30.10.2007 | 15:09
SPILLUM EKKI SVÆÐINU Í KRINGUM ÖLKELDUHÁLS !!!
Um svæðið liggur þekkt gönguleið niður í Reykjadal þar sem endað er rétt fyrir ofan Hveragerði.
Svæðið allt er ægifagurt og hefur upp á margt að bjóða. Vinsældir svæðisins má meðal annars rekja til þess að um það rennur heitur lækur/á sem vinsælt er að baða sig í.
Sumir vilja jafnvel halda því fram að það sé meira gaman að koma á þetta svæði og baða sig heldur en inn í sjálfar Landmannalaugar og er þá mikið sagt.
Einn megin kostur við þetta svæði er að þangað er ekki hægt að komast á bíl og þarf því að fara allar ferðir um svæðið gangandi eða á hestum. Og er það ótvíræður kostur í samfélagi þar sem allir fara orðið sínar ferðir á einhverskonar farartækjum.
Leirmyndanir á svæðinu geta verið gríðarlega fallegar eins og sjá má á þessari mynd hér:

Heitur lækur rennur í gegnum Reykjadal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Litir náttúrunnar geta stundum verið ótrúlegir eins og sjá má á þessari mynd hér:

Fallegir litir í heitavatnsuppsprettu sem rennur út í lækinn í Reykjadal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Innst í Reykjadal rétt við Ölkelduháls er svo þessi fallegi foss sem rennur í gegnum soðið berg sem er með ótrúlega fallegum litbrigðum og myndunum.

Foss innst í Reykjadal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo annað mjög virkt hverasvæði innst í Reykjadal þar sem gengið er upp vestan megin við Ölkelduháls.

Virkt hverasvæði innst í Reykjadal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ef litið er á framkvæmdir við Hengilinn í dag, þá má sjá athafnasvæði Hellisheiðarvirkjunar á næstu mynd. Þegar myndin er skoðuð nánar, þá ber að hafa það í huga að það á að reisa tvær sambærilegar virkjanir til viðbótar við þær tvær sem fyrir eru við Hengilinn.
Hér má svo sjá panorama mynd af Hengilssvæðinu þar sem horft er til austurs. Smellið á mynd til að skoða myndina enn stærri.

Ljósmynd af Hellisheiðarvirkjun ú lofti (smellið á mynd til að sjá myndina enn stærri)
!!! Það hafa komið athugasemdir á þessa panorama mynd að hún væri að einhverju leiti óeðlileg. En víðmyndin er unnin úr 7 stökum loftmyndum sem settar hafa verið saman.
Sjá má upprunalegar myndir, teknar í maí 2006, hér: http://www.photo.is/06/05/7/index_14.html
Ég þróaði þessa samsetningartækni árið 1996 þegar ég gaf út Íslandsbókina. Ef myndin er skoðuð nánar, þá má sjá að ég hef ekki náð að ljúka samsetningunni 100% en myndin er þó nógu góð til að gefa hugmynd af umfangi Hellisheiðarvirkjunar. Ég á fleiri svona myndir teknar seinna en þar sem svona samsetning tekur mikinn tíma og ekki eru djúpir vasar til að greiða úr fyrir þá vinnu, þá verður það að bíða betri tíma.
Á svona panoramamynd eða víðmynd eins og það heitir á Íslensku, þá verða línur sem eru beinar, bognar, en það lagast ef myndin væri prentuð út og sett í hring utan um þann sem skoðar myndina.
Á þessari loftmynd má sjá niður Reykjadal til suðurs þar sem fólk er að baða sig í ánni.

Reykjadalur fyrir ofan Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eftir Reykjadal rennur heitur lækur þar sem vinsælt er að baða sig í. Vinsæl gönguleið liggur frá Hveragerði inn þennan dal og upp á Ölkelduháls og er mikill jarðvarmi á þessari leið.
Ég hef farið mikið með ferðamenn um þetta svæði og má sjá nánar kort frá Orkuveitu Reykjavíkur af gönguleiðum um svæðið hér:
http://www.or.is/Forsida/Gestiroggangandi/Utivistarsvaedi/Hengilssvaedid/
Eins og sjá má á þessum myndum þá er vinsælt að baða sig í ánni sem rennur í gegnum Reykjadal og er nánast hægt að baða sig hvar sem er.

Erlendir ferðamenn að baða sig í heitri ánni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er ungt par frá Danmörku að baða sig í ánni. Daman horfir hugfangin á kærastann sinn svolgra af áfergju á ísköldu lindarvatninu sem rennur út í heita ánna. Enda nóg til af hreinu íslensku fjallavatni.

Drukkið íslenskt kalt vatn úr hliðarlæk (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það sem fékk pínu á mig var að Daninn var ekki mikið hrifin af allri þeirri uppbyggingu sem átti sér stað á StórReykjavíkursvæðinu og fann borginni allt til foráttu! Hann vildi meina að íslendingar ættu að fara aðeins hægar í sakirnar. Aftur á móti vildi hann endilega fá að kaupa hús úti á landi og flytja hingað og búa í nokkur ár. Hans komment á staðin var að þetta væri NÁKVÆMLEGA náttúran sem hann væri að leita af. Ég þorði nú ekki að minnast á það við hann að það væru í bígerð stórar áætlanir um að virkja hluta af þessu svæði.
Virkjunin sem um ræðir verður við Ölkelduháls og er þessi myndasería tekin á því svæði.
Hér gengur hópur rétt hjá þeim stað þar sem virkjunin kemur til með að rísa

Mynd tekin ekki langt frá þeim stað þar sem virkjun kemur til með að rísa (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er stórt og mikið hverasvæði norðan við Ölkelduháls rétt hjá þar sem Bitruvirkjun kemur til með að rísa.

Einn af mörgum leirhverum norðan við Ölkelduháls (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Rústir af fjárrétt frá gömlum tíma

Gömul fjárrétt norðan við Ölkelduháls (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Risastór leirhver sem bullar og sýður í og mátti sjá rollur á svæðinu sem voru að ná sér í smá il frá hvernum

Stór leirhver rétt norðan við Ölkelduháls sem bullar og sýður í (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá kort af svæðinu í lokin ásamt litlum myndum

Kort af Ölkelduhálsi, Bitruvirkjun og Reykjadal
Fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar er bent á að skoða heimasíðu þeirra aðila sem vilja láta skoða virkjanamál á þessu svæði betur hér:
WWW.HENGILL.NU
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Telja að virkjun muni spilla ómetanlegri náttúruperlu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.11.2007 kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
30.10.2007 | 09:06
Steve Jobs og Bill Gates voru nördar
Steve Jobs stýrir í dag einni flottustu þróun sem um getur í tölvuiðnaðinum í dag.
Á sama tíma stjórnar Bill Gates einu stærsta fyrirtæki veraldar í tölvuiðnaðinum Microsoft.
Það er hægt að segja margt gott og slæmt um báða þessa risa í tölvuiðnaðinum. En Nútímamaðurinn virðist ekki geta án þeirra verið og má líkja trúnaði áhanganda við þessi fyrirtæki við ofsatrúarbrögð.
En notendur skiptast afgerandi í tvo hópa hvað varðar stuðning við stýrikerfin sem þeir framleiða, það nýjasta frá Microsoft Windows Vista og svo það nýjasta frá Apple Mac OS X 10.5 Leopard.
Tveir félagar á góðri stundu þrátt fyrir harða samkeppni í gegnum árin.

Steve Jobs og Bill Gates (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við Íslendingar eigum víst nokkra svipaða nörda sem hafa að vísu ekki náð eins langt of fyrrnefndu aðila. Friðrik Skúlason og fl.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
700 nördar á leið til landsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.10.2007 | 08:53
Eiga Íslendingar sína fossa?
Þá stóð til að virkja marga af tilkomumestum fossum landsins eins og Gullfoss og Dettifoss.
Hér má sjá Dettifoss í öllu sínu veldi, 100 metra breiður þar sem hann fellur fram af 44 metra hárri skör. Smellið á mynd ti að sjá risa-panorama-mynd af fossinum

Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá risamynd af fossinum)
Rétt fyrir ofan Dettifoss er Selfoss og annar tilkomumikill fyrir neðan sem heitir Hafragilsfoss.
Hér sést vel hvað maðurinn er lítill við hliðina á þessu stóra vatnsfalli. Þarna falla um 200 m3 af vatni niður á hverri sek.

Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
![]() |
Bandaríkjamenn innlima frægasta foss í Kanada |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2007 | 20:18
Myndir af búnaði sem þarf til að skipta um dekk á flugvélum
Hér má sjá myndir frá viðhaldsverkstæði Flugleiða úti á Keflavíkurflugvelli og er hér verið að mæla loftþrýsting í dekkjum.

Starfsmaður Flugleiða að mæla loftþrýsting í dekkjum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá kúta sem innihalda sérstakt loft fyrir svona dekk og er þrýstingurinn gífurlegur enda getur þyngd á einni fullhlaðinni flugvél skipt hundruðum tonna.

Sérstakt gas á kútum fyrir dekk (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þrýstingurinn er svo mikill í dekkjunum að þegar er verið að þrýstiprófa þau, þá þarf svona öryggiskassa utan um dekkinn.

Öryggiskassi fyrir dekk (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá búnað sem notaður er til að skipta um dekk á stórum þotum.

Búnað sem notaður er til að skipta um dekk á stórum þotum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Flugmótor í svona vél er engin smásmíði kostar líka háar upphæðir og er einn dýrasti varahluturinn.

Hér má sjá einn dýrasta varahlutinn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Og svo ein mynd hér í lokin af einni lítilli vél að lenda á Reykjavikurflugvelli

Hér má sjá Fokker koma inn í lendingu á Reykjavíkurflugvelli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Flugvél sem hlekktist á komin í flugskýli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
28.10.2007 | 16:29
Auglýst eftir svartri vinnu - kemur ekki á óvart
Hér má sjá nánar frétt af visi.is um málið

Frétt af visir.is um auglýsingu á svartri atvinnustarfsemi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvernig væri að nota alla þá umframorku sem rennur í sjóinn frá nýjustu virkjuninni á Reykjanesi til að halda smá hita á flugbrautinni yfir hörðustu vetrarmánuðina. Þá þarf ekki að notast við varasöm afísingarefni.
Með þessu er hægt að stórauka öryggið og svo er notast við innlenda orku sem við höfum í ótakmörkuðu magni.
Spurning um að stjórnvöld fari að setja sér háleit markmið um að reyna að nota umhverfisvæna orkugjafa þar sem því verður við komið til hagsældar fyrir land og þjóð.
27.10.2007 | 08:29
Skattgreiðendur hafa nákvæmlega ekkert um það að segja hvernig stjórnmálamenn setja lög sjálfum sér til handa
Skattgreiðendur hafa nákvæmlega ekkert um það að segja hvernig stjórnmálamenn setja lög sjálfum sér til handa. Fyrir utan feitar eftirlaunastöður þá er stór spurning hvenær verið svo tekið á því að stytta 109 daga sumarfrí þessa sama hóps.
Svo er ekki verra þegar hægt er að fara í notalegt "sumarfríi" greitt í topp á kostnað ríkisins. Svo á embættismannakerfið að passa upp á herlegheitin og er nema von að lítið sé gert í málinu!
![]() |
Tvöföld forsetalaun í 100 daga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2007 | 07:56
Er þá öll "harða" fjölskyldan komin í embætti og þar með á ríkisjötuna?
Svo er annað að börn, vinir og ættingjar slíkra ráðamanna hafa verið ráðin út um allt í þessu kerfi okkar sama hversu hæft þetta fólk er í viðkomandi störf. Fyrir utan siðblinduna í upphafi, þá koma reglulega upp spillingarmál og þá getur það tekið mörg ár að grassera áður en nokkuð er að gert. Enda vel þekkt að það er passað vel upp á sína í slíku kerfi.
Annars merkilegt að þeir sem berjast hvað harðast fyrir sjálfstæði og einstaklingsframtaki skuli sitja hvað harðast á ríkisjötunni með alla sína vini, börn og ættingja og sjá ekkert athugavert við það að ríkiskassinn er blóðmjólkaður á ofurlaunum og af hverskyns gæluverkefnum þessu fólki til handar.
Merkilegt hvað ríkisbáknið og skattpíning vex mikið annars undir stjórn þessara sömu manna.
Þetta er því miður Ísland í dag.

Mynd sýnir Ingu Jónu Þórðardóttur að störfum.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. það vill svo til að ég á sjálfur slatta af börnum og það væri nú ekki amalegt að vera í svona fínni aðstöðu að geta úthlutað gælustöðum fyrir þau seinna meir út um allt í kerfinu!
![]() |
Nýjar nefndir fjalla um málefni heilbrigðisstofnana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2007 | 22:40
Við skulum vona að Íslendingar verði ekki eftirbátar Dana í þessum efnum :)
Danir hafa þurf að lifa við það lengi að spara þar sem það á við og landið þeirra er ekki að gefa af sér mikið samanborið við þær auðlindir sem Íslendingar hafa yfir að ráða.
Raflestakerfi er næsta skref fyrir Íslendinga.
Með alla þá þekkingu og sköpunargáfur sem íslendingar búa yfir í dag, þá ætti það að vera lítið mál að koma upp slíku kerfi hér á Íslandi líka.
Nóg er til af fjármagni og fjársterkum aðilum í landinu og bankarnir hagnast nú sem aldrei fyrr.
Spörum olíuna og notum meira af innlendum umhverfisvænum orkugjöfum.... Ef Danir geta sett upp 500.000 hleðslustöðvar út um alla Danmörku, þá hljóta Íslendingar að geta búið til eitt lítið einfalt kerfi þar sem vagnar keyra á rafbrautum fyrir 200.000 manns!
Ef Íslendingar verða einhvertímann svo framsýnir að setja upp sitt eigið "léttlestarkerfi" í anda þeirra tillagna sem að ég hef verið að viðra hér á blogginu, þá geta flugfélögin farið að bjóði upp á stuttar rómanatískar ferðir til íslands þar sem ekið væri um hálendið baðað í norðurljósum innan um jökla og svarta sanda.
Fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar geta lesið um það hér :)
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910/
Hér má sjá hugmynd af vagni sem ekið getur eftir spori með ferðamenn í óvissuferð út í íslenska náttúru.

Mynd sýnir rafdrifið ökumannslaust farartæki (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá hvernig hægt er að samtengja byggðir á suðvesturhorninu sem myndi nýtast vel byggðum og ferðamönnum sem ferðast um þetta svæði.

Mynd sýnir samgöngukerfi sem gæti leyst umferðarvanda Stórreykjavíkursvæðisins (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Nú skora ég á borgaryfirvöld, sveitastjórnir og stjórnvöld þessa lands að hugsa að alvöru um þessi mál.
Undirritaður býður sig fram til að safna saman hópi af hönnuðum, hugvitsmönnum og fyrirtækjum til að setjast niður og kortleggja möguleika í svona verkefni.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Áætlanir uppi um að Kaupmannahöfn verði rafbílaborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.10.2007 | 21:01
Ég fékk góða reynslu af Land Rover síðustu helgi - Flottur bíll - myndir
Veðrið var ekki mikið til að hrópa húrra yfir, en þrátt fyrir það var tekið mikið af efni á video og svo venjulegar myndir af erlendum og innlendum aðilum.
Ég verð að játa að 38" breyttur Land Rover jeppinn kom verulega á óvart í þessari ferð. Í upphafi ferðar var ég með blendnar tilfinningar um ágæti þessara bíla, enda búinn að vera mikið í sveit þar sem þeir flokkuðust meira sem landbúnaðartæki. Einnig hafði ég ágæta reynslu af því að ferðast mikið í svona bílum sem foreldrar mínir ferðuðust mikið á hér áður fyrr.
En nú er öldin önnur. Fjöðrun er eitt sem verður að hrósa þessum bílum sérstaklega fyrir og er hún líklega ein sú besta sem þekkist. Bílarnir lágu vel á vegi og farið var yfir mikið magn af stórfljótum í ferðinni og Landrover með snorkel var ekki mikið að kippa sér upp við það.
Mikill plús er hvað bílarnir eru léttir en aflið mætti vera aðeins meira.
Hér má sjá tvær panorama myndir sem að ég tók í ferðinni. Sú fyrri er tekin við Nafnlausa fossinn og sú seinni þegar við erum að koma inn að Hrafntinnuskeri.
Hér er mynd af Nafnlausa fossi inn á Fjallabaki.

Nafnlausa fossi inn á Fjallabaki (smellið á mynd til að sjá myndina stærri)
Hér er mynd af leiðinni inn að Hrafntinnuskeri

leiðinni inn að Hrafntinnuskeri (smellið á mynd til að sjá myndina stærri)
Hér er Land Rover á góðri "siglingu" frá Gullfossi upp Kjöl

Land Rover ekið eftir malarvegi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er Land Rover ekið yfir jökulá - spurning hvort að hinir þori yfir líka?

Land Rover ekið yfir jökulá (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er farið mikið með ferðamenn niður í fjöru.

Fjöruferð á Land Rover (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Landrover Freelander bíll ársins að mati BÍBB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 31.10.2007 kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)