Færsluflokkur: Lífstíll
20.12.2007 | 07:43
AÐFERÐ TIL AÐ REIKNA ÚT ÞYNGDARSTUÐUL
http://www.femin.is/article.asp?cat_id=168&art_id=1656
Ég hef á tilfinningunni að það verði ansi margar sem fari yfir efrimörkin 30!
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Feitar fá ekki tæknifrjóvgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 07:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.12.2007 | 08:11
Þeir byrja snemma þessir pjakkar :| Myndir
Einn á fullri ferð (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Lítil pjakkur á mótorhjóli - spurning hvenær hann fer að fljúga :)
Ætli þurfi próf á þessi tæki? (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Þúsund krakkamótorkrossarar á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.12.2007 | 22:29
FALLEGAR MYNDIR ÚR MOSFELLSDALNUM
Það er skiljanlegt að það ætli allt um koll að keyra, því það er að mörgu sem þarf að huga á síðustu dögunum. Kaupgleði Íslendinga hefur aldrei verið eins fjörug og þessa daganna.
Líklega er mesta vandamálið að finna upp á einhverju nýju til að kaupa :)
Hér má sjá fallega kirkju sem ég efa ekki að Mosfellingar muni sameinast í.
Mosfellskirkja í Mosfellsdal er í Mosfellsprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Mikið er um að farið sé á hestbak í dalnum og má þar finna margar skemmtilegar reiðleiðir
Fólk á hestum í Mosfellsdal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ef tími gefst til yfir jólahátíðina, þá má fara og skoða safn Halldórs Kiljan Laxness sem er að bænum Gljúfrasteini.
Safn Halldórs Kiljan Laxness á bænum Gljúfrasteini (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
og svo í lokin fyrir þá sem vilja fara í smá gönguferð, þá er þessi fallegi foss ekki langt frá Gljúfrasteini.
Skíðasvæðið í Skálafelli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Fyrir utan hestamennsku, þá er fínn gólfvöllur í dalnum og svo er spurning hvort að að verði hægt að opna svæðið í Skálafelli vonandi aftur ef snjórinn kemur aftur.
Skíðasvæðið í Skálafelli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Umsátur í Mosfellsdal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.12.2007 | 00:07
ERU ÍSLENDINGAR ÓTEMJUR?
Óhætt er að segja að hið litla Ísland hefur komið reglulega fram í heimspressunni síðustu dagana og er líklega að fá meiri athygli en góðu hófi gegnir.
Á meðan einn gerir símaat í Bush, þá kemur annar fyrir eftirlíkingu
af sprengju við listasafn í Kanada.
Íslendingar eru uppátektarsamir - það er ekki spurning. En hvaða gen eru það sem fær þessa aðila og fleiri til að gera óvænta hluti þegar síst skyldi. Erum við ótemjur?
Því eru við að framkvæma ýmislegt sem aðrir hafa hreinlega ekki þor eða hugmyndarflug til að gera?
Líklega er þetta eitthvað sem liggur djúpt í íslenskri þjóðarsál og gæti verið fróðlegt rannsóknarefni.
Ósjaldan, þá lenda Íslendingar í ýmsum uppákomum í erlendum ríkjum og þá oft vegna óþarfa athugasemda sem hefðu betur verið látin ósögð (eitthvað sem ég kannast aðeins við :) ) og á mörgum sólarströndum eru þeir þekktir fyrir ýmsar óspektir.
Varðandi mál Erlu Arnardóttur, þá er það stór spurning hvað veldur því að tekið er svona hart á hennar máli. Er eitthvað dýpra á þessu máli en menn hafa þorað að láta uppi hér í umræðunni? Íslenskar konur eru þekktar fyrir að láta karlmenn berjast á banaspjótum að minna tilefni og má víða finna staðfestingu á slíku í Íslendingasögunum.
Konur hafa vopn og þau eru ekki þau sömu og karlmenn nota og það er á hreinu að ef karlmaður hefði lent í sömu aðstæðum, að þá fengi hann EKKI rúmlega 50.000 innkomur og yfir 300 athugasemdir inn á sína bloggsíðu á einum sólahring!
En varðandi nágranna okkar í vestri, að þá verður það að teljast undarlegt á tímum þegar búið er að leggja niður landamæri víðast hvar í Evrópu, að þá skuli finnast enn "siðmenntað" ríki sem beitir svona meðferð eins og þeir gerðu gagnvart Erlu og svo kenna þessir menn sig við lýðræði!
Ef Íslendingar þurfa að skreppa til Evrópu, þá er það orðið svipað í dag og að taka strætó - ekki flókið mál. Erfitt er því að skilja allan þennan rembing í Ameríkönum að þurfa að taka einhverja konu svo gjörsamlega í bakaríið og niðurlægja fyrir smávægileg atvik sem gerðust fyrir 12 árum síðan. Hún sem kemur sem gestur í heimsókn til landsins til að versla nokkrar jólagjafir ...!
Þetta mál verður að segjast vera frekar absúrd!
Á sama tíma er gífurlegur fjöldi af óskráðum innflytjenda í þeirra eigin landi og hvað er gert í þeim málum?
Því skilur maður ekki svona hentistefnu. Það liggur við að maður haldi að þetta hafi allt verið sett á svið til að rassskella Íslendinga opinberlega fyrir Arons-, Fischer-, hvala-, Keflavíkurmálið, andstöðu ríkisstjórnarinnar við Íraksmálið og nú síðast símaatið :)
Fyrir nokkrum árum vorum við félagar á ferð í USA. Við leigðum okkur bílaleigubíl og lögðum í bílastæði við flugstöðina á meðan beðið var eftir einhverjum farangri. Þegar við komum til baka nokkrum mínútum síðar, þá var búið að fjarlægja bílinn og koma honum fyrir á afgirtu öryggissvæði fyrir sprengjur! Þeir töldu að það gæti verið sprengja í bílnum og mátti því ekki koma nálægt svæðinu í einhvern x tíma!
Bílinn fengum við svo seint um síðir eftir mikið vesen og ríflega sektargreiðslu.
En mál Erlu virðist vera snjóbolti sem fer sífellt stækkandi þessa stundina og verður fróðlegt að sjá hvernig það mál endar og þá hversu öflugur bloggmiðilinn getur orðið þegar mannréttindi eru annars vegar.
Kannski erum við að verða vitni af nútíma Íslendingasögunum og þá í nýrri mynd.
En ég mun fylgjast spenntur með framvindu mála.
Mál Erlu Óskar vekur athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2007 | 13:17
Flott framtak hjá þingmönnum - Til hamingju :)
Þar sem að ég á erfitt með að leyna gleði minni við svona frétt, þá læt ég bloggið sem að ég skrifað hér fyrir stuttu birtast aftur.
Í uppsveitum Borgarfjarðar rakst ég á mikinn fjölda af Geitum og var ekki annað að sjá en að það lagðist vel í þá erlendu ferðamenn sem voru með í för að fá að virða þær fyrir sér.
Í upphafi landnáms fyrir rúmum 1000 árum síðan, þá fluttu landnámsmennirnir með sér fyrstu geiturnar til landsins.
Á bænum Háafelli í Hvítársíðu er geitabú. Á túni þar rétt hjá mátti sjá þessar íslensku geitur.
Íslenskar geitur frá bænum Háafelli (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ég rakst á þessa athyglisverðu grein eftir Birnu G. Konráðsdóttur á netinu á vefnum www.adborgum.is Þar má lesa margt fleira fræðandi efni:
http://www.adborgum.is/frettir/index_old.htm Þessi orð Birnu segja margt um íslensku geitina:
www.adborgum.is | 14. mars 2004 |
Ég átti á dögunum afar athyglisvert samtal við konu hér í Borgarfirðinum. Hún heitir Jóhanna, býr á Háafelli í Hvítársíðu og heldur geitur. Þau hjónin hafa verið að berjast fyrir því að geta sinnt þessu áhugamáli sínu og hafa af því eitthvert lifibrauð. Og núna hafa foreldrar tveggja veikra barna komist að því að geitamjólkin er það eina sem getur hjálpað þeim. Annað þessara barna er með hvítblæði og hitt er með meltingartruflanir. Árangurinn af geitamjólkinni hefur verið lyginni líkust og hafa foreldrarnir hringt með kökk í hálsi af gleði yfir þeim ótrúlega árangri sem þetta hefur skilað. Þetta er alveg ótrúlegt og í raun kraftaverk og frábært að til skuli vera einhver næring sem hjálpar þessum börnum og öðrum í sömu stöðu. En málið er að þessi búskapur nýtur engrar aðstoðar. Þau hjónin eru að reyna að bjarga íslenska geitarstofninum frá útrýmingarhættu og fá ekki mikla aðstoð til þess. Fram undir þetta hefur þetta verið mesta basl og fjárútlát og hefur kannski mest gengið á hugsjóninni einni saman en því miður virkar það ekki til lengdar, það kostar allt peninga í dag. ÉG vona sannarlega að hjólin fari að snúast og fleiri fái að vita af þessum frábæru eiginleikum geitamjólkur fyrir fyrirbura og kornabörn sem ekki geta notið móðurmjólkur. Þá yrðu margar flugur slegnar í einu höggi. Geiturnar myndu fá að lifa og til væri afurð sem myndi hjálpa mörgum veikum börnum.
Vonarkveðjur úr Borgarfirðinum
Birna
Íslenskar geitur eru litskrúðugar eins og önnur íslensk húsdýr
Litríkar geitur frá bænum Háafelli (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Íslensk geit úðar í sig nýslegnu grasinu.
Íslenskar geitur (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Vilja að ríkið aðstoði geitabændur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2007 | 09:52
ER SAMBAND Á MILLI VELMEGUN OG LJÓSANOTKUN?
Kortið segir meira en mörg orð og á meðan Suður-Kórea er flóðlýst að kvöldi til, þá er slökkt á öllu landinu í Norður-Kóreu!
Orkunotkun í Norður- og Suður-Kóreu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Líkur eru á að yfirstéttin í Norður-Kóreu búi þar sem eina ljóstýran er :)
Samanborið við orkueyðslu Íslendinga, þá myndi landið okkar lýsa eins og 1000 watta ljósapera á svona mynd :)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Olía ógnar náttúruverndarsvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2007 | 07:04
Reykjanesbraut - Hvar skildi löggan fela sig :)
Hér er lögreglan staðin að verki við hraðamælingar :)
Ef betur er að gáð þá eru tveir lögregluþjónar steinsofandi í bílnum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eins og sjá má þá er lítið annað en hraun á Reykjanesinu
Reykjanesbraut, brú með hringtorgum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Reykjanesbraut, brú með hringtorgum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Tvöföldun Reykjanesbrautar gengur vel og má sjá mörg stórglæsileg mannvirki eins og þessi hér:
Reykjanesbraut, brú með hringtorgum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Greinilegt er að vegagerðin er framsýn í vegamálum, en búið er að reisa þessi mannvirki þó svo að ekki sé nein byggð í næsta nágreni!
Spurning hvað hefði orðið um þennan kafla á Reykjanesbraut ef stækka hefði þurft álverið?
Álverið í Straumsvík, Alcan (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Annars fer það að verða spurning um að setja upp öflugt hraðlestarkerfi fyrir þá sem eru að flýta sér svona mikið!
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Sautján ára á 212 kílómetra hraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 07:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.11.2007 | 06:28
Það mætti halda að himinn og jörð væru að farast :)
Það besta við þetta allt saman er að markaðsmenn hjá Hagkaupum vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera.
Þeir eru bara að næla sér í ódýra auglýsingu hjá þeim sem rísa venjulega upp á afturlappirnar, yfir nánast öllu hversu ómerkilegt sem það kann að vera :)
Annað eins hefur nú verið gert rétt fyrir jólin til að fá smá athygli :)
Jólasveininn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Pabbar í pössun í Hagkaupum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 06:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.11.2007 | 08:38
Bakdyrnar á Dominos í Spönginni - Myndir :)
En þeir mættu harðri mótstöð starfsmanna staðarins og var nánast hent öfugum út aftur um sömu bakdyr og hlupu að lokum í burtu með skottið á milli lappana :)
Spöngin Grafarvogi
Verslunarmiðstöðin Spöngin Grafarvogi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Krua Mai - tælenski veitingastaðurinn í Spönginni er hiklaust hægt að mæla með fyrir góðan mat sem að þeir bjóða upp á
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Ránstilraun í Grafarvogi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2007 | 08:21
Íslenskar Geitur - Myndir
Í upphafi landnáms fyrir rúmum 1000 árum síðan, þá fluttu landnámsmennirnir með sér fyrstu geiturnar til landsins.
Á bænum Háafelli í Hvítársíðu er geitabú. Á túni þar rétt hjá mátti sjá þessar íslensku geitur.
Íslenskar geitur frá bænum Háafelli (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ég rakst á þessa athyglisverðu grein eftir Birnu G. Konráðsdóttur á netinu á vefnum www.adborgum.is Þar má lesa margt fleira fræðandi efni:
http://www.adborgum.is/frettir/index_old.htm Þessi orð Birnu segja margt um íslensku geitina:
www.adborgum.is | 14. mars 2004 |
Ég átti á dögunum afar athyglisvert samtal við konu hér í Borgarfirðinum. Hún heitir Jóhanna, býr á Háafelli í Hvítársíðu og heldur geitur. Þau hjónin hafa verið að berjast fyrir því að geta sinnt þessu áhugamáli sínu og hafa af því eitthvert lifibrauð. Og núna hafa foreldrar tveggja veikra barna komist að því að geitamjólkin er það eina sem getur hjálpað þeim. Annað þessara barna er með hvítblæði og hitt er með meltingartruflanir. Árangurinn af geitamjólkinni hefur verið lyginni líkust og hafa foreldrarnir hringt með kökk í hálsi af gleði yfir þeim ótrúlega árangri sem þetta hefur skilað. Þetta er alveg ótrúlegt og í raun kraftaverk og frábært að til skuli vera einhver næring sem hjálpar þessum börnum og öðrum í sömu stöðu. En málið er að þessi búskapur nýtur engrar aðstoðar. Þau hjónin eru að reyna að bjarga íslenska geitarstofninum frá útrýmingarhættu og fá ekki mikla aðstoð til þess. Fram undir þetta hefur þetta verið mesta basl og fjárútlát og hefur kannski mest gengið á hugsjóninni einni saman en því miður virkar það ekki til lengdar, það kostar allt peninga í dag. ÉG vona sannarlega að hjólin fari að snúast og fleiri fái að vita af þessum frábæru eiginleikum geitamjólkur fyrir fyrirbura og kornabörn sem ekki geta notið móðurmjólkur. Þá yrðu margar flugur slegnar í einu höggi. Geiturnar myndu fá að lifa og til væri afurð sem myndi hjálpa mörgum veikum börnum.
Vonarkveðjur úr Borgarfirðinum
Birna
Íslenskar geitur eru litskrúðugar eins og önnur íslensk húsdýr
Litríkar geitur frá bænum Háafelli (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Íslensku geit úðar í sig nýslegnu grasinu.
Íslenskar geitur (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Geitahjörð slátrað í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)