Færsluflokkur: Samgöngur
21.12.2007 | 07:07
KLEIFARBÚINN Á KLEIFARHEIÐI - MYNDIR
Hátt á bergi Búi stendur,
býður sína traustu mund,
horfir yfir heiðarlendur
hár og þögull alla stund.
(Kristleifur Jónsson)
Skilti með upplýsingum um Kleifarbúann á Kleifarheiði

Kleifarbúinn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kleifarbúinn. Hvaða tvíræða tákn er þetta sem stendur út úr honum miðjum :)

Kleifarbúinn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Leynihópurinn gleður á Patró |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.12.2007 | 23:01
Vegurinn um Eyrarhlíð á milli Ísafjarðar og Hnífsdals - Myndir

Hnífsdalur, Þórólfshnúkur, Miðhlíð (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Óshlíðina þekkja margir úr fréttum í gegnum árin. En hún hefur löngum verið erfiður farartálmi fyrir Bolvíkinga. Mikið grjóthrun hefur verið úr hlíðum fjallana yfir veginn á milli Bolungarvíkur og Hnífsdals.

fjöllin Óshyrna, Arafjall, Búðarhyrna ásamt Ófæru (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Í gegnum þessi fjöll er búið að skipuleggja jarðgöng. En á myndunum má sjá að vegurinn meðfram ströndinni hefur víða verið settur í stokka til að verja umferð, sem fer um veginn, grjóthruni.
Hér má sjá kort af flugleiðinni yfir Bolungarvík sem farin var á mótordrekanum.

kort af flugleiðinni yfir Bolungarvík og nágreni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Rétt eftir að búið er að aka fyrir Óshlíðina á leið til Bolungarvíkur, þá blasir Bolafjall við hinu megin við lítinn fjörð. Þá er stutt í Minjasafnið Ósvör sem er uppgerð verbúð frá árabátatímanum. Verbúðin er ein elsta sinnar tegundar á landinu.

Minjasafnið Ósvör (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Hnífsdalsvegur lokaður vegna aurskriða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.12.2007 | 12:27
Nú er það stóra spurningin til þeirra sem halda um stjórnartaumana
Talað er um að það þurfi að minnka losun á CO2 á bilinu 25 - 40%!
Ég á erfitt með að sjá hvernig þá muni gerast í samfélagi þar sem keyptir eru sífellt stærri og fleiri bílar, stærri skip, fleiri flugvélar og byggðar stærri og afkastameiri verksmiðjur sem losa CO2 í stórum stíl!
Hlýnun jarðar er að gerast með mun meiri hraða en jafnvel svartsýnustu vísindamenn þorðu að spá um.
Ein leiðin í svona málum gæti verið að hugsa aðeins lengra fram í tímann en nú er gert.
Nú þegar flæðir hér umhverfisvæn orka út um allt - ÓNOTUÐ!
Það eitt og sér er sóun á dýrmætum auðlindum.
Því ekki að setjast niður og hugsa öll þessi mál upp á nýtt fyrir þessar 300 þúsund hræður sem hér búa og gera eitthvað rótækt í þessum málum?
Við höfum fjarmagnið, hugmyndirnar, framkvæmdarviljann ... og ekki síst aðstöðuna, en því miður ekki stjórnmálamenn sem þora að taka af skarið og gefa nýjum hugmyndum grænt ljós.
Að sjálfsögðu eru allar nýjungar umdeilda á meðan á þeim stendur og eru Íslendingar lítt þekktir fyrir að vera þolinmóðir þegar fjárfesting í nýsköpun er annars vegar.
Leggjum umhverfisvænt léttlestarkerfi á Suðvestur horn landsins. Hvalfjarðargöngin voru umdeild á sínum tíma og nú örfáum árum seinna á að fara út í stækkun til að ráða við þá miklu aukningu sem orðið hefur í bílismanum.
GETA ÍSLENDINGAR EKKI HORFT AÐEINS FRAM Í TÍMANN ÞEGAR VEGAFRAMKVÆMDIR ERU ANNARS VEGAR?
Svarið er einfallt:
NEI
Innan örfárra ára, þá muna sá ferðamáti að ferðast í bílum eins og gert er í dag verða gjörbyllt með einum eða öðrum hætti.
Kröfurnar eru einfaldlega orðnar þannig að mengandi umferðarmáti verði einfaldlega bannaður í framtíðinni.
Hvað er til ráða?
Höfum við Íslendingar ekki stórkostleg viðskiptatækifæri í þessum málum að þróa lausnir sem við í framtíðinni gætum orðið stórútflytjendur á?
Nú skora ég á borgaryfirvöld, sveitastjórnir og stjórnvöld þessa lands að hugsa að alvöru um þessi mál.
Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir suðvesturhorn landsins.

Brautarkerfi, lest eða monorail kerfi fyrir Reykjanes, Gullna hringinn og Suðurland (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/293926/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/263922/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/268551/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/267781/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/262950/
Verum leiðandi á þessu sviði og gott fordæmi fyrir aðrar þjóðir.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
,,Sögulegt samkomulag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2007 | 14:33
LÉTTLEASTAKERFI + REIÐHJÓL
Nýr borgarstjórnarmeirihluti á að vera framsýnn núna og marka nýja framtíðarstefnu í samgöngumálum borgarinnar.
Þeir eiga að stefna að léttlestarkerfi fyrir borgina og láta sem flesta hjóla á þá staði þar sem lestirnar myndu stoppa eins og gert er í Kaupmannahöfn í Danmörku.
Með þessu fæst aukið heilbrigði borgarbúa, umhverfisvænt samgöngukerfi og minnkandi álag á núverandi samgöngukerfi sem er fyrir löngu sprungið á mörgum stöðum í borginni.
![]() |
Umhverfisvæn farartæki á Bali |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt 21.12.2007 kl. 06:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2007 | 07:04
Reykjanesbraut - Hvar skildi löggan fela sig :)
Hér er lögreglan staðin að verki við hraðamælingar :)

Ef betur er að gáð þá eru tveir lögregluþjónar steinsofandi í bílnum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eins og sjá má þá er lítið annað en hraun á Reykjanesinu

Reykjanesbraut, brú með hringtorgum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Reykjanesbraut, brú með hringtorgum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Tvöföldun Reykjanesbrautar gengur vel og má sjá mörg stórglæsileg mannvirki eins og þessi hér:

Reykjanesbraut, brú með hringtorgum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Greinilegt er að vegagerðin er framsýn í vegamálum, en búið er að reisa þessi mannvirki þó svo að ekki sé nein byggð í næsta nágreni!
Spurning hvað hefði orðið um þennan kafla á Reykjanesbraut ef stækka hefði þurft álverið?

Álverið í Straumsvík, Alcan (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Annars fer það að verða spurning um að setja upp öflugt hraðlestarkerfi fyrir þá sem eru að flýta sér svona mikið!
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Sautján ára á 212 kílómetra hraða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 07:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.12.2007 | 07:31
ÞVÍ EKKI AÐ LEGGJA GÖNGIN ALLA LEIÐ TIL REYKJAVÍKUR - 4 KM TIL VIÐBÓTAR!
Þar þarf aðeins að leggja göng sem svarar til 4 Km og ætti það að vera leikur einn og að auki mun ódýrara þegar upp er staðið en allar brúarhugmyndirnar! Í leiðinni fengist stytting á sömu vegalengd frá Reykjavík um heila 10 Km!
Hver hefði trúað því að nokkrum árum seinna eftir byggingu þessara mannvirkja hér sem Spölur byggði undir Hvalfjörðinn á sínum tíma að nú þyrfti að tvöfalda?

Horft til norðausturs (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá kort af nýrri leiðinni ásamt útreikningum ef göngin fara um Laugarnes, Viðey, Geldinganes, Álfsnes. En heildarvegarlengd er 10 km, vegur 6 km og jarðgöng eða rör 4 km.

Rör eða jarðgöng á milli eyjann frá Laugarnesi að Kjalarnesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þessi framkvæmd myndi stórauka möguleika á nýrri byggð, ekki langt inni í landi heldur við sjóinn á besta stað!
Hér er mynd af jarðgöngunum undir Hvalfjörð þar sem horft er til suðurs

Hvalfjarðargöngin :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér eru svo ýmsar staðreyndir um Hvalfjarðargöngin sem fengust ef vef Spalar:
Heildarlengd (göng í bergi + vegskálar) 5.770 metrar - þar af undir sjó 3.750 metrar
Tvær akreinar að sunnanverðu eru 3,6 km
Þrjár akreinar að norðanverðu eru 2,2 km
Halli vegar að sunnanverðu er 4-7%, minni en í Kömbunum
Halli vegar að norðanverðu er mest 8,1%, álíka og í Bankastræti í Reykjavík
Dýpsti hluti ganganna er 165 metrum undir yfirborði sjávar
Mesta dýpi á klöpp á jarðgangaleiðinni er 116 metrar
Mesta dýpt sjávar er 40 metrar
Mesta þykkt sets ofan á berggrunni er 80 metrar
Þykkt bergs yfir jarðgöngum er hvergi undir 40 metrum
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Bíða svars um stækkun Hvalfjarðarganga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt 19.1.2008 kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2007 | 10:15
Önnur spennandi frétt í orkumálum Íslendinga
Verksmiðja sem breytir hverareyk í bensín!

frétt af vísi.is um framleiðslu á jarðeldsneyti úr útblæstri frá álverum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ef satt reynist, þá er hér á ferðinni stórkostleg tækifæri í orkumálum framtíðarinnar.
Spurning hvort að íslendingar séu að stefna í að verða 100% sjálfbærir í orkumálum
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Vetnisstöð vekur athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.11.2007 | 10:41
BYRJA SEM FYRST Á AÐ LEGGJA 25 KM TILRAUNABRAUT FYRIR LÉTTLEST
Hér er aðeins verið að tala um 50 km vegspotta!
Áætla má verð fyrir steypta tvöfalda braut á hvern kílómeter eitthvað í kringum 35 milljónir (35 x 50 = 1750 milljónir!). Til samanburðar, þá kostar að leggja venjulegan tvöfaldan malbikaðan veg um 65 milljónir hvern kílómeter.
Með þessu móti mætti þróa og byggja upp hagkvæmt ódýrt íslenskt lestarkerfi sem myndi notast við umhverfisvæna orkugjafa (vetni, rafmagn, þrýstiloft, heit vatn).
Til að byrja með þyrfti að leggja sem fyrst 25 km tilraunabraut frá Hellisheiðarvirkjun til Reykjavíkur sem myndi jafnframt nýtast sem hitaveituleiðsla þar sem hluti af orkunni yrði notuð til að tryggja að brautin yrði snjófrí og þar með fær í öllum veðrum.
Eins og staðan er í dag, þá eiga framkvæmdaraðilar í stökustu vandræðum með að losa sig við allt það umfram heitavatn sem kemur upp á Hellisheiðarsvæðinu. En þeir leita með logandi ljósi eftir stöðum til að bora á þar sem hægt er að dæla þessu vatni og ónýttu orku niður í jörðina aftur!
Í dag sækir fjöldi fólks reglulega vinnu frá þessum svæðum inn á Stórreykjavíkur svæðið. Sökum ófærðar og veðurs þessa daganna, þá er það ekki auðvelt.
Lesa má nánar um útfærslu á þessari hugmynd og öðrum sambærilegum hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/372669/
Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Norðausturrhorn landsins hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367893/
Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Norðurlandið hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367524/
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Hellisheiði lokuð vegna veðurs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2007 | 14:01
Seltjarnarnes - Risa-loft-mynd
Sjálfsagt hafa margir gaman að því að renna yfir stækkaða útgáfu af myndinni og sjá hvað hefur breyst síðan þá.
Loftmynd af bæjarfélaginu á Seltjarnarnesi. Ef smellt er á mynd, þá má sjá stækkaða panorama-loftmynd af svæðinu

Seltjarnanes (smellið á mynd til að sjá myndina stærri)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Útsvar lækkað á Seltjarnarnesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2007 | 19:19
Nú er bara að vona að Iðnaðarráðherra haldi áfram á sömu braut.
Sem leiðsögumaður, þá er þessi orku-stöð fastur liður í því að útskýra fyrir ferðamönnum hvað íslenska þjóðin er framsækin í orkumálum.
Vonum að ráðherra og fleiri láti ekki staðar numið og haldi áfram á sömu braut.
Léttlestakerfi er það sem ætti að vera næst á dagskrá :)
![]() |
Iðnaðarráðherra vígði vetnisstöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |