Færsluflokkur: Lífstíll

Þetta er frétt sem kemur ekki á óvart.

Er ekki hugsanlegt að breitt mataræði, minnkandi sykurneysla og fl. gæti verið mun áhrifameira en margan grunar þegar ofvirkni og athyglisbrestur hjá börnum á í hlut!
mbl.is Segja lyfjagjöf við ofvirkni gagnslausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég fékk góða reynslu af Land Rover síðustu helgi - Flottur bíll - myndir

Var í ljósmyndaferð fyrir nokkrum dögum þar sem verið var að mynda tvo Land Rover jeppa á leiðinni inn í Landmannalaugar og svo þaðan yfir í Hrafntinnusker og á fleiri flotta staði á Fjallabaki.

Veðrið var ekki mikið til að hrópa húrra yfir, en þrátt fyrir það var tekið mikið af efni á video og svo venjulegar myndir af erlendum og innlendum aðilum.

Ég verð að játa að 38" breyttur Land Rover jeppinn kom verulega á óvart í þessari ferð. Í upphafi ferðar var ég með blendnar tilfinningar um ágæti þessara bíla, enda búinn að vera mikið í sveit þar sem þeir flokkuðust meira sem landbúnaðartæki. Einnig hafði ég ágæta reynslu af því að ferðast mikið í svona bílum sem foreldrar mínir ferðuðust mikið á hér áður fyrr.

En nú er öldin önnur. Fjöðrun er eitt sem verður að hrósa þessum bílum sérstaklega fyrir og er hún líklega ein sú besta sem þekkist. Bílarnir lágu vel á vegi og farið var yfir mikið magn af stórfljótum í ferðinni og Landrover með snorkel var ekki mikið að kippa sér upp við það.

Mikill plús er hvað bílarnir eru léttir en aflið mætti vera aðeins meira.

Hér má sjá tvær panorama myndir sem að ég tók í ferðinni. Sú fyrri er tekin við Nafnlausa fossinn og sú seinni þegar við erum að koma inn að Hrafntinnuskeri.

Hér er mynd af Nafnlausa fossi inn á Fjallabaki.

Nafnlausa fossi inn á Fjallabaki (smellið á mynd til að sjá myndina stærri)


Hér er mynd af leiðinni inn að Hrafntinnuskeri

leiðinni inn að Hrafntinnuskeri (smellið á mynd til að sjá myndina stærri)


Hér er Land Rover á góðri "siglingu" frá Gullfossi upp Kjöl

Land Rover ekið eftir malarvegi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er Land Rover ekið yfir jökulá - spurning hvort að hinir þori yfir líka?

Land Rover ekið yfir jökulá (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er farið mikið með ferðamenn niður í fjöru.

Fjöruferð á Land Rover (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Landrover Freelander bíll ársins að mati BÍBB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumir eru á því að reykingar séu heldur ekki hættulegar - Mynd fyrir andreykingaofstopakreddufólk!

Hér er góð hugmynd fyrir þá sem vilja skreyta reykingarherbergin að innan

Herbergi vegfóðrað að innan með stóri mynd - hvern er verið að jarða? (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Fékk þessa mynd senda frá Sigga félaga mínum sem býr núna úti í Danmörku með fjölskyldu sinni.

Hann lét þennan texta fylgja myndinni "fyrir andreykingaofstopakreddukarla eins og þig" :)

Spurning hvort að hann hafi flúið land út af ofsóknum gegn reykingafólki hér á fróni?

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. svo að það komi skýrt fram, þá hef ég ekki enn tekið upp á þeim ósið að reykja :)


mbl.is Hættan af getnaðarvarnapillunni ekki jafn mikil og talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú geta hinir sem selja "dýrt" áfengi á svæðinu verið ánægðir!

Nú geta hinir sem selja "dýrt" áfengi á svæðinu verið ánægðir. Búið að ryðja samkeppninni úr vegi.

Líklega hefði verið einfaldast að setja reglu um að áfengi mætti ekki sjást á almannafæri!

Það er orðið grátbroslegt að horfa upp á alla þá sem geta "ekki" látið sá sig öðruvísi á mannamótum eða labbandi á milli staða í miðbæ Reykjavíkur um helgar án þess að "styðja" sig við eins og eina bjórdós! Það er víst inn eða cool í dag :)

En svo að það komi skýrt fram, þá drekk ég ekki áfengi sjálfur og aldrei gert. Fyrir því er ofureinföld ástæða. Það eru of mörg vandamál sem fylgja þeim ósið og má nefna nýjasta dæmið því til sönnunar þar sem taka þurfti með valdi þvagsýni úr konu sem var ofurölvi - Og að sjálfsögðu var hún EKKI full :)


mbl.is Kælirinn fjarlægður úr vínbúðinni í Austurstræti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er mikill uppgangur í fisflugi á Íslandi þessa dagana

Þetta var flottur árangur hjá Indverjunum. En þeir voru að ljúka hringflugi sínu um jörðina á fisi.

Mörgum kann að þykja að þessi "flugvél" sem þeir kapparnir voru á sé ekki ósvipuð venjulegri flugvél. Það er í raun þannig í flestum nema að kröfur sem flugmálayfirvöld gera er að vélin má að hámarki vera 450 kg fullhlaðin.

Fis hefur opnað mörgum möguleika á að stunda flug en kröfur eru mun minni sem gerðar eru til flugmanna slíkra flugtækja heldur en í einka- og atvinnuflugi.

Það er mikill uppgangur í fisflugi á Íslandi þessa dagana og á síðustu 2-3 árum hafa verið flutt inn og sett saman um 20 fis. En stóri liðurinn í þessu öllu saman er að fisflugmenn mega sjá um samsetningu og viðhald á sínum flugvélum sjálfir og er því um eins konar grasrótarsamtök áhugamanna um flug að ræða og gróskan mikil.

Hér má sjá spennta fisflugáhugamenn taka út nýtt fis sem kom í Júní 2005 til landsins. Hér er um að ræða hálfsamsetta flugvél en ekki kit sem að margir eru að kaupa sér og getur tekið hundruð klukkustunda að setja saman.

Hér eru fisflugmenn að aðstoða við að taka fisið út úr gámnum.

Nýtt fis af gerðinni Zenith CH601-UL með Rotax 912s mótor í eigu Gylfa Árnasonar og Sigurjóns Sindrasonar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er búið að setja vélina saman í einu af nýju flugskýlum fisfélagsins sem staðsett er upp við Grund undir Úlfarsfelli.

Hér er flugvélin að verða klár til að fara í sitt fyrsta prufuflug.

Nýjasta flugskýi fisfélagsins (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er hópur félagsmanna og annarra áhugamanna um flug samankomnir við flugbrautina við Grund til að fylgjast með fyrsta testflugi TF-137

Félagsmenn bíða spenntir eftir fyrsta flugi þessara nýju fisvélar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hálfdán Ingólfsson, margreyndur flugmaður að vestan, er fengin til að "test" fljúga vélinni

Ekki er annað að sjá en að flugið gangi vel (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo linkur á heimasíða fisfélagsins fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar: http://www.fisflug.is/

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Indverskir flugmenn slógu met í hnattflugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavíkurmaraþon - fullt af flottum myndum :)

Ég lenti í því að vera beðin um að taka myndir í Reykjavíkurmaraþoninu í dag og að lokum gat ég ekki skorast undan þeirri bón.

Dagurinn var flottur og ég var ákveðin í að reyna nú einu sinni að ná flottum myndum. Til að svo mætti vera, þá þurfi að brjóta fullt af umferðareglum og vera leiðinlegur til að fá að komast á þá staði sem gætu talist góðir til myndatöku.

Hópurinn sem var að hlaupa var stór og dreifðist um alla borgina og þurfti því að halda vel á spilunum til að ná umræddum myndum. Ég vona að ég hafi ekki misboðið neinum meðan akstri mínum um borgina á meðan á myndatöku stóð. Það er bara því miður þannig að ef á að ná góðum myndum, þá þarf að vera pínu frekur og ósvífinn stundum. En útkommuna má svo sjá hér og fleiri myndir ef smellt er á myndirnar með músinni.

Megi þið vel njóta.

Hér hefst hlaupið niður í miðbæ Reykjavíkur og eins og sjá má, þá eru mörg góð "móment" í hlaupinu.

Hér er keppnin í Reykjavíkurmaraþoni að hefjast í Lækjargötu við Tjörnina (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Mikil er mannmergðin á Skothúsvegi

Hér er hlaupið yfir brúnna á Skothúsvegi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er líka troðið á Nesveginum og ekki enn farinn að grisjast hópurinn

Hér er hlaupið eftir Nesveginum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er fyrsta stoppið þar sem hægt er að fá sér eitthvað svalt að drekka. Ekki veitir af enda heitt í veðri.

Hér er hægt að fá sér svalandi að drekka á Nesveginum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér kemur hópurinn hlaupandi inn á Norðurströnd frá Lindarbraut

Hlaupið eftir Norðurströndinni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Næsti vatnspóstur er rétt hjá JL húsinu og er daman eitthvað að spá í hvað sé í glasinu

Góður er sopinn? (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Aldurinn skiptir ekki máli í svona hlaupi og hér reyna allir að vera með

Hvað er betra en holl hreyfing (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Skildi þetta vera ljósið í myrkrinu?

Hér er stuðningshópur sem kallar sig LJÓSIÐ (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Frá hvaða landi er þessi?

Spurning hvaða trúarbrögð þessi stundar? (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ætli íslensk fegurð sé hérna á ferðinni?

Mikið af fallegu kvenfólki í hlaupinu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Fólk kemur víða að til að hlaupa í maraþoni á Íslandi

Reykjavíkurmaraþonið er fyrir löngu orðið alþjóðlegur viðburður (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Sólfarinu er mætt með breiðu brosi

Reykjavíkurmaraþonið er greinilega gleðistund fyrir marga (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er greinilegt að þessi ætlar sér að vinna þessa keppni og var hann sá fyrsti sem að ég mætti á þessari leið.

Sá fyrsti á þessari leið - Líklega er hann frá Kenýa (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Simon Tonui kom fyrstur í mark í heilu maraþoni eftir tvo tíma og 24 mínútur. Annar í mark var Joseph Mbithi einnig frá Kenýa 23 sek. seinna.

Heyrðu vinur, hvert þykist þú vera að fara. Þú heldur að þú komist allt bara af því að þú ert á stórum bíl?

Það þurfti smá lagni á þennan og stuttu seinna, þá var leiðin greið :) (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ég bara verð að vinna. Hvað er þessi ljósmyndari að þvælast þarna?

Það tekur á að hlaupa svona - Ólíkt þægilegra að sitja í bíl og aka sömu leið með fína tónlist í útvarpinu - Sagði einhver að ég væri stríðinn? (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Pínu þreyttur?

Þetta tekur á - en það er þess virði (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ertu nokkuð að taka mynd af mér?

Hvaða skelfingarsvipur er þetta (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þessi kona er líklega á topp tíu listanum í þessu hlaupi

Erlend kona í hlaupinu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Fyrstu konur í heilu maraþoni voru Sarah Kathryn Knudson 3:21:19 og Sari Yrjölä 03:22:32

Þarna er kona fyrir mig, best að hlaupa á eftir henni :P

Svipbrigðin leyna sér ekki - enda flott dama að hlaupa á undan honum :) (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Glitnir eiga hrós skilið fyrir flottan aðbúnað fyrir keppendur.

Aðstaða fyrir framan Glitnisbanka (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekki að spyrja að því. Diskótekið Ó-Dollý mætt á staðinn.

Hér er spiluð þétt tónlist í boði Glitnisbanka á meðan keppendur svolgra í sig veigunum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ívari "grimma" þykir sopinn góður

Það er ekki neitt lítið sem að maður verður þyrstur í svona hlaupi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Puff... Íslenskt vatn?

Það getur stundum verið gaman að fylgjast með viðbrögðum fólks (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þetta er klassa þjónusta sem að maður fær hér í þessu hlaupi

Vökvatap er gríðarlegt í svona hlaup. Íþróttamenn nota ýmis ráð til að fá þá aukaorku sem þarf í svona hlaupi og eru orkudrykkir vinsælir (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hvað er þessi bíldrusla að þvælast hér - burtu með hana.

Spurning um að fá aðra til að hjálpa sér - bílinn hreyfist ekki! (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hitinn - svitinn, hvað er annað hægt að gera?

Hér gildir að vera léttklæddur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á þessi að vera hér? Hvar eru jakkafötin?

Hér er greinilega fólk að hlaupa úr öllum stéttum og allir aldurshópar. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er ástæðan fyrir því að ég lét til leiðast og tók þessar myndir. Ingólfur Bruun úti að hlaupa, kerrast og hjóla með fjölskylduna

Ingólfur Bruun og synir (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er um að gera að kæla sig vel á svona hlaupi. Er hræddur um að liturinn á "vatninu" sé ekki réttur!

Aðferðirnar eru fjölbreyttar til að kæla sig (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er stranglega bannað að gera teygjuæfingar þegar ljósmyndari er nálægt :P

Vöðvar stífna og stundum fær fólk krampa og verður að hætta keppni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Og þá er þessu lokið og vísitölufjölskyldan heldur heim á leið hlaðin verðlaunum

Það eru svona dagar sem sitja eftir í minningunni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Látum þetta duga í dag!

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. er moggabloggið eitthvað að klikka þessa dagana. Einhverra hluta vegna er html kódin að breytast! Virka vel á Mac en ekki PC!


mbl.is Kenýamenn sigursælir í Reykjavíkurmarþoni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir af verslunarsiðum í Kína

Viðskipti geta verið skrautleg í Kína eins og sjá má á eftirfarandi myndum.

Hér er verið að reyna að selja fínni dömu að norðan Rolex úr af ýmsum gerðum og stærðum :)

Það er reynt að selja ferðamönnum allt milli himins og jarðar í Kína eins eins og víðast hvar annars staðar (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hvor skildi hafa betur, Íslendingurinn Valdimar eða Kínverjinn? Báðir hlaðnir pinklum og böglum. Annar að selja og hinn að kaupa :)

Hér fer fram mikið kapphlaup, hvor skildi hafa haft betur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kínverjar tala um mat eins og við tölum um veðrið. Viðskipti með mat er á hverju götuhorni og viðskiptin blómlega eins og sjá má hér:

Það flæða peningar um allt í Kína þessa daganna eins og sjá má hér (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Menningartúlkur í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki orðið þverfótað fyrir nýjum einkaþyrlum og þotum hjá auðmönnum þessa dagana.

Eitthvað hef ég á tilfinningunni að þessi nýja þróun sé öll að verða frekar absúrd. Þetta er að verða eins og hjá hinum nýríka sem veit ekki alveg hvernig á að haga sér þegar auðurinn er orðinn það mikill að það skiptir ekki orðið neinu máli lengur hvernig honum er eytt.

Því miður er það þannig að óvant fólk með svona mikið fé á milli handanna þarf að læra að alast upp í svona umhverfi og kunna að bera virðingu fyrir því mikla fjármagni sem því hefur áskotnast.

Það eru rétt um 100 ár síðan að íslenskt samfélag var að mestu bændasamfélag og það fátækasta í Evrópu.

Nú er ekki orðið þverfótað fyrir nýjum einkaþyrlum og þotum hjá auðmönnum þessa dagana og aðferðirnar sem þeir nota til að toppa hvern annan í vitleysunni eru hverri annarri skrautlegri.

Hér áður fyrr var gríðar mikið fjármagn falið hjá stórheildsölum og fiskútflytjendum með ýmsu móti á leynireikningum hér og þar.

Sá auður er að mestu uppsafnaður frá því að síldarævintýrið var og hét fram til dagsins í dag.

Nú er þetta falda fjármagn að brjótast upp á yfirborðið með ýmsu móti og skal engan undra að kaupgetan verði gríðarleg þegar það loksins birtist.

Hér áður fyrr var það mesta sem auðmenn gátu látist berast á eða þorðu að láta sjást, var að keyra um á Benz bíl frá Ræsi!

En nú er öldin önnur og þeir geta slett skyrinu sem "eiga" það :)

Þetta er allt í fínu lagi á meðan það verður ekki eins og hjá kerlingunni sem er í nýja dýra loðfeldinum og svo er restin öll af sitt hvorri sortinni.


mbl.is Leysir eigin samgönguvandamál með þyrlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband