Færsluflokkur: Ferðalög
10.8.2007 | 23:06
Því miður er lítið hægt að gera þegar svona gerist langt frá mannabyggðum til að hjálpa viðkomandi!
Þetta er stórt vandamál sem gönguleiðsögufólk verður að horfast í augu við. Þrátt fyrir að hægt sé að gera lífgunartilraunir í einhvern tíma og upp að vissu marki, þá er sá tími sem þarf til að koma viðkomandi undir læknishendur og rétta meðhöndlun það sem mestu máli skiptir.
Hér má sjá myndir af kennslu í slysahjálp sem að ég tók þegar ég var í námi í gönguleiðsögn.

Kennsla í slysahjálp hjá Menntaskólanum í Kópavogi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Varð bráðkvaddur á göngu við Bása |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 11.8.2007 kl. 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.8.2007 | 09:53
Ég var á flugi þarna yfir fyrir stuttu - Passaði mig alveg sérstaklega á því að hnerra ekki svona rétt á meðan ég flaug þarna yfir :|

fjöllin Óshyrna, Arafjall, Búðarhyrna ásamt Ófæru (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Í gegnum þessi fjöll er búið að skipuleggja jarðgöng. En á myndunum má sjá að vegurinn meðfram ströndinni hefur víða verið settur í stokka til að verja umferð, sem fer um veginn, grjóthruni.
Hér má sjá kort af flugleiðinni yfir Bolungarvík sem farin var á mótordrekanum.

kort af flugleiðinni yfir Bolungarvík og nágreni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Rétt eftir að búið er að aka fyrir Óshlíðina á leið til Bolungarvíkur, þá blasir Bolafjall við hinu megin við lítinn fjörð. Þá er stutt í Minjasafnið Ósvör sem er uppgerð verbúð frá árabátatímanum. Verbúðin er ein elsta sinnar tegundar á landinu.

Minjasafnið Ósvör (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Stórir grjóthnullungar féllu á Óshlíðarveg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 11.8.2007 kl. 06:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.8.2007 | 22:59
Hér er mynd af flugvélinni

TF-Önd Cessna 152 í eigu flugfélagsins Geirfugls (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við skulum vona að allir hafi komist klaklaust frá þessu.
Hér má sjá nánari upplýsingar um flugvélina
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Flugvél nauðlenti við Straumsvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.8.2007 | 14:18
Það er töluvert siglt með ferðamenn innan um ís á Íslandi
Hér er mín uppáhalds mynd af lóninu. Sólin að koma upp í austri kl. 4 að morgni.

Jökulsárlón Breiðamerkurlón (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá aðstöðuna við lónið og Öræfajökul í baksýn, þar sem hæsta fjall landsins er, Hvannadalshnjúkur 2110m.

Hér er aðstaðan fyrir hjólabátana við Jökulsárlóninu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er einn á gúmmíbát að kanna aðstæður og finna réttu siglingaleiðina fyrir hjólabátinn.

Siglt innan um ísjakana á jökulsárlóninu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er farið yfir þróun svæðisins með ferðamönnum og ekki er slæmt að smakka á 1000 ára gömlum klaka sem veiddur er upp úr jökulsárlóninu fyrir ferðamenn.

Farið yfir þróun svæðisins með ferðamönnum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Oft er þraungt á þingi í bátunum. Hér er hópur Spánverja á hringferð um landið. Ótrúleg ferð :)

Spánverjar á siglingu um lónið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Jökulbrot féll á skemmtiferðaskip og slasaði 18 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2007 | 06:34
Ekki dugði þessi aðgerð nú alveg hjá þeim - ef myndir sem að ég tók eru skoðaðar nánar þá má greina stafi :)

Mynd af þar sem málað var yfir stafi vélarinnar, en búið er að vinna myndina aðeins í Photoshop til að gera stafina greinilegri (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Næst er að nota Google og leita þessa vél uppi og finna nánari upplýsingar um eiganda, sögu, vélarstærð, gerð og fl. :)

Mynd af flugatviki eða óhappi við Nýjadal á Sprengisandsleið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ég hafði pínu gaman að því að sjá hvað bloggið mitt um flugóhappið inni á Sprengisandi við Nýjadal myndi hafa á fjölmiðlaflóruna hér á landi og hversu fljótir þeir yrðu að taka við sér.
En ég náði myndum af flugvélinni sem var lent inni á miðjum Sprengisandi á flugvellinum við Nýjadal stuttu eftir mitt eigið óhapp sama kvöld. En eins og alþjóð veit, þá hlekktist stórri flugvél á í flugtaki.
En sagan er svona:
Á sunnudeginum kem ég á biluðum bíl með brotin gorm sem heldur við framhásinguna eftir erfiða ferð yfir Gæsavatnaleið. Í bílnum eru 6 erlendir ferðamenn. Eftir að gormafesting hafði gefið sig á miðri Gæsavatnaleið, þá var ekki annað að gera en að fjarlægja gorminn festa hásinguna með strappi og var þannig ekið um 50 km leið niður í Nýjadal og þaðan alla leið í bæinn með smá stoppi þar sem ferðamennirnir voru skildir eftir á Hótel Hálandi við Hrauneyjarfossvirkjun.
Ég kem um kl. 22:30 inn í Nýjadal þar sem ráða ríkjum land- og skálaverðirnir Sigurður Ingi Andrésson og Soffía Sigurðardóttir.
Þegar ég ek í hlað, þá hitti ég fyrir Soffíu skálavörð sem segir mér eftirfarandi fréttir:
Flugvél af gerðinni Cessna Caravan (líklega með 1200 HP mótor!) væri ný búinn að krassa þar rétt hjá. En fyrr um kvöldið, þá var vélinni lent á flugvellinum sem er rétt suðaustan við skálann.
Þeir taxa eða leggja vélinni í átt að skálanum og labba síðan niður að skála.
Það fyrsta sem flugmennirnir segja er: "Hvað er hér?"
Eftir stutta viðdvöl, þá er Það næsta sem gerist er að þeir snúa vélinni við í átt að flugvellinum - Sjá ekki mun á flugvelli og landslaginu í kring. Og ákveða að taka í loftið þar sem vélin er.
Þeir ná ekki ferð í gljúpum sandinum og fleyta kerlingar eftir sandöldunum og koma svo að lokum að smá slakka eða öldudal sem að vélin nær ekki yfir. Lenda því með hjólabúnaðinn og skrúfuna inn í hæðinni á móti og hjólabúnaður gefur sig og skrúfan skemmist þegar hún nær að plægja sig í gegnum jarðveginn.
Auk flugmanna eru 2 eldri menn í vélinni.
Einhver Hannes skutlar tveimur á bíl til byggðar og hinir tveir fara með þyrlu í bæinn. Flugmennirnir neita alfarið að ræða óhappið við flugslysanefnd sem komu með þyrlunni út af atvikinu!
Næsta dag hitti ég svo Soffíu á hjálparsveitarbíl inni í Landmannalaugum og þá var farið nánar yfir staðreyndir málsins sem hér mátti lesa.
Nú er spurningin - Hvor hefur betur? Morgunbaðið eða Fréttablaðið en þeir fengu myndir frá mér í gær vegna þessa atburðar.
En ég var annars búinn að plotta þvílíka sögu um þessa atburðarás.
Sagan byrjar þannig:
Ég er fengin til að fara í ferð með undarlegan hóp af ferðamönnum um hálendi Íslands og er hluti af áætluninni að fara með hópinn frá Öskju yfir Gæsavatnaleið ...
En annars var ég að spá í að byrja á sögu sem að lesendur gætu tekið þátt í að semja og gæti ég t.d. komið með grindina hér.
Í framhaldinu mætti svo fá góðan leikstjóra og handritshöfund til að búa til góða kvikmynd upp úr sögunni.
Nú er bara að sjá hversu megnugir bloggarar landsins geta verið. Reynið nú að semja eina góða mergjaða sögu hér á netinu þar sem sögubútum frá hverjum og einum verður síðan raðað saman í þeirri röð sem þeir birtast :)
Sjá má fleiri myndir af flugóhappinu hér http://photo.blog.is/blog/photo/entry/279376/
Sjá má sjá upplýsingar um flugvélina hér http://www.airport-data.com/aircraft/N208B.html
Því var ekki hægt að ná í þá sem voru á flugvélinni í 2 daga?

Frétt hjá Fréttablaðinu af flugatvikinu við Nýjadal á Sprengisandsleið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eins og lesa má á þessari frétt, þá voru umræddir ferðamenn á þessari flugvél meira en lítið dularfullir!
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Vildu ekki þekkjast á Netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.8.2007 | 12:58
Átti þess kost að keyra þarna um fyrir 2 dögum síðan.
Ég átti leið um svæðið fyrir 2 dögum síðan. Veðrið var drungalegt þennan dag og ský sat á toppnum á Herðubreið, drottningu íslenskra fjalla.
Ég horfði löngunaraugum á svæðið þar sem að ég stoppaði með hóp af erlendum ferðamönum á leið inn í Öskju.
Ég var að sjálfsögðu búinn að lofa þetta allt og prísa fyrir hópnum og sagði þeim að gos væri líklega væntanlegt þarna þá og þegar, þar sem að ég benti út yfir auðnina.
En ekkert gerðist!
Og þó, stuttu seinna brotnaði gormur sem heldur við framhásinguna rétt áður en að ég kem inn í Dreka með hópinn og flugvél lendir í óhappi inn við Nýjadal.
En núna sit ég hér á Gullfosskaffi og snæði þessa æðislegu kjötsúpu, sem að þeir eru svo þekktir fyrir, rúmum 2 sólahringum síðar og hugsa um atburði síðustu 2 daga :|
En mér tókst að koma hópnum yfir Gæsavatnaleið og á Hótel Háland við gríðarlega erfiðar aðstæður og aka svo um nóttina í bæinn (7-800 km á einum sólahring) og laga það sem að þurfti og svo halda áfram inn á hálendið með hópinn.
Myndir og nánari lýsing kemur seinna.
Kjartan
![]() |
Minni skjáftavirkni við Upptyppinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.8.2007 | 23:59
Leiðrétting! EKKI flugslys - heldur flugatvik eða óhapp :)
Ég er greinilega farin að nota æsifréttastílinn á fyrirsagnir í blogginu hjá mér.
En þar sem þessi færsla var skrifuð kl. 4 að nóttu eftir langan og erfiðan dag, þá má mér vera smá vorkunn.
Ef það er einhver sem ætti að passa sig á því að slá upp fyrirsögnum um flug í æsifréttastíl, þá ætti það að vera ég.
Vandamálið er oft með allt sem tengist óhöppum í flugi að það vill rata beint á forsíðu fjölmiðla með stórum fyrirsögnum.
Ég var að koma yfir Gæsavatnaleið í fyrrakvöld og fæ þá þær fréttir að flugvél hafi hlekkst á í flugtaki við Nýjadal á Sprengisandsleið. Þyrla var þá ný lögð af stað úr bænum. Engin slys urðu á fólki. En í vélinni voru 2 erlendir flugmenn ásamt 2 farþegum.
Þeir voru víst að reyna flugtak fyrir utan braut til austurs og voru líklega ekki búnir að ná flughraða þegar þeir fara niður hæð og hjólabúnaðurinn lendir svo í hæðinni á móti. En þeir voru víst að reyna utanbrautarflugtak og sandurinn þar var víst heldur mjúkur til þess að þeir næðu fullum flugtakshraða og því fór sem fór.
Hér má svo sjá myndir af slysstað sem tekin var í kvöld um kl. 23:00:

Mynd af flugatviki eða óhappi við Nýjadal á Sprengisandsleið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Mynd af flugatviki eða óhappi við Nýjadal á Sprengisandsleið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Mynd af flugatviki eða óhappi við Nýjadal á Sprengisandsleið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Mynd af flugatviki eða óhappi við Nýjadal á Sprengisandsleið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Flugvél hlekktist á í Nýjadal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 7.8.2007 kl. 07:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2007 | 03:39
Flugslys í Nýjadal í kvöld - Nýjar myndir af slysstað
Þeir voru víst að reyna flugtak fyrir utan braut til austurs og voru líklega ekki búnir að ná flughraða þegar þeir fara niður hæð og hjólabúnaðurinn lendir svo í hæðinni á móti.
Hér má svo sjá myndir af slysstað sem tekin var í kvöld um kl. 23:00:
lagaði aðeins myndirnar í næstu færslu :)
![]() |
Flaug fisflugvél yfir Atlantshaf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 7.8.2007 kl. 07:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.8.2007 | 23:27
Þeir geta þá dundað sér við að skoða þetta flug hérna hjá okkur fisflugmönnum sem farið var sumarið 2004 á Höfn í Hornafjörð

Flug eftir suðurströndinni á leið á Höfn í Hornafjörð (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Slæmt veður í Færeyjum tefur indverska fisflugmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2007 | 09:05
Kjötmjölsverksmiðjan í Flóahreppi

Kjötmjölsverksmiðjan í Flóahreppi árið 2004 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á sínum tíma voru miklar deilur um þessa starfsemi vegna Kúariðu (Creutzfelt-Jakob) og ríkti því mikil óvissa um starfsemina. En nánar má lesa um veikina hér:
Kúariða
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kúariða (fræðiheiti: bovine spongiform encephalopathy, BSE) er sjúkdómur í nautgripum sem var fyrst greindur í Bretlandi árið 1986. Meðgöngutími sjúkdómsins er að meðaltali um fimm ár. Einkennin minna á riðu; breytingar á hegðun og skapi og erfiðleikar við hreyfingar. Kúariða er flokkuð með svampheilameinum. Talið er að breyting í framleiðslu á kjöt- og beinamjöli sem varð í kringum 1980 í Bretlandi hafi gert það mögulegt að smitefni úr sláturúrgangi og hræjum barst í fóður og þannig hafi getað komið upp sýking í nautgripum.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Sorpstöðin tryggir starfsemi Kjötmölsverksmiðjunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)