Færsluflokkur: Ferðalög
18.4.2008 | 11:33
Á AÐ BANNA VEIÐAR Á LUNDA?
Lundi er oft kallaður prófastur eða prestur á íslensku. Lundinn er af svartfuglsætt sem lifir við sjó og kafa sér til matar. Þeir verpa í djúpum holum sem þeir grafa. Lundinn er staðfugl en heldur sig úti á rúmsjó yfir veturinn.
En hér kemur smá myndasería af lunda sem teknar hafa verið víða um land.
Lundinn er sætur fugl eins og sjá má á þessari mynd

Mynd tekin í heyvagnaferð út í Ingólfshöfða árið 2005 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ef lundinn hefur ekki það æti sem hann þarf sem er að stórum hluta sandsíli eins og sjá má á þessari mynd, þá fer hann eitthvað annað

Hér er lundi með gogginn fullann af sandsíli, mynd tekin úti í Ingólfshöfða (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er lundamamma eða lundapabbi að færa ungunum sínum mat

Hér er mynd af lundum úti í Drangey (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er vanur lundaveiðimaður að sýna ferðamönnum hvernig á að bera sig að við að háva lundann

Hér er beðið eftir að lundinn fljúgi fram hjá klettasyllunni til að verða hávaður (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Lundi í Dyrhólaey 2006

Greinilegt að lundanum hefur eitthvað fækkað á svæðinu í kringum Dyrhólaey, hvort það er út af veðurfari eða einhverjum öðrum orsökum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér sýnir veiðikona ferðamönnum hvernig á að bera sig að með hávinn til að fanga lundann í netið

Hér er sýnd staðan sem veiðimaðurinn notar þegar verið er að háfa lundann (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Frekar var lítið um lunda í Papey 2006

Einn af þeim fáu sem var á staðnum þegar okkur bar að garði var fljótur að forða sér þegar við nálguðumst (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Annars er lundi einn sá besti matur sem að ég fæ - því miður :|
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Leggur til að lundinn verði friðaður í ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
16.4.2008 | 09:35
SIGLT Í KRINGUM VESTMANNAEYJAR 2005 Á SLÖNGUBÁT
Oft er það svo að vegna veðurs er það frekar erfið raun að framkvæma á svona litlum báti. Það var þó ekki í þetta skiptið. Veðrið lék við hvern sinn fingur og miðnætursólin skartaði sínu fegursta og sjórinn spegilsléttur.
Vestmannaeyjar draga nafn sitt af þrælum, vestmönnum. Landnáma segir þá hafa flúið til eyjanna eftir að hafa vegið húsbónda sinn Hjörleifs fóstbróður Ingólfs Arnarssonar.
Í fyrstu voru Eyjarnar í eigu bænda síðan um miðja 12. öld í eigu Skálholtsstaðar. Síðan eignast Noregskonungur eyjarnar í byrjun 15. aldar og þar á eftir Danakonungur til ársins 1874.
Höfuðatvinnugreinar Vestmannaeyja hafa jafnan verið sjávarútvegur og fiskvinnsla.
Árið 1627 var Tyrkjaránið framið og eldgosið í Eldfelli í Heimaey árið 1973.
Hér má svo sjá nokkrar myndir úr ferðinni
Klettshellir er þekktasti hellirinn í Vestmannaeyjum eða Heimaey og sá stærsti. Hellirinn gengur inn í Ystaklett

Fastur liður í útsýnissiglingu umhverfis eyjar er að sigla inn í Klettshellir og leika þar á blásturshljóðfæri fyrir ferðamenn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Skerin eða Stöplarnir heita Drengir

Drangar eru víða við Vestmannaeyjar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Latur er staki kletturinn þegar að komið er fyrir Ystaklett og Faxasker ætti að vera á hægri hönd

Latur er drangur sem stendur norðan við Miðklett á Heimaey. Kletturinn fékk nafn sitt af því að menn sem reru frá Landeyjum til Vestmannaeyja tóku sér oft hvíld við Lat áður en haldið var inn innsiglinguna (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Stóri Örn, litli Örn nær Klifinu, og Eiðið fyrir aftan vinstra megin við bátinn

Stóri Örn er stuðlabergsdrangur fyrir norðan Klif (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er verið að sigla leiðinni í gegnum Gatið. Þarna átti brú að hafa legið yfir í klettinn með stóru gati undir (svo segja sögur)

Gatið við Heymaey sem var undir brú sem núna er fallin (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hani á hægri hönd og Hæna framundan

Eyjan Hani er 97m hár og dregur nafn sitt af kambi á eyjunni. Hæsti punktur á eyjunni heitir Hanahöfuð. Hæna er syðst af smáeyjunum og er 57 m á hæð (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
þarna er verið inní Kafhelli í hænu, horft í átt að Dalfjalli og Blátindur er þar efsti punktur og líklegast sést þarna inní Stafsnesvíkina

Kafhellir er í eyjunni Hænu og talinn fallegasti hellir úteyjanna (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Vestmannaeyjar, Heimaey víðmynd

Víðmynd af Heimaey, horft til norðurs (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá höfuð af fíl rétt áður en komið er inn í Kapalgjótu

Kynjamyndanir má sjá víða í berginu í Vestmannaeyjum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kaplagjóta

Ekki er ég alveg viss á þessu örnefni en áður var rusli hent í þessa gjótu, en straumar eru sterkir við eyjarnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Stórkostleg litadýrð er í hellunum Fjósin í Stórhöfða

Fjósin eru tveir hellar í Stórhöfða. Þeir eru óaðgengilegir nema á báti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Mynd tekin út úr "Fjósinu" í átt að Smáeyjum eða á að segja

Gaman væri að vita frekari deili á þessu örnefni og hvernig það beygist (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Suðurey, í fjarska gæti verið Súlnasker, Geirfuglasker og Brandur

Suðurey, eyjarnar Súlnasker, Geirfuglasker og Brandur eru ekki langt undan (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er sólin að setjast út við sjóndeildarhringinn

Miðnætursólin skartar sínu fegursta við Vestmannaeyjar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér erum við komnir út í einn af hellunum

Hellir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það hefur löngum verið stórviðrasamt á Stórhöfða á Heimaey í Vestmannaeyjum

Á þessari mynd má vel sjá Heimaey og hvernig Eldfell og nýja hraunið þekur eyjuna (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá kort að Vestmannaeyjum og Heimaey

kort af Vestmannaeyjum og Heimaey (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Árni tölvukarl var skipstjóri og stýrimaður á slöngubátnum og Árni Sigurður Pétursson átti heiðurinn af mörgum af þeim örnefnum sem hér koma fram, en hann hafði sent mér þær sem athugasemdir hér áður á blogginu hjá mér. Ef einhverjir staðkunnugir þekkja betur til, þá um að gera að senda inn linka á myndir ásamt skýringum.
Varðandi samgöngumál Vestmanneyjar þá vil ég vísa á fyrri skrif mín hér:
Hér má sjá kort og nánari hugmyndir:
JARÐGÖNG FYRIR VESTMANNAEYJAR ER LAUSNIN Á VANDA BAKKAHAFNAR :) http://photo.blog.is/blog/photo/entry/489680/
Höfnin í Þorlákshöfn séð úr lofti http://photo.blog.is/blog/photo/entry/283931/
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Umhverfis landið á slöngubát |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.4.2008 | 07:02
ÞEIR SEM HAFA ÁHUGA Á AÐ KYNNA SÉR MÁLEFNI VESTMANNAEYJAR Í SAMGÖNGUMÁLUM KYNNI SÉR ÞETTA HÉR
Hér má sjá kort og nánari hugmyndir:
JARÐGÖNG FYRIR VESTMANNAEYJAR ER LAUSNIN Á VANDA BAKKAHAFNAR :) http://photo.blog.is/blog/photo/entry/489680/
Höfnin í Þorlákshöfn séð úr lofti http://photo.blog.is/blog/photo/entry/283931/
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Nýr Herjólfur mun betri kostur en Bakkafjöruhöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 07:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2008 | 14:23
ALLT ER VÆNT SEM VEL ER GRÆNT - MYNDIR
Hér má svo sjá lista yfir þá þætti sem Green Globe samtökin eru að skoða hjá ferðaþjónustufyrirtækjum til að þau fái græna vottun?
1. Losun gróðurhúsalofttegunda
2. Orkunýting, orkusparnaður og stjórnun
3. Stjórnun ferskvatnsauðlinda
4. Verndun og stjórn vistkerfa
5. Stjórnun félagslegra og menningalegra áhrifa ferðaþjónustunnar
6. Skipulag og þróun svæða undir ferðaþjónustu
7. Félagshagfræðilegur ávinningur svæðisins af ferðaþjónustu
8. Verndun loftgæða og stjórnun hávaða
9. Stjórnun fráveitumála og ofanvatns
10. Lágmörkun úrgangs, endurnotkun og endurvinnsla
11. Geymsla og notkun efna sem eru skaðleg umhverfinu
12. Verndun menningarminja
Hér kemur smá myndasería úr flugferð fisflugmanna um Snæfellsnesið í maí 2005.
Flotinn bíður í landi á Arnarstapa í góða veðrinu

Hvar er fiskurinn? Ætli kvótinn sé uppurinn? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá flug sem farið var um Snæfellsnesið á góðum degi

Hér má sjá vel öll smáatriði í fjörunni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér flýgur Lárus á sínum heimasmíðaða mótorsvifdreka meðfram stórgrýttri ströndinni á Snæfellsnesi

Hér má sjá vel hvernig bergið er lagskipt og má greina móberg undir nýlegum hraunlögum sem hafa að öllum líkindum komið úr gosi frá Snæfellsjökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
http://www.photo.is/snae/pages/kps05050520.html
Það getur verið magnað að sjá hvernig bylgjur hafsins hafa brotið niður blágrýtið

Náttúran fer sínu fram hér sem annars staðar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá þekkta dranga við ströndina

Lóndrangar á Snæfellsnesi eru gamlir goskjarnar þar sem ágangur sjávar hefur náð að hreinsa laust gjall og vikur í kringum hreinan goskjarnann (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá þekktan vita við ströndina

Malarrifsviti á Snæfellsnesi, sannkallað paradís á jörðu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er þekkt vík

Víkin heitir Djúpalónssandur og er sunnan megin utarlega á Snæfellsnesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Steinarnir fullsterku, hálfsterkur, hálfdrættingur og amlóði á Djúpalónssandi hafa löngum verið vinsælir meðal ferðamanna

Upplýsingar á íslensku, ensku, þýsku og dönsku fyrir ferðamenn um steinana fullsterku, hálfsterkur, hálfdrættingur og amlóði á Djúpalónssandi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Flugið út að Svörtuloftum á Snæfellsnesi var magnað

Hér má sjá hvernig brimið hefur étið sig inn í nýlegt hraunið á þessari leið. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Stórar hellahvelfingar hafa myndast víða þar sem stórar úthafsöldurnar skella á ströndinni

Hér má sjá hvernig brimið hefur myndað stóra hvelfingu eða helli í nýlegt hraunið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki verður langt þangað til brimið verður búið að grafa sig inn í bergið undir vitann á Svörtuloftum

Vitinn á Svörtuloftum nálægt sundurgrafinni hraunbrúninni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eitt hæsta mannvirki Evrópu var lengi vel á Gufuskálum

Ríkisútvarpið rekur langbylgjustöð á Gufuskálum. Mastrið sem nú er næsthæsta eða um 412 m (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er greinilega mikið um að vera á toppi Snæfellsjökuls

Á toppnum má sjá vélsleða, snjóbíl og fullt af fólki á skíðum í flottu veðri (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hópur af fólki á toppi Snæfellsjökuls að stunda vetraríþróttir

Á toppi Snæfellsjökuls má sjá vélsleða, snjóbíl og fullt af fólki á skíðum í flottu veðri (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekkert er eins gaman og að fljúga í flottur veðri á mótorsvifdreka yfir Snæfellsjökul

TF-111 flýgur yfir Snæfellsjökul í flottu veðri (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hvar er svo þessi mynd tekin?

Smá myndagetraun af Snæfellsnesi, hvaða hús er þetta á myndinni? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En það eru fleiri sem fljúga um Snæfellsnesið

Hér er kría að verja ungana sína fyrir ágangi ljósmyndarans (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kirkjan á Búðum er vinsæl meðal ferðamanna

Búðarkirkja á Snæfellsnesi. Ekki oft sem að fólk sér svart málaða kirkju. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er oft talað að það sé kraftur undir jökli en það er margt kynngimagnað sem á sér stað á Snæfellsnesi. Það er von að fólk eins og Guðrún Bergmann heillist að Snæfellsnesi

Á myndinni má sjá völundarhús ekki langt frá Dritvík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á Hellnum er einnig Hótel Hellnar sem Guðrún Bergmann rekur.
Guðrún G. Bergmann hefur flutt fjölda fyrirlestra um sjálfbæra þróun um umhverfismál, umhverfisvernd og umhverfisstjórnun. Hún hefur verið ötull talsmaður fyrir Green Globe 21 á Íslandi
Fugla og hvalaskoðun er vinsæl við Snæfellsnes, viti, lighthouse, Öndverðarnes

Hér er hópur ferðamanna við vitann á Öndverðarnesi (Fálka) skammt frá Svörtuloftum að skoða stórhveli á sjónum rétt fyrir utan nesið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Söguna um leyndardóma Snæfellsjökuls þekkja allir

Hér má sjá veggspjald frá Gestastofu Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls um söguna um Jules Verne í ferð sinni að miðju jarðar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hvaða fyrirbæri er þetta? Til hvers er þetta og hvenær var þetta byggt?

Myndagetraun af Snæfellsnesi, hér vantar nákvæmar upplýsingar um staðinn :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Sjálfbær þróun á Snæfellsnesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.4.2008 | 11:56
VELKOMIN Í SKAGAFJÖRÐINN - MYNDIR

Hótel Tindastóll er vel búið hótel með öllum þægindum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Víðimýrakirkja er ein af af fallegri kirkjum á landinu og ein af mörgum endurbyggðu kirkjum á svæðinu

Víðimýrakirkja í Skagafirði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kirkjur í Skagafirði hlaðnar með torfi eru fjölmargar í Skagafirði. Það hefur sýnt sig að gömlu kirkjurnar höfðu mun meiri endingu á norðurlandi miða við suðurlandið. En það hefur með rakan og kuldann að gera. Einnig hafa varðveist mun mera af handritum frá norðurlandi vegna þessa.
Hér má sjá svo altaristöfluna sem er í Víðimýrakirkju

Gömul altaristafla í Víðimýrakirkju (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki er ólíklegt að forsetahjónin líti við á hestabúgarði eins og þessum hér

Flugumýri er staðsett í Mekka hestamennskunnar Skagafirði. Hjónin á Flugumýri bjóða upp á skipulagðar hestaferðir og sýningar fyrir ferðamenn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Heimasíðan á Flugumýri er http://www.flugumyri.com/
Hér er danskur vinnumaður á Víðimýri að kynna fyrir samlöndum sínum Íslenska hestinn

Kynning á Íslenska hestinum fyrir dönskum ferðamönnum á Víðimýri í Skagafirði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við verðum bara að vona að Ólafur Ragnar Grímsson forseti láti það ógert að bregða sér á bak. En eins og margir muna eflaust, þá gekk það ekki vel á Snæfellsnesi hér um árið. Nema það hafi verið dulbúin aðferð til að næla sét í konu eins og sjá má
Safnið Glaumbær í Skagafirði er einn vinsælasti viðkomustaður ferðamann og má þar skoða burstabæ af stærri gerðinni sem hefur verið endurbyggður

Glaumbær í Skagafirði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ein skemmtilegasta uppákoma sem að ég hef orðið vitni af fyrir ferðamenn var leikrit sem flutt var fyrir ferðamenn á Hólum í Hjaltadal

Hér er verið að flytja verk um Galdraloft eftir fyrir danska ferðamenn við gríðarlegan fögnuð áhorfenda (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hólakirkja er einstök og margan gersema þar að sjá

Spurning hvort einhver veit hvað þetta hér er, úr hverju það er smíðað og hvar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á Hólum í Hjaltadal er fiskasafn þar sem sjá má mörg furðuleg kvkind

Hvaða fiskur skildi þetta vera? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Grafarkirkja í Skagafirði er fyrir margt merkileg og er meðal annar garðurinn í hring um kirkjuna

Í kirkjum íslands blandast saman tákn frá ýmsum trúarbrögðum allt frá heiðnum tíma til okkar dags. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hofsós er þorp á Höfðaströnd við Skagafjörð sem er vinsælt fyrir ferðamenn. Bærinn hefur verið byggður upp af miklum myndarbrag í gömlum stíl

Á Hofsósi er Vesturfarasetur sem er safn um burt flutta vestur íslendinga (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Spurning hvort að forsetahjónin hætti sér í siglingu út í Drangey til að skoða fuglalífið út í eyjunni

Drangeyjarferjan Víkingur sem er í eigu Jóns Eiríkssonar Drangeyjarjarls (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Að afloknu ströngu prógrami, þá er spurning hvort að forsetahjónin fái sér bað í sömu laug og Grettir Ásmundason gerði eftir Drangeyjarsundið fræga

Hlaðin náttúruleg laug (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er hægt að halda svona áfram lengi, en af nógu er að taka á svæðinu.
![]() |
Forsetahjónin heimsækja Skagafjörð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.4.2008 | 07:39
DETTIFOSS - MYNDIR OG KORT
Þá stóð til að virkja marga af tilkomumestum fossum landsins eins og Gullfoss og Dettifoss.
Hér má sjá Dettifoss í öllu sínu veldi, 100 metra breiður þar sem hann fellur fram af 44 metra hárri skör. Smellið á mynd til að sjá risa-panorama-mynd af fossinum

Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá risamynd af fossinum)
Rétt fyrir ofan Dettifoss er Selfoss og annar tilkomumikill fyrir neðan sem heitir Hafragilsfoss.
Hér sést vel hvað maðurinn er lítill við hliðina á þessu stóra vatnsfalli. Þarna falla um 200 m3 af vatni niður á hverri sek.

Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki langt frá Dettifoss er Selfoss og er hann í göngufæri við Dettifoss

Selfoss í Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Aðkoman og aðstaðan að fossunum hefur stórbatnað og má hér sjá göngustíg niður að Dettifossi að vestanverðu þar sem ég er þeirra skoðunar að Dettifoss er mun tilkomumeiri að sjá

Göngustígur við Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá Dettifoss austan megin frá

Göngustígur við Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Aðkoman er einnig mjög góð að austan verðu við Dettifoss eins og sjá má hér

Göngustígur við Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum að austan verðu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á báðum stöðum er komin góð salernisaðstaða. Það sem hefur háð aðkomunni að Dettifossi hefur aðallega verið lélegt ástand á vegakerfinu. En nú stendur til að laga það. Vegurinn að vestanverðu hefur oftast nær aðeins verið fær 4x4 og vel búnum bílum.
Þeir sem ekki vita það, þá eru norðanmenn með sína útgáfu af Gullna hringnum og heitir hann Demantshringurinn og er meðal annars náttúruperlan Dettifoss á þeirri leið.
Ég hef haldið á lofti ýmsum hugmyndum varðandi lestarsamgöngur víða um land og hér má sjá eina hugmynd fyrir norðurlandið þar sem léttlestarkerfi myndi sjá um að tengja byggðirnar saman á norðurlandi við vinsælustu ferðamannaleið þeirra norðanmanna.
Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir DEMANTSHRINGINN (Húsavík - Ásbyrgi - Dettifoss - Mývatn) og Tröllaskagann (Sauðárkrókur - Hofsós - Siglufjörður - Ólafsfjörður - Dalvík - Akureyrir).

Brautarkerfi, lest eða monorail kerfi fyrir Norðurland, Demantshringinn og Tröllaskagann (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það var haft samband við mig fyrir stuttu og ég beðin um að útfæra svipaða samgönguhugmynd fyrir Norðurlandið eins og ég hafði gert fyrir suðvestur horn landsins.
Eins og sjá má þá er ekki verið að tala um neinar stórar vegalengdir. Demantshringurinn 241 km, Akureyrir - Siglufjörður 73 km og svo Siglufjörður - Sauðárkrókur 90 km.
Svona lausn myndi efla stórlega atvinnu-, skóla-, heilbrigðis-, ferðamálmál fyrir Norðurlandið.
Heildstæð og samræmd hugsun í uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðurlandi. Með þessu móti væri hægt að stórbæta aðgengi ferðamanna að öllum helstu ferðamannastöðum á Norðurlandi - ALLT ÁRIÐ.
Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir suðvestur horn landsins hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/364368/
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Dettifossvegur tilbúinn 2009 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 07:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hér má sjá veginn sem liggur á milli Hnífsdals og Ísafjarðar. Sá vegur verður áfram óbreittur. En síðan verður farið frá Hnífsdal yfir í Bolungarvík.

Hnífsdalur, Þórólfshnúkur, Miðhlíð (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Óshlíðina þekkja margir úr fréttum í gegnum árin. En hún hefur löngum verið erfiður farartálmi fyrir Bolvíkinga og aðra ferðamenn. Mikið grjóthrun hefur verið úr hlíðum fjallana yfir veginn á milli Bolungarvíkur og Hnífsdals.

fjöllin Óshyrna, Arafjall, Búðarhyrna ásamt Ófæru (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Í gegnum þessi fjöll er búið að skipuleggja jarðgöng. En á myndunum má sjá að vegurinn meðfram ströndinni hefur víða verið settur í stokka til að verja umferð, sem fer um veginn, grjóthruni.
Hér má sjá kort af flugleiðinni yfir Bolungarvík sem farin var á mótordrekanum.

kort af flugleiðinni yfir Bolungarvík og nágreni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Rétt eftir að búið er að aka fyrir Óshlíðina á leið til Bolungarvíkur, þá blasir Bolafjall við hinu megin við lítinn fjörð. Þá er stutt í Minjasafnið Ósvör sem er uppgerð verbúð frá árabátatímanum. Verbúðin er ein elsta sinnar tegundar á landinu.

Minjasafnið Ósvör (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Verksamningar Bolungarvíkurganga undirritaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.4.2008 | 13:45
ÞAÐ JAFNAST EKKERT Á VIÐ ÞAÐ - AÐ AKA JEPPA Á ... - MYNDIR
Ekið yfir á á leið inn í Landmannalaugar

Jeppi á leið inn í Landmannalaugar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér munaði litlu að jeppinn myndi velta. Það er margt sem ber að varast þegar snjóblindan og lélegt skyggni er annars vegar

Jeppi nærri oltin við Landmannalaugar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Stundum þarf að aka einhvern spöl til að komast yfir árnar. En hái bakkar geta oft verið erfiðir

Leitað er að stað til að komast upp á bakkann hinu megin (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Stundum þarf einhver að labba á undan bílunum til að finna betri leið

Í snjóblindu getur þurft að láta einn ganga á undan bílnum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er ekið á Landcruser

Sá gamli góði á góðri siglingu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
og Pajero

Pajero á góðri siglingu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá að konur gera sig gildandi í þessari íþrótt líka

Konur eru farnar að sýna jeppaíþróttinni meiri áhuga (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Landrover á 44"

Gamla landbúnaðartækið stendur vel fyrir sínu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Gist er í fjallaskálum á svona ferðum víða um hálendið

Nóg er af flottum fjallaskálum á hálendinu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Í púðursnjó getur færið verið erfitt á köflum

Erfitt færi þegar gljúpur púðursnjór er annars vegar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki ósjaldan þarf að gera við á fjöllum og þá er gott að hafa með þá sem reynsluna hafa og kunna vel til verka

Oft þarf að gera við við erfiðar aðstæður á fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Stærðin skiptir máli hér má sjá 44" dekk

stór dekk gefa meira flot (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Landcruser, í bakgrunni má sjá bjarmann af sólinni

sólsetur getur verið fallegt á fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Auðvelt er að festa sig, og verra er ef það bilar eitthvað í leiðinni

bíll bilaður við erfiðar aðstæður (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Næturbröltið getur stundum borgað sig eins og sannast á þessari mynd hér

Norðurljós í öllu sínu veldi á fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki ósjaldan sem jeppamenn hittast á fjöllum og ræða málin

Það þarf að fá upplýsingar frá hver öðrum áður en farið er á fjöll (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Áfjáðir í íslenska jeppa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.4.2008 | 13:45
MYNDIR FRÁ ÞINGVÖLLUM - ÖXARÁ OG ÖXARÁRFOSS Í KLAKABÖNDUM
Hér byrjuðum við félagarnir að ganga fram á brún Almannagjár þar sem Öxará fellur fram af og myndar fossinn Öxará. Fossinn mun víst vera manngerður af víkingum sem vantaði vatn niður á flatirnar fyrir neðan til að brynna mönnum og skepnum.

Á brún við Almannagjá á Þingvöllum þar sem Öxarárfoss fellur fram af (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá hefðbundna mynd af fossinum Öxarárfoss í Öxará á Þingvöllum

Öxarárfoss í Öxará á Þingvöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Víðmynd eða panoramamynd af Öxarárfossi

Öxarárfoss í Öxará á Þingvöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Nú fer að líða að vori og leysingar lita eða grugga vatnið. Hér má vel sjá hraðan á vatninu sem streymir fram hjá linsu myndavélarinnar

Öxarárfoss í Öxará á Þingvöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Áin Öxará og fossinn Öxárárfoss eru greinilega enn í klakaböndum

Öxará í klakaböndum á Þingvöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki er auðvelt að taka myndir af fossinum sökum úða og sterks skyn sólarinnar. Hér má svo sjá mynd af flúðum aðeins lengra frá fossinum

Öxará í klakaböndum á Þingvöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Lyngdalsheiðarvegur boðinn út í næstu viku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.3.2008 | 00:12
JARÐGÖNG FYRIR VESTMANNAEYJAR ER LAUSNIN Á VANDA BAKKAHAFNAR :)
Líklega eru hugmyndir Árna Johnsen ekki svo vitlausar eftir allt saman.
Hvernig væri að hætta við höfnina á Bakka í Landeyjum og útbúa 10 Km jarðgöng til Vestmannaeyjar í staðin?
Hér má sjá kort sem sýnir jarðgöng til Vestmannaeyjar og svo lestarkerfi sem liggur frá norður, norðausturlandi og svo frá suðvestur horni landsins.

Kort sem sýnir möguleika á höfn fyrir stóran hluta af þungaflutningum til og frá landinu ásamt skipaleið fyrir ferðamenn (smellið á kort til að sjá fleirri myndir)
Með því að setja upp stórskipahöfn í Vestmannaeyjum og safna þangað öllum fisk-, ál- og útflutningsafurðum landsmanna með öflugu lestarkerfi á einn stað eða til Vestmannaeyjar og sigla þeim síðan út til Evrópu og Ameríku - STYSTU LEIÐ :)
Fiskinn væri hægt að flytja ferskan og nýjan á 2 dögum á öll helstu markaðssvæði Íslendinga með bátum eins og sjá má hér:
Hér má sjá dæmi um ferju sem getur siglt á miklum hraða milli Íslands og helstu hafna í Evrópu og Ameríku.

Ferja sem siglir á milli eyja á Kanarí (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Í leiðinni væri hægt að bjóða upp á hraðferðir fyrir ferðamenn til landsins með bátum og þannig stórauka þjónustuna.
Hér er tenging á upplýsingar um ferjuna sem siglir með 60 bíla og 400 farþega og er í dag hægt að fá svona ferjur sem ná á milli 40 til 60 sjómílna hraða!
Linkur á Fred. Olsen Express
Ég var á ferð með ferju á milli eyja úti á Kanarí og þá gjörsamlega stakk ferjan Fred. Olsen Express af ferjuna sem ég var á. En líklega er siglingahraði á svona ferju eitthvað háður veðri. En þessi ferja er orðin nokkuð gömul og líklega komin ný og betri tækni í dag.

Ferja sem siglir á milli eyja á Kanarí (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Vandamálið með suðurströnd landsins, er að hún er nánast öll úr sandi og því frekar erfitt að búa til góð hafnarmannvirki þar. Á um 400 kílómetra langri strönd eru einu hafnirnar í Þorlákshöfn, Höfn á Hornafirði og svo í Vestmannaeyjum.
Einnig mætti frekar skoða hugmyndir um að nota hraðskreiðari ferju frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyjar.
Herjólfur getur í dag tekið um 60 fólksbíla og allt að 524 farþega. Tvær vélar um 2700 kW eru um borð og siglingahraði aðeins 15,5 sjómílur (28,7 km/klst.) sem gefur siglingartíma um 2:40 í siglingartíma + tími sem fer í að leggja úr höfn og leggjast að bryggju.
Ef það yrði keyptur bátur sem siglir á milli 40 - 60 sjómílur, þá fer heildar siglingartími niður í 1 klst!
Við það myndi sparast hafnarmannvirki á Bakka og mætti nota þá peninga í að laga höfnina í Þorlákshöfn og kaupa betri ferju.
Svona fyrir þá sem vilja kynna sér málið betur með aðkomu að Bakkahöfn, ættu að skoða nánar þetta myndaband hér sem lýsir þeim hrikalegu aðstæðum sem þarna eru:
http://www.youtube.com/watch?v=cqJVDQPRe0k
Hér má svo sjá loftmynd af Vestmannaeyjum sem tekin var 1996.

Á þessari mynd má vel sjá alla eyjuna og hvernig Eldfell og nýja hraunið þekur eyjuna (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá kort af leiðinni frá Bakka á Landeyjasandi yfir á Heimaey þar sem hægt væri að koma upp stórri hafnaraðstöðu fyrir hraða flutninga til og frá landinu.

Vestmannaeyjar jarðgöng fyrir lest frá Bakka á Landeyjasandi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Og svo í lokin, þá er hægt að vera með alla þessa þungaflutninga á landi - Umhverfisvæna :)
En fyrir þá sem hafa áhuga á jargöngum um sundin blá og þá um eyjarnar, geta lesið um þær hugmyndir hér:
Hrafninn flýgur í skipulagsmálum - sem er vel http://photo.blog.is/blog/photo/entry/359257
ÞVÍ EKKI AÐ LEGGJA GÖNGIN ALLA LEIÐ TIL REYKJAVÍKUR - 4 KM TIL VIÐBÓTAR! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/382366
JARÐGÖNG FYRIR BÍLAUMFERÐ Í REYKJAVÍK - HUGMYNDIR OG KORT http://photo.blog.is/blog/photo/entry/440761
Önnur áhugaverð frétt í þessu sambandi, birtist í morgun á mbl.is. Þar kom fram að Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich hefur keypt stærsta bor í heimi og er talað um hugmyndir að bora
Lestargöng milli Rússlands og Alaska http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/03/29/kaupir_staersta_bor_i_heimi/
og svo í lokin ef Ísleifur Jónsson vill kynna sér nánar þessa bortækni, þá eru til borar sem bora nánast í gegnum hvað sem er og þétta göngin um leið hér:
http://www.herrenknecht.de/
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Varar við Sundagöngum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 05:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)