Færsluflokkur: Jarðfræði

MARKARFLJÓT - BRÚ - MYNDIR

Hér er mynd af nýju Markarfljótsbrúnni sem byggð er töluvert neðar en gamla brúin

Í bakgrunni við Markarfljótsbrúnna má sjá Seljalandsfoss. Pictures of Markarfljót with waterfall Seljalandsfoss in background (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá nema í gönguleiðsögn æfa sig að vaða yfir Markafljótið snemma að vori

Mismikið getur verið af vatni í jökulám og ef heitt er í veðri, þá borgar sig að fara yfir slíkar ár snemma dags, en mikið getur vaxið í jökulám þegar líða tekur á daginn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá þar sem verið er að drösla einum nemandanum yfir.

Þrátt fyrir mikinn kulda í ánni, þá virðist hann bera sig vel. Picture of Markarfljot and one from the hiking school passing the river (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Óhætt er að benda á það að Markarfljótið hentar frekar illa til að baða sig í

Gönguleiðsögumenn og hópar sem eru á göngu um hálendið þurfa oft að fara yfir stór og mikil vatnsföll. með réttum aðferðum, þá þarf það ekki að vera mikið mál. Glacier river Markarfljot is NOT good for swimming. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekki þarf mikið útaf að bera til að ekki fari illa

Hér er einn gamall og góður á leið yfir ánna Krossá sem rennur út í Markarfljótið. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér reynir Gurri sem er á Econoline 350 að aka yfir Markarfljótið og mátti litlu muna að ekki færi illa.

Þrátt fyrir að vera á 56 tommu dekkjum, þá er stundum sem það er ekki nóg. Pictures of Econoline 350 driving over Markarfljót. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Bifreið bjargað úr Markarfljóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FERÐ Á SÓLHEIMAJÖKUL, ÍSHELLIR - MYNDIR

Til að ganga á ís, þá þarf að vera vel búinn bæði með ísexi, hjálm, mannbrodda og öryggislínu þegar aðstæður eru mjög varhugaverðar

Hér má sjá hóp á göngu á Sólheimajökli. Þangað fer mikill fjöldi ferðamanna á hverju ári. It is poppular to hike to Solheimajökull glacier (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er horft niður svelg í jöklinum.

Svelgur myndast þegar vatn byrjar að renna niður um þrönga sprungu sem vatnsflaumurinn stækkar síðan smátt og smátt. Pictures of "Svelgur" in Sólheimajökull glacier. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ég hef farið ófáar ferðirnar inn að Sólheimajökli og hér má sjá seríu af myndum áður en íshellinum var lokað í apríl 2007

Íshellir í Sólheimajökli. Pictures of icecave in Solheimajökull glacier in Mýrdalsjökull. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þau eru mörg ótrúleg listaverkin sem finna má í jöklum landsins

Ég sé ekki betur en að þetta sé hákarlshöfuð sem vatnið fossar út um ginið á. Pictures of sharkhead made by ice in icecave in glacier Solheimajökull. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá hóp af ánægðum ferðamönnum frá Danmörku við íshellinn í Sólheimajökli

Mikil hætta getur verið á hruni í íshellum og þá sérstaklega þegar líða tekur að sumri. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það þarf ekki að vera stór til að fá að ganga á ís

Þessi litla dama stillir sér upp til að láta mynda sig á Sólheimajökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá búnað sem notaður er til að ganga á ís

Hjálmar, ísexur og mannbroddar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ferð gönguleiðsögumanna á Sólheimajökul þar sem æfð var notkun á klifurbúnaði

Hér er gengið á ís með kennara (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Djúpblár litur hellisins getur verið fallegur þegar dagsbirtan nær að skína í gegn

litadýrðin í íshellinum í Sólheimajökli. Pictures of icecave in Solheimajökull glacier in Mýrdalsjökull. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá frétta og blaðamenn frá Japan við myndatöku í íshellinum í Sólheimajökli

Japönsk kona stillir sér upp við stórt gat í íshellinum sem er stór svelgur myndaður með rennsli vatns. Íshellirinn sjálfur myndast þar sem árfarvegur jökulsárinnar rann. Pictures of icecave in Solheimajökull glacier in Mýrdalsjökull. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Sóttu slasaðan ferðamann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

JARÐSKJÁLFTINN - ENDURBÆTT KORT OG MYNDIR

Ég átti þess kost á að fljúga um jarðskjálftasvæðið skömmu eftir að ósköpin dundu yfir og flaug meðal annars í kringum Ingólfsfjall.

Mér datt í hug að leggja nýja kort veðurstofunnar með jarðskjálftalínunum yfir nákvæmara kort þar sem sjá má flugferil tveggja fluga sem ég fór yfir svæðið sama dag.

Hér má svo sjá endurbætt kort af Ingólfsfjalli, Hveragerði og Selfoss. Búið er að merkja inn á kortið nokkra af þeim stöðum sem myndir voru teknar. Einnig má sjá hvar Hans flugkappi var á svifvængnum sínum þegar jarðskjálftinn reið yfir.

Hér má svo sjá kort af Ingólfsfjalli, Hveragerði og Selfoss (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svona var svo virknin á svæðinu 31. okt. 2008 og er búið að vera samfeldir jarðskjálftar á svæðinu eins og sjá má. Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virkni á Suðurlandsundirlendinu eins og þessi mynd sýnir


Það ætti því ekki að koma á óvart að áhrif skjálftans ættu að vera mest eins og við þennan sveitabæ hér sem heitir Gljúfur við hliðina á samnefndu Gljúfri.

Hinu megin við gljúfrið er svo réttargeðdeildina að Sogni í Ölfushreppi. Picture of the farm Gljufur in Olfus. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þar skammt frá má svo sjá þessi ummerki hér í hlíðum Ingólfsfjalls sem eru líklega greinilegustu ummerkin um jarðskjálftann. Hér má sjá hvar stór grjótskriða hefur fallið niður hlíðina í Ingólfsfjalli.

Skriða í Ingólfsfjalli þar sem stór björg hafa klofnað efst út hlíðum fjallsins. Pictures of falling rocks down mountain Ingolfsfjall close to Hveragerdi. A strong earthquake measuring 6.3 has hit southern Iceland, 50km (30 miles) from the capital, Reykjavik. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ég flaug einnig inn á svæðið norðan við Hveragerði í seinna fluginu án þess að taka myndir (myndavélin ekki með) og mátti sjá mikla virkni á svæðinu og á einum stað þar sem risastór jarðskriða hafði fallið úr einni hlíðinni innarlega í Grænsdal þar sem mótordrekinn er að hringa sig upp úr dalnum eins og sjá má á kortinu.

Hér má svo sjá kort af Ingólfsfjalli, Hveragerði og Selfoss (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hægt er að nálgast GPS flugferlanna hér:

http://www.wikiloc.com/wikiloc/view.do?id=139302

og fyrir seinna flugið þar sem skriðan er hér:

Hér má svo sjá kort af Ingólfsfjalli, Hveragerði og Selfoss (smellið á mynd til að ná í GPS feril)
Við skulum vona að það hafi ekki væst illa um íbúanna að Sogni í Ölfusi

Réttargeðdeildina að Sogni í Ölfushreppi er líklega sá staður sem er einna næst upptökum jarðskjálftans. Picture of Sogn in Olfus. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hvergerðingar fengu víst heldur betur sinn skerf af hamförunum. En hér má sjá grjótskriðu sem falið hefur úr hamrabelti rétt norðan við bæinn.

Í stórum jarðskjálftum losnar mikið um berg í jarðlögunum og þá myndast oft nýjar leiðir fyrir jarðvarma upp á yfirborðið. Nú er lítill geysir farin að gjósa í Hveragerði. Pictures of rock falling down close to Hveragerdi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Meginskjálftinn var 6,3 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"ROLLING STONE"S Í KRINGUM INGÓLFSFJALL - NÝJAR MYNDIR + KORT

Ég upplifði stóra skjálftann á Suðurlandi uppi á 10 hæð í Kópavogi þar sem blokkin sveiflaðist til ansi hressilega. Á meðan horfði maður á myndir hreifast á veggjum.

Það var ekki laust við að maður hugsaði nokkrum mánuðum aftur í tímann þegar maður var staddur í Grikklandi síðustu áramót og upplifði nákvæmlega sömu tilfinningu á hóteli í Aþenu. Jarðskjálfti, sem mældist 6,5 stig á Richter, varð í suðurhluta Grikklands Upptök skjálftans voru 124 km suðvestur af Aþenu á Pelópsskaga djúpt undir yfirborði jarðar.

Það eru greinilega mikil umbrot í gangi víða á jörðinni eins og sjá má á því sem er líka að gerast í Kína.

Þar sem veðrið var gott til flugs, þá var ákveðið að fljúga austur í sveitir og reyna að athuga hvort að hægt væri að taka myndir af verksummerkjunum. Hér má svo sjá myndir úr ferðinni þar sem öflugur jarðskjálfti upp á 6.1 á Richter-skala reið yfir suðurlandið í gær.

Hér í hlíðum Ingólfsfjalls eru líklega greinilegustu ummerkin um jarðskjálftann. Hér má sjá hvar stór grjótskriða hefur fallið niður hlíðina í Ingólfsfjalli.

Skriða í Ingólfsfjalli þar sem stór björg hafa klofnað efst út hlíðum fjallsins. Pictures of falling rocks down mountain Ingolfsfjall close to Hveragerdi. A strong earthquake measuring 6.1 has hit southern Iceland, 50km (30 miles) from the capital, Reykjavik. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá hvar stór steinn hefur rúllað niður hlíðina og skoppað yfir lækinn og skemmt girðinguna

Verksummerki jarðskjálftans mátti sjá víða í hlíðum fjallsins sem brotin strikalína niður fjallið þar sem stórir steinar og jafnvel björg hafa rúllað niður hlíðar fjallsins. Pictures of rocks rolling down the side of mountain Ingolfsfjall close to Hveragerði. Strong earthquake rocks Iceland. A big earthquake shake the area. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli, rétt við upptök skjálftans mátti víða sjá verksummerki eftir jarðskjálftann

Miklar skriður hefðu getað farið af stað í námunni og hefði auðveldlega stórhætta geta skapast ef menn hefðu verið við vinnu á svæðinu. Pictures from the south side of Ingolfsfjall close to Selfoss. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá stórt bjarg í austur hlíð Ingólfsfjall sem fallið hefur ofarlega úr fjallinu.

Litlu má muna að mannvirki víða undir fjallinu gætu orðið fyrir grjótskriðum og hér eru tveir háspennustaurar ekki langt undan. Pictures from the east side of Ingolfsfjall close to river Sogid. Iceland, which has a population of about 300,000, is a geologically unstable volcanic island in the north Atlantic. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá hvar stórt bjarg hefur rúllað niður úr hlíðinni fyrir ofan bæinn Tannastaði sem er austan megin undir hlíðum Ingólfsfjalls

Hér hefur bjargið brotið sér leið í gegnum grjóthleðslu sem umlikur túnið á Tannastöðum. Það má sjá að bjargið er með beina stefnu á sveitabæinn. Pictures of rock close to the farm Tannastadir (east side of Ingolfsfjall close to river Sogid). (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við leiðsögumenn gerum oft mikið grín af þessum sumarbústað sem settur hefur verið inn á milli stórra bjarga í skriðu suðaustur undir hlíðum Ingólfsfjalls. Sumir segja þá sögu að einhver pirraður á tengdamóður sinni hafi byggt þennan sumarbústað hana :)

Ef betur er að gáð, þá má sjá hvar stór björg hafa hreifst úr stað vinstra megin við sumarbústaðinn. Pictures from the east-south side of Ingolfsfjall of small summerhouse close to Selfoss surrounded with big rocks. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér hefur einn stór grjóthnullungur reynt að hitta fyrir lítinn skúr eða kerru eins og í keilu en til allra hamingju ekki náð að hitta

Það gleymist oft að tala um öll þau skipti sem að við sleppum rétt svo með skellinn. En þau eru ófá dæmin sem við viljum oft gleyma eins og í þessu tilfelli. This one was lucky :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er vel sloppið er tjónið er ekki meira en 2-3 girðingarstaurar

Hér er girðing á hliðinni undir vestur hlíð Ingólfsfjalls. Picture of rock after the big earthquake close to mountain Ingolfsfjall (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við skulum vona að það hafi ekki væst illa um íbúanna að Sogni í Ölfusi

Réttargeðdeildina að Sogni í Ölfushreppi er líklega sá staður sem er einna næst upptökum jarðskjálftans. Picture of Sogn in Olfus. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hvergerðingar fengu víst heldur betur sinn skerf af hamförunum. En hér má sjá grjótskriðu sem falið hefur úr hamrabelti rétt norðan við bæinn.

Í stórum jarðskjálftum losnar mikið um berg í jarðlögunum og þá myndast oft nýjar leiðir fyrir jarðvarma upp á yfirborðið. Nú er lítill geysir farin að gjósa í Hveragerði. Pictures of rock falling down close to Hveragerdi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ein aflvéla Hellisheiðarvirkjunar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) sló út við jarðskjálftann í Ölfusi. Keyra þurfti vélina upp og var hún komin á fulla ferð aftur hálftíma seinna

Hellisheiðarvirkjun. Pictures of Hellisheidarvirkjun Orkuveita Reykjavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Jarðskjálfti er í jarðskjálftafræði titringur eða hristingur í skorpu jarðar. Upptök jarðskjálftans er á þekktum flekaskilum. Við jarðskjálfta losnar spenna sem myndast vegna núnings milli jarðskorpu fleka. Þessi spenna getur hafa verið að safnast upp í hundruð ára en losnar á einu augnabliki með fyrrgreindum afleiðingum.

Á jörðu verða jarðskjálftar á hverjum degi, þó svo að við tökum ekkert eftir þeim. Þetta er mjög eðlilegt vegna jarðskorpuhreyfinga, einkum á mótum tveggja jarðskorpufleka. Meirihluti allra jarðskjálfta eru litlir (undir 5 á Richter-skala) og valda engu tjóni en aðrir eru stærri og í kjölfar þeirra geta fylgt margir smærri skjálftar, svokallaðir eftirskjálftar. Jarðskjálftum fylgir hinn kunnuglegi titringur auk þess sem sprungur geta komið í jörðina og mannvirki geta skemmst eða jafnvel hrunið, flóðbylgjur geta farið af stað og skriðuföll bæði í sjó og á landi geta farið af stað. Það sem bjargar okkur Íslendingum umfram aðrar þjóðir þegar jarðskjálfti ríður yfir er að bergið er frekar ungt og eftirgefanlegt og því verða áhrifin ekki eins mikil hér á landi eins og víða annars staðar þar sem bergið er mun harðara.

Hér má svo sjá kort af Ingólfsfjalli, Hveragerði og Selfoss. Búið er að merkja inn á kortið nokkra af þeim stöðum sem myndir voru teknar. Einnig má sjá hvar Hans flugkappi var á svifvængnum sínum þegar jarðskjálftinn reið yfir.

Hér má svo sjá kort af Ingólfsfjalli, Hveragerði og Selfoss (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svona var svo virknin á svæðinu 30. okt. 2008 snemma í morgun þegar þetta blogg var samið. Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virkni á Suðurlandsundirlendinu eins og þessi mynd sýnir


Vefur Veðurstofunnar hrundi í skamma stund  í kjölfar jarðskjálftans. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni lá hann þó einungis niðri í um hálftíma.

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ástæðan fyrir þessum áhuga á jarðskjálftafræðum má líklega rekja til þess að ég bjó á Kílhrauni á Skeiðum og þar lenti maður stundum í því að aka ofan í sprungur sem lágu í gegnum túnin. Síðasti stóri suðurlandaskjálftinn átti upptök sín aðeins 4 km frá Kílhrauni rétt við Hestfjall.

Annars frétti ég að Hans Kristján Guðmundsson ásamt öðrum hefðu verið á flugi í hlíðum Ingólfsfjalls á svifvæng (paraglider) þegar ósköpin dundu yfir og tókst honum að mynda atburðinn á myndavélina sýna beint fyrir framan sig - úr lofti!

Þannig að líklega á hann mynd ársins - Til hamingju Hans :)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Tíðindalítil nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stór víðmynd úr lofti af Ingólfsfjalli og Selfossi

Ingólfsfjall er merkilegt fjall fyrir margar sakir.

Fjallið er um 551m hátt móbergsfjall. Í lok ísaldar var suðurlandsundirlendið stór flói þegar sjávarstaða var mun hærri en hún er í dag.

Kögunarhóll er höfði sem er rétt suðvestan við fjallið og liggur Suðurlandsvegur á milli fjallsins og hólsins.

Á hryggnum sem er á móts við Kögunarhól má finna silfurberg. Fyrir stuttu voru settir upp krossar við hólinn og segir fjöldi krossanna til um hversu margir hafa látist í umferðarslysum á Suðurlandsvegi.

Fjallið fær nafn sitt eftir landnámsmanninum Ingólfi Arnarsyni og hann er sagður grafinn í grágrýtishæðinni Inghóli uppi á því. Landnáma segir frá þriðju vetursetu Ingólfs að Fjallstúni við sunnanvert fjallið,

Hér má sjá loftmynd af Ingólfsfjalli og Kögunarhóli sem er vinstra megin við endan á fjallinu (ef smellt er á myndina, þá má skoða risa panorama mynd af svæðinu)

Ef klikkað er á myndina, þá opnast stór panorama mynd af svæðinu frá Hveragerði að Selfossi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er ekið á milli Kögunarhóls og Ingólfsfjalls og er talið að upptök skjálftanna séu á þessu svæði

Krossar við Kögunarhól (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er skjáskot af jarðskjálftanum sem var að koma núna.

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svona var svo virknin á svæðinu 25. okt. 2007. Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virkni á Suðurlandsundirlendinu eins og þessi mynd sýnir

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Afar öflugur jarðskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KRÍSUVÍK, KRÝSUVÍK, KLEIFARVATN, MYNDIR OG KORT

Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virknina á Reykjanesi eins og hún er núna

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar af Reykjanesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá sprungu í ísnum á Kleifarvatni. Fyrir ekki svo löngu síðan byrjuðu jarðhræringar á svipuðu svæði og opnaðist þá stór sprunga ofan í vatninu sem olli því að mikið af vatni "lak" í burtu og yfirborðið lækkaði mikið.

Kom þá í ljós fallegt hverasvæði sunnan megin í vatninu sem áður hafði verið hulið undir yfirborðinu. An earthquake around 3 on Richter occur close to lake Kleifarvatn on Reykjanes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er flogið yfir svæðið þar sem upptök jarðskjálftans er að finna

Vinsælt er að taka kvikmyndir og auglýsingar á þessu svæði. Enda er jarðfræðin þarna einstök. Place Kleifarvatn where "Flags of Our Fathers (2006) where partly filmed. Directed by Clint Eastwood. With Ryan Phillippe, Jesse Bradford, Adam Beach. The life stories of the six men who raised the flag at The Battle of Iwo Jima, ... (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Litirnir eru fallegir á háhitasvæðinu í Seltúni í Krísuvík

Picture of Seltún in Krysuvik (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á sínum tíma varð öflug gufusprenging út frá gamalli tilraunaborholu og myndaðist þá stór gígur eins og sjá má á myndinni

Í dag leggur mikill fjöldi ferðamanna leið sína til að skoða svæðið við Selbúð í Krísuvík. Picture of Selbud in Krisuvik or Krysuvik close to Kleifarvatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kvöldmynd tekin af suðurhluta Kleifarvatns

Kleyfarvatn. Picture of Kleyfarvatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er loftmynd af bænum Krýsuvík fremst í myndinni og Krýsuvíkurskóli fjær til hægri. Vinstra megin er Grænavatn og hægra megin er Gestsstaðarvatn. Krýsuvíkurkirkja stendur undir Bæjarfelli sem er bak við Krýsuvíkurskóla og þar til hliðar er Arnarfell.

Krýsuvík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er loftmynd af Seltúni í Hveradal og er Krýsuvík ekki langt undan

Seltún (Hveradalur) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er loftmynd af Austurengjahver og svæðinu í næsta nágreni

Austurengjahver (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Krísuvíkurskóli. Á sínum tíma var byggður skóli í Krýsuvík. Nú er skólinn í umsjón Krýsuvíkursamtakanna sem hafa rekið þarna vist- og meðferðarheimili. Stutt er frá Reykjavík en staðurinn samt afskektur og langt í næsta byggt ból. [leiðrétt samkvæmt ath. frá ellismelli :)]

Krísuvíkurskóli. Á sínum tíma var byggður skóli í Krýsuvík. Skólinn er í umsjón Krýsuvíkursamtakanna sem hafa rekið þarna vist- og meðferðarheimili. Stutt er frá Reykjavík en staðurinn samt afskektur og langt í næsta byggt ból. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við Seltún í Krísuvík er stórt og mikið háhitasvæði

Það má sjá margar fallegar ummyndanir á landslagi. Hér má sjá jarðveg sem hefur verið soðin í miklum hita á löngum tíma (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á svæðinu er lítil timburkirkja sem heitir Krísuvíkurkirkja. Krýsuvíkurkirkja tilheyrir Hafnarfjarðarprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Kirkjan var reist 1857 af Beinteini Stefánssyni frá Arnarfelli. Hún var endurbyggð og endurvígð 1964 og afhent þjóðminjaverði til varðveislu.

Í dag er tæp 90% þjóðarinnar lútherstrúar, og um 2% kaþólskrar trúar. Skráð trúfélög utan þjóðkirkjunnar voru árið 2003 samtals 21, en tíu árum fyrr voru þau aðeins 11. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Krýsuvíkurbjarg eða Krísuvíkurbjarg

Frábært útsýni er af bjargbrúninni og mikið fuglalíf. The Krysuvikurbjarg Ocean Cliffs are located to the south of the Krysuvik farm on Reykjanes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Krýsuvíkurbjarg rís úr sjó í Krýsuvíkurhrauni rétt sunnan við Kleifarvatn. Bjargið er langstærsta fuglabjarg á Reykjanesi. Varp er mikið í bjarginu og er talið að um 60.000 fuglapör hafist þar við. Mest er af ritu og langvíu ásamt álku, stuttnefju og fýll. Einnig má finna eitthvað af lunda, toppskarf, silfurmáf og teistu. Fyrr á tímum var algengt að menn sigu eftir eggjum í bjargið. Árið 1724 fórust þrír menn í grjóthruni við bjargsig. Efst á Krýsuvíkurbjargi er viti sem var reistur árið 1965. Nokkrir skipsskaðar hafa orðið við Krýsuvíkurbjarg eins og þegar Steindór GK strandaði þar 1991 og Þorsteinn GK 1998. Allir björguðust frá þeim skipsskaða.

Kort af Reykjanesi sem sýnir Krýsuvík, Austurengjahver, Eldvörp, Köldunámur, Trölladyngju og Sandfell

Kort af Reykjanesi. Map of Reykjanes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Miðað við elsta rithátt nafnsins í Landnámu þykir réttara að skrifa Krýsuvík en ekki Krísuvík. Ef orðin eru googluð, þá kemur í ljós að Krýsuvík fær 9.960 atkvæði en Krísuvík fær 8.740 atkvæði á veraldarvefnum. Þetta getur verið þægileg aðferð þegar leikur einhver vafi á því hvernig orðið er ritað.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Jarðskjálfti við Kleifarvatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VEIT EINHVER HVAR ÞESSI LJÓSMYND ER TEKIN?

Veit einhver hvar þessi ljósmynd er tekin?

Hvar er þessi ljósmynd tekin (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér vantar upplýsingar um:

1) Frá hvaða stað er þessi mynd tekin?

2) Hvaða fjöll eru á myndinni?

3) Hvaða á er á myndinni?

4) Hvaða jökull er á myndinni?

Kjartan
WWW.PHOTO.IS
mbl.is Bein útsending frá Hnjúknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ALLT ER VÆNT SEM VEL ER GRÆNT - MYNDIR

Fyrir þá sem ekki vita, þá er risin þjóðgarður á Snæfellsnesi og því liggur beinast við að reyna að fá viðurkenningu á svæðinu. Green Globe eru samtök sem votta ferðaþjónustufyrirtæki sem stunda sjálfbæran rekstur um allan heim.

Hér má svo sjá lista yfir þá þætti sem Green Globe samtökin eru að skoða hjá ferðaþjónustufyrirtækjum til að þau fái græna vottun?

1. Losun gróðurhúsalofttegunda
2. Orkunýting, orkusparnaður og stjórnun
3. Stjórnun ferskvatnsauðlinda
4. Verndun og stjórn vistkerfa
5. Stjórnun félagslegra og menningalegra áhrifa ferðaþjónustunnar
6. Skipulag og þróun svæða undir ferðaþjónustu
7. Félagshagfræðilegur ávinningur svæðisins af ferðaþjónustu
8. Verndun loftgæða og stjórnun hávaða
9. Stjórnun fráveitumála og ofanvatns
10. Lágmörkun úrgangs, endurnotkun og endurvinnsla
11. Geymsla og notkun efna sem eru skaðleg umhverfinu
12. Verndun menningarminja

Hér kemur smá myndasería úr flugferð fisflugmanna um Snæfellsnesið í maí 2005.

Flotinn bíður í landi á Arnarstapa í góða veðrinu

Hvar er fiskurinn? Ætli kvótinn sé uppurinn? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá flug sem farið var um Snæfellsnesið á góðum degi

Hér má sjá vel öll smáatriði í fjörunni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér flýgur Lárus á sínum heimasmíðaða mótorsvifdreka meðfram stórgrýttri ströndinni á Snæfellsnesi

Hér má sjá vel hvernig bergið er lagskipt og má greina móberg undir nýlegum hraunlögum sem hafa að öllum líkindum komið úr gosi frá Snæfellsjökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


http://www.photo.is/snae/pages/kps05050520.html

Það getur verið magnað að sjá hvernig bylgjur hafsins hafa brotið niður blágrýtið

Náttúran fer sínu fram hér sem annars staðar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá þekkta dranga við ströndina

Lóndrangar á Snæfellsnesi eru gamlir goskjarnar þar sem ágangur sjávar hefur náð að hreinsa laust gjall og vikur í kringum hreinan goskjarnann (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá þekktan vita við ströndina

Malarrifsviti á Snæfellsnesi, sannkallað paradís á jörðu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er þekkt vík

Víkin heitir Djúpalónssandur og er sunnan megin utarlega á Snæfellsnesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Steinarnir fullsterku, hálfsterkur, hálfdrættingur og amlóði á Djúpalónssandi hafa löngum verið vinsælir meðal ferðamanna

Upplýsingar á íslensku, ensku, þýsku og dönsku fyrir ferðamenn um steinana fullsterku, hálfsterkur, hálfdrættingur og amlóði á Djúpalónssandi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Flugið út að Svörtuloftum á Snæfellsnesi var magnað

Hér má sjá hvernig brimið hefur étið sig inn í nýlegt hraunið á þessari leið. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Stórar hellahvelfingar hafa myndast víða þar sem stórar úthafsöldurnar skella á ströndinni

Hér má sjá hvernig brimið hefur myndað stóra hvelfingu eða helli í nýlegt hraunið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekki verður langt þangað til brimið verður búið að grafa sig inn í bergið undir vitann á Svörtuloftum

Vitinn á Svörtuloftum nálægt sundurgrafinni hraunbrúninni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eitt hæsta mannvirki Evrópu var lengi vel á Gufuskálum

Ríkisútvarpið rekur langbylgjustöð á Gufuskálum. Mastrið sem nú er næsthæsta eða um 412 m (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er greinilega mikið um að vera á toppi Snæfellsjökuls

Á toppnum má sjá vélsleða, snjóbíl og fullt af fólki á skíðum í flottu veðri (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hópur af fólki á toppi Snæfellsjökuls að stunda vetraríþróttir

Á toppi Snæfellsjökuls má sjá vélsleða, snjóbíl og fullt af fólki á skíðum í flottu veðri (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekkert er eins gaman og að fljúga í flottur veðri á mótorsvifdreka yfir Snæfellsjökul

TF-111 flýgur yfir Snæfellsjökul í flottu veðri (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hvar er svo þessi mynd tekin?

Smá myndagetraun af Snæfellsnesi, hvaða hús er þetta á myndinni? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En það eru fleiri sem fljúga um Snæfellsnesið

Hér er kría að verja ungana sína fyrir ágangi ljósmyndarans (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kirkjan á Búðum er vinsæl meðal ferðamanna

Búðarkirkja á Snæfellsnesi. Ekki oft sem að fólk sér svart málaða kirkju. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er oft talað að það sé kraftur undir jökli en það er margt kynngimagnað sem á sér stað á Snæfellsnesi. Það er von að fólk eins og Guðrún Bergmann heillist að Snæfellsnesi

Á myndinni má sjá völundarhús ekki langt frá Dritvík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á Hellnum er einnig Hótel Hellnar sem Guðrún Bergmann rekur.
Guðrún G. Bergmann hefur flutt fjölda fyrirlestra um sjálfbæra þróun um umhverfismál, umhverfisvernd og umhverfisstjórnun. Hún hefur verið ötull talsmaður fyrir Green Globe 21 á Íslandi

Fugla og hvalaskoðun er vinsæl við Snæfellsnes, viti, lighthouse, Öndverðarnes

Hér er hópur ferðamanna við vitann á Öndverðarnesi (Fálka) skammt frá Svörtuloftum að skoða stórhveli á sjónum rétt fyrir utan nesið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Söguna um leyndardóma Snæfellsjökuls þekkja allir

Hér má sjá veggspjald frá Gestastofu Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls um söguna um Jules Verne í ferð sinni að miðju jarðar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hvaða fyrirbæri er þetta? Til hvers er þetta og hvenær var þetta byggt?

Myndagetraun af Snæfellsnesi, hér vantar nákvæmar upplýsingar um staðinn :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS
mbl.is Sjálfbær þróun á Snæfellsnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BOLUNGARVÍKURJARÐGÖNG, VEGURINN UM ÓSHLÍÐ Á MILLI ÍSAFJARÐAR OG HNÍFSDALS - MYNDIR

Það er nóg að gera hjá Kristjáni Möller þessa dagana. Þá má segja að Bolungarvíkurgöngin séu orðin að veruleika. Hér má sjá myndaseríu af veginum sem að jarðgöngin koma til með að leysa af hólmi.

Hér má sjá veginn sem liggur á milli Hnífsdals og Ísafjarðar. Sá vegur verður áfram óbreittur. En síðan verður farið frá Hnífsdal yfir í Bolungarvík.

Hnífsdalur, Þórólfshnúkur, Miðhlíð (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Óshlíðina þekkja margir úr fréttum í gegnum árin. En hún hefur löngum verið erfiður farartálmi fyrir Bolvíkinga og aðra ferðamenn. Mikið grjóthrun hefur verið úr hlíðum fjallana yfir veginn á milli Bolungarvíkur og Hnífsdals.

fjöllin Óshyrna, Arafjall, Búðarhyrna ásamt Ófæru (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í gegnum þessi fjöll er búið að skipuleggja jarðgöng. En á myndunum má sjá að vegurinn meðfram ströndinni hefur víða verið settur í stokka til að verja umferð, sem fer um veginn, grjóthruni.

Hér má sjá kort af flugleiðinni yfir Bolungarvík sem farin var á mótordrekanum.

kort af flugleiðinni yfir Bolungarvík og nágreni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Rétt eftir að búið er að aka fyrir Óshlíðina á leið til Bolungarvíkur, þá blasir Bolafjall við hinu megin við lítinn fjörð. Þá er stutt í Minjasafnið Ósvör sem er uppgerð verbúð frá árabátatímanum. Verbúðin er ein elsta sinnar tegundar á landinu.

Minjasafnið Ósvör (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan

WWW.PHOTO.IS
mbl.is Verksamningar Bolungarvíkurganga undirritaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GEYSIR, STROKKUR OG BLESI - MYNDIR

Flott að Geysissvæðið sé að komast í eigu ríkisins. Það hefur staðið svæðinu fyrir þrifum að ekki sé hægt ð skipuleggja eitt mesta sótta ferðamannasvæði landsins vegna ágreinings milli landeiganda og ríkisins.

Hér má sjá Strokk í öllu sínu veldi sem virðist vera sísprækur enda ungur að árum og á því líklega enn mikið eftir af sínum líftíma :)

Hér gýs Strokkur reglulega á 5-10 mín fresti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


þó Geysir gamli hafi nú alltaf staðið fyrir sínu, þá er hann nú farinn að eldast greyið og yngri og sprækari teknir við.

Þegar Geysir var upp á sitt besta, þá náði hann svipað háu gosi og Hallgrímskirkjuturn er eða um 70-80m (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Nafnið Geysir er eitt af fáum alþjóðlegum nöfnum sem er íslenskt að uppruna og þýðir að sjálfsögðu goshver.

Á myndinni af Geysi má sjá op sem er um 2 metrar í þvermál. Einnig má sjá rennuna frægu sem útbúinn var á sínum tíma til að lækka yfirborðið á Geysi. Þetta var Viagra þess tíma og aðferð sem reynt var að nota til að koma honum í gang aftur. Ekki er ólíklegt að Strokkur taki eitthvað frá honum af þeirri orku sem hann hafði áður þannig að það streymir líklega ekki eins mikið í Geysi eins og áður.

Þrátt fyrir þessar aðgerðið, þá lét gosið eitthvað standa á sér. Eitthvað er enn um að það sé notuð sápa á tyllidögum til að koma honum til :)

En Sápan virkar þannig að hún lækkar yfirborðsspennu vatnsins þannig að loftbólur eigi auðveldara með að myndast á miklu dýpi sem að lokum myndar keðjuverkandi suðu og allt að 100m vatnssúla þenst skyndilega út og þá nær hverinn að gjósa. Við hvert gos kólnar hverinn og þarf hann þá aftur smá stund til að ná að hita sig aftur upp í suðumark. En á ca. 100 metra dýpi þarf vatnið að sjóða við 120-130 gráður til að þessi suðuvirkni eigi sér stað. Spurning um það hvort að svona goshver nær að gjósa eða ekki ræðst að því hversu mikil orka kemur inn í hann neðan frá og hversu mikil kælingin er á yfirborðinu og þá hvort að orkan er nægjanleg til að láta hann gjósa af sjálfum sér.

Gaman væri að prófa að þræða rör niður í botninn á Geysi og skjóta þrýstilofti inn í hann neðan frá. Spurning er hvort að það væri nægjanlegt til að koma honum af stað aftur með einföldum hætti og þá þyrfti bara lítinn þrýstihnapp fyrir ferðamennina til að fá að sjá Geysi gjósa :)

En það er alltaf von á að Geysir lifni við eða verði eitthvað sprækari ef jarðskjálftar hafa verið öflugir á svæðinu en þá gliðnar bergið og heita vatnið nær að finna sér nýja leið upp á yfirborðið. Einnig er eins og að það hitni vel undir þegar gosvirkni verður meiri í næsta nágreni.

Ýmis önnur fyrirbæri má einnig finna á svæðinu eins og Blesa

Blesi minnir mikið á litin í Bláa Lóninu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Blesi er tvískiptur þar sem sjá má sömu liti og í Bláa Lóninu í öðrum hlutanum og svo hreina hitavatnsuppsprettu í hinum. En liturinn stafar að litlum kísilflögum sem endurvarpa bláa ljósinu.

Blesi minnir mikið á litin í Bláa Lóninu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Strokkur í öllu sínu veldi, fullt af ferðamönnum fylgjast spenntir með

Goshverinn Strokkur í öllu sínu veldi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þeir sem ferðast um svæðið verða að gæta vel að sér en vatnið er á flestum stöðum við suðumark eða 100°C

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Viðræður um Geysissvæðið á lokastigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband