EGYPTALAND - FLUG YFIR LUXOR MEÐ LOFTBELG

EGYPTALAND - FLUG YFIR LUXOR MEÐ LOFTBELG

Arab Republic of Egypt جمهورية مصر العربية Gumhūriyyat Miṣr al-ʿArabiyyah

Luxor - Flug með loftbelg - Mannlífið í Lúxor séð úr lofti! Hluti-III 15. Feb. 2009 Sunnudagur kl. 5 til 9 ... sólin að koma upp.

En hér heldur svo myndasagan um flug í loftbelg áfram:

Hér er verið að flytja sykurreyr. En Egyptaland er mikið landbúnaðarland þar sem mikið er ræktað af sykurreyr og sykurrófum meðfram öllu Nílarfljóti. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Balloons over Sugar Cane, Egypt. Egyptians love sugar, and one of the things we saw them consuming quite frequently was fresh-squeezed sugar cane. Egypt ranks second following South Africa in sugar production among African. Sugar industry in Egypt started back in the year 710. The total production of sugar in Egypt in 2007–2008 is 1,582 million tonnes and the consumption is 2,485 million tonnes. (to view gallery: click image)




Fjöldi starfsmanna fylgir loftbelgnum eftir á litlum pallbíl. Einnig eru 2 litlir rútubílar ekki langt undan sem fylgja hópnum einnig eftir. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Some balloons require a lot of people to operate. The air balloon team is following on 3 cars. 2 for picking up the tourist and one to take care of the balloon and the basket. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (to view gallery: click image)




Tvær litlar rútur fylgdu einnig loftbelgnum til að ná í farþeganna í lok ferðarinnar. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Two Minibus to pick up the customers and drive them back to the hotel. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (to view gallery: click image)




Oft mátti sjá hvar verið var að brenna gömlum plöntuleyfum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Old plants and trees need to be burnt to give space for new plants. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (to view gallery: click image)




Hér eru nokkrir hvítir fuglar búnir að koma sér fyrir á greinum pálmatrés og nóta þess þegar morgunsólin kemur upp. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Birds and palm trees. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (to view gallery: click image)




Skepnur og önnur húsdýr þurfa sinn mat eins og aðrir. Hér má sjá konu sem er að sinna gegningum snemma að morgni. Ég tók eftir því að oft er ekki mikið um girðingar, heldur er band sett utan um löppina á dýrinu þannig að það getur aðeins hreift sig takmarkað um svæðið. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The Village Women Giving Alms to the Cow. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (to view gallery: click image)




Hér "smæla" (brosa) þrjár fallegar Egypskar blómarósir framan í loftbelgsfaranna. Gaman að skoða öll smáatriðin í myndinni. Ofn til að baka og svo öll áhöldin sem liggja eins og hráviður út um allt. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Three young women with smiling faces to the photographer. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (to view gallery: click image)




Nú fer að líða að því að hópurinn komi inn til lendingar. Hér er karfan þegar farin að sleikja toppanna á sykurreyrnum sem mikið er af í Egyptalandi. Stefnan er sett á lítið svæði rétt hjá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Now it is time to landing after a successful flying with Hot Air Balloon just over the roofs of small town on the opposite site of Nile river close to town Luxor in Egypt. (to view gallery: click image)




Aðstoðarmenn koma hlaupandi til að taka á móti. En mikilvægt er að stoppa loftbelginn sem fyrst svo að karfan dragist ekki eftir jörðinni. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Balloon team came running to help for a save landing and keep the balloon in place. (to view gallery: click image)




Kjartan WWW.PHOTO.IS

Blogg um sama flug má svo sjá hér:

Hluti-I http://photo.blog.is/blog/photo/entry/815725/

Hluti-II http://photo.blog.is/blog/photo/entry/816250/

EGYPTALAND - MYNDIR ÚR LOFTBELG

EGYPTALAND - MYNDIR ÚR LOFTBELG

Arab Republic of Egypt جمهورية مصر العربية Gumhūriyyat Miṣr al-ʿArabiyyah

Luxor - Flug með loftbelg - Mannlífið í Lúxor séð úr lofti! Hluti-II 15. Feb. 2009 Sunnudagur kl. 5 til 9 ... sólin að koma upp.

Ég tók svo mikið af myndum í þessari flugferð yfir þorpið Lúxor í Egyptalandi að ég neyðist til að búta flugið niður. Hér kemur svo kafli II í þessu annars skemmtilega flugi.

Eftir að ég fór að skoða þessi mál betur, að þá rakst ég á nýja grein um fyrsta flug í loftbelg á Íslandi sem Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson skrifar um hér:

http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/774915/

Áður var ég búinn að lesa "skemmtilega" frásögn eftir Ómar Ragnarsson hér:

Minnir mig á skelfileg augnablik.

Framhald loftbelgssögunnar.

En hér heldur svo myndasagan um flug í loftbelg áfram:

Einnig mátti sjá falleg og snyrtileg hús

Flying by Hot Air Balloon from Luxor in Egypt. Barely clearing the roofs of a small town on opposite side of river Nile. Lots of nice houses. (to view gallery: click image) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Dagurinn byrjar snemma í Egyptalandi. Hér er maður að ná í fóður fyrir húsdýrin sín.

Work start early in Egypt. Here is farmer getting some "food" for his animals at home. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Heita loftið í Egyptalandi gerir það að verkum að auðvelt er að sofa undir berum himni, ef það skildi nú rigna, að þá er það smá sýnishorn sem varir yfirleitt aðeins í nokkrar mínútur. En á myndinni má sjá Egypta sem er ekki enn risin á lappir. Algengt er að vefja um sig þykku teppi og er höfuðið hulið líka til að halda hita yfir blánóttina sem getur orðið mjög köld.

Why do you need a roof in Egypt, you almost never get rain. The best way to sleep is outside with a fress air. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hani, hæna, kind, hundur, köttur, kýr ... Hænur og önnur húsdýr voru á vappi á meðan bændur og búalið voru í óða önn að sinna morgunverkum.

A rooster and hens, sheeps, cat, dog, cow ... This looks like Animal Farm! Where is George Orwell and his pigs? Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Ekki er að sjá að það sé verið að aka börnum í skólann eins og gert er orðið víða.

No school bus here. What is better than a fress morning walk for the kids? Kids looking up to the Hot Air Balloon flying just above theyr heads. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Það er greinilegt að Egyptaland er mikið landbúnaðarland. Húsdýr eru hvert sem litið er. hér er einn bóndinn að sinna búskap.

Ancient Egyptian farmers depended on the flooding cycle of the Nile to grow their crops. In 2009 is still like it was for 4-5000 years ago. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér er ein falleg mynd af konu sem virðist vera sú eina sem vöknuð er í þorpinu.

A lonly women on the street in small town close to Luxor in Egypt. Picture taken from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Margar skemmtilegar myndir náðust af börnum sem voru út um allt

Many of the best picture from this air photo baloon trip was from the kids playing, working, on way to school ... Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Það liggur við að það sé flogið svo lágt að karfan festist í trjánum. Það er í lagi á meðan ekki eru háspennulínur að þvælast fyrir eins og í ferðinni hjá Ómari Ragnarssyni á Íslandi forðum

Balloon flyers have to be careful not to fly into trees, powerlines, houses ... There were probably flying arond 20 Hot Air Ballons in the Luxor area at the same time. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Gott er að fá sér eina vatnspípu sem mikil hefð er fyrir í Egyptalandi. En reykurinn er látin fara í gegnum vatn.

Photo of Egyptian man smoking water pipe (Shisha, hookah) on street in town close to Luxor. Problem is they do not change the mouthpiece, the tube or the water? Becearfule of the bacteria resides. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan WWW.PHOTO.IS

p.s. þessar myndir voru unnar með nýrri tækni svo að litir, skerpa og fl. gæti verið smá vandamál. Einnig var sólin að koma upp sem gerir svona myndatöku pínu erfiða. Sumar myndir líta út fyrir að vera teknar í björtu snemma að morgni, en svo er ekki, það var mjög dimmt þegar flugið hófst. En með góðum stafrænum myndavélum, þá er hægt að lýsa upp svona dökkar myndir.

Fyrsta hlutann má svo sjá hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/815725/


LOFTBELGUR Í EGYPTALANDI

LOFTBELGUR Í EGYPTALANDI

Arab Republic of Egypt جمهورية مصر العربية Gumhūriyyat Miṣr al-ʿArabiyyah

Luxor - Flug með loftbelg - Mannlífið í Lúxor séð úr lofti! Hluti-I 15. Feb. 2009 Sunnudagur kl. 5 til 9 ... sólin að koma upp.

Það vill svo til að ég og konan erum ný komin úr ferð frá Egyptalandi. Þó að það sé mikið til af spilltum stjórnmálamönnum (eins og þeir sem verið er að ræða um í fréttinni), að þá er margt þar merkilegt að sjá fyrir ferðamenn.

Upphaf þessa bloggs er að ég las fyrir stuttu skemmtilega sögu frá Ómari Ragnarssyni um hrakfarir hans í sínu fyrsta flugi með loftbelg.

Minnir mig á skelfileg augnablik.

Framhald loftbelgssögunnar.

Sagan Ómars rifjaðist upp fyrir mér þegar mér var boðið í slíkt flug í Egypska bænum Lúxor fyrir stuttu af eineygðum og vægast sagt sérkennilegum hótelhaldara, Hassan að nafni (hægt að skrifa heila bók um karlinn).

Upphaflega átti ferðin að kosta 350 egypsk pund, en eftir skemmtilega rimmu við tvo hóteleigendur sem voru að bítast um okkur, að þá fengum við ferðina lækkaða niður í 200 egypsk pund á mann og umræddur Hassan endurgreiddi konunni minni 300 pund til baka þá um kvöldið og í kjölfarið grét hann stórum krókódílatárum og hélt mikla ræðu um hvað hann væri slæmur maður. En kvöldið var hin ágætasta skemmtun og verður lengi í minnum haft.

Loftbelgurinn átti að fljúga snemma næsta morgun yfir hluta af bænum Luxor sem liggur ofarlega upp með Nílarfljóti yfir á svæði sem oft er nefnt "staður hinna dauðu"! (þar sem sólin sest, vestan við ánna). Austan megin við ánna er svo bærinn Luxor (staður hinna lifandi þar sem sólin kemur upp).

Við þurftum að vakna kl. 5:00 og vera mætt á hótel Venus fyrir kl. 5:30 (Hótel Venus sem Hassan á sem að ég kalla oft Hótel Viagra). Þegar við komum niður í anddyrið á hótelinu okkar (Hótel Bob Marley House Hostel), að þá lágu þar 4 sofandi manneskjur. Ekki vildum við vekja neinn svo að við læddumst út á götu til að finna leigubíl (10 egypsk pund). Við komum tímalega á Hótel Venus þar sem rútubíll ók okkur svo áfram um borð í bát sem beið eftir okkur. Í bátnum var uppábúið borð með te og kaffi ásamt meðlæti sem gestir fengu á meðan siglt var með hópinn yfir ánna Níl. Í okkar hóp voru að mestu þjóðverjar frá skemmtiferðarskipi sem siglir reglulega með stóra hópa upp og niður Níl.

At 5:30 in the morning. A boat trip over Nile river to west bank at town Luxor in Egypt. On way to an Adventure Hot Air Balloon trip. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hinu megin við ánna biðu svo litlar rútur eftir okkur sem keyrðu á mikilli ferð með okkur í átt að fjöllunum (Valley of the Kings and Valley of the Queens) þar sem um 500 grafir (Tomb, 4-5000 ára gamlar) eru ásamt nokkrum þekktum hofum. Ekið var að stóru bílaplani þar sem verið var að gera risastóran loftbelg kláran til flugs.

Loftbelgurinn lá á hliðinni og sáu fjórir stórir gasbrennarar um að hita upp loftið inn í belgnum. Byrjað var á því að fara yfir öryggisatriði varðandi flugtak og lendingu ásamt því að finna út þyngd á farþegum.

Egypt sunshine Hot Air Ballooning trips over town Luxor. Early in the morning heating up the air so the balloon can fly over the area of West Bank of Luxor. Flying over Valley of the Kings and Valley of the Queens (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér er belgurinn búinn að lyfta sér upp og að verða klár. Það þarf mikið af fólki til að halda svona útgerð gangandi eins og sjá má á myndunnum.

Egypt sunshine Hot Air Ballooning trips over town Luxor. Early in the morning heating up the air so the balloon can fly over the area of West Bank of Luxor. Flying over Valley of the Kings and Valley of the Queens (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Fljótlega varð loftbelgurinn klár og um 20 manna hópur kom sér fyrir í stórri körfunni. Flugtakið tókst vonum framar og liðum við í hægum morgunvindinum rólega upp í loftið á meðan flugmaðurinn hitaði loftið í belgnum.

Soon the Air Balloon trip could start when the air was getting hot enough to lift up those 20 people. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér er svo loftbelgurinn komin á loft og eins og sjá má, þá eru fjöldi starfsmanna sem veifa

Hot air balloon flying is one of the oldest successful human-carrying flight technology. Around 20 people in the balloon basket. Total around 2 ton incl. basket! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér er mynd sem að ég tók af einu frægasta hofi Egypta Deir el-Bahri, Djeser-Djeseru – Hatshepsut's temple. Hofið er gert fyrir konu. Árið 1997 voru 58 ferðamenn og 4 Egyptar drepnir af öfgafullum trúmönnum. Drápin höfðu mjög slæm áhrif á ferðaþjónustu Egypta í mörg ár á eftir.

Deir el-Bahri, Djeser-Djeseru – Hatshepsut's temple. In 1997, 58 tourists and 4 Egyptians where killed in this place. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hægt er að lesa meira um þetta fræga hof hér:

http://en.wikipedia.org/wiki/Deir_el-Bahri

Við vorum greinilega ekki þau einu sem voru að fara snemma í loftið á loftbelg þennan morgunninn. Hér má sjá 9 loftbelgi taka í loftið á sama tíma. Líklega hafa verið um ca. 20 loftbelgir sem tóku í loftið þennan morguninn.

Luxor is one of the most popular tourist place in Egypt. Nowadays it is very save to fly with an air ballon. Luxor area is probably one of the best you can find to make a save balloon flying. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Við flugum í aflíðandi boga yfir nokkur hof og svo þorpið í átt að ánni Níl og síðan upp með ánni að vestan verðu. Sólin var að koma upp og greinilegt að fólkið í þorpinu var að vakna til lífsins. Hænur og önnur húsdýr voru á vappi á meðan bændur og búalið voru í óða önn að sinna morgunverkum. _

Í landi sem aldrei rignir, þá þarf varla að hafa áhyggjur af því að setja þak á húsið. En eins og sjá má á mörgum myndum, að þá er venja að ein hæð sé ókláruð á hverju húsi fyrir næsta fjölskyldumeðlim.

In country where you never get rain you have no need for roof. In muslim country you have always on floor ready for new family member. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér þarf líklega einn að taka aðeins til hjá sér. Það er ekki bara á Ísland sem hægt er að finna einhvern bónda sem nennir ekki að taka til mikið heima hjá sér.

One messy place. House on the west bank close to Luxor town. Picture taken from a hot air ballon tour. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Ég tók eitthvað um 400 myndir í þessari flugferð. Verð því að reyna að dreifa þessu myndabloggi á 2-3 blogg til að reyna að gera því góð skil

Kjartan WWW.PHOTO.IS

p.s. þessar myndir voru unnar með nýrri tækni svo að litir, skerpa og fl. gæti verið smá vandamál. Einnig var sólin að koma upp sem gerir svona myndatöku pínu erfiða. Sumar myndir líta út fyrir að vera teknar í björtu snemma að morgni, en svo er ekki, það var mjög dimmt þegar flugið hófst. En með góðum stafrænum myndavélum, þá er hægt að lýsa upp svona dökkar myndir.
mbl.is Eitt umtalaðasta dómsmál Egyptalands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG VAR ÞARNA Í FYRRADAG!

Ótrúlegt að lesa svona frétt aðeins 2 dögum eftir að hafa verið á sama stað og umrædd sprengingin átti sér stað.

En ég og konan höfum nýlokið 2ja vikna ferð um Egyptaland. Við vorum nákvæmlega á þessum sömu slóðum í upphafi og lok ferðarinnar.

Á þessari mynd má svo sjá stórt plan þar sem komið er með erlenda ferðamenn í rútuförmum til að skoða þessa frægu "Al Hussein mosque" og svo versla í Khan el-Khalili markaðinum í Kaíró

One of the busiest places in Cairo, particularly during Ramadan, is the Al Hussein area which includes the Khan el-Khalili market in Cairo. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá inn í þessa frægu mosku "Al Hussein mosque". En aðeins karlmenn mega koma inn í þennan hluta moskunar.

Hussein Mosque is considered one of the most important mosques in Cairo and a beautiful Islamic monument. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ég tók um 4000 myndir í þessari ferð og mikið af myndum af markaðinum "Khan el-Khalili" sem er einn sá magnaðasti sem að ég hef gengið í gegnum.

Annars er magnað að ferðast um Egyptaland og margt og mikið þar að sjá fyrir ferðamenn. En það var sjokk fyrir óvanan íslending eins og mig að sjá svona mikið af hermönnum sem voru bókstaflega út um allt með alvæpni. Á sumum vegaköflum voru hlið með hermönnum með 5 km millibili til að skrá og skoða alla umferð sem átti leið um. En ég mun reyna að koma fljótlega með myndir og ferðasögu úr þessari mögnuðu ferð.

Kjartan WWW.PHOTO.IS
mbl.is Einn látinn eftir sprengingu í Kaíró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - KVÖLDMYNDIR - ÁRAMÓT - 13

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - KVÖLDMYNDIR - ÁRAMÓT - 13

Dagur - 13b / Day - 13b Miðvikudagur 31. des. 2008

Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína, The People's Republic of China (中华人民共和国, 中華人民共和國)

Shanghai borg er mjög falleg á kvöldin þegar farið er að dymma. Hér er tákn borgarinnar, Orient Pearl TV Tower, sem verður eins og ljósasjóv á kvöldin

Shanghai Oriental Pearl TV Tower (上海东方明珠塔). Located at the tip of Lujiazui in the Pudong district, by the side of Huangpu River, opposite The Bund of Shanghai. It was designed by Jia Huan Cheng. Construction began in 1991 and the tower was completed in 1995. At 468 m (1,535 feet) high, it is the tallest tower in Asia, and the third tallest tower in the world. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Hér eru 2 hæstu byggingar borgarinar Shanghai World Financial Center og Shanghai Jinmao Observatory 88 Jin Mao Tower

Shanghai World Financial Center - 上海环球金融中心 - 1997-2008 - Designed by Kohn, Pedersen & Fox and East China Architectural Design & Research Institute Co. Ltd, the Shanghai World Financial Center. Highest building in China reaching 1614ft (491,9m). Shanghai Jinmao Observatory 88 Jin Mao Tower (金茂大厦), Lujiazui, Pudong, Shanghai 1998 Skidmore, Owings & Merrill - SOM Architects 420m high, 88 storey skyscraper Incorporating offices + Grand Hyatt Hotel with thirty storey high atrium Jin Mao Shanghai building : Tallest building in China since 2005 Seventh tallest building in world at time of writinger. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Og nokkrir turnar til viðbótar. Merkilegt hvað allt þetta svæði hefur náð að byggjast upp á aðeins 15 árum

Shanghai Night pictures. And few more towers in the Pudong district in Shanghai China. High-rise building at night. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Hér er ég komin hinu megin við ánna Hunagpu River og það fyrsta sem fyrir augum ber, er stór bátur með risa auglýsingaskilti

Shanghai Night pictures. Night Cruise on the Huangpu River. Shanghai skyline in the background. A boat-trip on Huang-Pu-river in Shanghai at night, between The Bund and Pudong. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



En fallegust er borgarmyndin yfir fljótið Hunagpu River séð frá "The Bund" hverfinu við endan á verslunargötunni Nanjing Road (南京路 Nánjīnglù) sem er 4km löng með um 4.000 verslanir. Við endann á henni er svæði sem kallað er “Bund” og oft kallað Wall Street Shanghai.

Shanghai at night. Shanghai is one of the most modern and cosmopolitan cities in China. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Ein tengin með minni aðdrætti

Shanghai Night pictures (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Smá víðmynd af Pudong svæðinu

Shanghai Night pictures. Panoramic picture of the Pudong district where Shanghai Oriental Pearl TV Tower, Shanghai World Financial Center and Shanghai Jinmao Observatory 88 Jin Mao Tower are the higest one. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



The HSBC Building in Bund the old part of Shanghai.

Shanghai Night pictures. The HSBC Building has been called "the most luxurious building from the Suez Canal to the Bering Strait" (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Hér er gosbrunnur á svæði sem heitir "Bund" sem er við endann á Nanjing Road við árbakkann the Huangpu River

Shanghai Night pictures of fountain on Bund with Orient Pearl TV Tower in background. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Kjartan WWW.PHOTO.IS

p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.

http://www.photo.is/kina/index.html

Tók jarðlest sem fór m.a. undir The Bund og ánna Hunagpu River og fjármálahluta borgarinnar þar sem sjónvarpsturninn frægi með kúlunum Orient Pearl TV Tower,


mbl.is Skelfilegir þurrkar í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - RÓBÓTAR DANSA - TÆKNISAFNIÐ - 13

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - RÓBÓTAR DANSA - TÆKNISAFNIÐ - 13

Dagur - 13 / Day - 13 Miðvikudagur 31. des. 2008

Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína, The People's Republic of China (中华人民共和国, 中華人民共和國)

Ný tilraun var gerð til að fara aftur í tæknisafnið, Shanghai Science and Technology Museum (上海科技馆). Í þetta skiptið var opið. Komið var inn í risa glerbyggingu á mörgum hæðum og voru líklega 20-30 verkamenn á fullu að þrífa glerið að utan og innan.

Shanghai Science and Technology Museum (上海科技馆) is a large museum in Pudong, Shanghai, close to Century Park, the largest park of the city. The museum incorporates an IMAX theatre, and as of 2006 there are 12 main exhibits open to the public, including "Spectrum of Life", "World of Robots" and "Information Era". The construction of the museum cost 1,75 billion RMB, and the floor area is 98000m2 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Það var ótrúleg upplifun að skoða þetta safn sem skiptist í margar deildir og hefði vart dugað dagurinn til að skoða hverja deild fyrir sig. Þarna var mikið af skólakrökkum og greinilegt að safnið er notað sem hluti af kennslu. Jarðfræðideildin var spennandi með stóru steinasafni, rekbeltin voru útskýrð, jarðskjálftabylgjur, olíuvinnsla, kolavinnsla, salthellir og að sjálfsögðu var allt útskýrt með hjálp nýjustu tækni.

Hér stjórna krakkar stálkúlu með heilabylgjum og var markmiðið að færa kúluna upp í borðið hjá andstæðingnum.

Children’s Technoland: Aimed at children aged 1-12. including laser musical instruments. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Ég nánast hljóp í gegnum sumar deildirnar eins og dýra- og plöntufræði, dýr jarðarinnar (risastór), geimsagan og fl. Stoppaði dágóða stund í deildinni þar sem öll grundvallarhugtök í eðlisfræði voru útskýrð. Einnig stoppaði ég mikið þar sem farið var yfir þróun tölvutækninnar, fjarskipti og nýjustu tækni í fjölmiðlun. Prófaði flughermi, karókí (þar sem ég var mixaður live inn á myndband). Flott framsetning á uppstoppuðum dýrum jarðarinnar

Wide Spectrum of Life: Exhibitions about biodiversity, genetics and rainforests. The Earth Exploration exhibit passes fossils on a fascinating journey to the Earth's core (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



En róbótasafnið stóð upp úr. Þarna voru krakkar að tefla við róbót, róbót að teikna myndir af fólki, þú gast stýrt róbót frá hnappaborði, ýmis framleiðsla á minjagripum, 3D styttur af andliti gert með CNC tækni (allt mjög ódýrt). Hér er Róbót eða þjarki að tefla eða spila ... við unga dömu

Robots thrill youngsters at tech expo. AV Paradise: Information technology and video & film technologies. Robot Theatre, Plane Steering Simulation. World of Robots (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Ég fór í keppni við tvo róbóta, þjarka að skjóta af boga í mark (ég tapaði stórt).

Robot shooting arrow at goal. AV Paradise: Information technology and video & film technologies. Robot Theatre, Plane Steering Simulation. World of Robots. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



hápunktur róbótadeildarinnar var leiksýning með 20-30 róbótum sem dönsuðu allt frá kínverskan sverð- og regnhlífadansi yfir í franskan Moulin Rouge dans með fjaðurskrauti og alles á meðan stórhljómsveit róbóta leið inn á sviðið spilandi á ýmis hljóðfæri! Og að sjálfsögðu allt með nákvæmni tölvutækninnar (dæmi um slíkt, þá var flott að sjá sverðsoddanna snertast í lok bardagans).

AV Paradise: Information technology and video & film technologies. Robot Theatre, Plane Steering Simulation. Robot Show - Robots Perform Traditional Chinese Parasol Dance (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Hér spilar þjarki eða róbót á píanó af mikilli nákvæmni.

AV Paradise: Information technology and video & film technologies. Robot Theatre, Plane Steering Simulation. Don't forget to sing karaoke with the robot that plays the piano. It's really fun. World of Robots. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Hér er ég inni í kúlunni, en inni í henni miðri er 4D kúlu bíó

4-D Theatre: Theatre that produces movement, wind, rain, and other 4-D effects; capacity of 56 seats. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Það sem vakti sérstaklega athygli mína, var hversu mikil nákvæmni var í smíði og uppsetningu á öllu. Hér má sjá heilan dýragarð af uppstoppuðum dýrum og var engu líkara en að maður væri komin til Afríku, svo nákvæm var öll umgjörðin.

Shanghai Wild Animal Park. The museum has 3000 pieces of rare animals specimen in its 3000 square (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Ég var víst búinn að fá mér smá kvef sem lýsti sér í stöðugu nefrennsli og var ég því ekki mikið fyrir að fara út að borða

Kjartan WWW.PHOTO.IS

p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleiri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.

http://www.photo.is/kina/index.html
mbl.is McDonald's í útrás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - RISA PANORAMA MYND - 12

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - RISA PANORAMA MYND - 12

Dagur - 12 / Day - 12 Mánudagur 30. des. 2008

Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína, The People's Republic of China (中华人民共和国, 中華人民共和國)

Farið með mynd sem var um 400 Mb á stærð í útprentun á þann stað þar sem stóra myndavéabúðin er. Útkeyrslan kostaði ¥420 ásamt innrömmun, allt framkvæmt á meðan beðið er.

Shanghai Xingguang Photo Gear Mall. A heaven for camera lovers 星光摄影器材. I got a good price for big format print out including framing. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Síðan var ákveðið á síðustu stundu að fara með myndina í lest (250 x 60 cm) því hún passaði ekki inn í leigubílinn. Ekki annað hægt að segja en að það var frekar fyndið að ganga með þessa óinnpökkuðu risa mynd af Jökulsárlóni innan um mannlífið á götunni sem rak auðvita upp stór augu.

Ekki tók betur við þegar komið var niður í jarðlestastöðina. Það var Rush-hour og lestin sem að ég hugðist taka var troðin út að dyrum, tók ég því öfugan hring með lestinni. En Adam var ekki lengi í Paradís, því fljótlega fylltist þessi lest einnig og átti ég fullt í fangi með að verja viðkvæma myndina fyrir ágangi úr öllum áttum. The taxi was to small for my big panoramic picture so I had to take it on underground trip at rush-our time in Shanghai :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Ferðin hafði gengið að óskum, en nú var farið blása og umferðin var þétt á götunni sem að ég þurfti að fara með myndina um og þegar komið var að hliði bakdyramegin inn á svæðið þar sem Heng býr, þá var ekki hægt að koma myndinni þar í gegn. Sá ég þá gat á girðingunni sem myndin rétt passaði í og fékk ég einn sem selur appelsínur til að rétta mér myndina í gegnum gatið.

Eftir það tóku við tvö varðhlið og svo rétt slapp myndin inn í lyftunna með því að skáskjóta henni horn í horn. Pabbi Heng tók á móti mér og varð að vonum hissa þegar ég birtist með þetta 2.5 metra ferlíki. Myndin var að sjálfsögðu drifin upp á vegg á besta stað í stofunni. I had a great fun with this big picture in the underground in Shanghai. Glacier lagoon Breidamerkurlon in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Gömlu hjónin launuðu myndina með enn einni stórmáltíðinni sem var rauðvín ásamt svínaeyrum, krydduðum hænsnalöppum (uppáhald hjá Heng)

Heng's father was happy with the big panoramic picture from Iceland. and I got Shanghai pig ears and chicken legs and other delicious food as usual. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hrískaka, hvítt þykkt hlaup sem var eins og að tyggja skósól og svo gult brauð sem var líklega búið til úr sojabaunum.

Rice cake was thick as a chewing-gum and the yellow bread was mad of soya beans. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Varðandi þessa fínu risa panorama mynd, þá var mjög skrítið að sjá hana upp á vegg hjá Halldóri Sigurðssyni sem var í viðtali við CNN 1. og 2. feb. í þætti sem heitir iReport. Það væri fróðlegt að vita hvar hann hefur fengið myndina. Man ekki neitt sérstaklega eftir því að hann hafi falast eftir henni hjá mér! (En myndin er greinilega orðin fræg).

Kvöldið endar svo í 2ja tíma nuddi á nuddstofu í nágrenninu fyrir alla fjölskyldumeðlimi.

Kjartan WWW.PHOTO.IS

p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.

http://www.photo.is/kina/index.html


mbl.is Tvöfalda útflutninginn til Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - LOKUÐ SÖFN - MATUR - 11

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - LOKUÐ SÖFN - MATUR - 11

Dagur - 11 / Day - 11 Mánudagur 29. des. 2008

Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína, The People's Republic of China (中华人民共和国, 中華人民共和國)

Dagur-10 Mán. 29. des. 2008 Flókin morgunmatur að venju eins og gelfiskur, ásamt niðurskornu epli og niðursöxuðum hnetumulningi af ýmsum gerðum með vínberjum í eftirrétt.

Þennan daginn var ákveðið var að fara á Shanghai Science and Technology Museum (上海科技馆). Tæknisafnið er mikil bygging með risa glerkúlu í miðjunni. Því miður var safnið lokað og mátti sjá verkamenn hangandi í böndum upp um allt að hreinsa þessa risa glerbyggingu.

Shanghai Science and Technology Museum (上海科技馆) is a large museum in Pudong, Shanghai, close to Century Park, the largest park of the city. The museum incorporates an IMAX theatre, and as of 2006 there are 12 main exhibits open to the public, including "Spectrum of Life", "World of Robots" and "Information Era". The construction of the museum cost 1,75 billion RMB, and the floor area is 98000m2 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Þegar komið var út úr lestastöðinni, blasti við stórt og mikið breiðstræti og mikið af veglegum glerbyggingum. Sérstaklega vakti athygli mína flottur arkitektúr á byggingunni Shanghai Oriental Art Center - Concert Hall & Performance Spaces. Ofan frá séð er byggingin eins og 5 blaða smári.

Shanghai Oriental Art Center - Concert Hall & Performance Spaces (上海东方艺术中心) 2004 Paul Andreu Architects. At night, the ceiling changes colors according to the melodic tunes played inside (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Þar rétt hjá mátti sjá þennan risa skúlptúr úr riðfríu stáli.

Sculpture near Oriental Arts Center (东方之光) and Shanghai Science and Technology Museum (上海科技馆). Time-themed sculpture (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Elda sjálfur "kvöldmatur"! Rafmagns fondapottur með stillanlegri eldahellu. Matur: hænuhjörtu, 10-15 cm langir hvítir sveppir, rækjur, þunnar lambaskífur, 3 gerðir af blaðsallati, rauðrófur, kartöfluskífur og rauðvín. Með þessu var svo borðuð dökk sósa ekki ósvipuð uxahalasúpu á bragðið.

Shanghai electric cooking plate, Induction cooker with special Induction Cookin Pot. Portable Induction Cooker. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Kjartan WWW.PHOTO.IS

p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.

http://www.photo.is/kina/index.html

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - SÖFN - EXPO 2010 - HEIMBOÐ - 10

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - SÖFN - EXPO 2010 - HEIMBOÐ - 10

Dagur - 10 / Day - 10 Sunnudagur 28. des. 2008

Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína, The People's Republic of China (中华人民共和国, 中華人民共和國)

Kínverjar eru mikið fyrir að stunda reglubundna heilsurækt. Í bakgarðinum þar sem við bjuggum var reglulega stór hópur af fólki að dansa eða stunda einhverskonar hreyfiíþrótt. Eitt kvöldið þegar við gengum í gegnum garðinn í myrkri, þá var einn að æfa sverðdans, með alvöru sverði :|

Þennan dag var byrjað á því að taka létt borðtennismót með stórfjölskyldunni snemma í morgunsárið. Það var sérstaklega gaman að spila við eina spræka ömmuna og bogaði af mér svitinn (og lýsið) í öllum hamaganginum. En það vill svo til að borðtennis er þjóðaríþrótt Kínverja.

Table tennis (乒乓球), also known as ping pong is Chinas national sport. China continues to dominate most world titles. Iceland playing against China Table Tennis Super League! Her is the Icelandic master loosing the game against 105 year old grandmama! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Eftir hádegi fór ég í þjóðminjasafnið Shanghai Museum við People's Square (人民广场, 人民廣場). Það var frítt inn á safnið og er það líklega ein af ástæðunum fyrir því hversu marar rútur voru þar fyrir utan. Á safninu mátti sjá margt merkra muna frá fornsögu Kínverja eins og peninga, málverk, ritverk, líkneski, leirker, skartgripi ásamt ýmsum áhöldum og vopnum frá fyrri tímum.

The Shanghai Museum (上海博物館) is a museum of ancient Chinese art, situated on the People's Square (人民广场, 人民廣場) in the Huangpu District of Shanghai, People's Republic of China. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Safnið er mjög stórt og upp á nokkrar hæðir. Sérstaklega var gaman að skoða peningasafnið og búdda líkneskin. Hér má svo sjá haganlega útskorin húsgögn

The Shanghai Museum (上海博物館) has a collection of over 120,000 pieces, including bronze, ceramics, calligraphy, furniture, jades, ancient coins, paintings, seals, sculptures, minority art and foreign art. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Mikið var af "útskornum" munum úr steini eða marmara. Greinilegt var að mikil vinna hafði verið lögð í marga dýrgripinna

Hand made parts of "jade" stones. Jade is an ornamental stone. The term jade is applied to two different metamorphic rocks that are made up of different silicate minerals. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Það er mikið af fallegu handverki á safninu og má sjá ótrúlega skrautgripi unna úr mjúkum og hörðum marmara.

The Jade (玉) and the Chinese. In the Chinese Empire jade was considered the most noble of all gems. Jade was considered more valuable than gold or silver. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Næst var farið á aðra sýningu sem var þar rétt hjá og var hún um borgarskipulag Shanghai og hönnun á World EXPO 2010 sýningarsvæðinu ásamt stórbrotnum vinningstillögum.

The Shanghai Urban Planning Exhibition Hall (上海城市规划展览馆). In front of the hall is the Mascot figue, the sign of World EXPO 2010 exhibition in Shanghai. Mascot is created from a Chinese character meaning people, the mascot "Haibao" embodies the character of Chinese culture. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Þegar inn var komið, þá mátti sjá ótrúlega sýnigu á 6 hæðum um Shanghai borg. Hér má sjá stórt módel af EXPO 2010 sýningarsvæðinu sem núna er í byggingu. Íslenski skálinn er neðarlega vinstra megin, 2 lítil grá hús og er Íslenski skálinn húsið hægra meginn.

Shanghai World EXPO 2010. Expo 2010 (上海世界博览会) will be held in Shanghai, China. Model of the Exhibition site. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Þarna mátti einnig sjá ótrúlega flott RISA módel af allri Shanghai borg með húsum og öllum smáatriðum.

The Shanghai Urban Planning Exhibition Hall (上海城市规划展览馆). The biggest scale model I’ve ever seen is of the Shanghai City. A mini-landscape of historic architecture, electronic reading materials and a three-dimensional digital cinema were among the multimedia forms displayed yesterday to illustrate the splendid wonderland of the World Expo. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Ég náði aðeins að skoða 3 hæðir af sýningunni. Var seinn fyrir en rétt náði að sjá 360° tölvugerða kvikmynd af allri Shanghai borg ásamt flugvellinum og var það frábær upplifun. Gaman að sjá hversu langt 3D grafíkin er komin. Sýning sem að ég mæli hiklaust með, enda aldrei áður séð eins vel staðið að kynningu á borgarmálum áður (aðgangseyrir ¥30).

A three-dimensional digital cinema in The Shanghai Urban Planning Exhibition Hall (上海城市规划展览馆). Amazing 3D rendering and fly through of Shanghai City, a must to see! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Næst var skotist með leigubíl yfir þvera borgina (¥19) til að taka þátt í heimboði til ungra frænku Heng og fjölskyldu hennar sem býr í lítilli íbúð. Pabbinn var meistara kokkur og var búinn að galdra fram þvílíka stórmáltíð.

Vegna plássleysis í íbúðarkitrunni, þá var eldhúsborðið fært upp að rúmgafli inn í herbergi dótturinnar og sátum við Heng á rúminu, pabbi og stjúpa Heng við sitthvorn endann og svo gömlu hjónin sem buðu í matinn beint á móti (gat ekki neitað því að það var smá íslensk baðstofustmenning yfir borðhaldinu). One of my best memory from the Shanghai trip was on the best and finest restaurant in Shanghai, a private home. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Dóttirin kom svo skömmu seinna, tróð sér inn á milli og tók þátt í borðhaldinu með okkur. Í boði var fiskisúpa (fiskhausinn soðin) ásamt með glæru hlaupi (búið til úr hrísgrjónum), svínasultu dýft í viniger sósu, rækjur, fiskkurl í grænmeti, ásamt kínversku eðal "Yellow wine".

Hápunktur veislunnar endaði svo með nýveiddum hárvatnakrabba í dökkri sósu sem var nánast borðaður upp til agna nema af undirrituðum og mátti sjá vígvöll borðhaldsins eins og eftir sprengjuárás þar sem sundurlimaðir krabbar lágu út um allt. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



En ég var víst orðin eitthvað slappur þarna um kvöldið og var komin með kvef sem tók 3 daga að losna við.

Kjartan WWW.PHOTO.IS

p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.

http://www.photo.is/kina/index.html
mbl.is Kveiktu á flugeldum innanhúss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - RISA LJÓSMYNDABÚÐ - 9

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - RISA LJÓSMYNDABÚÐ - 9

Dagur - 9 / Day - 9 27. des. 2008

Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína, The People's Republic of China (中华人民共和国, 中華人民共和國

Dagurinn byrjaði að venju á "léttum" 10 rétta morgunverði. Byrjað var á sykursætri súpu. Í súpunni voru vatnskenndar bollur fylltar með sætum vökva. Ég verð að viðurkenna að mér þótti þær ekkert sérstaklega lystugar til að byrja með.

A ligth 10 course breakfast in Shanghai. This is a slightly sweet "soup" with soft balls. Tāngyuán is a Chinese food made from glutinous rice flour. Glutinous rice flour is mixed with a small amount of water to form balls and is then cooked and served in boiling water. Tangyuan can be either filled or unfilled. It is traditionally eaten during Yuanxiao, or the Lantern Festival. (汤圆 or 汤团) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Ég fékk nýja tegund af poppkorni, það voru brún lítil hrísgrjón sem voru poppuð og mótað í litlar 5x10x1 cm kökur ásamt hnetum og öðru bragðbætandi korni - ótrúlega gott!

Chinese Shanghai rice popcorn cake with mixed beans, very tasty! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Því næst fékk ég örþunnar risa nýbakaðar pönnukökur (ca. 1 meter í þvermál), rifnar niður í litla 20-30 cm sneiðar og sett á disk. Síðan er grænmeti og öðru góðmeti sett ofan á og öllu rúllað upp (virkilega gott).

Chinese Shanghai Super Size thin pancake. Jian bing guo zi is a breakfast fast food sold on the streets of China (煎餅). (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Við áttum pantaðan tíma með atvinnuljósmyndara sem bauðst til að fara og sýna okkur allt það sem skiptir máli þegar þarf að kaupa inn alvöru ljósmyndadót í Shanghai borg. Á leið okkar til hans varð á vegi okkur kona með 2 litla hunda og voru þeir í "alklæðnaði" og skóm eins og lítil börn.

Chihuahua (dog), Chihuahua Puppies in a Warm Dog Coats, Small Dog Clothes. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Ljósmyndarinn fór með okkur í búð sem var upp á heilar 8 hæðir með um 100 - 200 smáverslunum sem seldu "bara" ljósmyndavörur! Ég fann mikið magn af spennandi dóti og fékk m.a. tilboð í útprentun á risa ljósmynd (panorama mynd 60 x 250 cm á Canvas Satin striga (svipað og málarar nota) sem kostaði með útprentun, plöstun og innrömmun ¥420 (12 lita prenntari HP Z3100 Photo með UV vörn og 100 ára endingu).

Shanghai Xingguang Photo Gear Mall. A heaven for camera lovers 星光摄影器材. No. 288 Luban Road, Luwan District, Shanghai 上海市泸湾区鲁班路288号上海星光摄影器材城 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Hægt var að kaupa Canon linsur á: 35mm F1.6 ¥8.300, 85mm F1.2 ¥11.800, 24-105mm F4 ¥5.500, 16-35mm F2.8 ¥8.200, 17-40mm F4 ¥4.300, 14mm F2.8 ¥12.000, Sigma 20mm F1.8 ¥2.400, Canon 5D II 3200 ASA ¥16.200 (án linsu með video i1080 mguleika), Torsiba var með nýtt 32Gb SD kort á ¥900, Panasonic LX3 ¥2.950 (seinna í ferðinni samdi ég verðið niður í ¥3.245 með auka rafhlöðu + 16Gb SD class 6 minniskorti), 16 Gb SD kort class 6 ¥230, 16 Gb CF x133 ¥280 ...

Shanghai Xingguang Photo Gear Mall. Our professional photographic guide show us around the shop. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Á meðan ég var í Shanghai, þá notaði ég kort sem virkar í lestir, strætó, leigubíla, ferjur sem hægt er að fylla á reglulega. Nóg er að bera kortið upp að skynjara og þá lækkar fyrirfram greidd upphæð.

Um kvöldið, hittum við vinafólk Heng sem að hún var í skóla með. En þau eru bæði lærð sem Arkitektar. Farið var á mjög fínan veitingastað og borðaður sterkkryddaður matur

Kvöldmatur: svínalappir ásamt öðru góðmeti. Lunch with some architect from Shanghai. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Kjartan WWW.PHOTO.IS

p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.

http://www.photo.is/kina/index.html


mbl.is Kínverskar leigukærustur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband