Færsluflokkur: Ferðalög
14.9.2007 | 18:30
Þá eru það Reykjaréttir á Skeiðum á morgun.
En Reykjaréttir eru ofarlega á Skeiðunum skammt fyrir sunnan bæinn Reyki.
Réttirnar voru byggðar árið 1881 fyrir Skeiða- og Flóamenn.
Um langan aldur hafa Skeiðaréttir verið einar fjárflestu réttir á Suðurlandi, en nú hefur fé heldur fækkað þótt fjöldi fólks sem sækir Reykjaréttir sé ennþá mikill og ekki síst ferðamenn.
Á aldarafmæli Reykjarétta voru þær að mestu leyti hlaðnar upp að nýju og færðar til hinnar upphaflegu gerðar. Veggir réttanna eru axlarháir (1.50 m), hlaðnir úr hraungrýti og tyrfðir ofan. Við hliðina er svo nátthagi, girtur hringlaga hraungrýtisgarði.
Hér má sjá víðmynd þar sem hestar, fé og fólk er samankomið.

Reykjarétt á Skeiðum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er búið að flokka fé niður og því hægt að fara að koma því á bíl eða reka heim á leið.

Reykjarétt á Skeiðum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eins og sjá má á eftirfarandi mynd, þá er Reykjarétt á Skeiðum sannkölluð listasmíði.

Reykjarétt á Skeiðum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Um 100 kindur drukknuðu í Kálfá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.9.2007 | 15:30
Það er auðvelt að vera leiðsögumaður á íslandi
Þú þarft í rauninni lítið að segja, landið sér um að selja sig sjálft, nóg er að horfa á landslagið líða hjá þegar verið er að ferðast um hið fölbreytta landslag á ferð sinni um landið.
Á einum degi er hægt að skoða ótrúlegan fjölda af náttúrufyrirbærum sem venjulega tæki mun meiri tíma að komast yfir í öðrum löndum.
Svo eru ekki endalaus tré að skyggja á allt og fá því víðátturnar að njóta sín mun betur hér en víða annars staðar og ekki má gleyma því að á einum degi er hægt að komast yfir jarðsöguleg fyrirbæri sem liggja á aldrinum frá 0 til 20 milljón ára.
![]() |
Jodie Foster hrifin af Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hér má sjá hóp á vegum Ísfar í "Self-Drive" ferð þar sem ekið er yfir jökulá undir leiðsögn öruggra leiðsögumanna

Mynd af nýjum bílum Ísfars hjá Ísafold á ferð yfir vað (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Svona skipulagðar ferðir njóta sífell meiri vinsældar meðal innlendra og erlendra ferðamanna
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Brátt hægt að fá leigða breytta jeppa í fjallaferðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.9.2007 | 18:23
Myndasería frá Gígjökli. Er jökulinn að hopa?
Hér er gönguhópur á leið upp með Gígjökli að vestan verðu.

Gönguhópu gengur inn að Gígjökli (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er mynd af jöklinum í Ágúst 2006

Gígjökull (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Skriðjökulinn hefur borið mikið af auri og sand niður og myndað mikla ruðninga.

Hér er ferðahópur að labba niður að lóninu eftir einum sandruðningnum. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er verið að stunda ísklifur í jökultungunni

Ísklifur í Gígjökli (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Og svo í lokin, þá er hér mynd tekin í júní í sumar og þá leit jökulinn svona út

Hér er ferðahópur í myndatöku með Gígjökul í bakgrunni. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá kort af svæðinu og í dag er skriðjökulinn mun minni en kortið sínir

Gígjökull (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Spurning hvort að ástæðan fyrir hruninu úr jöklinum sé að hann sé að slitna í sundur frekar ofarlega.
Á sínum tíma fórst flugvél í jöklinum og má sjá leifarnar af flugvélinni á víð og dreif fyrir neðan skriðjökulinn í dag.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Vart við hrun í Gígjökli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 2.9.2007 kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.8.2007 | 22:44
Land Rover stendur sig vel - Útlendingar sækjast eftir

Land Rover ekið eftir malarvegi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er Land Rover ekið yfir jökulá - spurning hvort að hinir þori yfir líka?

Land Rover ekið yfir jökulá (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er farið mikið með ferðamenn niður í fjöru.

Fjöruferð á Land Rover (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Einn Land Rover selst á dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 4.9.2007 kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.8.2007 | 22:40
Kverkfjöll, Sigurðarskáli - Myndir og kort
Ég hef átt þess kost að komast nokkrar ferðir inn í Kverkfjöll og þá bæði yfir Vatnajökul og svo landleiðina.
Hér er horft yfir annan af tveimur sigkötlum í Kverkfjöllum. Þar má líka sjá hóp af jeppamönnum sem voru með þeim fyrstu sem óku yfir frá Grímsfjalli yfir þar sem rann úr Grímsvötnum eftir Gjálpargosið. Skáli jarðvísindamanna í Kverkfjöllum uppi á öxlinni milli sigkatlanna.

Skáli jarðvísindamanna í Kverkfjöllum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Útsýnið getur verið gríðarlegt til norðurs á góðum degi. Má þá sjá Öskju og Herðubreið. Eins og sjá má á myndinni, þá er mikill jarðhiti á svæðinu og þarna er virk eldstöð undir.

Horft ofan úr Kverkfjöllum til norðurs og má sjá hluta af sigkatlinum sem er vestanmegin í eldstöðinni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Vinsælt er að ganga inn að íshellinum í Kverkjökli. En þar þarf að passa sig vel á hruni úr jöklinum.

Hér er hægt að ganga sunnan megin að íshellinum yfir brú (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Sigurðarskáli í Kverkfjöllum. hér er starfsmaður að draga fána að húni í hálfa stöng til að mótmæla virkjunarframkvæmdum við Kárahnjúka.

Sigurðarskáli í Kverkfjöllum. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá tvo kappa sem lögðu það á sig að aka á vélsleða um miðja nótt yfir Vatnajökul frá Jöklaseli til þess eins að líta við í kaffi hjá skálaverðinum í Sigurðarskála. Leiðin er um 80 km. Hér áður fyrr voru áætlunarferðir á vélsleðum á milli þessara staða en það lagðist af eftir að óhapp átti sér stað þegar tveir hópar voru að hafa skipti á jöklinum fyrir mörgum árum. En þá brast á vont veður og mátti þakka fyrir að ekki fór verr.

Vélsleðamenn frá Jöklaseli (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Teikning hjá skálaverði sem sýnir gönguleiðir um Kverkfjallasvæðið.

Gönguleiðir: Virkisfell 1-2 klst., Biskupsfell 4-5 klst., Íshellir 1-2 klst., Hveradalur 8-10 klst. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kort af Kverkfjöllum sem sýnir Sigurðarskála, skálann í Hvannalindum og fleiri skála á svæðinu og svo hvar konan var sem verið var að leita af. En hún fannst í Hveragili. Þar ku vera hægt að fara í bað.

Kverkfjöll, Sigurðarskáli, Hvannalindir, íshellirinn í Kverkfjöllum. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Fundin heil á húfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 27.8.2007 kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.8.2007 | 10:45
Hvar eru Hrútsfjallstindar? Myndir og kort

Vestara-Hrútsfjall, Eystra-Hrútsfjall og Hrútsfjallstindar framundan (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er komið nær Eystri-Hrútsfjalli og má sjá hvað úfinn jökulinn verður meira og meira sprunginn því meiri sem brattinn verður

Sjá má tilkomumikinn foss í hlíðum Eystra-Hrútsfjalls (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kort af Hrútsfjallstindum.

Svínafellsjökull, Vatnajökull, Hrútsfjallstindum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Leitin að Þjóðverjunum tveim hófst á ný snemma í morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.8.2007 | 09:25
Hvaða búnað þarf til að ferðast á jökli og stunda ísklifur?

Mest hætta á svona stað er ef mikið skrið er á jöklinum og ef hann fellur fram af kanti þar sem hann nær að brotna á yfirborðinu og ná þá sumar sprungurnar alveg niður í botn. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En fyrir þá sem ætla að fara stunda göngur og klifur á jökli ættu að byrja á því að fá sér góða skó eins og þessa hér. En þessir skór eru sérútbúnir til að ganga á ís og eru ekki ósvipaðir skíðaskóm. Nema hvað þessir eru í þægilegri kantinum og henta líka ágætlega sem gönguskór.

Á þessa skó er auðvelt að festa ísbrodda (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá ís- og klifurbroddana sem smelt er á skóna og er svona búnaður algjört lykilatriði þegar verið er að ferðast á jökli.

Einnig er hægt að fá einfaldari brodda sem hægt er að binda á venjulega gönguskó. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Næsta öryggistæki sem þarf að hafa með er ísexi eins og þessi mynd sýnir. Hún er mikilvægt öryggistæki þegar verið er að ferðast á ís.

Hér er sýnd notkun á ísexi. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ef aðstæður eru erfiðar og hættulegar, þá er sett öryggislína á milli til að tryggja ef einhver félli t.d. óvænt í gegnum þunna snjóbrú sem gæti legið yfir sprungu.

Hér má sjá notkun á öryggislínu. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Fyrir þá sem eru vanir og vel þjálfaðir í ísklifri er lítið mál að fara upp þverhníptan ísvegg eins og þessi kona er að gera hér. En með réttum búnaði þá er ferðamennska á jökli auðveldur ferðamáti.

Hér klifrar kona upp ísvegg og til þess notar hún ísbrodda og tvær ísaxir. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Aðstæður á jökli geta verið fjölbreyttar og það sama gildir um veðrið

Hér er rigning eða vel blaut slydda og ef að fólk er vel búið, þá þarf ekki að hafa miklar áhyggjur. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á íslandi er stór hópur fólks sem leggur á sig gríðarmikið óeigingjarnt starf þegar óhöpp gerast. Það eru þrautþjálfaðar fólk út um land allt sem er fljótir að mæta þegar aðstæður kalla eins og við Vatnajökul þessa daganna. Kostnaðurinn er gríðarlegur í sérhæfðum búnaði, tækjum og fatnaði sem þetta fólk þarf að fjárfesta í.

Hér er hópur að undirbúa sig til ferðar og er margt sem þarf að huga að. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Og svo í lokin, þá er þetta ein af mörgum ástæðum fyrir því að fólk er að leggja allt þetta erfiði á sig. En jökulinn er síbreytilegur og getur tekið á sig ýmsar kynjamyndir. Hér má sjá hvar lítill foss fellur út um gin á hákarlskjafti!

Gaman getur verið stundum að mynda kynjamyndir úr ís á jöklum. Þeir sem eru að stunda ferðamennsku á jöklum, verða fljótt heillaðir af fjölbreytileika og drungalegri fegurð sem vatnið er að taka á sig í föstu og fljótandi formi. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Nánast flestir ferðamenn sem koma til landsins hafa aldrei átt þess kost að komast á jökul og hvað þá að fá að skoða íshelli eins og þessi hópur hér fékk að upplifa.

Hér hefur vatn í upphafi runnið niður um litla sprungu a jöklinum og með tímanum náð að stækka vatnsrásina og að lokum orðið þessi myndalegi svelgur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Björgunarsveitarmaður slasaðist á Svínafellsjökli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2007 | 07:01
Á íslandi er auðvelt að útbúa góða skíðaaðstöðu ef vilji er fyrir hendi og það á ekki að þurfa að fara hinu megin á hnöttinn til að stunda slíkt!
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/263922/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/268551/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/267781/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/262950/
Nýjar byltingakenndar hugmyndir - Breytum vinsælustu ferðamannaleið landsins "The Golden Circle" í "The Golden Circle Delux"!
Leiðin milli jökla. Þórisjökull - Geitlandsjökull. Ný "The Golden Circle Delux" leið. Aðeins lenging um 30 km miða við núverandi leið.

Loftmynd af Þórisjökli og Geitlandsjökli (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á næstu mynd má sjá nánar hugmyndir af nýrri og mikið endurbætta leið fyrir ferðamenn frá Reykjavík. En um "Gullna Hringinn" fara um 400 þúsund ferðamenn á ári!

Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á Íslandi eru til margir leyndir og fallegir staðir sem aðeins fáir vita um.
Einn er sá staður sem mér er meira hugleikinn þessa daganna. En það er skarðið á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls sem er fyrir suðvestan Langjökul.
Ég hef mikið velt fyrir mér hvernig hægt er að auka fjölbreytni í ferðaþjónustu. Finna þarf svæði sem hefur gott aðgengi og jafnframt með góða nýtingarmöguleika.
Þetta svæði býður upp á marga ótrúlega spennandi kosti ef vel er skoðað.
Spurning um að koma fyrir fjallaskála eða stóru háfjallahóteli uppi við suður jaðar Geitlandsjökuls í svipuðum stíl og gert er uppi í Jöklaseli í Vatnajökli. Bara allt mun stærra.
Þar væri hægt að þróa ýmsar skemmtilegar hugmyndir.
Eins og nýtt framtíðar heilsársskíðasvæði fyrir íslendinga og jafnvel búa til skíða- og háfjallaparadís.
Hugmyndin gengur út á eftirfarandi og mætti kalla "The Golden Circle Delux" leið
1) Húsi ásamt aðstöðu yrði komið fyrir uppi í ca. 1140 metra hæð rétt austan við Presthnjúk í jaðri Geitlandsjökuls.
2) Síðan yrði ÖLL skíðaaðstaða fyrir stór Reykjavíkursvæðið flutt á þetta nýja svæði. Eða með öðrum orðum að leggja niður Bláfjalla- og Skálafellssvæðið sem skíðasvæði! En það verður að viðurkennast að bæði þessi svæði hafa nýst frekar illa síðustu 3-4 árin og eru á kolröngum stað. Nú þegar er gríðarlega háum fjárhæðum varið árlega í uppbyggingu á þessum tveimur svæðum.
3) Lögð yrði ný leið eða hringleið sem færi frá Kaldadal yfir á línuveginn rétt við Hlöðufell og hún gæti svo haldið áfram niður á Gullfoss og væri þá komin nýr og endurbættur Gull hringur.
Töluvert óhagræði er í núverandi Gullna hring ef þarf að fara á jökul eða sleða en þá bætast við 2 x 35 km ef menn ætla upp í Skálpa á vélsleða og sú leið er oft gríðarlega erfið og ópraktísk inn að jökulsporðinum. Venjulega er þessi leið um 310 km þegar farin er Gull hringurinn líka!
Núverandi Gullhringur er um 240 km sem tekur ca. 3 kl.st. í keyrslu plús tími sem fer í stopp. Eins og sjá má á myndum, þá myndi bætast fullt af nýjum áhugaverðum svæðum fyrir ferðamanninn til að skoða. Þar mætti nefna stórfenglegt hálendi og flotta jöklasýn. Keyrt yrði með jökuljaðrinum og flottum fjöllum, vötnum, sandauðnum og fl. og væri jafnvel hægt að taka stóran og flottan fjörð í sömu leið ef lagður yrði vegaspotti niður frá Kaldadal niður í Hvalfjörð.
Ef farin yrði þessi nýja leið, þá er Þórisdalsleiðin um 18 km + 30 km niður að Gullfossi + til Rvk 124 km en við bætis svo leiðin um Mosó upp Kaldadal um 88 km eða samtals 270 km leið sem yrði þá hinn nýi Gullni-delux-hringur eða +30 km lengri leið en eldri hringleið og jafnframt með möguleika á mun fjölbreyttari dagskrá fyrir ferðamenn. Sparnaðurinn fyrir þá sem vildu komast á jökul yrði 310 - 270 km = 40 km miða við að fara upp í Skálpa sem er mikið fram og til baka keyrsla (70 km).
Að auki myndi sama aðstaða nýtast hvort sem verið væri að fara í Borgarfjörðinn um Kaldadal eða inn á Gullfosssvæðið og fullt af búnaði og aðstöðu myndi samnýtast margfalt betur - Allt árið :)
Eins og staðan er í dag þá er verið að aka til skiptis upp í Skálpa eða Jaka eftir því hvernig jökulinn hagar sér og eru bæði þessi svæði orðin mjög erfið í lok sumars.
Ef skoðað eru kort af Geitlandsjökli, þá má sjá 10-15 mög flottar og langar skíðabrekkur nánast allan hringinn ofan af 1300 metra háum jöklinum og þar er snjór sem er ekki að fara neitt á næstunni.
Þetta þýðir að það er hægt að renna sér niður úr ca. 1300 metra hæð niður 6-700 metra hæð sem gefur hæðamismun upp á 6-700 metra og brekkur sem eru allt að 10 km langar til að renna sér niður - ALLT ÁRIÐ!
Í Skálafelli er verið að renna sér úr 600 metrum niður í 400 metra sem er ca. 200 metra hæðamunur og í Bláfjöllum er verið að renna sér úr 610 metrum niður í 450 metra sem er ca. 160 metrar hæðamunur! Nú er spurning hvort að hægt sé að láta "Ís"-land ná að standa einu sinni undir nafni og verða loksins alvöru skíðaland sem yrði sambærilegt því sem best þekkist í útlöndum?
Vegalengd frá Reykjavík í Bláfjöll er ca. 35 km og í Skálafell ca. 33 km en á nýja svæðið yrði sú vegalengd um 99 km. Á móti kemur að svæðið er hægt að nýta nánast allt árið.
Leiðin upp Kaldadal er þegar orðin að hluta til mjög fínn heilsársvegur og þarf því ekki að leggjast í miklar vegaframkvæmdir eins og staðan er í dag.
Í fyrsta áfanga þyrfti að leggja nýjan upphækkaðan veg inn að Presthnjúkum sem er um 11 km og klára svo Kaldadalsleið upp að þeim afleggjara sem er um 23 km. En mig grunar að sá kafli sé nú þegar komið á áætlun vegamála.
Hér er kort af svæðinu stækkað nánar

Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Og hér er svo nákvæmt kort f svæðinu sem umræddar hugmyndir ganga út á

Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér koma svo myndir sem sýna þversnið af mögulegum skíðabrekkum á svæðinu. En þar sem möguleikar eru svo margir, þá sýni ég aðeins 10 fyrstu skíðabrekkurnar

Þversnið af skíðabrekku-1 (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Íslendingarnir skíða vel í Ástralíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 07:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.8.2007 | 22:54
Er hér með þrjár myndir sem komast næst staðnum þar sem tjöldin fundust!
Hér er fyrri myndin sem sýnir vel svæðið þar sem tjöldin fundust. En svæðið er fyrir miðri mynd.

Hvannadalshnjúkur í bakgrunni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er seinni myndin tekin aðeins nær sem sýnir vel svæðið þar sem tjöldin fundust. En svæðið er neðarlega hægra megin

Hvannadalshnjúkur í bakgrunni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er ég komin aðeins upp fyrir svæðið þar sem tjöldin fundust.

Horft niður með Svínafellsjökli þar sem tjöldin fundust (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Auðvelt er að ganga töluverðan spotta upp með jöklinum eins og sjá má á næstu mynd en víða er laust grjót á yfirborðinu sem þarf að passa sig á

Leiðin upp með Svínafellsjökli að vestan verðu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á þessari mynd má sjá hversu hrikalegur og erfiður jökulinn er á að líta

Hér má vel sjá kantinn sem að ferðamenn ganga oftast upp eftir þegar þeir eru að skoða hann (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Líklegast hafa félagarnir tekið stefnuna á þetta svæði. En hér má sjá Eystra-Hrútsfjall þar sem flogið er upp skriðjökulinn

Eystra-Hrútsfjall (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er horft niður Svínafellsjökul. Skeiðarársandur í fjarska.

Skriðjökulinn Svínafellsjökull, horft til suðurs (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er komið nær Eystri-Hrútsfjalli og má sjá hvað úfinn jökulinn verður meira og meira sprunginn því meiri sem brattinn verður

Sjá má tilkomumikinn foss í hlíðum Eystra-Hrútsfjalls (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kort af Svínafellsjökli, Skaftafelli, Skaftafellsjökli.

Svínafellsjökull, Skaftafell, Skaftafellsjökull (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Vonum að þessar myndir hjálpi eitthvað
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Tjöld þýsku ferðamannanna fundin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)