Verum umhverfisvæn og hitum upp flugbrautina til að varna ísingu - Aukið öryggi

Hvernig væri að nota alla þá umframorku sem rennur í sjóinn frá nýjustu virkjuninni á Reykjanesi til að halda smá hita á flugbrautinni yfir hörðustu vetrarmánuðina. Þá þarf ekki að notast við varasöm afísingarefni.

Með þessu er hægt að stórauka öryggið og svo er notast við innlenda orku sem við höfum í ótakmörkuðu magni.

Spurning um að stjórnvöld fari að setja sér háleit markmið um að reyna að nota umhverfisvæna orkugjafa þar sem því verður við komið til hagsældar fyrir land og þjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ehh... eða ekki!

Þetta yrði mjög dýr framkvæmd!  Að leiða heitt vatn ca. 16 km leið í gegnum óraskað hraun, rista svo upp flugbrautirnar til að koma niður snjóbræðslulögnum er bara rugl.  Þetta yrði síður en svo umhverfisvæn framkvæmd.

Benedikt (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 11:12

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Vissi ekki að þetta væri svona stutt leið :)

Eru menn ekki annars að fara að leggja veg þessa leið á næstunni til að opna hringleið um svæðið. Sú framkvæmd er löngu orðið tímabær.

En það er líka dýrt að halda úti vélum og tækjum til að hreinsa flugbrautirnar næstu árin svo ekki sé talað um þau "umhverfisvænu" efni sem borið er á brautirnar. Að auki þarf að vera með 24 tíma vaktir 365 daga á ári til að sjá um að brautirnar séu í lagi.

Oft eru framkvæmdir sem þessar dýrar í upphafi en til lengri tíma litið, þá getur svona margborgað sig.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 28.10.2007 kl. 11:36

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Dream on. Það var lagt fyrir heitt vatn undir flughlaði við Leifsstöð sem kostaði formúgu og miljónir á ári að hita. Því var hætt fyrir um 10 árum vegna kostnaðar. Þá ca 50 milljónir á ári. Vona að þú sért ekki pólítíkus og hugsir þér þessa hugmynd til framdráttar. Orka kostar hvaðan sem hún kemur. 

Valdimar Samúelsson, 28.10.2007 kl. 11:43

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Umfram orkan sem að ég var að tala um er að renna frá öllum þessum 6 gufuaflsvirkjunum sem við eigum í dag. Frá Reykjanesvirkjun einni rennur heitt vatn/sjór sem jafnast á við meðalrennsli Elliðaánna eða um 4000 lítrar á sekúndu ónotað beint í sjóinn!

Það voru uppi mjög flottar hugmyndir um að nota veginn yfir Hellisheiðina sem hluta af kælikerfi fyrir Hellisheiðarvirkjun og þá um leið til að hafa veginn snjófrían en því miður varð sú tilraun ekki að neinu.

Annars er undarlegt að það þurfi að okra svona mikið á ódýru heitu vatni til að halda svæðinu í kringum flugstöðina snjófríu, ég í einfeldni minni hélt að almannahagsmunir myndu ráða meiru í svona samhengi frekar en að verið sé að mylja undir einhverja útvalda peningamenn.

Ég er ekki enn búinn að hella mér út í pólitíkina og hef frekar lítinn áhuga á slíku. En mér finnst alveg sjálfsagt að hinn almenni borgari láti heyra í sér og mætti gera meira af slíku hér á landi.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 28.10.2007 kl. 12:32

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Svo er það eitt sem má ekki gleyma, en verð á nýrri Boeing 757-300 þotu er um 6 milljarða og ef slík vél verður fyrir tjóni þá erum við að tala um háar upphæðir.

Það getur því varla kostað svo mikið að vera með einhvern hluta af svona brautum upphitaðar samanborið við annan kostnað í þessu samhengi.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 28.10.2007 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband