Færsluflokkur: Menning og listir

KLÓSETT - EITT FRÆGASTA LISTAVERK ÍSLANDSSÖGUNAR

Árið 2003, þá var ég á ferð með 2 Dani hringinn í kringum landið og rak þá upp stór augu þegar við keyrðum fram á þetta veglega Gustafsberg klósett úti í vegkantinum.

Hér má sjá hugmynd af vagni sem ekið getur eftir spori með ferðamenn í óvissuferð út í íslenska náttúru.

Mynd sýnir rafdrifið ökumannslaust farartæki (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Greinilegt er að heimamenn á næsta bæ kalla ekki allt ömmu sína þegar nýta þarf húsmuni til listsköpunar.

Þessi listviðburður átti sér stað rétt hjá bænum Kolfreyjustöðum, sem er kirkjustaður utarlega norðanmegin í Fáskrúðsfirði á Austurlandi.

Hildur Inga Rúnarsdóttir, bloggari á mbl og guðfræðingur er settur sóknarprestur á Kolfreyjustöðum við Fáskrúðsfjörð en þessi listviðburður er líklega löngu fyrir hennar tíð.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Kynæsandi salerni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FRIÐUR SÉ MEÐ YÐUR - MYNDIR

Það verður gaman að sjá kveikt á listaverki Yoko Ono, Imagine Peace Tower í Viðey. Mér finnst að það eigi að vera kveikt á þessu fallega listaverki yfir alla vetrarmánuðina.

Ljósmyndasýning verður opnuð í hesthúsinu í Viðey þar sem næturljósmyndun af friðarsúlunni verður líklega viðfangsefnið.

Var þarna fyrir jól á síðasta ári og tók þá þessa myndaseríu hér, En þær eru af friðarsúlunni í Viðey sem Yoko Ono lét útbúa til minningar um mann sinn John Lennon:

Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En svona í tilefni dagsins, þá mátti ég til með að birta þessar myndir aftur.

Ef mig minnir rétt, þá komu PK arkitektar eitthvað að gerð þessa listaverks.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Friðarsúlan tendruð í eina viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SUMAR KONUR HAFA EINKENNILEG ÁHRIF Á MIG :|

Ég get ekki að því gert, en þetta lag ... eða konan hefur einhver ólýsanleg áhrif á mig.

 

Lisa Ekdahl - Vem vet

 

 

 Flott lag - Flott kona :P

 

 

 

Hér er svo annar linkur sem virkar :) http://video.aol.com/video-detail/lisa-ekdahl-vem-vet/3688843216
mbl.is Sharon Stone 50 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FRÆNDUR VOR DANIR

Ég var á ferð með Dönum í fyrra og það kemur stundum fyrir að maður nær skemmtilegu sambandi við einhverja úr hópnum eins og ég gerði við konu að nafni Agnes Lazzarotto.

Hér er Agnes Lazzarotto búin að veiða í ferð með Bátnum Snorra frá Dalvík

Agnes Lazzarotto brosir breitt eftir góða veiði á bátnum Snorra frá Dalvík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Agnes er listakona og hefur verið að skoða myndir á vefnum www.photo.is hjá mér og varð mjög hrifin af einni frá Rauðasandi

Rauðisandur - horft til norðurs upp ósinn

Rauðisandur - horft til norðurs upp ósinn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hún varð svo heilluð af þessari mynd og þá sérstaklega litunum í henni svo að listakonan og íslandsvinurinn Agnes ákvað að útbúa stórt málverk eftir myndinni sem að má sjá hér:

Rauðisandur - horft til norðurs upp ósinn

Rauðisandur - horft til norðurs upp ósinn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þetta er eitt af mörgum sem gerir leiðsögustarfið skemmtilegt. Þau eru ófá hrósin sem að maður hefur fengið í formi söngs, ljóða, teikninga, málverka og fl. frá ferðafólki sem að maður hefur ferðast með síðustu árin.

Segið svo að frændur vor Danir hugsi ekki vel til okkar :)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Property Group kaupir fasteignir fyrir 33,84 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LAUFÁS KIRKJUSTAÐUR - MYNDIR

Í Laufási í Grýtubakkahreppi hefur verið byggð upp flott aðstaða fyrir ferðamenn og er í dag rekið þar kaffihús, safn og falleg kirkja.

Hér má sjá flott samkomuhús sem býður upp á kaffi og heimabakað bakkelsi eins og það gerist best í sveitinni.

Kaffihús og samkomuaðstaða fyrir ferðamenn í Laufási (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í Laufási er uppgerður torfbær sem gerður hefur verið að myndarlegu safni

Móttaka og afgreiðsla fyrir ferðamenn í Laufási (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Auk kaffiaðstöðu, þá geta ferðamenn keypt ýmsan varning og íslenskt handverk í Laufási

Móttaka og afgreiðsla fyrir ferðamenn í Laufási (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þegar inn í bæinn er komið, þá má sjá húsgögn og annan búnað frá byrjun síðustu aldar

Húsgögn frá byrjun síðustu aldar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þarna má sjá uppgert hlóðaeldhús að íslenskum sið, en svona eldhús voru til í mismunandi útfærslum

Hlóðaeldhús að gömlum íslenskum sið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Allur matur var unnin á heimilinu og hér má sjá aðstöðuna þar sem ýmsar vörur voru unnar úr kúamjólkinni.
Hér var rjóminn skilin frá mjólkinni og eftir sat undarennan sem var notuð til drykkjar, skyrframleiðslu og til að geyma súrmat í.
Úr rjómanum var strokkað smjör og einnig var búinn til ostur ásamt öðru góðmeti.

Aðstaða til að vinna ost, smjör, skyr og fl. úr kúamjólk (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er ekki langt síðan svefnaðstaða flestra Íslendinga leit svona út. Svefnherbergi þess tíma var kallað baðstofa.

Baðstofa á safninu í Grýtubakkahreppi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Laufáskirkja björt að innan, snyrtileg og einföld að allri gerð.

Laufáskirkja í Grýtubakkahreppi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Handverk frá sveitungum er selt í byggingu sem er til hliðar við safnið

Handverk og hannyrðir eftir sveitunga í Grýtubakkahreppi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


og svo í lokin, þá má sjá hér loftmynd af svæðinu sem um ræðir í fréttinni sem deilurnar snúast um

Loftmynd af Laufási í Grýtubakkahreppi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við skulum vona að kirkjunnar menn láti fjölskylduna ekki út á guð og gaddinn og sýni sitt kristilega innræti í þessu máli.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Gert að flytja húsið frá Laufási
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KLEIFARBÚINN Á KLEIFARHEIÐI - MYNDIR

Eins og lesa má á skiltinu sem er við Kleifabúann, þá var varðan reist af mönnum úr vegavinnuflokki Kristleifs Jónssonar árið 1947. Þegar vegurinn, sem unninn var með handverkfærum eingöngu, var komið upp að þessum stað ákváðu vegavinnumenn að reisa myndalega vörðu. Einar Einarsson og Guðjón Jóhannesson hlóðu, Kristján Jóhannesson bjó til höfuð en flokkur Kristleifs sá um efnisöflun.

Hátt á bergi Búi stendur,
býður sína traustu mund,
horfir yfir heiðarlendur
hár og þögull alla stund.


(Kristleifur Jónsson)

Skilti með upplýsingum um Kleifarbúann á Kleifarheiði

Kleifarbúinn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kleifarbúinn. Hvaða tvíræða tákn er þetta sem stendur út úr honum miðjum :)

Kleifarbúinn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Leynihópurinn gleður á Patró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER SAMBAND Á MILLI VELMEGUN OG LJÓSANOTKUN?

Ég hef verið að vinna í skemmtilegu verkefni tengt Suður-Kóreu síðustu daga og rakst þá á þetta skemmtilega kort hér:

Kortið segir meira en mörg orð og á meðan Suður-Kórea er flóðlýst að kvöldi til, þá er slökkt á öllu landinu í Norður-Kóreu!

Orkunotkun í Norður- og Suður-Kóreu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Líkur eru á að yfirstéttin í Norður-Kóreu búi þar sem eina ljóstýran er :)

Samanborið við orkueyðslu Íslendinga, þá myndi landið okkar lýsa eins og 1000 watta ljósapera á svona mynd :)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Olía ógnar náttúruverndarsvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottast hefði verið að flytja húsið

Það er búið að þrengja vel að þessu fallega húsi sem heitir Sómastaðir í Reyðafirði eins og sjá má á myndinni.

Hér má sjá loftmynd af Sómastöðum þar sem stór spennistöð hefur verið reist nánast í túngarðinum og svo er hið nýja álver risi þar rétt hjá.


Sómastaðir, Reyðarfirði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Sómastaðir, Reyðarfirði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is 16 milljóna styrkur til að endurbyggja Sómastaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞÆR ERU MARGAR MISS WOLD Í KÍNA

Það eru margar fallegar konur í Kína eins og sjá má á eftirfarandi myndum.

Þessi skvísa var að vísu í heimsókn í heimalandinu Kína í fríi frá sinni vinnu í USA

Kona frá Kína (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þjóðarbrotin eru mörg í Kína

Landið er stórt of fjöldinn mikill. Í Kína búa líklega eitthvað um 1.5 milljarður (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér situr eldri kona við prjónaskap

Eldri kona að prjóna (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Aldurinn fer eins með alla, sama hvort það er í Kína eða annars staðar

Eldri kínversk kona sem ber aldurinn vel (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þegar konur eru annars vegar, þá er Haukurinn (Haukur Hauksson) ekki langt undan. Konurnar sópuðust að honum á Kínamúrnum, enda þarna mikill mannkostur á ferð :)

Haukur Hauksson fréttamaður á ferð um Kínamúrinn með 3 konur sér við hönd (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það eru ekki allir jafn ánægðir með að láta mynda sig

Kínversk kona óhress með að láta mynda sig (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Mannlífið er ótrúlegt þarna í Kína. Hér er móðir á ferð með börnin sín.

Kínversk kona með börnin sín á hjóli (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er gaman að ganga um göturnar þar sem mannlífið flæðir um göturnar og allir að selja eitthvað.

Kínversk kona að selja ávexti (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Maturinn er ótrúlegur í Kína og fjölbreytnin mikil. Margrétta máltíðir voru á öllum þeim stöðum sem við komum á og svo var her af þjónum sem sáu um að allir fengju nóg.

Kínverskar konur í litskrúðugum silkifatnaði (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Ungfrú Kína kjörin ungfrú heimur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfði er frægt hús - Ýmsar myndir

Þar hafa margir stórviðburðir átt sér stað. Húsið er byggt 1909 af frönskum konsúl Brillouin að nafni. Húsið er innflutt "eininga hús" þess tíma frá Noregi eins og mörg hús í Reykjavík frá þessum árum.

Húsið hefur skipt oft um eigendur og líklega er athafnarmaðurinn og skáldið Einar Benidiktsson einn sá þekktasti.

Í dag er húsið í eigu Reykjavíkurborgar.

Mynd af Höfða

Höfði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Leiðtogafundur Ronald Reagan og Mikhail Gorbatsjov árið 1986 kom húsinu á heimskortið svo um munaði og fór þá ekki mikið fyrir húsinu í öllu mannhafinu af fréttamönnum og ljósmyndurum sem biðu í ofvæni eftir nýjustu fréttum!

Leiðtogafundur Ronald Reagan og Mikhail Gorbatsjov árið 1986 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Mynd af Höfða

Höfði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Mynd af Höfða

Höfði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan

WWW.PHOTO.IS

mbl.is Höfði blár í þágu sykursjúkra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband