Færsluflokkur: Ferðalög
22.8.2007 | 10:33
Svínafellsjökull. Hvar eru þýsku ferðamennirnir? - Myndir og kort
Hér byrjar flugið upp skriðjökulinn og má sjá bílastæðið þar sem vinsælt er fyrir ferðamenn að stoppa og þaðan er venjulega gengið upp með jöklinum.

Háls er fyrir ofan bílastæðið og Illuklettar þar fyrir ofan. Fyrir framan jökulinn er síbreytilegt jökullón þar sem jökulárnar Öldukvísl (nær) og Svínafellsá (fjær) renna. Svínafellsheiðin er svo hinu megin við skriðjökulinn (fjær) (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Auðvelt er að ganga töluverðan spotta upp með jöklinum eins og sjá má á næstu mynd en víða er laust grjót á yfirborðinu sem þarf að passa sig á

Leiðin upp með Svínafellsjökli að vestan verðu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á þessari mynd má sjá hversu hrikalegur og erfiður jökulinn er á að líta

Hér má vel sjá kantinn sem að ferðamenn ganga oftast upp eftir þegar þeir eru að skoða hann (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Líklegast hafa félagarnir tekið stefnuna á þetta svæði. En hér má sjá Eystra-Hrútsfjall þar sem flogið er upp skriðjökulinn

Eystra-Hrútsfjall (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er horft niður Svínafellsjökul. Skeiðarársandur í fjarska.

Skriðjökulinn Svínafellsjökull, horft til suðurs (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er komið nær Eystri-Hrútsfjalli og má sjá hvað úfinn jökulinn verður meira og meira sprunginn því meiri sem brattinn verður

Sjá má tilkomumikinn foss í hlíðum Eystra-Hrútsfjalls (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kort af Svínafellsjökli, Skaftafelli, Skaftafellsjökli.

Svínafellsjökull, Skaftafell, Skaftafellsjökull (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Líklega er einn reyndasti fjallaklifurmaður þessa svæðis Snævarr Guðmundsson. En hann er búinn að fara mikið um fjöllin í nágrenni Skaftafells og þekkir sum þeirra eins og lófana á sér.

Snævarr Guðmundsson kennari í gönguleiðsögu í MK þegar ég var í námi þar á sínum tíma (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. en annars var ég að ganga á ís með ferðamenn á Sólheimajökul í gær í um 2 tíma og hef "aldrei" lent í annarri eins rigningu. En eins og við vitum þá er suðurströnd landsins eitt það úrkomumesta og ekki langt frá leitarsvæðinu er eitt úrkomumesta regnsvæði landsins, Kvísker í Öræfum.
![]() |
Um 60 björgunarsveitarmenn leita að þýskum ferðalöngum í Skaftafelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.8.2007 | 07:32
Þannig var þá í pottinn búið eftir allt saman :|
Í því sambandi vil ég benda á bloggfærslu mína sem að ég tengdi viðkomandi frétt í upphafi.
Hér: http://photo.blog.is/blog/photo/entry/290484
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Ferðamannahópar oft ekki með leiðsögumenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 07:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2007 | 20:17
Víti við Öskju - myndir og kort
Víti við Öskjuvatn er mjög vinsæll baðstaður og er þekktur sprengigígur sem talin er hafa myndast við öfluga gufusprengingu. Gígurinn er lítill samanborin við stóra bróður sem Öskjuvatn er í.
Á meðan Víti er um 100 m breiður og um 60 m hár (frá brún), þá er Öskjuvatn 3.2 x 4.5 km á breidd og jafnframt dýpsta vatns landsins, um 224 m þar sem það er dýpst.! Askjan myndaðist í stórgosi árið 1875.
Svæðið hefur verið mjög virkt og síðasta gos var árið 1961. Rann þá hraunið Vikrahraun úr Vikraborgum. Í dag liggur vegur að hluta til yfir þetta úfna hraun að vinsælli gönguleið þar sem ferðamenn geta gengið í 30-40 mín inn að Víti og Öskjuvatni.
Hér má sjá Herðubreið og Öskjuvatni og er stærsta hraunflæmi í Evrópu fremst í myndinni, Ódáðahraun

Herðubreið, Öskjuvatni og Ódáðahraun (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá þekkta mynd frá mér af Öskjuvatni með litla gíginn Víti fremst í myndinni

Askja og Víti (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það eru mikið um umbrot og óhöpp á Öskjusvæðinu þessa dagana. Ég lenti í því fyrir nokkrum dögum síðan að það brotnaði gormur sem heldur við framhásinguna að framan hjá mér og var þá útlitið orðið frekar svart. Með fullan bíl af fólki og eftir að aka nokkuð hundruð kílómetrar. Þar er Gæsavatnaleið meðtalin sem er ein af erfiðari fjallvegum landsins.
Hér eru tveir félagar sem létu sér lítið muna um að hjálpa til við að laga festingarnar fyrir brotin gorm á meðan ferðahópurinn labbaði inn að Víti á meðan. Eins og sjá má, þá var þoka yfir svæðinu og allt frekar drungalegt.

Hér er búið að tjakka upp bílinn og tína í burtu brotin af gorminum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Karl Þórir Bjarnþórsson var á Bláum Unimoc E414 og Hallur Hilmarsson frá Blönduósi á rútu frá SBA-Norðurleið. Þeir létu sig litlu muna um að tína til þau tól og tæki til að bjarga því sem bjarga varð þarna á staðnum og vil ég þakka þeim báðum sérstaklega fyrir veitta aðstoð.
Hér má sjá Karl og Hall virða fyrir sér brotinn gorminn eftir að hafa tjakkað bílinn upp. Hér er Hallur að máta botnstykkið fyrir gorminn.

Þakka mátti fyrir að bremsuslangan yrði ekki fyrir skemmdum líka (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Botnsætinu fyrir gorminn var snúið 180° til að hægt væri að stinga brotna gormendanum inn í stýringuna aftur. Þetta átti að vísu eftir að koma mér í koll seinna inni á miðri Gæsavatnaleið, en þá náði hólkurinn sem samsláttargúmmíið er í að narta aðeins utan í botnplötuna og brjóta 2 bolta sem halda henni. En götin í gegnum plötuna eru ekki alveg fyrir miðju. Þá var ekki annað að gera en að tjakka bílinn upp aftur, taka gorminn alveg í burtu og svo festa hásinguna fasta við bílinn með strekkibandi og svo var hleypa vel úr dekki! Þannig var ekið alla leið til Reykjavíkur og komið þangað um kl. 4-5 sömu nótt. Á leiðinni voru farþegarnir skildir eftir inni á Hótel Hálandi við Hrauneyjafossvirkjun. Þröstur félagi minn kom á móti mér um nóttina og sá jafnframt um viðgerð á bílnum næsta dag.
Um nóttina náðist einnig að blogga og setja inn glænýjar myndir á netið af flugóhappi sem að ég náði myndum af í Nýadal á Sprengisandsleið sjá má myndirnar af flugvélinni HÉR http://photo.blog.is/blog/photo/entry/279376/
Næsta morgun á mánudeginum, frídegi verslunarmanna, var vaknað um kl. 7 og leitað á náðir nokkurra aðila sem hugsanlega ættu nýjan gorma. Þeir voru allir að vilja gerðir og opnuðu búðir sínar, en allt kom fyrir ekki og var ákveðið að gera bráðabirgðaviðgerð á sama máta og gert var inni í Öskju nema hvað núna var plötunni ekki snúið.
Haldið var síðan af stað upp úr hádegi sama dag og náð í ferðahópinn. Það náðist að klára Landmannalaugar, Fjallabak Nyrðra og Suðurströndina þann daginn og gist var að lokum á Hótel Rangá.
Á meðan fundust nýir gormar hjá Ljónstaðarbræðrum sem eru með aðstöðu við Selfoss og veru þeir teknir næsta dag um leið og farin var Gullni Hringurinn með hópinn.
Hér er flogið yfir Öskjuvatn og svo sjálfan Víti í september mánuði 2005.

Hér má sjá litlar mannverur á labbi á gígbarmi Vítis (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ég var þarna á ferð fyrir nokkrum dögum og átti þá spjall við skálaverði í Dreka og fékk þá þær upplýsingar að það væri farið að hitna aftur í Víti. En segja má að það séu merki þess að að kvikan sem er þarna undir hlýtur að vera eitthvað nær yfirborðinu en áður. Sem dæmi, þá hefur ekki verið hægt að baða sig í Gjánni við Mývatn vegna þess að jarðvatnið sem rennur í gegnum svæðið hefur hitnað svo mikið eftir síðasta Kröfluævintýri.
Skála Ferðafélags Akureyrar í Dreka. Þar gista margir ferðamenn sem eiga leið sína um Öskjusvæðið. Í dag er öll aðstaða þarna orðin allt önnur en áður var.

Gamli skálin hægra megin og sá nýi fyrir miðju og salernis- og sturtuaðstaða til vinstri (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá skála jarðvísindamanna sem fáir vita af en hann er rétt norðan við skála Ferðafélags Akureyrar í Dreka.

Skáli jarðvísindamanna við Öskju (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kort af Öskjusvæðinu. Þar má sjá Víti þar sem slysið átti sér stað.

Askja, Víti og Dreki (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Og til að bæta smá varnarorðum við hér í lokin fyrir þá sem stefna á að baða sig í Víti, að þá er töluvert bratt þar sem fara þarf niður. Eftir miklar rigningar, þá getur leirinn sem er yfir öllu svæðinu fljótt orðið eitt drullusvað og því mjög sleipt þar sem fara þarf niður og erfitt getur reynst að stoppa ef einhverjum skrikar fótur.
Annað er að þarna getur ríkt vetrarveður á skömmum tíma og jafnvel á miðju sumri. En það var jafnfallin snjór um 5-10 cm þykkur og þoka yfir svæðinu þegar ég var þarna fyrir um 2-3 vikum síðan! Því er nauðsynlegt að vera með regn- og vindheldan fatnað á þessari leið. En að öðru leiti er svæðið vel merkt.
Hér er danskur ferðamaður á besta aldri sem féll í drulluna við Víti og var takmarkið hjá honum að komast í bað á þessum fræga stað, hvað sem tautaði og raulaði!

Hér er staðið á sleipum kantinum við Víti í íslensku slagveðri og erfitt getur verið að þurfa að hætta við að fara í bað eftir þessa löngu og ströngu ferð til íslands (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er það sem þetta snýst svo allt um, en það er að komast í bað í Víti.

Það skiptir litlu þó svo að maður lykti af brennisteini í nokkra daga á eftir. Upplifunin er stórkostleg. Þetta er eins og að vera í stórum suðupotti hjá mannætum í Afríku þar sem eldurinn krauma undir og heldur vatninu heitu! (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ferðamenn koma til Íslands til að UPPLIFA en "Vítin" eru til þess að varast þau!
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Slösuð kona komin til Egilsstaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 20.8.2007 kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2007 | 07:41
Hvar eru Jökulheimar? Kort + myndir
Tungnáin breiðir töluvert úr sér þar sem hún rennur fyrir sunnan skálann og þar má finna vað fyrir þá sem vilja aka yfir Breiðbak og niður á Langasjó og svo þaðan inn á Fjallabak eða Skælingaleið. Þetta eru allt erfiðar 4x4 leiðir og ekki færar nema vel búnum fjallabílum.
Hér er mynd af upptökum Tungnár í 4x4 jeppaferð sem farin var 1996

4x4 vetrarferð inn í Jökulheima (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Venjulega er ekið upp í Jökulheima frá Veiðivatnasvæðinu. Frá Reykjavík er um 220 km eða um 3ja tíma akstur upp í skálann.
Kort sem sýnir skála Jöklarannsóknarfélagsins og hvar leiðin liggur yfir vað sem er á Tungnánni

Kort af Jökulheimum og næsta nágrenni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 07:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2007 | 08:29
Hafnarfjörður miðbær - Myndir

Viðbygging við kirkjuna í miðbæ Hfanarfjarðar (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Höfninni í Hafnarfirði hefur stækkað mikið eins og sjá má

Loftmynd af höfninni í Hafnarfirði (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér eru svo byggingar sem notaðar voru fyrir fiskverkun að víkja fyrir íbúarhúsnæði!

Uppbygging á miðbænum í Hafnarfirði (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Stórhýsi kynnt í Hafnarfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2007 | 14:22
Þá styttist í það að Vatnajökull verði stærsti þjóðgarður í Evrópu
Þarna má finna virkustu eldfjöll landsins, hæsta fjall landsins, Jökulsárlónið, Grímsvötn, Kverkfjöll, flotta íshella, háhitasvæði, eitt mesta regnsvæði heimsins, stærstu sanda landsins, hamfarahlaup og svona mætti lengi telja.
Nú stendur til að gera Vatnajökul af þjóðgarði. Svæðið mun þá ná yfir 15.000 ferkílómetra eða sem samsvarar 15% af yfirborði Íslands og verða þar með stærsti þjóðgarður í Evrópu.
Þarna má finna fjölbreytta möguleika fyrir ferðamenn eins og að ganga á Hvannadalshnjúk hæsta fjall landsins 2110 m hátt. Skaftafellssvæðið býður upp á fjölda gönguleiða eins og Svartafoss, Kristínartindar og Mossárdal. Fara má flotta 4x4 leið upp í Jöklasel þar sem hægt er að fara í jeppaferðir inn á jökul og komast á vélsleða. Fara má í magnaðar gönguferðir um Lónsöræfi þar sem jarðfræðin er ótrúleg á þeirri leið. Ég mæli sérstaklega með heyvagnaferðir út í Ingólfshöfða, ógleymanleg upplifun.
Horft upp eftir Svínafelljökli þar sem verið er að fljúga upp jökulinn í átt að Hvannadalshnjúk (2110m) hæsta fjalli landsins.

Skriðjökulinn Svínafelljökull (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á stærsta skriðjökli landsins, Breiðamerkurjökull, má sjá jökulruðninga sem er grjótsvarf af fjallstindum sem liggja ofar á jöklinum.

jökulruðningar í Breiðamerkurjökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Óhætt er að segja að Svartifoss er ein vinsælasta náttúruperlan í Skaftafelli, en í Skaftafell koma tæp 200 þúsund ferðamenn á ári.

Svartifoss í Skaftafelli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Gönguleiðin upp að Kristínartindum er vinsæl gönguleið og er útsýnið þaðan stórfenglegt.

Kristínartindar í Skaftafelli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Flott vinsæl gönguleiðin er frá Skaftafelli inn í Morsárdal.

Hér horfir par niður í Morsárdal frá gönguleiðinni á Kristínartinda (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Heyvagnaferð út í Ingólfshöfða mæli ég með að allir fari í.

Hópur ferðamanna á leið út í Ingólfshöfða. Öræfasveitin með Hvannadalshnjúk í baksýn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Jökulsárlónið er einn vinsælasti ferðamannastaðurinn á svæðinu

Jökulsárlón/Breiðamerkurlón (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Margir ferðamenn fá sér siglingu Jökulsárlóninu

Siglt á Jökulsárlón/Breiðamerkurlón (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Illikambur og Lónsöræfi er mjög vannýtt svæði af göngufólki

Illikambur og Lónsöræfi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Í Kverkfjöll mættu fleiri ferðamenn koma, en þar má finna fullt af flottum jarðfræðilegum fyrirbærum. Hér eru myndir af íshellinum í Kverkjökli

íshellirinn í Kverkjökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Nóg í bili, greinilega nóg sem ný stjórn þarf að huga að varðandi Vatnajökulssvæðið.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Skipað í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2007 | 11:55
Indverski flugherinn er víða þessa dagana í fjölmiðlum
Þeir eru líklega ekki öfundsverðir að fljúga yfir þau svæði sem þeir eru að fara yfir þessa dagana!

Kort af flugleið Indverjana á fisi á ferð í kringum jörðina (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er magnað að sjá að kortin á Google Earth af þessum svæðum sýna ekki vegakerfið og eru frekar ónákvæm!
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Ný indversk herþyrla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2007 | 11:34
Hreindýr á Íslandi - Myndir úr veiðiferð
Hér er verið að fara yfir kort af svæðinu í upphafi ferðar með Sævari Guðjónssyni leiðsögumanni (Sæsi gikkur) sem býr á Mjóeyrir á Eskifirði.

félagar úr Veiðifélaginu sósan skoða kort af svæðinu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er lent því að hleðsluljósið var ekki að virka og kom í ljós að ljósaperan var farin. Á myndinni má sjá Jónas, Sjonna og Ármann og vantar Árna flugmann inn á myndina og Sævar leiðsögumann.

félagar úr Veiðifélaginu sósan við skilti sem vísar veginn í Vaðlavík og Karlsskála (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er horft niður í Vaðlavík

Leiðin niður í Vaðlavík (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
"Vöðlavík eða Vaðlavík er vík norðan Reyðarfjarðar, milli Múla og Gerpis. Í Landnámu segir að Þórir hinn hávi hafi búið í víkinni, en hún hét Krossavík fram á 17. öld. Í Vopnfirðinga og Kristni sögur geta þess að Þorleifur Ásbjarnarson hinn kristni hafi búið í víkinni. Til Vöðlavíkur var ruddur vegur fyrir 1940 sem síðar var lengdur til Viðfjarðar og nýttist áður en Oddsskarðsvegur var byggður. 10. janúar 1994 strandaði skipið Goði í víkinni og bjargaði þyrlusveit Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli skipverjum. Einn fórst við strandið. Úr víkinni og heiðinni, Vöðlavíkurheiði, eru tveir fjallstindar einna mest áberandi: Snæfugl og Hestshaus."
Seinna um daginn er komið þar sem vegurinn endar við bæinn Viðfjörð við Viðfjarðarströnd í Viðfirði þar sem Viðfjarðará rennur um Viðfjarðarós (Hvað eru mörg við í því)! Yfir Viðfjarðará hefur verið reist þessi myndalega hengibrú þar sem byggt hefur verið upp myndalegt æðarvarp.

Bærinn Viðfjörður við Viðfjarðarós (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Viðfjörður er fjörður á Austfjörðum í Suður-Múlasýslu og gengur suður úr Norðfirði. Í Viðfirði er samnefnt eyðibýli, en það fór í eyði skömmu eftir 1950. Á bænum er sagt að hafi verið reimt öldum saman og á öðrum fjórðungi síðustu aldar gengur draugar þar ljósum logum, leystust upp í eldglæringum, tóku fyrir kverkar fólki og gerðu mönnum hvers konar skráveifur aðrar.
Í Viðfirði er Dr. Björn Bjarnason fæddur. Hann var kunnur rithöfundur og fræðimaður. Hlaut hann doktorsnafnbót fyrir rit sitt um íþróttir fornmanna á Norðurlöndum, þýddi fjölda rita, samdi eða sá um útgáfur annarra.
Það eru ýmsar aðferðir til að hlúa að æðavarpinu og hér hafa menn brugðið á það ráð að útbúa skýli í kross til að verja æðarfuglinn fyrir veðri og utanaðkomandi vá.

Skýli fyrir æðarfuglinn á tanganum við Viðfjarðarós (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér lenda Árni og Sævar leiðsögumaður eftir að hafa kannað svæðið úr lofti. Einu dýrin sem fundust voru í Sandvík og þangað er varla fært nema fuglinum fljúgandi :)

Árni og Sævar leiðsögumaður við bæinn Viðfjörð (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eftir stutta rekistefnu, þá var ákveðið að Árni myndi fljúga með veiðimennina yfir í Sandvík og lenda þar í fjörunni. En dýrin sem sáust úr flugferðinni sáust síðast við Gerpiskoll í Sandvík.
Hér eru félagarnir sestir upp í fisið með allar græjur og tilbúnir fyrir flugtak

Árni og Sævar leiðsögumaður undirbúa sig fyrir ferð í Sandvík (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Því miður fór annað hjól flugvélarinnar ofan í holu í flugtaki og slitnaði stífa sem hélt við dekkið. Þetta breytti öllum áformum um frekara flug í Sandvíkina og fór smá tími í að laga festinguna aftur.

Hér má sjá stífu sem gaf sig (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki var annað í stöðunni en að gera við vélina með því sem tiltækt var á staðnum. Síðan héldum við Árni í loftið og var þá stefnan tekin norður og leituðum af hreindýrum í leiðinni. Stuttu seinna fundum við hóp af hreindýrum sem voru uppi við fjallstopp rétt fyrir neðan skýjabakkann á stað sem nefnist Kvígindisdalur. Eftir fundin var flogið í kaffi til fisfélaga sem býr á Norðfirði.
Sósumenn héldu fótgangandi við erfiðara aðstæðu á staðinn sem við vísuðum á og náðist eitt dýr og voru þeir ekki komnir í hús fyrr en seint um nóttina eftir erfiðan dag.

Ef vel er skoðað, þá má sjá hreindýr fyrir miðri mynd (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo kort af veiðisvæðinu þar sem sjá má firðina Norðfjörð, Hellisfjörð, Viðfjörð, Sandvík, Vöðlavík og Reyðarfjörð

Firðirnir Norðfjörður, Hellisfjörður, Viðfjörður, Sandvík, Vöðlavík og Reyðarfjörður (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Sterkur grunur leikur á berklasmiti í hreindýri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2007 | 10:53
Rækjuverksmiðjan Miðfell á Ísafirði - Myndir

rækjuverksmiðjan Miðfell á Ísafirði (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þessar myndir voru teknar fyrir stuttu síðan.

rækjuverksmiðjan Miðfell á Ísafirði (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Áhugi fyrir eignum Miðfells |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2007 | 18:43
Opna þarf fyrir hringleið um Hengilinn og þá má byrja með stuttum vegspotta frá Nesjavallarvegi

Nesjavallarvegur, horft til norðurs (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þegar er búið að leggja 4 km veg út að svo kölluðum Bolavöllum og þarf því aðeins að bæta við 5.3 km vegi samkvæmt leið A eða 7.2 km vegi samkvæmt leið B (frá Bolavöllum inn á Nesjavallaleiðina)
Mynd þar sem horft er til norðurs eftir veginum sem liggur út á Bolavelli

Núverandi vegur út á Bolavelli (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér endar vegurinn sem liggur út á Bolavelli. Nú þarf bara að halda áfram með þessa leið inn á Nesjavallaleiðina til að klára hringleiðina um Hengilssvæðið

Hér endar vegurinn út á Bolavelli (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá þrjár nýjar leiðir um Hengilssvæðið

Kort af Hengilssvæðinu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Og fyrst að maður er farin að skoða Hengilssvæðið, þá er fullt af skemmtilegum göngu- og jeppaleiðum á svæðinu. Það nýjasta sem að ég er búinn að upplifa af svæðinu er að aka upp á toppinn rétt fyrir ofan Hamragil. Þegar þangað er upp komið, þá blasir við eitt það fallegasta útsýni norðan Alpafjalla. En það má sjá Heklu, Vestmannaeyjar, Surtsey, Hellisheiðina, Vífilfell, Reykjavík, Esjuna ... og verð ég að segja að samgönguyfirvöld ættu að reyna að leggja áherslu á leið um þetta svæði fyrir ferðamenn. Samkvæmt hugmynd eða leið C, þá gæti verið gaman að hafa möguleika á að aka eftir fjallstoppnum og svo niður og klára hringleiðina. Með þessu móti er auðvelt að skoða 2 gufuaflsvirkjanir í sömu ferðinni. Ekki væri nú verra að bæta við vegaspotta D en frá honum er lítt greinilegur slóði inn á Hellisheiðina.
Á svæðinu er mikið af heitum laugum sem ferðahópar hafa verið að nýta sér.
Hér er horft inn Miðdal, Hengladali, Innstadal og rennur Hengladalaá niður dalinn. Yfir hana liggur svo slóði sem kallaður er 1000 vatna leiðin

Miðdalur, Hengladalir, Innstadalur, Hengladalaá (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ef myndin er skoðuð betur, þá má sjá í fjarska hvar sprunga hefur klofið sjálfan Hengilinn. Svipað fyrirbæri má sjá í fjallinu Þorbirni í Grindavík.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Ferðalög | Breytt 14.8.2007 kl. 06:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)