3.11.2007 | 20:50
Myndir og kort af Þórkötlustaðanesi við Grindavík

Grindavík úr lofti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Grindavík er bær á sunnanverðum Reykjanesskaga. Sjávarútvegur er aðalatvinnugrein enda er Grindavík einn öflugasti útgerðarbær landsins. Land Grindavíkur nær frá Reykjanestá og austur að sýslumörkum Árnessýslu. Íbúar eru um 2.400.
Á þessari mynd má svo sjá myndirnar af salthaugunum sem eru suðvestan megin á Þórkötlustaðanesi

Salthaugarnir sem eru rétt hjá Grindavík úr (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo Hópsnesviti / Þórkötlustaðanesviti og leifar af bátnum Gjafar VE 300 sem fórst 27. febrúar árið 1973 er framar á myndinni

Vitinn og leifar af vélbátnum Gjafar, 12 manna áhöfn var bjargað (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hvaða hús er þetta sem myndin sýnir?

Húsarústir á Þórkötlustaðanesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hvaða byggð var suðaustan megin á nesinu?

Gamlar rústir á Þórkötlustaðanesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hvaða byggð var austan megin á nesinu?

Byggð á Þórkötlustaðanesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Festafjall er merkilegt fjall sem hefur verið grafið til hálfs af ágangi sjávar og er þar hægt að sjá hvernig eldstöð hefur brotist upp á yfirborðið í þversniðinu af fjallinu.

Festafjall við Hraunsvík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kort af göngusvæðinu þar sem sjá má Grindavík, Þórkötlustaðanes m.m.

Kort af Grindavík og nágreni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Nánari upplýsingar um svæðið má finna á vef Ferils hér:
http://www.ferlir.is/?id=6814
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Tólfhundraðasta ganga Ferlis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2007 | 11:34
Einföld leið til að gera verðkannanir - Nota tæknina :)
Skil ekki hvers vegna það þarf að vera svona mikið mál að gera verðkannanir. Hér eru nokkrar einfaldar leiðir.
1) Hægt er að biðja fólk um að senda inn afrit af verðstrimlinum þar sem koma fram upplýsingar um vöru, verð ásamt dagsetningu.
2) Valin hópur neytenda getur skráð sig inn á sérstakan vef þar sem hægt er að skrá inn upplýsingar um síðustu innkaup og svo myndi tölvukerfi sýna í rauntíma meðalverð á völdum vöruflokkum milli verslana. Er þá nóg að fara á netið rétt áður en hlaupi er út í búð. Þannig væri hægt að sýna á grafískan máta hækkanir/lækkanir á vörum.
3) Verðlagseftirlit fær útskrift fyrir ákveði tímabil beint úr kassakerfinu frá verslunum
![]() |
Bónus gerir athugasemd við frétt Sjónvarpsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.11.2007 | 09:30
Flott, umhverfisvænt, hljóðlaust og afkastamikið kerfi fyrir ferðamenn

Skemmtiferðarskipið Discovery við Skarfabakka í Reykjavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Um borð í svona skipi er allur hugsanlegur lúxus og stundum getur áhöfnin verið jafn fjölmenn og farþegarnir

Skemmtiferðarskipið Discovery við Skarfabakka í Reykjavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Farþegarnir bíða spenntir eftir að fá að stíga frá borði á íslenska grund. Þar bíður ýmis afþreying eftir þessum ferðamönnum.

Skemmtiferðarskipið Discovery við Skarfabakka í Reykjavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En það er gríðarlegur fjöldi að koma með svona skipum til landsins og ekki óalgengt að það bíði 10-20 rútur og fjöldi breyttra jeppa á hafnarbakkanum eftir komu svona skips.
Hvernig væri að nota íslenskt hugvit og þekkingu til að sérsmíða okkar eigið samgöngukerfi og bæta þar með stórlega ímynd okkar út á við?
Samgöngukerfi á brautum gæti verið umhverfisvæn lausn til að flytja mikið magn af ferðamönnum á stuttum tíma á helstu ferðamannastaðina á suðvestur horni landsins.
Hvernig væri að koma með varanlega framtíðarlausn þar sem ekki er bara hugsað til morgundagsins?
Hér má sjá hugmynd af vagni sem ekið getur eftir spori með ferðamenn í óvissuferð út í íslenska náttúru þar sem skoða má jökla og svarta sanda á ferð um hálendi íslands.

Mynd sýnir rafdrifið ökumannslaust farartæki (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir suðvesturhorn landsins.

Brautarkerfi, lest eða monorail kerfi fyrir Reykjanes, Gullna hringinn og Suðurland (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Væri þá ekki ráð til að vernda svæði eins og Þingvöll betur að lágmarka alla umferð ökutækja um svæðið nema með svona hljóðlausum og umhverfisvænum vögnum. Ferðamenn tækju ferðavagninn til Þingvallar með því a velja viðkomandi hnapp og réðu svo sínum tíma sjálfir með því að ganga um svæðið og þegar viðkomandi telur sig búinn að fá nóg, þá er stigið upp í næsta vagn og haldið áfram á næsta áfangastað. Með þessu myndi fást mun meiri dreifing og álagstoppar lækka og ferðamaðurinn fær ekki á tilfinninguna lengur að það séu 20 rútur á sama tíma eins og oft vill gerast við Gullfoss og Geysi.
Samkvæmt könnunum, þá hafa erlendir gestir einkum áhuga á náttúrutengdri afþreyingu og býður Græna leiðin nánast upp á alla þá möguleika í einni hringferð.
Ástæðan fyrir því að græna leiðin er lögð upp að Langjökli er að við eigum að leggja stóraukna áherslu á að fólk fái að komast á jökla, á skíði, ísklifur, skíðagöngu, vélsleða jeppaferðir í snjó og allt við topp aðstæður. En eins og hefur áður komið fram hjá mér, þá á að leggja niður núverandi skíðasvæði og flytja þangað upp eftir.
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/293926/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/263922/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/268551/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/267781/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/262950/
Nýjar byltingakenndar hugmyndir - Breytum vinsælustu ferðamannaleið landsins "The Golden Circle" í "The Golden Circle Delux"!
Leiðin milli jökla. Þórisjökull - Geitlandsjökull. Ný "The Golden Circle Delux" leið. Aðeins lenging um 30 km miða við núverandi leið.

Loftmynd af Þórisjökli og Geitlandsjökli (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Nú skora ég á borgaryfirvöld, sveitastjórnir og stjórnvöld þessa lands að hugsa að alvöru um þessi mál.
Undirritaður býður sig fram til að safna saman hópi af hönnuðum, hugvitsmönnum og fyrirtækjum til að setjast niður og kortleggja möguleika í svona verkefni.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Bætt aðstaða fyrir skemmtiferðaskip skapar aukin tækifæri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.11.2007 | 08:19
Það gleymist að Íslendingar bjuggu lengi vel við svipaðar aðstæður
Hópurinn lendir á flugvellinum í Kulusuk og þurfti að byrja á því að ganga frá flugvellinum niður í bæ sem tók um 40 mín. Á leiðinni bar margt undarlegt fyrir sjónir.
Eitt að því fyrsta sem varð á vegi okkar var þessi litskrúðugi kirkjugarður og við nánari skoðun, þá kom í ljós að allar plönturnar á leiðunum voru úr plasti.

Kirkjugarður í Kulusuk (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En annars er jarðvegur svo lítill í Grænlandi að á mörgum stöðum eru hinir látnu dysjaðir ofanjarðar og grjót hlaðið yfir og má sjá það víða fyrir utan heimilin hjá þeim.
Hópurinn fékk að gista í þessu gamla húsi í þorpinu Kulusuk og þaðan var svo farið í margar skemmtilegar gönguferðir næstu daga.

Lúxus hótel í Kulusuk (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þarna fékk hópurinn að kynnast af eigin raun, næstu daganna, frumstæðum aðstæðum sem þetta fólk býr við. Ekki laust við að sumir yrðu fyrir smá áfalli. Á 5 stjörnu hótelinu var sofið á gólfinu, hitað upp með olíuofni, ná þurfti í allt vatni í fötur í þar til gerða vatnspósta, klósettið var fata og engin sturta í húsinu. Hægt var að komast í sameiginlega sturtu og þvottaaðstöðu á öðrum stað í bænum.
Fljótlega eftir að komið var inn í bæinn, þá tók stór hópur af börnum á móti ferðamönnum

Stór barnahópur að leik tekur á móti ferðamönnum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þrátt fyrir erfiðar aðstæður þessara barna, þá virtust þau njóta lífsins í þessu náttúrulega umhverfi.
Víða mátti sjá hrörlegar aðstæður sem þetta fólk býr við

Húsakostur í Kulusuk (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kulusuk er á eyju og hefur þorpið byggst upp ekki langt frá flugvellinum. Þar búa nú rétt rúmlega 300 manns.
Hundar hafa lengi vel verið fleiri en íbúar þorpsins! En þegar mest var, þá voru þeir um 800 talsins og fer þeim óðum fækkandi með nýjum tímum.

Hundar í Kulusuk (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Meðhjálparinn var búinn að taka að sér messuhaldið á staðnum. Presturinn farinn og organistinn komin á aldur og engir til að taka við þessum mikilvægu embættum. Tónlistakennslan í lamasessi og sjá má hvernig þorpsbúum fækkar smátt og smátt og húsum fjölgar sem leggjast í eyði. Unga fólkið flytur til stóru byggðakjarnanna eða til Danmerkur. Bilið á milli kynslóðanna er gríðalegt!

Meðhjálparinn messar yfir örfáum gestum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ef gengið er um þorpið, þá má sjá að hluti þorpsins er þegar komin í eyði

Mörg húsanna eru í niðurníðslu eins og sjá má (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Haukur Hauksson kallar nú ekki allt ömmu sína. Enda búinn að búa í Rússlandi í rúm 10 ár :)

Hér er Haukur nývaknaður og til í slaginn. En morgunmaturinn var upphituð loðna frá deginum áður sem þykri herramanns matur bæði á Grænlandi og Rússlandi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Fyrr um daginn var flogið með þyrlu frá Kulusuk til Amaksalik og seinna sama dag var siglt til baka á 2 bátum. Þoka skall á og var það þrautin þyngri að finna leið til baka í gegnum ísspöngina. Bátarnir að verða bensínlausi og hópurinn orðin villtur. Það vildi okkur til happs að einhver var með GPS og hafði sett inn punktinn á Kulusuk deginum áður.

Einn af mörgum borgarísjökum á leiðinni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þorpsbúar lögðu mikið á sig til að gera för hópsins sem skemmtilegasta. Hér er verið að sýna hvernig veiðiaðferðir voru fyrr á tímum.

Skutli slöngvað í átt að bráðinni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þar sem konur eru á ferð, þar er Steinar mættur

Hér er Steinar í fangabrögðum við konuna sem var að dansa ástardansinn fyrir hann (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kyrrðin og þögnin var æpandi

Hér lagðist hópurinn niður og slappaði af eftir langa göngu - ógleymanleg stund (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er siglt með hópinn á afskektan stað og skilin eftir. Hér fóru Kjartan og Steinar í ævintýralega fjallgöngu og mátti þakka fyrir að ekki fór illa.

Báturinn kvaddur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Tíkin á staðnum var að eiga hvolpa. Eigandinn var mest hræddur um að þeir yrðu of margir og þá of marga munna að metta. Því er ekki óalgengt að einhverjum sé lógað til að spara matinn.

Tíkin kann að pósa og brosa fallega framan í myndavélina (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér stendur hópurinn á einum ísnum í fallegum firði norðan við Kulusuk.

Ísjaki í fjörunni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ógleymanleg ferð ...
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Skelfilegar félagslegar aðstæður á Grænlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.11.2007 | 06:58
Slátrið STENDUR fyrir sínu :)
Ekki eru samt allir jafn ánægðir með það sem þeir hafa og reyna því ýmis ráð til að bæta um betur.
Hér er hópur Spánskra sveppasérfræðinga á ferð um landið og urðu þeir að vonum ánægðir þegar þeir fundu þessa sveppi hér á leið sinni frá Borgarfirði Eystri:

Sveppasérfræðingar frá Kanarí á ferð um Ísland (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki kemur það á óvart að svona hús skuli RÍSA í ríki Gunnars I Birgissonar í Kópavogi

Smáralind séð úr lofti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Margir hafa verið að velta fyrir sér útlitinu á annars þessu velformaða húsi :)
Hér má sjá Loftmynd af Smáralind

Smáralind séð úr lofti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Spurningin er: Af hverju þurfa konur alltaf að brjóta karlmenn niður á þann máta sem Condoleezza Rice er að gera hér:

Condoleezza Rice, lítið tippi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ég get þó huggað mig við þá staðreynd að lítil .... stækka mest :)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Hilmir Snær nakinn í kvikmyndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.10.2007 | 15:09
SPILLUM EKKI SVÆÐINU Í KRINGUM ÖLKELDUHÁLS !!!
Um svæðið liggur þekkt gönguleið niður í Reykjadal þar sem endað er rétt fyrir ofan Hveragerði.
Svæðið allt er ægifagurt og hefur upp á margt að bjóða. Vinsældir svæðisins má meðal annars rekja til þess að um það rennur heitur lækur/á sem vinsælt er að baða sig í.
Sumir vilja jafnvel halda því fram að það sé meira gaman að koma á þetta svæði og baða sig heldur en inn í sjálfar Landmannalaugar og er þá mikið sagt.
Einn megin kostur við þetta svæði er að þangað er ekki hægt að komast á bíl og þarf því að fara allar ferðir um svæðið gangandi eða á hestum. Og er það ótvíræður kostur í samfélagi þar sem allir fara orðið sínar ferðir á einhverskonar farartækjum.
Leirmyndanir á svæðinu geta verið gríðarlega fallegar eins og sjá má á þessari mynd hér:

Heitur lækur rennur í gegnum Reykjadal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Litir náttúrunnar geta stundum verið ótrúlegir eins og sjá má á þessari mynd hér:

Fallegir litir í heitavatnsuppsprettu sem rennur út í lækinn í Reykjadal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Innst í Reykjadal rétt við Ölkelduháls er svo þessi fallegi foss sem rennur í gegnum soðið berg sem er með ótrúlega fallegum litbrigðum og myndunum.

Foss innst í Reykjadal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo annað mjög virkt hverasvæði innst í Reykjadal þar sem gengið er upp vestan megin við Ölkelduháls.

Virkt hverasvæði innst í Reykjadal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ef litið er á framkvæmdir við Hengilinn í dag, þá má sjá athafnasvæði Hellisheiðarvirkjunar á næstu mynd. Þegar myndin er skoðuð nánar, þá ber að hafa það í huga að það á að reisa tvær sambærilegar virkjanir til viðbótar við þær tvær sem fyrir eru við Hengilinn.
Hér má svo sjá panorama mynd af Hengilssvæðinu þar sem horft er til austurs. Smellið á mynd til að skoða myndina enn stærri.

Ljósmynd af Hellisheiðarvirkjun ú lofti (smellið á mynd til að sjá myndina enn stærri)
!!! Það hafa komið athugasemdir á þessa panorama mynd að hún væri að einhverju leiti óeðlileg. En víðmyndin er unnin úr 7 stökum loftmyndum sem settar hafa verið saman.
Sjá má upprunalegar myndir, teknar í maí 2006, hér: http://www.photo.is/06/05/7/index_14.html
Ég þróaði þessa samsetningartækni árið 1996 þegar ég gaf út Íslandsbókina. Ef myndin er skoðuð nánar, þá má sjá að ég hef ekki náð að ljúka samsetningunni 100% en myndin er þó nógu góð til að gefa hugmynd af umfangi Hellisheiðarvirkjunar. Ég á fleiri svona myndir teknar seinna en þar sem svona samsetning tekur mikinn tíma og ekki eru djúpir vasar til að greiða úr fyrir þá vinnu, þá verður það að bíða betri tíma.
Á svona panoramamynd eða víðmynd eins og það heitir á Íslensku, þá verða línur sem eru beinar, bognar, en það lagast ef myndin væri prentuð út og sett í hring utan um þann sem skoðar myndina.
Á þessari loftmynd má sjá niður Reykjadal til suðurs þar sem fólk er að baða sig í ánni.

Reykjadalur fyrir ofan Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eftir Reykjadal rennur heitur lækur þar sem vinsælt er að baða sig í. Vinsæl gönguleið liggur frá Hveragerði inn þennan dal og upp á Ölkelduháls og er mikill jarðvarmi á þessari leið.
Ég hef farið mikið með ferðamenn um þetta svæði og má sjá nánar kort frá Orkuveitu Reykjavíkur af gönguleiðum um svæðið hér:
http://www.or.is/Forsida/Gestiroggangandi/Utivistarsvaedi/Hengilssvaedid/
Eins og sjá má á þessum myndum þá er vinsælt að baða sig í ánni sem rennur í gegnum Reykjadal og er nánast hægt að baða sig hvar sem er.

Erlendir ferðamenn að baða sig í heitri ánni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er ungt par frá Danmörku að baða sig í ánni. Daman horfir hugfangin á kærastann sinn svolgra af áfergju á ísköldu lindarvatninu sem rennur út í heita ánna. Enda nóg til af hreinu íslensku fjallavatni.

Drukkið íslenskt kalt vatn úr hliðarlæk (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það sem fékk pínu á mig var að Daninn var ekki mikið hrifin af allri þeirri uppbyggingu sem átti sér stað á StórReykjavíkursvæðinu og fann borginni allt til foráttu! Hann vildi meina að íslendingar ættu að fara aðeins hægar í sakirnar. Aftur á móti vildi hann endilega fá að kaupa hús úti á landi og flytja hingað og búa í nokkur ár. Hans komment á staðin var að þetta væri NÁKVÆMLEGA náttúran sem hann væri að leita af. Ég þorði nú ekki að minnast á það við hann að það væru í bígerð stórar áætlanir um að virkja hluta af þessu svæði.
Virkjunin sem um ræðir verður við Ölkelduháls og er þessi myndasería tekin á því svæði.
Hér gengur hópur rétt hjá þeim stað þar sem virkjunin kemur til með að rísa

Mynd tekin ekki langt frá þeim stað þar sem virkjun kemur til með að rísa (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er stórt og mikið hverasvæði norðan við Ölkelduháls rétt hjá þar sem Bitruvirkjun kemur til með að rísa.

Einn af mörgum leirhverum norðan við Ölkelduháls (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Rústir af fjárrétt frá gömlum tíma

Gömul fjárrétt norðan við Ölkelduháls (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Risastór leirhver sem bullar og sýður í og mátti sjá rollur á svæðinu sem voru að ná sér í smá il frá hvernum

Stór leirhver rétt norðan við Ölkelduháls sem bullar og sýður í (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá kort af svæðinu í lokin ásamt litlum myndum

Kort af Ölkelduhálsi, Bitruvirkjun og Reykjadal
Fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar er bent á að skoða heimasíðu þeirra aðila sem vilja láta skoða virkjanamál á þessu svæði betur hér:
WWW.HENGILL.NU
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Telja að virkjun muni spilla ómetanlegri náttúruperlu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.11.2007 kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
30.10.2007 | 09:06
Steve Jobs og Bill Gates voru nördar
Steve Jobs stýrir í dag einni flottustu þróun sem um getur í tölvuiðnaðinum í dag.
Á sama tíma stjórnar Bill Gates einu stærsta fyrirtæki veraldar í tölvuiðnaðinum Microsoft.
Það er hægt að segja margt gott og slæmt um báða þessa risa í tölvuiðnaðinum. En Nútímamaðurinn virðist ekki geta án þeirra verið og má líkja trúnaði áhanganda við þessi fyrirtæki við ofsatrúarbrögð.
En notendur skiptast afgerandi í tvo hópa hvað varðar stuðning við stýrikerfin sem þeir framleiða, það nýjasta frá Microsoft Windows Vista og svo það nýjasta frá Apple Mac OS X 10.5 Leopard.
Tveir félagar á góðri stundu þrátt fyrir harða samkeppni í gegnum árin.

Steve Jobs og Bill Gates (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við Íslendingar eigum víst nokkra svipaða nörda sem hafa að vísu ekki náð eins langt of fyrrnefndu aðila. Friðrik Skúlason og fl.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
700 nördar á leið til landsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.10.2007 | 08:53
Eiga Íslendingar sína fossa?
Þá stóð til að virkja marga af tilkomumestum fossum landsins eins og Gullfoss og Dettifoss.
Hér má sjá Dettifoss í öllu sínu veldi, 100 metra breiður þar sem hann fellur fram af 44 metra hárri skör. Smellið á mynd ti að sjá risa-panorama-mynd af fossinum

Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá risamynd af fossinum)
Rétt fyrir ofan Dettifoss er Selfoss og annar tilkomumikill fyrir neðan sem heitir Hafragilsfoss.
Hér sést vel hvað maðurinn er lítill við hliðina á þessu stóra vatnsfalli. Þarna falla um 200 m3 af vatni niður á hverri sek.

Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
![]() |
Bandaríkjamenn „innlima“ frægasta foss í Kanada |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2007 | 20:18
Myndir af búnaði sem þarf til að skipta um dekk á flugvélum
Hér má sjá myndir frá viðhaldsverkstæði Flugleiða úti á Keflavíkurflugvelli og er hér verið að mæla loftþrýsting í dekkjum.

Starfsmaður Flugleiða að mæla loftþrýsting í dekkjum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá kúta sem innihalda sérstakt loft fyrir svona dekk og er þrýstingurinn gífurlegur enda getur þyngd á einni fullhlaðinni flugvél skipt hundruðum tonna.

Sérstakt gas á kútum fyrir dekk (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þrýstingurinn er svo mikill í dekkjunum að þegar er verið að þrýstiprófa þau, þá þarf svona öryggiskassa utan um dekkinn.

Öryggiskassi fyrir dekk (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá búnað sem notaður er til að skipta um dekk á stórum þotum.

Búnað sem notaður er til að skipta um dekk á stórum þotum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Flugmótor í svona vél er engin smásmíði kostar líka háar upphæðir og er einn dýrasti varahluturinn.

Hér má sjá einn dýrasta varahlutinn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Og svo ein mynd hér í lokin af einni lítilli vél að lenda á Reykjavikurflugvelli

Hér má sjá Fokker koma inn í lendingu á Reykjavíkurflugvelli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Flugvél sem hlekktist á komin í flugskýli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
28.10.2007 | 16:29
Auglýst eftir svartri vinnu - kemur ekki á óvart
Hér má sjá nánar frétt af visi.is um málið

Frétt af visir.is um auglýsingu á svartri atvinnustarfsemi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)