18.4.2009 | 05:55
Egyptaland - Eyðimerkurferð - Hiti - Myndir
Egyptaland - Eyðimerkurferð - Hiti - Myndir
Arab Republic of Egypt جمهورية مصر العربية Gumhūriyyat Miṣr al-ʿArabiyyah
Eyðimerkurferð - The Black Desert National Park, Bahariya Oasis, Sahara, Egypt 11. Feb. 2009 Þriðjudagur
Hér er framhald á ferðasögunni um eyðimörkina The Black Desert í Egyptalandi sem má lesa nánar um hér:
SNJÓKARLAR Í EGYPTALANDI! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/849122/
Þó svo að í hugum flestra sé dregin upp sú mynd af Sahara eyðimörkinni sé ein samfelld sandauðn að þá kom það mér á óvart að svo var ekki. Eins og kemur fram í fréttinni, að þá er ekki gert ráð fyrir mikilli úrkommu á svæðinu. Ég hélt í einfeldni minni að svo hefði verið fyrir. Ég var ferðamaður um það svæði Sahara eyðimerkurinnar sem tilheyrir Egyptalandi og var farið út í eyðimörkina 3-400 kílómetra suðvestur af Kairó á stað sem nefnist El-Waha el-Bahariya or Bahariya (Arabic: الواØØ© البØرية meaning the "northern oasis").
Gulur sandurinn er að sjálfsögðu það sem er mest einkennandi fyrir eyðimörkina (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
On the way to The Black Desert in Sahara close to Bahariya Oasis in Egypt (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Þar sem ekki er mikið vatn á svæðinu, að þá eru svona atvik fljót að gerast, enda getur hitinn orðið mjög mikill eða allt að 40-50°C. Við vorum þarna á ferð í Febrúar, en besti ferðatíminn er frá október fram í maí sem flokkast hjá okkur sem vetur! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Peak travel season in Egypt runs from mid October to May, and this is the best time to visit. As you will notice, the tourist season is during winter and spring. Animal bones found in Sahara Desert close to El-Waha el-Bahariya or Bahariya, northern oasis in Egypt. Where is the water ... help, Help HEELLLPP... (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér er verið að koma niður af fjalli sem stendur úti í svörtu eyðimörkinni, The Black Desert. Fjallið minnir mikið á íslenskt stuðlaberg og myndaðist líklega ekki á ósvipaðan máta. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Climbing black mountain or volcano in The Black Desert. The view from the top is really nice, with similar peeks continuing on into the haze. Lot of volcano-shaped mountains with large quantities of small black stones like column rock. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér sést svo betur yfir svæðið, The Black Desert. Eins og myndin sýnir, þá má sjá mörg strýtulöguð fjöll á drei út um eyðimörkina. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
The Black Desert is a region of volcano-shaped mountains. There is also small black stones lying out across the orange-brown ground. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Svæðið er þekkt fyrir heitar laugar og ekki er ólíklegt að hér hafi verið miðja á megineldstöð sem hefur náð að hita bergið upp á löngum tíma og mynda þessar litfögru myndanir eins og myndin sýnir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Colorful rock in The Black Desert. Probably a center of a old volcanic area. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Þar sem er vatn, þar er líf. Eftir gönguferðina út í The Black Desert í Sahara, þá fór leiðsögumaðurinn okkar með okkur á sínar heimaslóðir. Þar hafði byggst upp lítið samfélag þar sem þorpsbúar höfðu náð að dæla upp vatni. Vatnið var svo notað til að rækta ýmsa matvöru fyrir íbúa á svæðinu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Water H2O = Life. A home town of our guide. A small town out in the oasis in Sahara desert in the middle of nowhere . (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér sýnir leiðsögumaðurinn okkur hvernig þeir ná að safni vatni saman úr jarðveginum til að rækta vatnsmelónur. Grafin er djúpur skurður og plantað neðst í hann, þar safnast saman raki og vaxa svo plönturnar upp með hliðunum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Our guide show us how to grow grow watermelons in Oasis in the Libyan part of the Sahara. They make a deep ditch where they can assembled the water in the bottom for the plants ... the fields must be irrigated to grow plants like dates, figs, olives, and apricots (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Rakst annars á þetta skemmtilega plakat í hitanum úti í miðri eyðimörkinni! En það hafði verið skilið eftir af þekktum ljósmyndara sem hafði áttleið um svæðið. Ís frá Grænlandi í 40 stiga hita ... ekki slæmt! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
In the middle of nowhere in Sahara Desert I find this poster with picture of Ice from Greenland. Not so bad in 40°C in Sahara Desert :) (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Kjartan WWW.PHOTO.IS
Hér má svo sjá önnur blogg úr sömu ferð:
Blogg um flug með loftbelg sem Hassan útvegaði má svo sjá hér ásamt meiru:
Hluti-I http://photo.blog.is/blog/photo/entry/815725/
Hluti-II http://photo.blog.is/blog/photo/entry/816250/
Hluti-III http://photo.blog.is/blog/photo/entry/818496/
Hluti-4 http://photo.blog.is/blog/photo/entry/819322/
Skólahald í Egiptalandi http://photo.blog.is/blog/photo/entry/847341/
NEFERTITI DROTTNING http://photo.blog.is/blog/photo/entry/843600/
Þurrka að vænta í Afríku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Menntun og skóli | Aukaflokkar: Ferðalög, Jarðfræði, Ljósmyndun | Breytt 8.4.2022 kl. 09:50 | Facebook
Athugasemdir
Geggjaðar myndir, takk!
Lára Hanna Einarsdóttir, 18.4.2009 kl. 11:24
Takk Lára. Ætli ástæðan sé ekki sú að ég er pínu geggjaður :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 19.4.2009 kl. 08:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.