Ekki dugði þessi aðgerð nú alveg hjá þeim - ef myndir sem að ég tók eru skoðaðar nánar þá má greina stafi :)

Nú er spurning hvort að lesendur geti fundið út eða lesið skráningarnúmer vélarinnar á eftirfarandi mynd?


Mynd af þar sem málað var yfir stafi vélarinnar, en búið er að vinna myndina aðeins í Photoshop til að gera stafina greinilegri (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Næst er að nota Google og leita þessa vél uppi og finna nánari upplýsingar um eiganda, sögu, vélarstærð, gerð og fl. :)


Mynd af flugatviki eða óhappi við Nýjadal á Sprengisandsleið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ég hafði pínu gaman að því að sjá hvað bloggið mitt um flugóhappið inni á Sprengisandi við Nýjadal myndi hafa á fjölmiðlaflóruna hér á landi og hversu fljótir þeir yrðu að taka við sér.

En ég náði myndum af flugvélinni sem var lent inni á miðjum Sprengisandi á flugvellinum við Nýjadal stuttu eftir mitt eigið óhapp sama kvöld. En eins og alþjóð veit, þá hlekktist stórri flugvél á í flugtaki.

En sagan er svona:

Á sunnudeginum kem ég á biluðum bíl með brotin gorm sem heldur við framhásinguna eftir erfiða ferð yfir Gæsavatnaleið. Í bílnum eru 6 erlendir ferðamenn. Eftir að gormafesting hafði gefið sig á miðri Gæsavatnaleið, þá var ekki annað að gera en að fjarlægja gorminn festa hásinguna með strappi og var þannig ekið um 50 km leið niður í Nýjadal og þaðan alla leið í bæinn með smá stoppi þar sem ferðamennirnir voru skildir eftir á Hótel Hálandi við Hrauneyjarfossvirkjun.

Ég kem um kl. 22:30 inn í Nýjadal þar sem ráða ríkjum land- og skálaverðirnir Sigurður Ingi Andrésson og Soffía Sigurðardóttir.

Þegar ég ek í hlað, þá hitti ég fyrir Soffíu skálavörð sem segir mér eftirfarandi fréttir:

Flugvél af gerðinni Cessna Caravan (líklega með 1200 HP mótor!) væri ný búinn að krassa þar rétt hjá. En fyrr um kvöldið, þá var vélinni lent á flugvellinum sem er rétt suðaustan við skálann.

Þeir taxa eða leggja vélinni í átt að skálanum og labba síðan niður að skála.

Það fyrsta sem flugmennirnir segja er: "Hvað er hér?"

Eftir stutta viðdvöl, þá er Það næsta sem gerist er að þeir snúa vélinni við í átt að flugvellinum - Sjá ekki mun á flugvelli og landslaginu í kring. Og ákveða að taka í loftið þar sem vélin er.

Þeir ná ekki ferð í gljúpum sandinum og fleyta kerlingar eftir sandöldunum og koma svo að lokum að smá slakka eða öldudal sem að vélin nær ekki yfir. Lenda því með hjólabúnaðinn og skrúfuna inn í hæðinni á móti og hjólabúnaður gefur sig og skrúfan skemmist þegar hún nær að plægja sig í gegnum jarðveginn.

Auk flugmanna eru 2 eldri menn í vélinni.

Einhver Hannes skutlar tveimur á bíl til byggðar og hinir tveir fara með þyrlu í bæinn. Flugmennirnir neita alfarið að ræða óhappið við flugslysanefnd sem komu með þyrlunni út af atvikinu!

Næsta dag hitti ég svo Soffíu á hjálparsveitarbíl inni í Landmannalaugum og þá var farið nánar yfir staðreyndir málsins sem hér mátti lesa.

Nú er spurningin - Hvor hefur betur? Morgunbaðið eða Fréttablaðið en þeir fengu myndir frá mér í gær vegna þessa atburðar.

En ég var annars búinn að plotta þvílíka sögu um þessa atburðarás.

Sagan byrjar þannig:

Ég er fengin til að fara í ferð með undarlegan hóp af ferðamönnum um hálendi Íslands og er hluti af áætluninni að fara með hópinn frá Öskju yfir Gæsavatnaleið ...

En annars var ég að spá í að byrja á sögu sem að lesendur gætu tekið þátt í að semja og gæti ég t.d. komið með grindina hér.

Í framhaldinu mætti svo fá góðan leikstjóra og handritshöfund til að búa til góða kvikmynd upp úr sögunni.

Nú er bara að sjá hversu megnugir bloggarar landsins geta verið. Reynið nú að semja eina góða mergjaða sögu hér á netinu þar sem sögubútum frá hverjum og einum verður síðan raðað saman í þeirri röð sem þeir birtast :)

Sjá má fleiri myndir af flugóhappinu hér http://photo.blog.is/blog/photo/entry/279376/

Sjá má sjá upplýsingar um flugvélina hér http://www.airport-data.com/aircraft/N208B.html

Því var ekki hægt að ná í þá sem voru á flugvélinni í 2 daga?


Frétt hjá Fréttablaðinu af flugatvikinu við Nýjadal á Sprengisandsleið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eins og lesa má á þessari frétt, þá voru umræddir ferðamenn á þessari flugvél meira en lítið dularfullir!

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Vildu ekki þekkjast á Netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Númerið er N208B. Hér er mynd þegar henni leið betur... http://cdn-www.airliners.net/photos/middle/2/0/0/1072002.jpg

Hjortur (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 07:00

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það var ekki lengi að skila sér :)

Takk fyrir og flott mynd.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 9.8.2007 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband