Reykjavíkurmaraþon - fullt af flottum myndum :)

Ég lenti í því að vera beðin um að taka myndir í Reykjavíkurmaraþoninu í dag og að lokum gat ég ekki skorast undan þeirri bón.

Dagurinn var flottur og ég var ákveðin í að reyna nú einu sinni að ná flottum myndum. Til að svo mætti vera, þá þurfi að brjóta fullt af umferðareglum og vera leiðinlegur til að fá að komast á þá staði sem gætu talist góðir til myndatöku.

Hópurinn sem var að hlaupa var stór og dreifðist um alla borgina og þurfti því að halda vel á spilunum til að ná umræddum myndum. Ég vona að ég hafi ekki misboðið neinum meðan akstri mínum um borgina á meðan á myndatöku stóð. Það er bara því miður þannig að ef á að ná góðum myndum, þá þarf að vera pínu frekur og ósvífinn stundum. En útkommuna má svo sjá hér og fleiri myndir ef smellt er á myndirnar með músinni.

Megi þið vel njóta.

Hér hefst hlaupið niður í miðbæ Reykjavíkur og eins og sjá má, þá eru mörg góð "móment" í hlaupinu.

Hér er keppnin í Reykjavíkurmaraþoni að hefjast í Lækjargötu við Tjörnina (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Mikil er mannmergðin á Skothúsvegi

Hér er hlaupið yfir brúnna á Skothúsvegi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er líka troðið á Nesveginum og ekki enn farinn að grisjast hópurinn

Hér er hlaupið eftir Nesveginum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er fyrsta stoppið þar sem hægt er að fá sér eitthvað svalt að drekka. Ekki veitir af enda heitt í veðri.

Hér er hægt að fá sér svalandi að drekka á Nesveginum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér kemur hópurinn hlaupandi inn á Norðurströnd frá Lindarbraut

Hlaupið eftir Norðurströndinni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Næsti vatnspóstur er rétt hjá JL húsinu og er daman eitthvað að spá í hvað sé í glasinu

Góður er sopinn? (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Aldurinn skiptir ekki máli í svona hlaupi og hér reyna allir að vera með

Hvað er betra en holl hreyfing (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Skildi þetta vera ljósið í myrkrinu?

Hér er stuðningshópur sem kallar sig LJÓSIÐ (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Frá hvaða landi er þessi?

Spurning hvaða trúarbrögð þessi stundar? (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ætli íslensk fegurð sé hérna á ferðinni?

Mikið af fallegu kvenfólki í hlaupinu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Fólk kemur víða að til að hlaupa í maraþoni á Íslandi

Reykjavíkurmaraþonið er fyrir löngu orðið alþjóðlegur viðburður (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Sólfarinu er mætt með breiðu brosi

Reykjavíkurmaraþonið er greinilega gleðistund fyrir marga (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er greinilegt að þessi ætlar sér að vinna þessa keppni og var hann sá fyrsti sem að ég mætti á þessari leið.

Sá fyrsti á þessari leið - Líklega er hann frá Kenýa (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Simon Tonui kom fyrstur í mark í heilu maraþoni eftir tvo tíma og 24 mínútur. Annar í mark var Joseph Mbithi einnig frá Kenýa 23 sek. seinna.

Heyrðu vinur, hvert þykist þú vera að fara. Þú heldur að þú komist allt bara af því að þú ert á stórum bíl?

Það þurfti smá lagni á þennan og stuttu seinna, þá var leiðin greið :) (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ég bara verð að vinna. Hvað er þessi ljósmyndari að þvælast þarna?

Það tekur á að hlaupa svona - Ólíkt þægilegra að sitja í bíl og aka sömu leið með fína tónlist í útvarpinu - Sagði einhver að ég væri stríðinn? (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Pínu þreyttur?

Þetta tekur á - en það er þess virði (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ertu nokkuð að taka mynd af mér?

Hvaða skelfingarsvipur er þetta (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þessi kona er líklega á topp tíu listanum í þessu hlaupi

Erlend kona í hlaupinu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Fyrstu konur í heilu maraþoni voru Sarah Kathryn Knudson 3:21:19 og Sari Yrjölä 03:22:32

Þarna er kona fyrir mig, best að hlaupa á eftir henni :P

Svipbrigðin leyna sér ekki - enda flott dama að hlaupa á undan honum :) (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Glitnir eiga hrós skilið fyrir flottan aðbúnað fyrir keppendur.

Aðstaða fyrir framan Glitnisbanka (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekki að spyrja að því. Diskótekið Ó-Dollý mætt á staðinn.

Hér er spiluð þétt tónlist í boði Glitnisbanka á meðan keppendur svolgra í sig veigunum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ívari "grimma" þykir sopinn góður

Það er ekki neitt lítið sem að maður verður þyrstur í svona hlaupi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Puff... Íslenskt vatn?

Það getur stundum verið gaman að fylgjast með viðbrögðum fólks (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þetta er klassa þjónusta sem að maður fær hér í þessu hlaupi

Vökvatap er gríðarlegt í svona hlaup. Íþróttamenn nota ýmis ráð til að fá þá aukaorku sem þarf í svona hlaupi og eru orkudrykkir vinsælir (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hvað er þessi bíldrusla að þvælast hér - burtu með hana.

Spurning um að fá aðra til að hjálpa sér - bílinn hreyfist ekki! (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hitinn - svitinn, hvað er annað hægt að gera?

Hér gildir að vera léttklæddur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á þessi að vera hér? Hvar eru jakkafötin?

Hér er greinilega fólk að hlaupa úr öllum stéttum og allir aldurshópar. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er ástæðan fyrir því að ég lét til leiðast og tók þessar myndir. Ingólfur Bruun úti að hlaupa, kerrast og hjóla með fjölskylduna

Ingólfur Bruun og synir (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er um að gera að kæla sig vel á svona hlaupi. Er hræddur um að liturinn á "vatninu" sé ekki réttur!

Aðferðirnar eru fjölbreyttar til að kæla sig (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er stranglega bannað að gera teygjuæfingar þegar ljósmyndari er nálægt :P

Vöðvar stífna og stundum fær fólk krampa og verður að hætta keppni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Og þá er þessu lokið og vísitölufjölskyldan heldur heim á leið hlaðin verðlaunum

Það eru svona dagar sem sitja eftir í minningunni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Látum þetta duga í dag!

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. er moggabloggið eitthvað að klikka þessa dagana. Einhverra hluta vegna er html kódin að breytast! Virka vel á Mac en ekki PC!


mbl.is Kenýamenn sigursælir í Reykjavíkurmarþoni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Guðmundsson

Kjartan

Jón Þór Guðmundsson, 20.8.2007 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband