Færsluflokkur: Ferðalög
29.3.2008 | 12:06
MYNDIR ÚR PÁSKAFERÐ INN Í LANDMANNALAUGAR OG YFIR VATNAJÖKUL
Hér má sjá myndaseríu úr ferðinni ásamt stuttum texta:
Eins og sjá má á myndinni, þá hefur snjóað töluvert á svæðinu og voru sum skiltin nánast horfin

Skilti við Frostastaðavatn á kafi í snjó (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Skilti við Frostastaðavatn á kafi í snjó link to pictures + link to pictures
Það var farið að líða að kveldi þegar komið var að ánni sem er á leið inn í Landmannalaugar

Ekið yfir ánna á leið inn í Landmannalaugar að nóttu til (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekið yfir ánna á leið inn í Landmannalaugar að nóttu til link to pictures + link to pictures
Það er orðið langt síðan það hefur verið svona mikill snjó inni í Laugum en hér má sjá nýja skálann í Landmannalaugum á kafi í snjó!

Nýi skálinn í Landmannalaugum á kafi í snjó (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Nýi skálinn í Landmannalaugum á kafi í snjó link to pictures
Á meðan sumir lögðu land undir fót á gönguskíðum, þá fór hluti af hópnum gangadi um Laugarhraunið á tveimur jafnfljótum. Gott var að ganga í slóð eftir vélsleða sem höfðu átt leið um svæðið.

Gengið upp í átt að Brennisteinsöldu - allt á kafi í snjó (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Gengið upp Brennisteinsöldu - allt á kafi í snjó link to pictures + link to pictures
Hér er brugðið á leik við skiltið sem vísar á hina frægu gönguleið "Laugavegurinn"

Skilti við Brennisteinsöld á gönguleiðinni við Laugaveg (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Skilti við Brennisteinsöld á gönguleiðinni við Laugaveg link to pictures + link to pictures
Finna mátti þennan fallega íshelli á hverasvæðinu á leið til baka

Íshellir við Brennisteinsöld á gönguleiðinni við Laugaveg (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kristín skálavörður hefur dundaði sér við að útbúa snjó hótel fyrir þá sem vilja gista í snjóhúsi frekar en í skála.

Snjóhús Landmannalaugum made by Kristínu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er Guðmundur að prófa að "tjakka" upp "Pamelu" eða plása upp 3ja tonna Landcruser með blöðru sem tengd er pústinu á bílnum, því miður sprakk blaðran með miklum látum :|

Landcruser blásinn upp eða tjakkaður upp með pústinu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Pamela er fræg fyrir að hafa farið yfr Grænlandsjökul hér um árið. Ég get hiklaust mælt með þessari tegund af bílum. En bílinn stóð sig ótrúlega vel í ferðinni með sína öflugu 24 ventla díselvél.
Landrover nærri oltin við Landmannalaugar link to pictures
Það er falegt um að litast í blíðuni við sjálfar laugarnar sem Landmannalaugar hafa fengið nafn sitt eftir

Þreyttir ferðalangar baða sig í Landmannalaugum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hópur kveður skálavörð í Landmannalaugum link to pictures
Ekið yfir ánna link to pictures
Það þarf að huga að mörgu þegar verið er að fara í erfiðar ferðir inn á hálendið og sér í lagi þegar verið er að fara yfir Vatnajökul eins og í þessari ferð

Guðmundur herðir upp á ró bakvið drifskaft í framhásingu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Rebbi varð á leið leiðangursmanna á leið inn í Jökulheima og náðust nokkrar myndir af honum áður en hann forðaði sér upp á næstu hæð til að virða frekar fyrir sér þá sem áttu leið hjá

Refur á leið ferðalanga inn í Jökulheima (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hver týndi kerru á leið inn í Jökulheima link to pictures
Hér er komið inn í Jökulheima, skála jöklarannsóknarmanna. Skálinn er fyrir vestan Vatnajökul þar sem Tungaá (Tungná) kemur undan jöklinum.

Komið að skála jöklarannsóknarmanna inni í Jökulheimum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þar voru nokkrar fjölskyldur samankomnar til að njóta útiverunnar á 4x4 bílum og vélsleðum.
Skáli Jökulheimum á kafi í snjó link to pictures
Fjölskylda á ferð á vélsleðum link to pictures
Færi erfitt á Vatnajökli - allir að festa sig link to pictures
Það er auðveldara að bruna niður jökulinn en upp hann. Hér nýtur bílstjórinn sín í "botn"

Sá gamli góði - Landcruser - Páll á leið niður Vatnajökul (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Sá gamli góði - Landcruser - Páll á leið upp og svo niður Vatnajökul link to pictures + link to pictures
Pajero á siglingu niður Vatnajökul link to pictures
Kona á Landcruser 70 á leið niður Vatnajökul link to pictures
Ekki tókst að láta félaga Steinar falla þrátt fyrir að mikið væri reynt. Hann stóð af sér hverja raunina á fætur annarri eins og sjá má

Steinar Þór Sveinsson ákveður að taka áskorun og prófa nýju skíðin og lætur draga sig eftir jöklinum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Steinar Þór Sveinsson ákveður að taka áskorun og prófa nýju skíðin link to pictures + link to pictures
Félagar Steinar og Haraldur landroverast upp Vatnajökul í flottu veðri link to pictures
Það eru fleiri bílategundir sem láta gamminn geysa á jöklinum. Hér er Landróver á öðru hundraðinu ... eða var bílinn kannski bara á ... :)

44" Landroverinn hans Haraldar Arnar á kafi í snjó ryðst hér áfram upp Vatnajökul (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
44" Landrover á kafi í snjó link to pictures + link to pictures
Skálarnir við Grímsvötn framundan link to pictures
Guðmundur við skálann í Grímsvötnum link to pictures
Steinar að vonum ánægður með að vera komin á þennan fræga stað link to pictures
Þá er loksins komið á áfangastað sem er skáli jöklarannsóknafélagsins á toppi Grímsfjalls. Skálinn er uppi á toppi fjallsins þar sem næðir vel um og þarf því oft að moka sér leið inn í þá

Hér er verið að moka sér leið inn í skála jöklarannsóknarmanna á Grímsfjalli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þá er að moka sig inn í skálann link to pictures + link to pictures
Horft í áttina þar sem síðasta gos var í Grímsvötnum link to pictures
Veðrið var flott og því um að gera að skella sér strax á gönguskíðin. Hætturnar eru víða á Grímsfjalli, enda er þar eitt mesta háhitasvæði á jörðinni. Stórar sprungur voru nálægt brúninni sem rauk úr.

Steinar og Haradur komnir á gönguskíðin uppi á Grímsfjalli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki eru mörg ár síðan að jarðfræðingur ók fram af hömrunum ekki langt frá þessum stað. Allt fór þó vel að lokum þrátt fyrir nokkur hundruð metra fall.
Steinar og Haraldur komnir á gönguskíðin link to pictures + link to pictures
Það rýkur upp úr hryggnum á Grímsfjalli / Svíahnúk Vestari link to pictures
Guðmundur myndar á háhitasvæðinu við Grímsfjall link to pictures
Hrikalegt að horfa niður af brún Grímsfjalls, brúnin öll sundur sprungin link to pictures
Snjórinn í kringum skálana sannkallað listaverk, Hvannadalshnjúkur í bakgrunni link to pictures + link to pictures
Kvöldið er fagurt á Grímsfjalli link to pictures
Innviðir skálans á Grímsfjalli link to pictures
Grímsvötn virkasta eldstöð á Íslandi link to pictures
Naktir menn í gufu á toppi Grímsfjalls link to pictures
Klósett eins og þau gerast best link to pictures
Ekið niður af Grímsfjalli til austurs í slæmu skyggni link to pictures + link to pictures
Mikið er Steinar ánægður núna link to pictures
Bograð yfir biluðum Landróver upp á miðjum Vatnajökli - Útlitið ekki gott link to pictures
Er það loftsían - Nei link to pictures
Er loft á kerfinu? - Já - vantar vatn link to pictures
Þá er bara að bræða snjó og bæta á vatnskassann link to pictures
Fljótt að skafa í förin aftur - en það er að birta til link to pictures
Meira skjól í Landrover til að bræða snjóinn link to pictures
Þá byrjar hinn bílinn að bila - hvar endar þetta - það brakar óþægilega mikið í liðnum að framan link to pictures
Þarna er tumi Þumall í Vatnajökli - gígtappi link to pictures
Hvannadalshnjúkur - Öræfajökull - Þuríðartindur link to pictures
Landrover einn á ferð - enn eftir 8 km að Hermannaskarði link to pictures + link to pictures
Glitský link to pictures
Færið að versna og Landrover dregur kúluna link to pictures + link to pictures
Sólsetur link to pictures
Landcruser í sólsetri link to pictures
Ekið niður Hermannaskarðið og enn versnar færið link to pictures
Færið var orðið gríðarlega erfitt, þunn skel ofan á snjónum og svo botnlaust púður undir. Því þurfti allt að virka og var eins og læsingin að framan væri ekki að virka á Landrover. Að lokum voru þeir þrír félagarnir komnir undir bílinn til að finna út hvað væri að. Núna varð Landroverinn hreinlega að vera á undan það sem eftir var ferðarinnar. En það var farið að braka ótæpilega að framan á Landcruser og stutt í að allt myndi brotna. Útlitið var ekki bjart!

Allt fast og ekkert virkar - læsingin að framan biluð (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þegar komið var niður Hermannaskarðið, þá fyrst fór færið að þyngjast verulega. Stefnan var tekin á skála Jöklarannsóknafélagsins í Esjufjöllum, en ferðin sóttist MJÖG hægt og var meðalhraðinn oft ekki meira en 1-2 km/klst!
Þrátt fyrir að báðir bílarnir væru á 44" dekkjum og með allt læst að framan og aftan og ló-ló gírinn notaður, þá urðu þreyttir ferðalangar að lokum að játa sig sigraða kl. 3 að nóttu fyrir móður náttúru.
En það kom ekki að sök. Því skyndilega varð allur himininn lifandi grænn og norðurljósin dönsuðu út um allt.

Norðurljósin með Landcruser í forgrunni og Mávabyggðirnar og Fingurbjörg í bakgrunni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Nóttin var þess virði þrátt fyrir aðeins 1 km/klst hraða - Norðurljósin í öllu sínu veldi link to pictures + link to pictures + link to pictures
Ótrúleg norðurljós með Landcruser í forgrunni link to pictures + link to pictures
Rosabaugur um tunglið link to pictures
Þar sem ekki náðist inn í Esjufjöll og kl. orðin rúmlega þrjú að nóttu, þá var ákveðið að slá upp tjaldbúðum út á miðjum Breiðamerkurjökli

Sofið í tjöldum á miðjum Breiðamerkurjökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Næturbirtan er falleg á jöklinum - Steinar og Halli komnir ofan í pokana sína link to pictures
Frekar þungbúið þegar vaknað er næsta dag kl. 9 link to pictures
Ekið niður af Breiðamerkurjökli í erfiðu færi og slæmum skilyrðum - meðalhraðinn 1-2 Km/klst link to pictures
Ekki enn runnið af Steinari eftir bjórinn frá ... link to pictures
Ekið á ísnum niður jökulsporðinn á Breiðamerkurjökli link to pictures
Fagnaðarfundur - fyrstu jeppar sem sjást á leið upp á jökulinn - fáum leiðbeiningar niður jökulinn í talstöð link to pictures
Íslenskur voffi link to pictures
Hópur kveður á Selfossi, liður að framan brotnaði á Hvolsvelli og öryggisbolti í afturhásingu í Landcruser hjá Guðmundi. Sluppum rétt fyrir horn eftir 773 Km ferð link to pictures
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Blíðviðri á hálendinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
26.3.2008 | 11:41
SKEMMTILEG FERÐ UM PÁSKANA - GPS SLÓÐ AF LEIÐINNI - uppfært

Kort með GPS leið af Páskaferð. Kjartans P. Sigurðsson, Guðmundar Halldórsson, Haraldur Örn Ólafsson, Steinar Þór Sveinsson. Reykjavík, Landmannalaugar, Jökulheimar, Grímsvötn, Hermannaskarð, Breiðamerkurjökull, Reykjavík (smellið á mynd til að sjá GPS kort)
Tók mikið af fallegum myndum sem verða að koma seinna þegar tími gefst til.
Var annars að prófa að setja inn flug sem að við flugum nokkrir félagarnir á fisum um Vestfirðina síðasta sumar og má sjá kost og GPS slóða af leiðinni hér

Kort með GPS leið af flugi Kjartans P. Sigurðssonar um Vestfirði (smellið á mynd til að sjá GPS kort)
Hér er svo seinni hluti leiðarinnar um Vestfirðina

Kort með GPS leið af flugi Kjartans P. Sigurðssonar um Vestfirði (smellið á mynd til að sjá GPS kort)
Myndir úr fluginu má svo sjá hér:
http://www.photo.is/07/07/4/
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Ferðalög | Breytt 1.4.2008 kl. 08:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.3.2008 | 17:02
HÉR ERU MYNDIR AF ÖÐRUM SAMBÆRILEGUM FLUG-BÍL

Bíll með vængi sem hægt er að draga saman þegar verið er að keyra á venjulegum vegum. (smellið á mynd til að fara á heimasíðu framleiðanda)
Flugbílinn notar Rotax 912 ULS mótor 100Hp
75% power, cruising speed 120mph.
Þarf "1500 feet" fyrir flugtak og nokkur hundruð metra í lendingu.
Q: What is the useful load of the Transition?
A: Current design estimates place the useful load of the Transition at 550lbs while still maintaining the LSA gross take-off weight limit of 1320lbs. This 550lbs can be divided among people, bags, or fuel.
Q: How much fuel can the Transition carry and what range does it have?
A: The Transition has a 20 gallon (120lb) gas tank. With a full tank, at 75% power, the Transition has a range of 500 miles.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Flogið yfir umferðarhnúta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.3.2008 | 11:11
MANNABEIN FINNAST VÍÐA
Á þessum stað er lítil kirkja sem hefur verið endurbyggð.

Lítil kirkja í Húsavík sem er á milli Loðmundarfjarðar að sunnan og Breiðavíkur (Herjólfsvíkur) að norðan (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það sem merkilegt er við þennan stað er að þar liggur gamall kirkjugarður út við sjávarsíðuna. Vegna ágangs sjávar, þá hefur grafið svo mikið úr bakkanum að mannabein og og leifar af líkkistum standa út úr bakkanum. Þetta er staður sem er ekki fyrir viðkvæma að fara á!
Annar merkilegur beinastaður sem að ég hef komið til er í beinakirkjuna í Tékklandi (Kostnice Ossuary, Kutna Hora, Sedlec, Church of Bones, Kostnice Sedlec)
Þar er að finna kirkju eða grafhýsi sem hefur verið skreitt listilega með mannabeinum eins og sjá má á eftirfarandi myndum (ekki fyrir viðkvæma).
Hér er gengið inn í beinakirkjuna í Kutna Hora í Tékklandi og eins og sjá má, þá er anddyrið ekki beint fyrir þá sem eru hræddir við mannabein.

Beinakirkjan í Tékklandi, Kostnice Ossuary, Kutna Hora, Sedlec, Church of Bones, Kostnice Sedlec (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eins og sjá má á myndunum, þá eru innanstokksmunir og skraut kirkjunnar nánast alfarið búnir til úr mannabeinum.

Skjaldamerki úr beinum í beinakirkjunni í Tékklandi, Kostnice Ossuary, Kutna Hora, Sedlec, Church of Bones, Kostnice Sedlec (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er horft upp í loftið og yfir salinn í átt að altarinu í beinakirkjunni

horft upp í loftið og yfir salinn í átt að altarinu í beinakirkjunni í Tékklandi, Kostnice Ossuary, Kutna Hora, Sedlec, Church of Bones, Kostnice Sedlec (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eins og sjá má, þá eru furðuleg mörg mannanna verk.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Mannabein fundust á víðavangi í Kjósarhreppi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2008 | 08:42
KLÓSETT - EITT FRÆGASTA LISTAVERK ÍSLANDSSÖGUNAR
Hér má sjá hugmynd af vagni sem ekið getur eftir spori með ferðamenn í óvissuferð út í íslenska náttúru.

Mynd sýnir rafdrifið ökumannslaust farartæki (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Greinilegt er að heimamenn á næsta bæ kalla ekki allt ömmu sína þegar nýta þarf húsmuni til listsköpunar.
Þessi listviðburður átti sér stað rétt hjá bænum Kolfreyjustöðum, sem er kirkjustaður utarlega norðanmegin í Fáskrúðsfirði á Austurlandi.
Hildur Inga Rúnarsdóttir, bloggari á mbl og guðfræðingur er settur sóknarprestur á Kolfreyjustöðum við Fáskrúðsfjörð en þessi listviðburður er líklega löngu fyrir hennar tíð.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Kynæsandi salerni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.3.2008 | 07:07
SUNNLENDINGAR ORÐNIR LANGÞREYTTIR Á SAMGÖNGUMÁLUNUM
Nú eiga Sunnlendingar í samstarfi við Reykvíkinga og Orkuveituna að sameinast um að fá að setja upp umhverfisvænt létt-lestarkerfi milli Selfoss og Reykjavíkur.
Hér er aðeins verið að tala um 50 km vegspotta!
Áætla má verð fyrir steypta tvöfalda braut á hvern kílómeter eitthvað í kringum 35 milljónir (35 x 50 = 1750 milljónir!). Til samanburðar, þá kostar að leggja venjulegan tvöfaldan malbikaðan veg um 65 milljónir hvern kílómeter.
Með þessu móti mætti þróa og byggja upp hagkvæmt ódýrt íslenskt lestarkerfi sem myndi notast við umhverfisvæna orkugjafa (vetni, rafmagn, þrýstiloft, heit vatn).
Til að byrja með þyrfti að leggja sem fyrst 25 km tilraunabraut frá Hellisheiðarvirkjun til Reykjavíkur sem myndi jafnframt nýtast sem hitaveituleiðsla þar sem hluti af orkunni yrði notuð til að tryggja að brautin yrði snjófrí og þar með fær í öllum veðrum - allt árið um kring.
Eins og staðan er í dag, þá eiga framkvæmdaraðilar í stökustu vandræðum með að losa sig við allt það umfram heitavatn sem kemur upp á Hellisheiðarsvæðinu. En þeir leita með logandi ljósi eftir stöðum til að bora á þar sem hægt er að dæla þessu vatni og ónýttu orku niður í jörðina aftur!
Í dag sækir fjöldi fólks reglulega vinnu frá þessum svæðum inn á Stórreykjavíkur svæðið. Sökum ófærðar og veðurs þessa daganna, þá er það ekki auðvelt.
Ef byggð yrði upphituð braut með svipuðu snið og hitaveitustokkarnir fyrir íslenskt léttlestarkerfi, þá yrði ekki vandamál með "beðið með mokstur", "þungt færi", "hálkubletti", "snjóþekja", "skafrenningur", "ekkert ferðaveður" og fl. Allt vel þekkt orð sem notuð eru í fjölmiðlum þegar vetur konungur leggst yfir
Hér má sjá hvernig hægt er að samtengja byggðir á suðvesturhorninu sem myndi nýtast vel byggðum og ferðamönnum sem ferðast um þetta svæði.

Mynd sýnir samgöngukerfi sem gæti leyst umferðarvanda Stórreykjavíkursvæðisins (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Umhverfisvænn loftbíll - Ætli það sé framtíðin fyrir íslenskan markað?
Á vef Viðskiptablaðsins mátti lesa þessa skemmtilegu frétt um það nýjasta í þróun á bílum.

Indverskur loftbíll fyrir íslenskan markað
Ef að Íslendingar myndu líta sjálfum sér aðeins nær, þá gætum við orðið þau fyrstu í heiminum að setja upp "Bensínstöð" sem yrði einskonar "Orkustöð" þar sem tappað væri á farartæki beint frá gufuborholu. En þrýstingur frá slíkri holu getur verið um 200 bör og ef tappað væri á kerfi bíls með slíkri orku, þá væri hægt að aka allt að 200 km á umhverfisvænni frírri orku sem við íslendingar eigum nóg af!!!!!
Hér má sjá hugmynd af vagni sem ekið getur eftir spori með ferðamenn í óvissuferð út í íslenska náttúru.

Mynd sýnir rafdrifið ökumannslaust farartæki (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Norðurlandið hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367524/
Lesa má nánar um útfærslu á þessari hugmynd og öðrum sambærilegum hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/372669/
Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Norðausturrhorn landsins hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367893/
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. þá er bara að sjá hvenær aðrir fara að eigna sér þessar hugmyndir líka :)
![]() |
Hvergerðingar vilja strætó austur fyrir fjall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það pínlega í þessu öllu saman er að það var kona sem bar upp umrædda kvörtun karlmönnum svæðisins til mikillar gremju.
Hér er hin meinta sundlaug þar sem hinn alvarlegi glæpur átti sér stað að kona beraði á sér brjóstin fyrir gesti og gangandi.
Ef vel er að gáð, þá má sjá hvar umrædd sænsk ofurgella er á rölti berbrjósta á sundlaugar-barminum.

Sundlaugina í Laugaskarði í Hveragerði, Varmá má sjá í bakgrunni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Sundlaugina í Laugaskarði í Hveragerði.

Sundlaugina í Laugaskarði í Hveragerði á björtum sumardegi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Sundlaugina í Laugaskarði í Hveragerði.

Sundlaugina í Laugaskarði í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Sundlaugina í Laugaskarði í Hveragerði.

Sundlaugina í Laugaskarði í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Sundlaugina í Laugaskarði í Hveragerði.

Sundlaugina í Laugaskarði í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það eru fleiri sundlaugar í Hveragerði og er þessi staðsett við hótelið Frost og Funa. Ekki er ég viss um að það sé tekið svo strangt á klæðaburði baðgesta eins og gert er í hinni lauginni.

Sundlaugina við hótelið Frost og Funa í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hótel Örk er ekki langt undan fyrir þá baðgesti sem urðu súrir yfir yfirgangi baðvarðarins hjá ríkislauginni í Laugaskarði

Sundlaugina við Hótel Örk í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Og fyrir þá sem þola ekki yfirgang stjórnvalda geta alltaf farið upp í Reykjadal sem er rétt fyrir ofan bæinn og baðað sig þar á adamsklæðunum einum saman :)

Heiti lækurinn fyrir ofan Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Og svo ein í lokin, hvaða sundlaug er hér á ferðinni. Hvað heitir staðurinn og hvaða önnur böð eru stunduð þarna?

Hvað heitir sundlaugin (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Bannað að bera brjóstin í Hveró |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.3.2008 | 07:17
NÝ TÆKNI LEYSIR GÖMUL VANDAMÁL - HÁSPENNULÍNUR
Það er víða sem að maður er á ferð um ósnortna náttúru landsins að maður lendir í því að háspennulínur blasa fyrir augum þar sem síst skyldi.
Spurning um að bæta inn í svona hugmyndavinnu að reyna að samræma lagnir á vegum, vatnslögnum, raf- og háspennulögnum.
Það verður þó að viðurkennast að framkvæmdir við virkjanir og fleira á hálendi landsins hefur kallað á vegakerfi sem ísendingar og ferðamenn hafa fengið að njóta.
Hér má sjá sjá 2 háspennulínur sem liggja rétt við Háafoss sem er efst í Þjórsárdal.

Háspennulínur við Háafoss fyrir ofan Þjórsárdal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Línan vinstra megin er ný og var lögð á mettíma vegna stækkunar á Norðurál.
Nú hefur kostnaður við að leggja jarðstrengi lækkað mikið. Verð á lagningu á jarðstreng samanborið við loftlínur er frá því að vera lítið hærri upp í tífalt verð sem hlýtur þá að ráðast af því hvað háa spennu er verið að flytja og svo hvernig jarðvegurinn er.
Háafoss sem er efst í Þjórsárdal.

Háifoss fyrir ofan Þjórsárdal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá háspennulínur ekki langt frá Landmannalaugum sem liggur niður með Tungnaánni

Landsvirkjun, línur að Fjallabaki (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér eru erlendir starfsmenn að snarla samloku og trópí í hádegismat. En þeir voru að vinna við uppsetningu á nýrri háspennulínu frá virkjunum við Þjórsá til Álverksmiðjunar Norðurál við Hvalfjörð.

Verið að reisa ný háspennumöstur rétt við Háafoss (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá panorama mynd af Skjaldbreið þar sem horft er til austurs. Smellið á mynd til að skoða myndina enn stærri, en þar má sjá Kaldadal, Reyðarvatn, Uxahryggjarleið, Kvígindisfell, Uxavatn, Skjaldbreið, Langjökul...

Víð-ljós-mynd af Skjaldbreiði úr lofti (smellið á mynd til að sjá risa mynd af svæðinu sem er með enn víðara sjónarhorn)
Ef smellt er á myndina fyrir ofan, þá má sjá risa víðmynd af Kaldadal og þar má meðal annars sjá sömu háspennulínu og fer framhjá Háafossi efst í Þjórsárdal.
Það er gaman þegar umræða um svona brýnt málefni skilar sér að reynt sé að gera betur. Spurning hvort að bloggið hafi haft einhver áhrif?
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Tími háspennulína liðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 07:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.3.2008 | 07:21
GEYSIR, STROKKUR OG BLESI - MYNDIR
Hér má sjá Strokk í öllu sínu veldi sem virðist vera sísprækur enda ungur að árum og á því líklega enn mikið eftir af sínum líftíma :)

Hér gýs Strokkur reglulega á 5-10 mín fresti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
þó Geysir gamli hafi nú alltaf staðið fyrir sínu, þá er hann nú farinn að eldast greyið og yngri og sprækari teknir við.

Þegar Geysir var upp á sitt besta, þá náði hann svipað háu gosi og Hallgrímskirkjuturn er eða um 70-80m (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Nafnið Geysir er eitt af fáum alþjóðlegum nöfnum sem er íslenskt að uppruna og þýðir að sjálfsögðu goshver.
Á myndinni af Geysi má sjá op sem er um 2 metrar í þvermál. Einnig má sjá rennuna frægu sem útbúinn var á sínum tíma til að lækka yfirborðið á Geysi. Þetta var Viagra þess tíma og aðferð sem reynt var að nota til að koma honum í gang aftur. Ekki er ólíklegt að Strokkur taki eitthvað frá honum af þeirri orku sem hann hafði áður þannig að það streymir líklega ekki eins mikið í Geysi eins og áður.
Þrátt fyrir þessar aðgerðið, þá lét gosið eitthvað standa á sér. Eitthvað er enn um að það sé notuð sápa á tyllidögum til að koma honum til :)
En Sápan virkar þannig að hún lækkar yfirborðsspennu vatnsins þannig að loftbólur eigi auðveldara með að myndast á miklu dýpi sem að lokum myndar keðjuverkandi suðu og allt að 100m vatnssúla þenst skyndilega út og þá nær hverinn að gjósa. Við hvert gos kólnar hverinn og þarf hann þá aftur smá stund til að ná að hita sig aftur upp í suðumark. En á ca. 100 metra dýpi þarf vatnið að sjóða við 120-130 gráður til að þessi suðuvirkni eigi sér stað. Spurning um það hvort að svona goshver nær að gjósa eða ekki ræðst að því hversu mikil orka kemur inn í hann neðan frá og hversu mikil kælingin er á yfirborðinu og þá hvort að orkan er nægjanleg til að láta hann gjósa af sjálfum sér.
Gaman væri að prófa að þræða rör niður í botninn á Geysi og skjóta þrýstilofti inn í hann neðan frá. Spurning er hvort að það væri nægjanlegt til að koma honum af stað aftur með einföldum hætti og þá þyrfti bara lítinn þrýstihnapp fyrir ferðamennina til að fá að sjá Geysi gjósa :)
En það er alltaf von á að Geysir lifni við eða verði eitthvað sprækari ef jarðskjálftar hafa verið öflugir á svæðinu en þá gliðnar bergið og heita vatnið nær að finna sér nýja leið upp á yfirborðið. Einnig er eins og að það hitni vel undir þegar gosvirkni verður meiri í næsta nágreni.
Ýmis önnur fyrirbæri má einnig finna á svæðinu eins og Blesa

Blesi minnir mikið á litin í Bláa Lóninu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Blesi er tvískiptur þar sem sjá má sömu liti og í Bláa Lóninu í öðrum hlutanum og svo hreina hitavatnsuppsprettu í hinum. En liturinn stafar að litlum kísilflögum sem endurvarpa bláa ljósinu.

Blesi minnir mikið á litin í Bláa Lóninu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Strokkur í öllu sínu veldi, fullt af ferðamönnum fylgjast spenntir með

Goshverinn Strokkur í öllu sínu veldi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þeir sem ferðast um svæðið verða að gæta vel að sér en vatnið er á flestum stöðum við suðumark eða 100°C
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Viðræður um Geysissvæðið á lokastigi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.3.2008 | 12:37
HVAR ER ÞESSI MYND TEKIN - MYNDAGETRAUN NR. 3
Myndagetraun - 3

Veit einhver hvar þessi mynd er tekin? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
1) Hvar er myndin tekin?
2) Hver er jarðfræði svæðisins?
3) Hvaða vegslóði er á myndinni?
Kjartan
WWW.PHOTO.IS