NÝJAR MYNDIR ÚR FERÐ LEIÐSÖGUMANNA - SKOÐUNARFERÐ UM KÁRAHNJÚKA

Leiðsögumenn voru í skoðunarferð hjá Landsvirkjun inn við Kárahnúka fyrir skömmu og heppnaðist ferðin í alla staði vel.

Leiðsögumaður fyrir hópnum var Sigurður Arnalds sem fór á kostum enda hefur hann komið víða að þessu stóra verki með einum eða öðrum hætti. Ferðin hófst snemma morguns frá Reykjavíkurflugvelli og var dagskráin að fljúga á Egilsstaði og svo til baka sama dag seinna um kvöldið. Farið var með leiguflugvél sem var Fokker Friendship 50 gerð frá Flugfélaginu.

Til að byrja með var flogið útsýnisflug yfir Hálslón og Kárahnjúka

Hálslón og Kárahnjúkar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Útsýnisflug yfir Hálslón og Kárahnjúka

Hálslón og Kárahnjúkar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Sá sem stóð fyrir ferðinni var Jón Lárusson sem sá jafnframt um skipulagninguna og náði hann að fylla eina Fokker 50 flugvél af fróðleiksfúsum leiðsögumönnum _ Hér er Jón að lesa hópnum pistilinn :)

Sveinn Sigurbjarnarson hjá ferðaskrifstofunni Tanna Travel ók rútunni ásamt að segja leiðsögumönnum frá ýmsu markverðu á svæðinu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Fyrsti viðkomustaður hópsins var í kynningarmiðstöð Landsvirkjunar í Végarði

Þar var sýnt myndband um smíði á Kárahnjúkavirkjun (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Næsti viðkomustaður er stöðvarhúsið í Fljótsdalsstöð. Hér stendur Sigurður Arnalds verkfræðingur fyrir utan rútuna og leiðbeinir gestum

Hér er búið að aka með hópurinn um 1 km leið inn í fjallið til að skoða mannvirkin þar sem vélasamstæður virkjunarinnar er. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér horfir hópurinn yfir salinn sem geymir túrbínur virkjunarinnar. Hér sést yfir aðalvélasalinn þar sem sex Francis rafala eru staðsettir. Hver þeirra getur framleitt 117,3 megavött eða allt að 690 megavött samtals á fullum afköstum.

Hér er hluti af tæpum 50 manna hópi leiðsögumanna sem boðið var í skoðunarferð inn í Kárahnjúka. En vegna öryggiskrafna á svæðinu, þá þurfti að skipta hópnum í tvennt. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Næst lá leið upp Bessastaðabrekku, um Fljótsdalsheiði og yfir Desjarárstíflu og að Kárahnjúkastíflu. Hér kemur svo rútan með hópinn að stíflumannvirkjum við Kárahnúka. Hér liggur um 200m há stíflan yfir Hafrahvammargljúfur. Flatarmál Hálslóns. 57 km². Rýmd Hálslóns. 2100 Gl. Aðrennslisgöng. 53 km.

Hópurinn fékk að spóka sig í góða veðrinu og ganga yfir stífluna. Hér má sjá yfir Hálslón og hvar myndaleg eyja er þar sem áður var fjallið Sandfell sem nú er umflotið jökulvatni. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er horft upp eftir yfirfallinu við Kárahnjúka þar sem myndast mun einn að hæstu fossum landsins þegar Hálslón er orðið fullt

Yfirfallið fyrir Hálslón (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Næst var farið til baka yfir Fljótsdalsheiði og að Hraunaveitu, sem er austan við Snæfell. Þar skoðaði hópurinn Hraunaveitustíflu.

Hér er svo horft niður eftir frárennsli á Hraunaveitustíflu sem verið var að semja um að klára (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Að lokum þáði svo hópurinn glæsilegar veitingar hjá staðarhöldurum í Skriðuklaustri ásamt leiðsögn um safnið

Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsseturs á Skriðuklaustri heldur hér tölu um Skriðuklaustur, Gunnarssetur og Gunnar Gunnarsson á meðan gestir snæða bakkelsi í boði Klausturskaffis. Sigurður Arnalds var leiðsögumaður hópsins vil ég þakka honum fyrir frábæra ferð í alla staði. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kárahnjúkavirkjun – helstu kennitölur

Uppsett afl 690 MW
Fjöldi vélasamstæða 6 (115 MW hver)
Orkuframleiðslugeta 4,6 TWh
Fallhæð 599 m
Mesta rennsli 144 m3/s
Hæð Kárahnjúkastíflu 199 m
Flatarmál Hálslóns 57 km²
Rýmd Hálslóns 2100 Gl
Aðrennslisgöng 53 km
Þvermál ganga 7,5 m
Framkvæmdatími 2003-2008

Einnig má skoða eldir blogg um Kárahnjúkavirkjun hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/247335/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/379467/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/462624/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/552883/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/295770/


Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Þúsundir að Kárahnjúkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Veistu það Kjartan Pétur að ég fæ einhvernveginn svo undarlega tilfinningu þegar ég skoða þessar myndir. - En mikið þakka ég þér vel fyrir að gefa mér möguleika á að skoða þessar fallegu myndir. -  En ég get bara ekkert gert að því að mér líður svo skringilega, finn til svo mikils  söknuðar.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.7.2008 kl. 22:57

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk fyrir innlitið báðar.

Búinn að vera mikið á ferðinni síðustu daga.

Það er alltaf gaman að ferðast og ekki verra ef hægt er að blanda saman starfi og áhugamáli eins og ég reyni alltaf að gera. Það er dýrt að ferðast í raunveruleikanum. Hér áður fyrr lásum við bækur og gátum þá upplifað langa reynslu annarra á stuttum tíma (ódýr ferðamáti). Með nýrri tækni, þá er hægt að upplifa ferðalag og sjónarhorn annarra nánast í rauntíma með enn betri hætti en áður og þökk sé blogginu fyrir að svo sé. Það er merkilegt hvað náttúran og uppruninn hefur sterkt aðdráttarafl á okkur öll. Það virðist hreinlega vera forritað í okkur að leita af uppruna okkar eða á þær slóðir sem við höfum verið á eða búið á áður. Líklega er það ein megin ástæðan fyrir því að fólk er að búa á ólíklegustu stöðum hér á jörðinni þrátt fyrir erfiðar aðstæður sumstaðar. Einhver er ástæðan fyrir því að farfuglarnir og fiskarnir sækja alltaf á sínar uppruna slóðir, ætli það sé ekki svipað með okkur mannfólkið.

Ester, lofthræðsla er ekki annað en hugarástand sem auðvelt er að lækna, þó svo að það sé ekki alltaf þannig í þessu lífi, því miður. Ég samhryggist þér vegna nýjustu frétta.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 8.7.2008 kl. 07:48

3 Smámynd: JEG

Já mikið ertu heppinn að vinna við áhugamálið.  Jú auðvitað sækir maður alltaf í uppruna sinn.

Það eru margir búnir að lýs því yfir að þeir gætu ekki ferðast á þinn hátt vegna lofthræðslu en eins og þú segir þá er lofthræðsla hugarástand sem er misjafnt. Ég finn lofthræðslu stundum fer eftir aðstæðum sko.

Engu að síður var magnað að sjá til ykkar um helgina.  Heppnir að hitta á þetta veður því það er búin að vera þoka síðan. Kveðja úr sveitinni.

JEG, 8.7.2008 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband