalli og Kögunarhóli sem er vinstra megin við endan á fjallinu (ef smellt er á myndina, þá má skoða risa panorama mynd af svæðinu)

Ef klikkað er á myndina, þá opnast stór panorama mynd af svæðinu frá Hveragerði að Selfossi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er ekið á milli Kögunarhóls og Ingólfsfjalls og er talið að upptök skjálftanna séu á þessu svæði

Krossar við Kögunarhól (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er skjáskot af jarðskjálftanum sem var að koma núna.

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Svona var svo virknin á svæðinu 25. okt. 2007. Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virkni á Suðurlandsundirlendinu eins og þessi mynd sýnir

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Afar öflugur jarðskjálfti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljósmyndun | Breytt 30.5.2008 kl. 07:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.5.2008 | 07:26
NÝJAR MYNDIR ÚR FERÐ LEIÐSÖGUMANNA Í SKOÐUNARFERÐ UM KÁRAHNJÚKA
Leiðsögumaður fyrir hópnum var Sigurður Arnalds sem fór á kostum enda maður sem hefur komið að þessu stóra verki með einum eða öðrum hætti.
Til að byrja með var flogið útsýnisflug yfir Hálslón og Kárahnjúka

Hálslón og Kárahnjúkar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Útsýnisflug yfir Hálslón og Kárahnjúka

Hálslón og Kárahnjúkar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á Egilsstöðum tók á móti okkur vanur maður af svæðinu, bæði bílstjóri og leiðsögumaður

Sögurnar voru ófáar hjá honum sem slógu heldur betur í gegn hjá hópnum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Fyrsti viðkomustaður hópsins var í kynningarmiðstöð Landsvirkjunar í Végarði

Hér labbar hópurinn út í rútu, uppáklæddur, eftir að hafa fengið kynningu um svæðið í Végarði. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Næsti viðkomustaður er stöðvarhúsið í Fljótsdalsstöð

Hópurinn gerir sig klára til að aka um 1 km leið inn í fjallið til að skoða mannvirkin (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hópurinn var tvískiptur sem fékk að fara inn í stöðvarhúsið þar sem ekið var um 1 km inn í fjallið

Til að öryggiskröfum væri fylgt, þá þurfti að skipta hópnum í tvo hluta. Hópmynd af fyrri hluta hópsins á leið inn í flókið gangnakerfi Kárahnúkavirkjunarinnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo seinni hluti hópsins búinn að stilla sér upp við eina af mörgum vélarsamstæðum virkjunarinnar

Hér brosir hluti úr rúmum 50 manna hópi leiðsögumanna sem boðið var í skoðunarferð inn í Kárahnjúka. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er ekið í gegnum "Rauða svæðið" sem er staðsett inni í jarðgöngunum á leið inn í stöðvarhúsið í Fljótsdalsstöð

Hér lýsir Sigurður Arnalds "Rauða svæðinu" af mikilli innlifun :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eftir snarl í boði Landsvirkjunar, þá fékk hópurinn að sóla sig áður en haldið var áfram

Veðrið var eins gott og hægt var að hugsa sér í ferðinni á norðaustur horni landsins (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér kemur svo rútan með hópinn að stíflumannvirkjum við Kárahnúka. Hér liggur um 200m há stíflan yfir Hafrahvammargljúfur.

Hópurinn fékk að spóka sig í góða veðrinu og ganga yfir stífluna (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er horft niður eftir yfirfallinu við Kárahnjúka þar sem myndast mun einn að hæstu fossum landsins þegar Hálslón er orðið fullt

Yfirfallið fyrir Hálslón (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Næsti viðkomustaður var svo inn við Snæfell við vinnubúðir Hraunaveitu sem frétt Morgunblaðsins fjallar um

Vinnubúðir upp við Snæfell (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo horft niður eftir frárennsli á Ufsastíflu sem verið var að semja um að klára

Um er að ræða vinnu við Kelduá, öll göng og framkvæmdir þar fyrir austan og lok vinnu við Jökulsárveitu og Ufsarstíflu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Að lokum þáði svo hópurinn glæsilegar veitingar hjá staðarhöldurum í Skriðuklaustri

Hópmynd. Sigurður Arnalds leiðsögumaður hópsins er til hægri á myndinni. Honum vil ég þakka fyrir frábæra ferð í alla staði. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Landsvirkjun semur við Ístak um að ljúka við Hraunaveitu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.5.2008 | 07:13
HRINGSDALUR Í ARNARFIRÐI - MYNDIR OG KORT
http://www.fornleifavernd.is/index.php?pid=69
"Hilmar Einarsson forvörður og eigandi jarðarinnar Hringsdal í Arnarfirði hafði samband við Fornleifavernd ríkisins sumarið 2006 og tilkynnti að Eyjólfur bróðir hans hefði fundið mannabein í meintu kumli sem er að finna á landareign Hilmars og Kristínar konu hans. Í Hringsdal, er samkvæmt sögnum, haugur Hrings, norsks manns sem kom til Íslands með Erni landnámsmanni sem nam Arnarfjörð. Hringur var sagður veginn af Austmönnum sem höfðu elt hann til Íslands til að hefna fyrir víg. Hringur varðist vel og hryggbraut fjölda Austmanna á steini og eru þeir einnig heygðir í Hringsdal skv. sögnum. Fornleifavernd ríkisins fór vestur og kannaði aðstæður. Adolf Friðriksson, Fornleifastofnun Íslands ses tók að sér rannsókn á kumlateignum og minjunum í Hringsdal. Frumkönnun Adolfs leiddi í ljós kumlateig, mannabeinabrot, hluta kjálka með tönnum, kambbrot og leifar fleiri gripa. Verður spennandi að fylgjast með hvað rannsóknin leiðir í ljós."
Hótel Búðir eru með flottan vef og mátti þar lesa þennan texta:
http://www.budir.is/default2_is.asp?active_page_id=48
"Vestur í Arnarfjarðardölum er bær, sem nú á tímum jafnan er nefndur Hringsdalur, alkunnur bær, því að þar hefir löngum verið myndar- og rausnarheimili. Í Hringsdal hafa gengið munnmælasagnir um landnámsmanninn Hring, er bærinn sé við kenndur, og deilur hans við Austmann í Austmannsdal, er lyktuðu með því, að Hringur féll í bardaga í Hringsdal. Hringshaugur er sýndur enn í dag, og ýmis örnefni eru þar önnur, sem lúta að þessum sögnum, Víghella, Bardagagrund, efri og neðri, Ræningjalág eða Austmannalág. Er þetta í rauninni heil Íslendingasaga, sem þarna hefir gengið í munnmælum, og hafa þeir skráð inntak hennar hvor í sínu lagi, Sigurður Vigfússon 1) og Helgi Guðmundsson 2) en aldur sögu þessarar má ef til vill marka af því, að í eldri heimildum, allt niður á 18. öld, er bærinn jafnan nefndur Hrísdalur, og mun ekki vera að efa, að það sé hið upphaflega nafn hans."
Hringsdalur er um 10 km frá Bíldudal.
Á myndinni er horft til norðurs þar sem má sjá Arnarfjörð og þar sem glittir í gulan sandinn er Hvestudalur þar sem áin Vaðall rennur og næsti dalur til vinstri er Hringsdalur.

Hornið sem dökka skuggann ber á heitir Nónhorn og lengra til vinstri má sjá hvar Hringsdalur er (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo kort af Hringsdalur, Hvestudal, Arnarfirði, Nónhorni, Bíldudal

Hringsdalur, Hvestudalur, Arnarfjörður, Nónhorn, Bíldudalur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Í næsta firði, Hvestudal, hefur verð umræða um að byggja upp umdeilda olíuhreinsistöð.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Líklegt að haugurinn hafi verið rændur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 07:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2008 | 11:41
KRÍSUVÍK, KRÝSUVÍK, KLEIFARVATN, MYNDIR OG KORT

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar af Reykjanesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá sprungu í ísnum á Kleifarvatni. Fyrir ekki svo löngu síðan byrjuðu jarðhræringar á svipuðu svæði og opnaðist þá stór sprunga ofan í vatninu sem olli því að mikið af vatni "lak" í burtu og yfirborðið lækkaði mikið.
.jpg)
Kom þá í ljós fallegt hverasvæði sunnan megin í vatninu sem áður hafði verið hulið undir yfirborðinu. An earthquake around 3 on Richter occur close to lake Kleifarvatn on Reykjanes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er flogið yfir svæðið þar sem upptök jarðskjálftans er að finna

Vinsælt er að taka kvikmyndir og auglýsingar á þessu svæði. Enda er jarðfræðin þarna einstök. Place Kleifarvatn where "Flags of Our Fathers (2006) where partly filmed. Directed by Clint Eastwood. With Ryan Phillippe, Jesse Bradford, Adam Beach. The life stories of the six men who raised the flag at The Battle of Iwo Jima, ... (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Litirnir eru fallegir á háhitasvæðinu í Seltúni í Krísuvík

Picture of Seltún in Krysuvik (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á sínum tíma varð öflug gufusprenging út frá gamalli tilraunaborholu og myndaðist þá stór gígur eins og sjá má á myndinni

Í dag leggur mikill fjöldi ferðamanna leið sína til að skoða svæðið við Selbúð í Krísuvík. Picture of Selbud in Krisuvik or Krysuvik close to Kleifarvatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kvöldmynd tekin af suðurhluta Kleifarvatns

Kleyfarvatn. Picture of Kleyfarvatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er loftmynd af bænum Krýsuvík fremst í myndinni og Krýsuvíkurskóli fjær til hægri. Vinstra megin er Grænavatn og hægra megin er Gestsstaðarvatn. Krýsuvíkurkirkja stendur undir Bæjarfelli sem er bak við Krýsuvíkurskóla og þar til hliðar er Arnarfell.

Krýsuvík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er loftmynd af Seltúni í Hveradal og er Krýsuvík ekki langt undan

Seltún (Hveradalur) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er loftmynd af Austurengjahver og svæðinu í næsta nágreni

Austurengjahver (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Krísuvíkurskóli. Á sínum tíma var byggður skóli í Krýsuvík. Nú er skólinn í umsjón Krýsuvíkursamtakanna sem hafa rekið þarna vist- og meðferðarheimili. Stutt er frá Reykjavík en staðurinn samt afskektur og langt í næsta byggt ból. [leiðrétt samkvæmt ath. frá ellismelli :)]

Krísuvíkurskóli. Á sínum tíma var byggður skóli í Krýsuvík. Skólinn er í umsjón Krýsuvíkursamtakanna sem hafa rekið þarna vist- og meðferðarheimili. Stutt er frá Reykjavík en staðurinn samt afskektur og langt í næsta byggt ból. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við Seltún í Krísuvík er stórt og mikið háhitasvæði

Það má sjá margar fallegar ummyndanir á landslagi. Hér má sjá jarðveg sem hefur verið soðin í miklum hita á löngum tíma (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á svæðinu er lítil timburkirkja sem heitir Krísuvíkurkirkja. Krýsuvíkurkirkja tilheyrir Hafnarfjarðarprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Kirkjan var reist 1857 af Beinteini Stefánssyni frá Arnarfelli. Hún var endurbyggð og endurvígð 1964 og afhent þjóðminjaverði til varðveislu.

Í dag er tæp 90% þjóðarinnar lútherstrúar, og um 2% kaþólskrar trúar. Skráð trúfélög utan þjóðkirkjunnar voru árið 2003 samtals 21, en tíu árum fyrr voru þau aðeins 11. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Krýsuvíkurbjarg eða Krísuvíkurbjarg

Frábært útsýni er af bjargbrúninni og mikið fuglalíf. The Krysuvikurbjarg Ocean Cliffs are located to the south of the Krysuvik farm on Reykjanes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Krýsuvíkurbjarg rís úr sjó í Krýsuvíkurhrauni rétt sunnan við Kleifarvatn. Bjargið er langstærsta fuglabjarg á Reykjanesi. Varp er mikið í bjarginu og er talið að um 60.000 fuglapör hafist þar við. Mest er af ritu og langvíu ásamt álku, stuttnefju og fýll. Einnig má finna eitthvað af lunda, toppskarf, silfurmáf og teistu. Fyrr á tímum var algengt að menn sigu eftir eggjum í bjargið. Árið 1724 fórust þrír menn í grjóthruni við bjargsig. Efst á Krýsuvíkurbjargi er viti sem var reistur árið 1965. Nokkrir skipsskaðar hafa orðið við Krýsuvíkurbjarg eins og þegar Steindór GK strandaði þar 1991 og Þorsteinn GK 1998. Allir björguðust frá þeim skipsskaða.
Kort af Reykjanesi sem sýnir Krýsuvík, Austurengjahver, Eldvörp, Köldunámur, Trölladyngju og Sandfell

Kort af Reykjanesi. Map of Reykjanes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Miðað við elsta rithátt nafnsins í Landnámu þykir réttara að skrifa Krýsuvík en ekki Krísuvík. Ef orðin eru googluð, þá kemur í ljós að Krýsuvík fær 9.960 atkvæði en Krísuvík fær 8.740 atkvæði á veraldarvefnum. Þetta getur verið þægileg aðferð þegar leikur einhver vafi á því hvernig orðið er ritað.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Jarðskjálfti við Kleifarvatn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jarðfræði | Breytt 19.5.2008 kl. 08:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
10.5.2008 | 11:55
SÓLHEIMAR Í GRÍMSNESI FLOTTUR VISTVÆNN VINNUSTAÐUR - MYNDIR
Á Sólheimum í Grímsnesi hefur myndast þéttbýliskjarni þar sem búa um 70 manns. Á staðnum er rekið athvarf fyrir fatlaða einstaklinga. Staðurinn er merkilegur fyrir þær sakir að þarna má finna sjálfbært byggðahverfið.
Þar eru starfrækt nokkur fyrirtæki eins og í ferðaþjónustu og svo vinnustofur fyrir fatlaða einstaklinga þar sem framleiddar eru ýmsar vörur sem ferðamenn geta m.a. keypt á staðnum.
Vistheimili er fyrir um 40-50 fatlaða einstaklinga. Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir stofnaði Sólheima árið 1931. Áður hétu Sólheimar Hverakot eftir jarðhitanum sem er á svæðinu.
Á Sólheimum er falleg kirkja hönnuð af ASK arkitektum

Sólheimakirkja, byggð 2006, Sólheimum Grímsnesi. Sólheimar Church, build 2006, Grímsnes, Arkitekts ASK Arkitektar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Sesseljuhús umhverfissetur er fræðslusetur um umhverfismál og sýningarhús um vistvænar og sjálfbærar byggingar

Vistmenningarmiðstöðin Sesseljuhús er sýningarhús um vistvænar og sjálfbærar byggingar. Sesseljuhús er byggt 2002. Sesselja House, build 2002, Sesseluhús Eco-centre. Exemplaric environmentally friendly building. Arkitekts ASK Arkitektar. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Frárennslis hússins miðar við að skila frárennsli í formi tærs vatns og ómengandi efna. Loftræsing hússins er náttúruleg sem þýðir að loftskipti verða án tilstillis vélbúnaðar. Öll orka sem notuð er í Sesseljuhúsi er fengin frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Um er að ræða raforku frá vatnsaflsvirkjunum, íslenskum rafal sem vinnur raforku úr heitu vatni, vindmyllu og sólarrafhlöðum. Ennfremur er um að ræða varmaorku frá hitaveitu Sólheima.
Íþróttaleikhús, byggt 1986. Húsið er íþróttahús og leikhús Leikfélags Sólheima, eins elsta leikfélags landsins

Íþróttaleikhús, byggt 1986. Húsið er íþróttahús og leikhús Leikfélags Sólheima, eins elsta leikfélags landsins. Sportstheatre. Sólheimar sportshall and Theatre for Sólheimar Theatre club, one of Iceland oldest theatre clubs. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ingustofa. Húsið er teiknað 1997 sem vinnustofur fyrir vefstofu, listasmiðju, smyrslagerð og sem sýningarsalur. Byggt á árunum 1997-1999.

Á Sólheimum eru 6 vinnustofur. Six workshops are operated by Sólheimar for habilitation purposes. The Carpentry Workshop. The Candle Workshop. The Pottery Workshop. The Weaving Workshop. The Herbal Workshop. A bread-making facility will be added in 2008. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Vefað

Vefnaðarvörur unnar í vefstólum. The Weaving Workshop. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Föndrað

Föndur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Málað

Hægt er að kaupa málverk unnin af vistmönnum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Verslun Vala og Listhús Sólheima

Verslunin Vala er staðsett miðsvæðis á aðaltorgi Sólheima gegnt kaffihúsinu Grænu könnunni. Verslunin Vala er annarsvegar matvöruverslun, sem hefur á boðstólum almenna nauðsynjavöru, en þó með áherslu á lífrænar vörutegundir, og hinsvegar Listhús. The shop, Vala. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Verslunina Völu og Listhús Sólheima rekur leiðsögukonan Aðalheiður Ásta Jakobsdóttir

Aðalheiður Ásta Jakobsdóttir rak fyrst ferðaþjónustuna og gistiaðstöðuna Brekkukot, því næst Kaffihúsið Grænu könnuna og nú sér hún um reksturinn á versluninni Völu og Listhúsinu á Sólheimum. The shop, Vala. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kaffihúsið Græna Kannan

Græna kannan er kaffihús þar sem allar veitingar eru framleiddar úr lífrænt ræktuðu hráefni. Kaffihúsið Græna kannan opnaði í maí 2001 og er staðsett í miðju byggðahverfisins við aðaltorg Sólheima í Grímsnesi. The Brekkukot Guesthouse and the Graena kannan Coffee Shop. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kertagerðin Óla-Smiðja

Fullkomin aðstaða til kertaframleiðslu. The Candle Workshop (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ýmsar framleiðsluvörur sem kertasmiðjan Óla-Smiðja framleiðir

Einnig er unnin ný kerti úr gömlum kertafgöngum. The Candle Workshop (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á Sólheimum í Grímsnesi er að finna mikið af fallegum listaverkum eins og þetta hljóðlistaverk hér

Hljóðlistaverk búið til úr íslenskum við eins og mikið af framleiðslunni á staðnum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Styrktarsjóður Sólheima styður byggðahverfi í Suður-Afríku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
9.5.2008 | 19:46
Helga Þórarinsdóttir 1943-2008
Lesa má nánar um þessa merku konu ásamt því að hlusta á falleg minningarorð sem var eins og magnþrungið ljóð frá upphafi til enda.
http://ornbardur.annall.is/2008-05-09/helga-thorarinsdottir-1943-2008/#more-389
Ég vil þakka Helgu fyrir góðar stundir og sérstaklega hversu vel hún hefur reynst mér og mínum.
Kjartan
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2008 | 11:44
FERÐ Á TVÖ HÆSTU FJÖLL Á ÍSLANDI HVANNADALHNJÚK, SVEINSTIND, SANDFELLSLEIÐ - MYNDIR
Hér má sjá GPS kort frá Google earth og slóðina sem gengin var sem ég fékk að láni hjá Haraldi Sigurðarsyni sem hélt vel utan um tölvumálin í ferðinni.

Kort af gönguleiðinni á tvö hæstau fjöll á Íslandi Hvannadalshnjúk og Sveinstind í sömu ferð, gengnir voru 28.6 km á um 17 klst. Map of two highest peek or mountains in Iceland on Hvannadashnjukur in glacier Vatnajökull (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er teikning af hæðarbreytingum á meðan á göngunni stóð og má sjá að heildar vegalengd sem gengin var er um 28.6 km

Á teikningunni má sjá tindanna 2 sem gengið var á Sveinstind og svo Hvannadalashnjúk. Vertical profile of the hiking track. Elevation up to 2110 meters. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þorvaldur Þórsson (Olli) leiðsögumaður sem tók að sér að koma hópnum upp á topp Öræfajökuls á tvo tinda, Sveinstind og svo Hvannadalshnjúk

Olli er þekktur fyrir að hafa klifrað upp á 100 hæstu tinda landsins á einu ári. Thorvaldur Thorsson (Olli) hike to 100 highest mountain in Iceland in one year. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Lagt er upp í ferðina frá Sandfelli í Öræfum

Á sandfelli í Öræfum var áður blómleg byggð sem má muna sinn fífil fegri. Aðeins er eftir eitt tré sem hefur verið vinsælt að ljósmynda og hafa myndir af því tré birts víða. Sandfell in Oraefum where the hiking to highest mountain in Iceland starts. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er hópurinn sem er að leggja á stað frá bílastæðinu við Sandfell. Ákveðið var að ganga Sandfellsleiðina og koma niður Virkisjökulsleiðina.

Á myndinni eru Þorvaldur Þórsson Olli, Elías Óskarsson, Hans Kristjánsson, Haraldur Sigurðarson, Kristján G Þórisson, Ragnar Sverrisson, Svanhvít Ragnarsdóttir, Þorsteinn Sigurðsson og Haraldur Sigurðarson, á myndina vantar ljósmyndarann Ingólfur Bruun sem tók að sér að bera upp 3ja kg. myndavélina :) Picture of the hiking group on the parking place close to Sandfell. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ingólfur Bruun horfir hér á Hvannadalshnjúk sem er 2110 metra hár síðast þegar hann mældist. Klukkan er 3 að nóttu og sólinn ekki enn komin upp

Ákveðið var að ganga á Sveinstind fyrst á meðan beðið væri eftir sólarupprás sem er í 4-5 km fjarlægð. Picture taken at 3 AM in the middle of the night. New plan came up to hike to Sveinstind while waiting for the daylight on Hvannadalshnjukur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér gengur hópurinn í línu upp á Sveinstind kl. 4:47 að nóttu og það er farið að birta að degi

Hópurinn fikrar sig upp eftir rúmlega 2000 metra háum tindinum Sveinstindi. The group hike to Sveinstindur Iceland second highest mountain places in Oraefajokull in glacier Vatnajokull. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hópurinn samankomin á toppi Sveinstinds í Öræfajökli

Hér er hópmynd af gönguhópnum samankomin á toppi Sveinstinds í Öræfajökli. Picture of the group on Sveinstindur Iceland second highest mountain places in Oraefajokull in glacier Vatnajokull (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Útsýni yfir Breiðamerkurjökul á Breiðamerkursandi þar sem jökulsárlónið er

Horft frá Sveinstindi í Öræfajökli yfir Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Þar má sjá í þrjú jökullón, Breiðárlón, Jökulsárlón og Veðurárlón þar sem Stemma og Veðurá renna. View over glacier Breidarmerkurjokul (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Tveir hópar í bandi á leið frá Sveinstindi yfir að Hvannadalshnjúk í Öræfajökli

Öryggisins vegna verða allir að vera í bandi þar sem víða má finna hættulegar sprungur á jöklinum. For the security reason the hiker have to use rope, there are cracks all over on the glacier (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er lagt á brattann á sjálfan Hvannadalshnjúk sem er hæsti tindur Íslands, 2110 metra hár

Hér fikrar hópurinn sig upp á Hvannadalshnjúk. Here are the hikers on way to the top on highest mountain in Iceland, Hvannadalshnjukur 2110 m high. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Brattinn eykst og erfiðara verður að komast upp eftir því sem ofar dregur. Í baksýn má sjá til suðurs og Dyrhamar er þarna rétt hjá.

Hér þarf að passa sig vel og fara hægt yfir, yfirborðið er á köflum klaki og víða hættulegar sprungur sem þarf að passa sig á. Rock Dyrhamar and hikers on way to the top on highest peek in Iceland, Hvannadalshnjukur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er Kjartani ofurfjallgöngugarpa veitt áfallahjálp eftir erfiða göngu á hnjúkinn, gott er að hvíla sig aðeins og fá sér ískalda og svalandi malt til að byggja upp smá orku aftur

Þegar komið er yfir 2000 metra, getur loftið verið farið að þynnast og þarf þá að hvílast oftar fyrir þá sem eru óvanir. KPS is resting and drinking Icelandic malt to regain some power again. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þó svo að sumir séu orðnir pínu þreyttir, þá lætur Hans Kristjánsson gönguna ekki mikið á sig fá enda vanur fjallamaður þar á ferð. Klukkan er núna 7 að morgni og þegar búið að vera á göngu í rúma 10 klukkustundir

Menn eru mis sprækir eftir lítinn svefn og tíu tíma göngu á hæsta fjall á Íslandi Hvannadalshnjúk. The group have been hiking for more than 10 hours and the time is now 7 in the morning on highest mountain in Iceland Hvannadalshnjukur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ragnar Sverrisson má til með að hringja í sína nánustu og láta alla vita að hann sé búinn að ná takmarkinu að komast á hæsta fjall á Íslandi, sjálfan Hvannadalshnjúk sem er 2110 metra hár.

Ragnar Sverrisson frá Akureyrir brosir sínu breiðasta enda að vonum ánægður með árangurinn að vera búinn að klífa tvo hæstu tinda landsins. Hikers is happy to reach the goal to hike to highest peek or mountain in Iceland, Hvannadashnjukur in glacier Vatnajökull. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér brosir hópurinn sínu breiðasta enda takmarkinu náð að klífa hæsta tind landsins

Hópmynd af göngu- og klifurhópnum, mynd tekin af Ingólfi Bruun. Picture of the hking group after reaching the two highest mountain in Iceland, first Sveinstindur and now Hvannadalshnjukur both in Vatnajokull. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Niðurleiðin getur reynst erfið ekki síður en að klífa jökulinn. Hér fellur maður númer 2 í línunni niður í sprungu á leið í átt að Dyrhamrinum

Leiðsögumaðurinn Þorvaldur Þórsson fellur í sprungu á leið að Dyrhamrinum frá hnjúknum. The 100 top peek hiking guide fell in to a crack in the ice on the way down from the top. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er Hans Kristjánsson að kíkkja ofan í sprunguna til að kanna hvort að það sé ekki allt í lagi með Olla eða Þorvald Þórsson. Á bakkanum á móti er Svanhvít Ragnarsdóttir sem passar að halda bandinu strekktu svo að Olli falli ekki dýpra niður í sprunguna.

Hér borgar sig að fara varlega. Hans is checking if all is OK with Olla in the ice crack. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þorvaldur fellur í sprunguna um kl. 8 og um hálftíma seinna tekst að hífa hann upp eftir að búið er koma á hann fleiri böndum og fjarlægja hluta af snjóbrúni sem er fyrir ofan hann. Þorvaldur sýnir hópnum hvernig á að bera sig að við að komast upp úr sprungu þar sem snjóbrúnin er brotin niður með ísöxum

Hans hjálpar Olla upp á brúnina á meðan Olli brýtur sé leið upp á yfirborðið með tveimur ísöxum. Hans is helping Olli from the crack in the ice. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hætt var við að fara á Dyrhamarinn þar sem veður hafði versnað mikið á toppnum. Gönguhópur frá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum hættir við að fara á hnjúkinn vegna veðurs en við mætum þeim efst á brúninni í um 1900 metra hæð

Hér er hópur frá Íslenskum Fjalaleiðsögumönnum sem ákvað að snúa við frá toppnum öryggisins vegna. Group of people with Icelandic mountain guide gave up to reach the top because of the bat wether. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er hópurinn að losa sig við böndin þegar hann er að nálgast snjólínuna. Klukkan er núna 11:20 að morgni og enn löng ferð fyrir höndum

Vegna veðurs, þá var hætt við að fara Virkisjökulsleiðina niður. Here is the group removing the rope. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér eru Ragnar Sverrisson og Þorsteinn Sigurðsson á leið niður brattar hlíðar á Sandfelli. Klukkan er 12:42 og enn mikið eftir

Hér er gengið í miklum bratta og eins gott að fara varlega. Göngustafirnir eru margbúnir að sanna sig við þessar aðstæður. Hér borgar sig að hlífa hnénu. Ragnar and Thorsteinn on way down Sandfell. Still long way to go. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo tekin hópmynd af hópnum kl. 13:51 eða 17 klukkustundum eftir að fjallgangan hófst á hæsta tind Íslands. Gengnir voru 28.6 kílómetrar og var meðalhraðinn um 2 km á klst.

Á myndinni má sjá Þorvald Þórsson Olli, Elías Óskarsson, Hans Kristjánsson, Harald Sigurðarson, Kristján G Þórisson, Ragnar Sverrisson, Svanhvíti Ragnarsdóttur, Þorstein Sigurðsson og Ingólfur Bruun. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki var laust við að sumir væru pínu þreyttir eftir erfiða ferð. En ferðin var einu orði sagt frábær :)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Ferðalög | Breytt 12.5.2008 kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.4.2008 | 09:41
KRÍAN, SNÆFELLSNES, ARNARSTAPI - MYNDIR

Á afleggjaranum upp að Ingjaldshóli á milli Hellisands og Rifs er mikið kríuvarp. Picture of Icelandic bird Kría, Sterna paradisaea, Arctic Tern, Küstenseeschwalbe, Havterne, Silvertärna close to Ingjaldsholl at Snaefellsnes peninsula near Rif and Hellisandur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Krían ver ungviði sitt með "kjafti og klóm"

Hér er kríuungi á hlaupum undan ljósmyndaranum. Á sama tíma er heil herdeild að ráðast á ljósmyndarann. The Icelandic Arctic Tern protect there yongsters. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Með tryllingslegri framkomu sinni ræðst krían að hverjum þeim sem vogar sér að ógna ungum og yfirráðasvæði hennar

Hér ræðst krían að ljósmyndaranum með gargi og hótunum á flugvellinum á Ísafirði. Picture of Icelandic Arctic Tern. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Krían hefur ótrúlega flugeiginleika. Hér má sjá hvernig hún getur nánast stoppað í loftinu eins og þyrla

Flughæfni kríunnar er ótrúleg og hér má sjá gott dæmi um fullkomið verk náttúrunnar. Picture of Icelandic Arctic Tern. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Krían er farfugl og er í fuglaætt sem nefnast þernur. Krían er náskyld mávum og er sjófugl. Hún getur orðið langlíf allt að 25-30 ára.

Picture of Icelandic Arctic Tern. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér svífur krían vængjum þöndum á Arnarstapa. Þar er mikið kríuvarp

Á Arnarstapa á Snæfellsnesi er mikið af kríu og þurfa ferðamenn að passa sig svo ekki verði á þá ráðist af kríunni þegar þeir nálgast varpsvæði hennar. Picture of Icelandic Arctic Tern at Arnarstapi at Snaefellsnes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Krían heldur mikið saman í hópum. Með því móti verja þær hreiður hjá hvor annarri þegar utanaðkomandi hætta steðjar að

Hér hvílir hópur af kríum sig á vegi á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Picture of Icelandic Arctic Tern at Arnarstapi at Snaefellsnes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er endalaust hægt að dást af kríunni, enda formfagur fugl

Kría í ham gerir sig tilbúin að ráðast á óboðna gesti. Picture of Icelandic Arctic Tern at Arnarstapi at Snaefellsnes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hvar er mamma? Spyr kríuunginn og horfir á ljósmyndarann hissa

Kríuungi horfir á ljósmyndarann á meðan mamma flögrar yfir til að passa upp á ungviðið. Picture of Icelandic Arctic Tern at Arnarstapi at Snaefellsnes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Óhætt er að segja að krían er herskár fugl. Ófáir hafa fengið gogg í höfuðið. Ráð er að halda hendinni uppi eða spýtu. Hér gargar krían á ungann sinn. Flott flugstaða

Krían að verja ungan sinn. Picture of Icelandic Arctic Tern at Arnarstapi at Snaefellsnes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Sum dýr njóta góðs af sambýli við kríuna. Þekkt er að æðafuglinn verpir í návígi við kríuna til að fá aukna vernd fyrir varginum eins og svartbak, máfum, refum, minkum

Flott panrmama af kríu mynd með hross á Arnarstapa í baksýn. Picture of Icelandic Arctic Tern at Arnarstapi at Snaefellsnes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá kríu frá hlið og sést vel hvernig hún beitir vængjum sínum

Krían er léttur fugl og hreyfir vængina ört og títt. Picture of Icelandic Arctic Tern. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Öllu rólegra er yfir þessari kríu sem er nýlegur veitingastaður fyrir austan fjall rétt hjá Selfossi

Á þessum bar er jafnvel hægt að fá sér eina litla kríu. En að fá sér kríu er það sama og fá sér smá lúr eða stuttan svefn. Picture of Icelandic Arctic Tern. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Íslenskar kríur leggja árlega að baki 30-40 þúsund kílómetra ferðalag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flug | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.4.2008 | 13:11
VEIT EINHVER HVAR ÞESSI LJÓSMYND ER TEKIN?

Hvar er þessi ljósmynd tekin (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér vantar upplýsingar um:
1) Frá hvaða stað er þessi mynd tekin?
2) Hvaða fjöll eru á myndinni?
3) Hvaða á er á myndinni?
4) Hvaða jökull er á myndinni?
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Bein útsending frá Hnjúknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2008 | 11:10
HVALASKOÐUN MEÐ ELDINGU - MYNDIR
Losun gróðurhúsalofttegunda er meiri á hvert mannsbarn á Íslandi en í flestum öðrum löndum heims. Stór hluti af þeirri losun fellur til við eldsneytisbruna. Við þurfum að finna nýjar lausnir. Þetta verkefni er prýðilegt dæmi um frumkvæði Íslendinga í rannsóknum og nýtingu visthæfs eldsneytis,
Hér siglir bátur frá Eldingu með ferðamenn í hvalaskoðun

Hvalaskoðunarbáturinn Elding á siglingu með ferðamenn. Whale watching boat Elding with tourist close to Reykjavik (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér siglir bátur frá Eldingu með ferðamenn í hvalaskoðun

Hvalaskoðunarbáturinn Elding á siglingu með ferðamenn. Whale watching boat Elding with tourist close to Reykjavik (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér eru þau undur sem ferðamenn eru að koma til landsins til að fá að sjá með eigin augum

Hvalur kemur upp til að blása. Whale come up to the surface, Humpback (Megaptera novaengliae) close to Husavik (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er mynd sem sýnir vel hvað hægt er að komast nálægt hvalnum

Það er von að ferðamenn verða spenntir þegar þeir komast svona nálægt hval eins og þessi mynd sýnir. Tourist get exited when they get closer to the whale as this picture show. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Vetnisljósavél tekin í notkun í Eldingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)